Tíminn - 29.10.1963, Qupperneq 2

Tíminn - 29.10.1963, Qupperneq 2
★ KJ-Reykjavík, 28. okt. FRÉTTAmenn voru s.l. föstud. kvaddir á fund Almenna bókafé- lagsins í tilefni af því aö lokiS er heildarútgáfu á verkum Gunn- ars Gunnarssonar, átta bindum alls. Baldvin Tryggvason, framkv.- stjóri AB skýrði frá útgáfunni cg sagði f.-á því aS hún hefði hafizt árið 1960 með útgáfu eins bindis í samvinnu við Helgafell, en eftir það hefði Almenna bóka- Heildarútgáfa á verkum Gunnars félagið tekið útgáfuna í sinar hendur, og nú væri áttunda og síðasta bindið komið út. Allt verkið er 4800 blaðsíður eða 600 bls. hvert, en verkin í heildar- safninu eru 19 talsins. Eiríkur Hreinn Finnbogason hefur borið Chita og þunga af útgáfu verksins ásamt Tómasi Guðmundssyni, og aftast í síðasta bindinu er skrá um verk Gunnars Gunnarssonar, sem Haraldur Sigurðsson bóka- vörður hefur tekið saman. Gunnar Gunnarsson yngri son ur skáldsins hefur myndskreytt útgáfuna, og einnig teiknaði hann kápuna á verkið. Aðspurður sagð ist Gunnar Gunnarsson yngri hafa fengið hugmyndina að teikn ingunum í bréfi frá föður sínum til dóttur sinnar, og þær á káp- unum aðeins stílfærðar en í sama lit og þær voru upphaflega á bréfunum. í stuttri ræðu, sem Gunnar Gunnarsson hélt sagðist hann skulda AB þakkirnar fyrst og fremst sem honum voru ætlað- ar, einnig ætti Ragnar Jónsson, bókaútgefandi þær, því það er hugmynd hans að verk Gunnars Gunnarssonar voru gefin út í heild. Auk þeirra Baldvins og Gunn- ars tók til máls Bjarni Benedikts son ráðherra, forseti AB. ítrekaði hann þakkir AB til Gunnars, og þá sérstaklega brautryðjenda- starf hans hjá félaginu. Fundur framkvæmdastjóra í fiskiðnaSi á vegum SÍS Vextir af f járfesting- arlánum verði 3% Verzlunar- menn boða ; verkfall LANDSSAMBAND íslenzkra verzlunarmanna og Verzlunar- mannafclag Reykjavíkur hafa til- kynnt sáttasemjara ríkisins og við semjendum sínum, að verzlunar- fólk muni hefja verkfall frá og með 4. nóvember n. k., hafi samn- ingar eigi tekizt fyrir þann tíma, jafnframt hafa flestöll verzlunar- mannafélög tilkynnt viðsemjend- um sínum þessa ákvörðun. Þau félög, sem þegar er vitað um að hefja muni vinnustöðvun eru: Verzlunarmannafél. Rvíkur, Verzlunarm.fél. Hafnarfj., Verzlunarm.fél. Borgarness, Verzlunarm.fél. Snæfellinga, Verzlunarm.fél. Bolungarvíkur, Verzlunarm.fél. ísafjarðar, Verzlunarm.fél. Húnvetninga, Verzlunarm.fél. Skagfirðinga, Verzlunarm.fél. Siglufjarðar, Verzlunarm.fél. N.-Þingeyj.s., Verzlunarm.fél. V.-Skaftfellinga, Verzlunarm.fél. Rangárvallas. Félag verzlunar- og skrifstofu- fólks á Akureyri, Skrifstofu- og verzlunarm.fél. Suðurnesja, Verzlunarmannafél. Árnessýslu. Fljótlega munu félögin á Eski- firði, Reyðarfirði, Vestmannaeyj- um og Patreksfirði bætast í hóp- inn. (Fréttfrá LÍV og VR). c) Hráefnisöflun erfiðari og ótryggari. d) Fiskvinnslustöðvarnar yfir- leitt smærri og dreifing fastakostn aðar því óhagstæðari. e) Tækniþjónusta dýrari eða lakari. f) Kostnaður af flutningi rekstr arvara og meiri birgða af rekstr- arvörum hærri. Til þess að jafna þennan að- stöðumismun að einhverju leyti beinir fundurinn því til verðlags- ráðs að: 1. Stærðartakmörk milli stórs fisks og smás, verði færð upp um 5 em. Fundur framkvæmdastjóra við fiskiðnað á vegum Sambands ísl. samvinnufélaga, haldinn í Reykja- vík dagana 23.—24. október 1963, ályktar, að þær hækkanir, sem orðið hafa á vinnulaunum, verði hráefnis, sem og öðrum vinnu- kostnaði, hafi þegar raskað svo mjög rekstursgrundvel'ii fiskiðnað arins, að þau rekstursvandamál,. sem við er að etja, séu alvarlegri og erfiðari en svo, að við verði ráðið án sameiginlegs átaks og samræmdra aðgerða í samvinnu við ríkisvaldið. Fundurinn telur eftirtalin úr- ræði geta komið að nokkru gagni til þess að l'eysa úr þessum erfið- leikum og væntir þess að eftir- greindar tillögur mæti skilningi viðkomandi yfirvalda: 1. Vextir af fjárfestingarlánum og afurðalánum verði lækkaðir í 3%. 2. Afurðalán á framleiðslu verði hækkuð í 85% af útflutn- ingsverðmæti og verði þau lán veitt sjálfkrafa út á framl'eiðsluna eftir skýrslum sem viðkomandi viðskiptabanki tekur gildar. 3. Útflutningsgjald 7,4% af framleiðsluverð'mæti fob., verði fellt niður að hálfu fyrir árið 1963 frá 1. 1. og gjaldið allt fellt niður frá 1. 1. 1964. 4. Aðstöðugjald á fiskvinnslu verði fellt niður, eða til vara, að álagning gjaldsins verði samræmd og sá reksturskostnaður, sem rekja má til óhagstæðrar aðstöðu og staðsetningar verði metinn frá- dráttarbær. 5. Rafmagnsverð til fiskiðnaðar verði lækkað og samræmt. 6. Fiskvinnslustöðvar fái að- gang að lánsfjármagni til þess að endurskipuleggja vinnslukerfið og til kaupa á nýjum tækjum og búnaði, sem stuðlað getur að auk- inni nýtingu vinnuafls og hráefn- is. 7. Greiðslu afborgana af stofn- lánum til fiskvinnslustöðva verði frestað um eitt ár. 8. Niður verði felldir tollar af öllum vélurn og tækjum, sem not- uð eru til vinnslu sjávarafurða, frá og með 1. jan. 1963. 9. Skattfríðindi í einhverri mynd verði veitt fólki, sem vinn- ur í fiskiðnaði, þar eð tilfinnan- legur flótti virðist ríkjandi úr fiskiðnaði í önnur störf. Verði hins vegar hækkun á fiskverði, vinnulaunum og öðrum kostnaði frá því sem nú er, telur fundurinn að óhjákvæmileg stöðv un vinnslustöðvanna sé yfirvof- andi og augljós, nema aðrar og sérstakar ráðstafanir séu gerðar af hálfu þess opinbera til þess að mæta þeim. Að því leyti, sem framangreind ar ráðstafanir ekki duga til þess að fiskiðnaðurinn losni við tap- rekstur, verði gerðar samhliða ráðstafanir af hálfu ríkisvaldsins I með fjárstuðningi, þar til jafn- j vægi næst. I Fundur framkvæmdastjóra í fiskiðnaði á vegum S.Í.S., haldinn í Reykjavík dagana 23.—24. okt. 1963, leyfir sér að benda Verð- lagsráði sjávarútvegsins á, að á Norður- og Austurlandi er: a) Meðalstærð svokallaðs stór- fisks að jafnaði miklu smærri en í öðrum landshlutum. b) Óslægður fiskur hlutfalls- lega minna virði en slægður fisk- ur, þar sem hrogn og lifur nýtast illa eða ekki 2. Aukinn verði verðmismunur milli slægðs fisks og óslægðs á tímabilinu 16 apríl til 31. des. 3. Fiskur undir 40 cm. verði ekki verðlagður. Enn fremur beinir fundurinn því til verðlagsráðs að það fylgi því eftir að ákveðnar reglur verði settar um verðfellingu fisks vegna orma, og að þeim reglum verði framfylgt. Fundur framkvæmdastjóra í Framhald á 13. síðu Tvær nýjar járn iðnaðarvélar KJ-Reykjavík, 28. október. NÝLEGA var fréttam. boð- ið að sjá tvær nýjar járniðnaðar- vélar, sem Verkfæri og járnvörur h.f., Tryggvagötu 10 flytja inn. Vélar þessar eru tvenns konar. Annars vegar svokölluð plötu- vinnsluvél er getur með 11 mis- munandi vinnuaðferðum fram- kvæmt ýmsa hluti svo sem að skera járnplötur, gera ferninga eða hringi, í þær, gera alls konar gróp og skorur. Vél þessi er jafn víg á þunn pappírsblöð sem átta millimetra plötustál. Hin vélin er svonefndur hrað- kantskeri, sem er sá eini sinn- ar tegundar hér á landi. Kantsker hann plötur fyrir rafsuðu £ öllum mögulegum stærðum. Það eru Pullmax-verksmiðj- urnar sænsku sem framleiða þess ar járniðnaðarvélar, og er nú hér á landi staddur frá þeim Artur Lindskog, sem sýndi fréttamönn- um hina ýmsu eiginleika vél- anna, og mun veita járniðnaðar- mönnum tilsögn i meðferð þeirra. Þegar tjaidið fellur HAUSTKVÖLD í Reykjavík, þriðjudagur 15. október 1963. — Stiórnmálafundur í stórum sal. Fjölmenni með eftirvænt- ingu i svipnum. Leiðtogi stígur i stólinn . . . Sá,. sem í ræðustólnum stóð, «agði orðrétt: „ÞEIM LEIK, AÐ FELLA GENGIÐ VERÐUR AÐ LJÚKA. VIÐ VERÐUM AÐ HAFA ÞANN MAN>Tr*ÓM, AS LÁTA HONUM L’ KA . . . VIÐ MEGUM EKKI OG GETUM EKKI GERT OKKUR LEIK AÐ ÞVÍ AÐ BREGÐAST ÞVÍ SAMEIGINLEGA TRÚNAÐAR- TRAUSTI, SEM GJALDMIÐ. ILLINN ER HJÁ HVERRI ÞJÓÐ.“ Þetta var á ofanverðu fjórða ári „viðreisnarinnar“, sem hófst með stórfelldri gengisfell- ingu 1960 og var haldið áfram með annarri gengisfellingu árið eftir. En leiðtoginn, sem stóð í ræðustólnum, hver var hann? Var það ekki Eysteinn Jónsson eða einhver annar af þing- mönnum stjórnarandstöðunn- ar? Ekki aldei'lis. Þetta var sjálfur Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. 4 Merk ræSa“ Og Morgunblaðið sagði dag- inn eftir, að Bjarni Benedikts- son hefði flutt „merka“ ræðu. Hamingjan hjálpi okkur, var þetta þá ekkert nema leikur?, hlýtur mörgum Sjálfstæðis- manni, einföldum í sinni þjón- ustu, að hafa orðið að orði. Leíkur, sem settur var á svið undir nafninu „viðreisn“ og- er búinn að þrefalda fjárlögin svo að ekki sé fleira talið. Settur á svið með tilburðum listamannsins, seni sagðist ekki geta „náð flugtakinu“ á gaml- árskvöld 1959, ekki hafið anda sinn til flugs fyrir áhyggjum út af skuldum erlendis (sem að vísu hafa vaxið síðan). Leik- ur í baráttunni um völd yfir 180 þúsund sálum. Segir leik- stjórinn, núverandi, að þeir, sem einhvern „manndóm“ hafa, verða að „láta honum ljúka“. Að halda leiknum áfram væri að „bregðast trúnaðartrausti", segir 'leikstjórinn enn fremur. Ekki mun um annað að gera en að láta tjaldið falla, því þetta hlýtur að hafa verið l.iót- ur leikur. — Þannig kynnu þeir nú að hugsa, sem hafa verið einfaldir í sinni þjónustu, ef þeir láta sér ekki nægja það, sem Morgunblaðið segir, að ræðan hafi verið „merk“. SviSsetnmgin Sviðsetning „viðreisnarinn- ar“ og leikstjórn Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar hef- ur orðið þjóðinni dýr. Hún hef- ur komið illa við marga. Hún hefur enn stórlækkað kaup- mátt krónunnar, sem ekki var of mikill áður. Hún hefur auk- ið ófrið á vinnumarkaðinum. Hún hefur komið hart niður á eigendum sparifjár, einstakl- ingum og almannasjóðum, sem til voru fyrir hennar daga, og hækkun innlánsvaxtanna bæt- ir þar Iítið úr skák. Ýmiss kon- ar upplausn hefur átt sér stað af hennar völduin, þótt ekki verið því neitað að sumt sé til bóta í Iöggjöf og stjórnarráð- stöfunum á þessum árum, eins og ævinlega á jafnlöngum tíma, hver sem með völd fer. Framhalo á 13 sfSu 2 T f M I N N, þriðjudaginn 29. október 1963.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.