Tíminn - 29.10.1963, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.10.1963, Blaðsíða 3
I NTB—STOKKHÓLMI, 28. okt. — Ungt, sænskt kærustupar var í dag dæmt f margra ára nauðung arvinnu fyrir barnsrán, sem ekki á sér neina hliðstæSu í sænskri réttarsögu. — Fyrir rúmum mán- uði sfðan námu skötuhjúin á brott 7 ára gamla stúlku og varð faðir hennar síðar að greiða sem svarar 120,000 fslenzkra króna í lausnargjald. — Barnsrán þetta er svo einstætt, að í sænskum refsilögum er ekkert ákvæði sem ssr beinlinis tók til afbrotsins og varð dómstóllinn því að steypa saman tveim ákvæðum um rán og fjárkúgun til þess að komast að niðurstöðu um refsingu. — Skötuhjúin heita Eddie Berg- ström, 28 ára og Anita Sjöberg, 21 árs, en litla stúlkan heitir Ann-Maria Engwall. Barnaræn- ingjarnir voru í dag dæmdir í fjögurra og tveggja ára nauðung arvinnu fyrir afbrotið, en mál- inu mun sennilega verða áfrýjað. ÞRÍR INN Á LÍFI isa NTB-Cotonou, Dahomey, 28. okt. Christophe Soglo, ofursti, yfir- maSur hersins í vestur-afríkanska ríkinu Dahomey, lýsti því yfir í dag, að forseti landsins, Hubert Maga, hefði sagt af sér, en herinn tekið völdin í ríkinu; bráðabirgða- stjórnin, sem mynduð var í landinu á sunnudaginn væri farin frá völd- um og þingið leyst upp. Yfirlýsingin um þetta, sem lesin var upp í útvarpinu í Cotonou í dag hljóðaði svo: Vegna hins alvar lega ástands, sem nú ríkir í land- inu, hef ég, Christophe Soglo, of- ursti, yfirmaður hers landsins, á- kveðið að taka öll völd í landinu. Ríkisstjórninni hefur verið vikið frá og þingið leyst upp. Stjórnarskráin frá 26. nóvember 1960 er hér með úr gildi, en ný stjórnarskrá mun taka við, svo fljótt sem verða má. Þá segir og í yfirlýsingunni, að hér eftir verði tekið mjög hart á hvers konar glæpastarfsemi og of- beldi og muni hver sá, sem gerist sekur ucn eitthvað slíkt athæfi, verða skotinn þegar í stað án dóms. Hvatti ofurstinn íbúanna að sýna stillingu, meðan ný stjórn- skipun kæmist á í landinu. NTB-Lengede, 28. okt. Björgunarmenn við námuna í Lengede í V-Þýzkalandi hafa náð sambandi við þrjá námamenn, sem enn eru á lífi og hafa dúsað i námugöngum 90 rnetra undir yfir- borði jarðar síðan á föstudag, að stífla við námuna brast og milljón- ir lítra af vatni og leðju flæddu ofan í námuna og grandaði 40 námamönnum, að því er nú er full víst talið. Á föstudagskvöld tókst að bjarga sjö mönnum á undraverðan hátt, en síðan hafa björgunaraðgerðir staðið yfir. Var raunar búið að gefa upp alla von um, að þeir 43, sem enn var vitað um niðri í nám- unni gætu verið á lífi, en ný von vaknaði er samband fékkst við framangreinda þrjá menn, sem björgunarstarfið snýst nú ein- göngu um að ná upp. f dag voru spil og dagblöð send niður til þeirra um loftgöng, og er ekki annað vitað, en að þremenn- ingamir séu enn við sæmilega heilsu. Tveim staðreyndum er þó haldið leyndum fyrir þeim, annarri, að 40 félagar þeirra hafi vafalaust látizt í slysinu og hinni, að varla mun líða skemmri tími en 72 klukku- stundir þangað til hægt verður að grafa göng niður til þeirra og bjarga þeim upp. Þremenningarnir hafa verið mjög æðrulausir. Samband náðist fyrst við þá í gær. Höfðu þeir fé- l'agar reynt að halda logandi á lömpum, eins lengi og unnt var, en hafa nú dúsað í myrkri í 30 klukku stundir. Hafa þeir reynt að drepa tímann með því að fara í alls konar spila- leiki. Þeir hafa nú nægileg mat- föng og vatn, og er það skoðun yfirmanna námunnar, sem talað hafa við þá félaga í síma, að þeir muni spjara sig þar til hjálpin berst. Námamenn í Lengede fóru aftur í dag niður í námurnar til að hreinsa þær, en það verk er talið taka fimm mánuði. Einn námamannanna sjö, sem bjargað var á föstudag, borinn á sjúkra- börum frá námuopinu, en ættingjar vinir og björgunarmenn standa' hjá. 13 bjargai UMRÆÐUR ÁRSINSI SÆNSKA ÞINGINU! NTB-Stokkhólmi, 28. okt. Búast má við hörðum deilum í sænska þinginu á morgun, en þá hefst tveggja daga umræða um Wennerström-málið svo- nefnda, sem valdið hefur mikl- um úlfaþyt í Svíþjóð. Hefur stjórnin orðið fyrir ádeilu vegna meðferðar á málinu og nú bætist sjálfsmorðstilraun Wennerströms við, en innan- ríkisráðherrann og lögreglan eru sökuð um mikið aðgæzlu- leysi og sofandahátt. Umræður þessar verða mikill viðburður og má m.a. nefna, að sjónvarpað verður frá þinginu 12 klst. samfleytt hvorn dag- inn. í byrjun umræðna mun for sætisráðherrann, Tage Erland- er, leggja fram yfirlýsingu stjórnar sinnar um Wenner- ström-málið í heild, en síðan mun af stjórnarinnar hálfu verða gefin svör við nokkrum spurningucn stjórnarandstöð- unnar, sem lagðar voru fram í þingbyrjun fyrir hálfum mán. Stjórnarandstaðan hefur kraf izt þess, að sér-stök rannsóknar nefnd verði skipuð til að rann saka málið, en forsætisráð- herrann hefur ekki samþykkt skipun slíkrar nefndar, a.m.k. ekki fyrr en lögfræðingarnir þrír, sem skipaðir voru til að rannsaka málið, hafa skilað á- liti, en það mun vart verða fyr- ir áramót. Má búast við, að innanríkis- ráðherrann verði fyrir mestu aðkasti, því að nú kemur til hans kasta að svara hinni miklu spurningu, hvernig það hefur mátt vera, að háttsettur i liðsforingi í mikilli trúnaðar- K stöðu, gat stundað njósnir í g þágu Sovétríkjanna í 15 ár og 1 það jafnvel eftir að grunur var í fallinn á hann um njósnir. Þá | heldur stjórnarandstaðan því f fram, að samvinna innan stjórn | arinnar sé bág og standi það í | vegi fyrir nauðsynlegri úrlausn k þýðingarmikilla mála. úr 1463m. námu NTB-Jóhannesarborg, 28. október. Björgunarmönnunum tókst seint í kvöld að bjarga 8 hvítum mönn- um og fimm svertingjum upp úr einni auðugustu gullnámu heims, um 80 km. fyrir vestan Jóhannesar- borg í S.-Afríku, en fyrr um dag- inn hafði lyfta, sem mennirnir voru í, fallið til botns í námunni, sem er 1463 m. á dýipt. Orsök þessa slyss, sem þó hefur fengið svo ánægjuleg endalok, voru þau, að fulllestaður málm- vagn rakst á lyftuútbúnað í nám- unni með þeim afleiðingum, að fjórir stálþræðir, 160 lestir að þyngd, klipptust í sundur og tvær lyftikörfur, önnur með 55 mönn- um, en hin með 13, hröpuðu niður námugöngin. Allir, sem voru í stærri körf- unni sluppu ómeiddir, enda tókst að stöðva hana með neyðarútbún- aði, er hún var komin 304 metra niður í námuna. Minni karfan féll hins vegar al- veg til botns, og var í fyrstu óttazt, að mennirnir hefðu stórslasazt. Um miðjan dag tókst björgunar- mönnum sem sigu niður í námuna í reipum, að sjá vaktljós hjá mönn- unum þremur, en tókst þó ekki að hafa samband við þá. Fóru þeir aftur upp á yfirborðið og sóttu ýmsan björgunarútbúnað, þannig að mennirnir 13 gátu náð til björgunarreipisins, og voru þeir síðan dregnir upp hver af öðrum. Einn námamannanna slasaðist svo alvarlega, er vírarnir sl'óust í hann um leið og þeir slitnuðu, að hann lézt skömmu síðar. VEL TA HAPPDRjmiS HÍ VERÐURA UKINUM HELMING HF-Reykjavík, 28. okt. Nú um áramótin á Happdrætti Háskóla íslands 30 ára starfsaf- mæli, og til að geta orðið við j aukinni eftirspurn, hefur stjórn 1 þess ákveðið, að auka veltu happ- tírættisins um helming, frá og með næsta starfsári. Aukningin fer þannig fram, að tengdur verðui aukaflokkur við að- alflokkinn með sömu númerum og fyrir voru, og tvöfaldast því allir vinningarnir. Sala miða í þessum aukaflokki hefst 1 nóvember og til 1. desember haFa viðskiptamcnn . happdrættisins forkaupsrétt að I þeim miðum aukaflokksins, sem bera sama númer og þeirra gamli miði. Eftir þann tíma er umboðs- mönnum happdrættisins heimilt að selja miðana hverjum sem er. Númerafjöldi happdrættisins er 60.000 og vinningsgreiðslur yfir- standandi árs eru 30 milljónir kr. Á þessu ári voru óseldir miðar að eins 3,8% af öllum útgefnum miö- um og hefur salan aldrei verið eins mikil. Allir vinningar eru greiddir í peningum og eru skatt- l' jálsir. Ágóði happdrættisins á þessum 30 árum er í kringum 40 milljónir króna og hefur honum verið varið til byggingaframkvæmda háskól- ans, tækjakaupa og til Náttúru- gripasafnsins. Þess má geta, að ríkissjóður hefur tekið um 10 millj ónir af þessum ágóða í leyfisgjald. Önnur happdrætti eru ekki skatt- skyld ríkissjóði. 70% af veltunni fer í vinninga og er það hæsta vinningshlutfall, sem um getur, og mun ekki minnka við aukninguna. Verð miða verður áfram óbreytt, en allir fjórðungs- miðar verða lagðir niður. Það ný- mæli hefur og verið tekið upp, að Framhald á 13. síðu. T í M I N N, þriðjudaginn 29. október 1963. 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.