Tíminn - 29.10.1963, Qupperneq 5
eiTSTJÓQ! HALLUR SIMONARSON
i
Ólafur FriSriksson skorar hér fyrir Víking í leiknum gegn Þrófti,
Axel fylgist me8.
JafntefH og sigur
hjá ÞýzkaLförum
Alf-Reykjavík, 28. október.
KR-ingar, nýkomnir heim frá
Vestur-Þýzkalandi úr erfiðri
keppnisför, tóku fyrstu sporin í
Reykjavíkurmeistaramótinu í hand
knattleik á laugardagskvöldið og
mættu þá Víkingum. Leiknum
ÚRSLIT í leikjum í meistara-
flokki karla á Reykjavíkurmót-
inu í handknattleik um síð-
ustu helgi:
KR—VÍKINGUR 11:11
VALUR—ÍR 8:9
FRAM—ÞRÓTTUR 18:9
FRAM—ÁRMANN 18:9
ÞRÓTTUR—VÍKINGUR 8:7
KR—ÍR 11:10
STAÐAN ER ÞÁ ÞESSI:
Fram 3 3 0 0 48:25 6
ÍR 3 2 ft ' «o*20 4
KR 2 1 1 0 22:21 3
Valur 2 10 1 25:17 2
Þróttur 3 1 0 2 25:42 2
Víkingur 3 0 1 2 25:31 1
Ármann 2 0 0 2 10:24 0
Fyrir utan leiki í mcistarafl.
karla, fóru þessir leikir fram
um helgina:
f 3. fl. karla: ÍR—KR 7:6.
Víkingur—ÍR 6:5. Þróttur_KR
9:7.
f 2. fl. karla: Fram—KR 8:4. j
ÍR—Ármann 11:5. Valur—Vík- [
ingur 9:7.
f 1. flokki karla: Fram—ÍR S
12:6. Vík. (a)—Vík (b) 8:6.
í 2. fl. kvenna: Fram—Vík-
ingur 5:2. Ármann—Valur 6:4.
lyktaði með jafntefli 11:11, og
voru KR-ingar þó nær sigri. Heinz
Steinman átti upplagt tækifæri á
síðustu sekúndunum til að skora
tólfta mark KR, fékk knöttinn
sendan inn á línu, þar sem hann
stóð einn og óvaldaður, en steig
klaufalega á línuna — og þar með
var draumurinn búinn.
Á sunnudagskvöld mættu KR-
ingar svo ÍR og sigruðu með einu
marki, 11:10. Það var hinn snjalli
leikmaður Karl Jóhannsson, sem
tryggði KR sigurinn með þrumu-
skoti rétt fyrir leikslok.
Það bar mikið á ónákvæmni í
leik KR og ÍR, slæm grip og feil-
sendingar. Að mörgu leyti lók KR
jákvæðar og KR-ingar kunnu vel
að nýta allan völlinn. Það hjálp-
aði KR, að Jón í ÍR-markinu varði
FramhalO á 13 sí3u.
!8H 1§L
orou
sigur
ÍR RÉTT marði sigur yfir hinu
unga Valsliði á laugardagskvöld
og vann með einu marki, 9:8. Valur
hafði mikla möguleika til að ná
jafntefli í leiknum, en hamingju-
dísirnar léku ekki beint við stór-
skyttu Vals, Berg Guðnason, síð-
ustu mínúturnar, en á þeim glataði
bann tveimur upplögðum tækifær-
um, sem hefðu fært Val a. m. k.
annað stigið. f fyrra skiptið
brenndi Bergu- af vítakasti og al-
veg undir lokin. skaut liann fram
hjá í dauðafæri.
Hvað um það. þótt svona illa
t.ækist hiá Val í þetta skipti, sýndi
liðið hvað í því býr og væntanlega
verður vegur þess stór í II deilda-
keopninni næsta ár.
ÍR hafði yfir í hálfleik 8:5 og
það er því athyglisvert. að ÍR
ingar skora aðeins eitt mark i sið
cramhaici á 13. siðu I
Þróttur sigraði
hægfara Víkinga
Þórður Asgeirsson tryggði Þrótti stgur á síðustu sekúndu
leiksins með vel framkvæmdu vítakasti
Alf-Reykjavík, 28. október.
AF SEX lcikjum í meistara-
flokki karla í Reykjavíkurmótinu
í handknattleik um helgina, komu
úrslitin í leik Þróttar og Víkings
á sunnudagskvöldið mest á óvart,
en gersamlega óæfðum Þrótturum
tókst að bera sigurorð af þunglama
legu Víkingsliði, sem minnti oft á
hægfara skip. Lokatölur urðu 8:7.
Reyndar var leikurinn jafn frá
fyrstu mínútu til hinnar síðustu og
þegar u. þ. b. 10 sekúndur voru til
leiksloka, var staðan jöfn 7:7. Síð-
ustu sekúndurnar voru mjög af-
drifaríkar fyrir Víkinga. Þeir
höfðu jafntefli alla vega í vasan-
um, þegar þeir á þessum síðustu
sekúndum léku með knöttinn fyr-
ir utan vörn Þróttar. En ótímabært
skot var reynt og Guðmundur,
markvörður Þróttar, sendi knött-
inn eldsnöggt fram til Axels Ax-
elssonar, sem óð upp óvaldaður.
Brynjar í Víkingsmarkinu hindr-
aði Axel gróflega og dómarinn,
Stefán Gunnarsson, dæmdi óhjá-
kvæmilega vítakast.
Það mátti ekki á tæpara standa,
því um leið gaf tímavörðurinn
merki um að leiktíma væri lokið.
En úrslitin voru ekki ráðin, það
átti eftir að framkvæma hið þýð-
ingarmikla vítakast. Og vítakasts-
sérfræðingi Þróttar, Þórði Ásgeirs
syni, brást ekki bogalistin. Hann
skoraði örugglega framhjá Brynj-
ari og eins marks sigur Þróttar,
8:7, var innsiglaður.
Það má deila um, hvort sigur
Þróttar var verðskuldaður, en
Þróttur átti fyllilega inni jafntefli.
í þessum leik var Víkingsliðið
mjög þunglamalegt og það er al-
veg greinilegt, að liðið er óravegu
frá því, sem það var í fyrra. Það
bætir ekki úr skák, að Brynjar,
markvörður hefur átt slæma daga,
og líklega getur hann ekki fyllt
skarð Helga Guðmundssonar.
í leiknum í fyrrakvöld, hafði
Víkingur forustu nær allan tímann,
en munurinn var aldrei meira en
eitt til tvö mörk og í hálfleik
hafði Víkingur yfir, 5:4. Víkingur
komst í 7:5 og sennilega hefði
sigur verið tryggður, hefði Pétri
Bjarnasyni tekizt að skora úr
vítakasti, sem Víkingur fékk, en
skotið geigaði. Eftirleikurinn var
Þróttar. Jón Sigurjónsson skoraði
sjötta mark Þróttar og Þórður það
sjöunda. Vítakastið réði svo úr-
slitum.
Lið Þróttar er æfingarlaust, en í
þessum leik barðist það. Þórður,
Axel og Haukur voru beztu menn
liðsins, að ógleymdum Guðmundi
Gústavssyni í markinu. Mörkin
skoruðu, Þórður 4 (3 víti), Axel 2,
og Haukur og Jón 1 hvor.
Mörk Víkings skoruðu Rósmund
ur 2, Pétur, Þórarinn, Sigurður
Ó., Ólafur og Sigurður H. 1 hver.
FRAM HEFUR TEKIÐ FOR-
USTU i RViKURMðTINU
Alf-Reykjavík, 28. október.
FRAM sigldi hægt og örugg-
lega í efsta sæti á Reykjavík-
urmótinu í handknattleik um
helgina, hvorki Þróttur né Ár-
mann reyndust torfærir þrösk
Jón FriSsteinsson, hlnn snaggaralegi
línumaður Fram, er hér kominn inn
á línu og skorar.
uldar. Fram vann Þrótt á
laugardagskvöld með 18:9 og
Ármann með sömu tölu á
sunnudagskvöld. A3 vinna
með níu marka mun í 2x15
mínútna leik, sýnir mikla yfir-
burði og það er deginum Ijós-
ara, að Framliðið er að kom-
ast í æfingu.
Það var beðið með talsverðri
eftirvæntingu eftir leik Fram og
Ármanns á sunnudagskvöld, þrátt
fyrir hina háðulegu útreið, sem
Ármann fékk hjá ÍR, helgina áð-
ur. En aftur brugðust Ármenn-
ingar öllum vonum. í tvær mín-
útur veittu þeir Fram verðuga
mótspyrnu og skoruðu tvö fyrstu
mörkin í leiknum, fyrst Árni og
síðan Lúðvík. En svo fór Fram-
vélin í gang — og það svo um
munaði. Áður en langt um leið,
var staðan 5:2 fyrir Fram og í
hálfleik var 7:3.
Yfirburðir Fram héldu áfram í
síðari hálfleiknum. Um miðjan
hálfleikinn höfðu þeir Ingólfur,
Karl Ben. og Hilmar bætt stöðuna
stórkostlega og staðan var 14:4!
Ármannsliðið var þá gjörsamlega
niðurbrotið — og vörnin stóð ráða-
laus gagnvart hinu taktiska línu-
spili Fram og stórskotum Ingólfs.
Og enn bætti Fram stöðuna, Ágúst
Þór með tveimur mörkum, þá
i Tómas og Karl, 18:6, tólf marka
munur. Síðustu mínúturnar var
kæruleysi á dagskrá hjá Fram og
Hörður og Hans löguðu stöðuna
fyrir Ármann í 18:9.
Mörkin fyrir Fram í þessum leik
skoruðu Karl Ben. og Ágúst 4
hvor, Ingólfur og Sigurður E. 3
hvor, Hilmar, og Jón F. og Tóm-
as 1 hvorv
Fyrir Ármann skoruðu Hörður
5, Árni 2, og Lúðvík og Hans 1
hvor.
Dómari í leiknum var Daníel
Benjamínsson og dæmdi nokkuð
vel.
Enska knatt
spyrnan
Úrslit í ensku knattspyrnunni
á laugardag:
1. deild:
Arsenal—Nottm. Forest 4—2
Birmingham—Wolves 2—2
Bolton—Blackpool 1—1
Burnley—Sheff. Utd. 1—2
Everton—Tottenham 1—0
Fulham—Chelsea 0—1
Ipswich—Liverpool 1—2
Leicester—Blackburn 4—3
Manch.Utd.—West Ham 0—1
Sheff. Wed.—Aston Villa 1—0
W.B.A.—Stoke City 2—3
Sheff. Utd. er nú efst með
Framhald é 13. sIBu.
T f M I N N, þriðjudaginn 29. október 1963.
5