Tíminn - 29.10.1963, Page 6
TÓMAS KARLSSON RITAR 1
M Í l \i U3 r K + FT TtR lllliiÉIÉ • ÞINGFR ÉTTIR, |
Lækkum vexti og beinum fjármag
inu til að auka framleiðnina!
Eysteinn Jónsson hafði í
gær framsögu fyrir frumvarpi
því, er Framsóknarmenn í
neðri deild flytja um vaxta-
lækkun og að sparifjárfryst-
ingunni verði hætt. Benti Ey-
steinn á m. a., að sagt hefði
verið, að hinir háu vextir
ættu aðeins að gilda meðan
þeir næðu tilgangi sínum.
Frumvarpið fjallar um tvo þætti
efnahagsmála, þ. e. að vextir verði
aftur færðir til þess horfs, sem
þeir voru í byrjun árs 1960 og
enn fremur að hætt verði
að frysta hluta af spari-
fjáraukningunni. Þegar vextirnir
voru hækkaðir í byrjun ársins
1960 var sagt, að þeir yrðu svo
háir þangað til ráðstafanirnar
hefðu náð tilgangi sínum, þeir
ættu aðeins að gilda meðan verið
væri að koma vissum ráðstöfun-
um fram, en þegar þær hefðu náð
tilgangi sínum myndu vextir lækka
og verða svipaðir og hjá þeim
nágrannaþjóðum, sem við viljum
helzt bera okkur saman við. Vext-
ir voru lækkaðir nokkuð 1961, en
síðan ekki söguna ymeir. En það,
eitt gleggsta dæmi?! um það, að
ráðstafanirnar hafa ekki náð til-
gangi sínum. Það átti að ná jafn-
vægi í efnahagsmálum og þó eink-
um lánamálum með vaxtahækkun-
inni, þ. e. skapa jafnvægi milli
framboðs og eftirspurnar eftir
lánsfé.
Reynslan
Reynslan hefur hins vegar orð-
ið sú, að aldrei hefur verið eins
mikið jafnvægisleysi í lánamálum
en einmitt nú, þegar hinir háu
vextir hafa verið í gildi á 5. ár
og menn búa nú við harkalegri
skömmtun á lánsfé en nokkru
sinni fyrr. Framsóknarmenn
beittu sér gegn vaxtahækkuninni
og færðu fyrir þeirri afstöðu þau
rök, að þetta myndi auka mjög
á dýrtíðina og gæti meðal annars
orðið til þess að ekki yrði við
neitt ráðið í dýrtíðarmálunum eins
og nú er komið á daginn. Þá var
bent á það að þetta yrði mjög
mikil byrði fyrir útflutningsat-
vinnuvegina, enda hefur það komið
fram hvað eftir annað hjá sam-
tökum útflytjenda og þeir barizt
latlaust fyrir vaxtalækkun eins og
Framsóknarmenn. Það er óhugs-
andi að íslenzkir útflutningsat-
vinnuvegir geti keppt til lengdar
lætur á íslenzkum mörkuðum með
góðum árangri, ef þeim er ætlað
að búa við miklum mun lakari
vaxtakjör en keppinautarnir, því
að vaxtagreiðslur er stórkostlegur
liður í rekstri útflutningsfram-
leiðslunnar. Vegna þess, hve dýrt
það er að eiga útflutningsvörur
neyðast útflytjendur til að selja
mun fyrr en þeir oft telja æski-
legt verðsins vegna og sæta mun
verri viðskiptakjörum fyrir bragð
ið. Þá hafa enn fremur verið skor
in niður lán út á afurðirnar og
þetta tvennt hefur þær afleiðing-
ar að menn neyðast oft til að
selja á óheppilegum tíma.
Kaupgfaidið og vextir
Þá valda hinir háu vextir því
Útdráttur úr framsöguræðu Eysfeins Jónssonar, formanns
Framsóknarflokksins, fyrir frumvarpi um lækkun vaxta
og að sparifjárfrystingunni verði hætt
augljóslega að kaupgjaldið verð-
ur að vera hærra. Ungur verka-
maður, sem þarf að byggja sér
íbúð fyrir minnst 550 til 600 þús.
krónur. Það bætast tugir þúsunda
á heimilið vegna hinna háu vaxta
og það er óhugsandi annað en
kaupið verði svo hátt, að mönnum
sé kleift að lifa i sómasamlegri
íbúð. Það þýðir ekkert að vera
að blekkja sjálfan sig með tölum
úr bönkunum, sem eiga að sanna
það, hve vextirnir séu óverulegur
liður í þjóðarbúskapnum.
Allir munu nú vera orðnir sam
mála um það, að það muni verða
erfitt að fá afurðaverðið leiðrétt
þannig hjá bændum, að vaxta-
greiðslur komi til fulls inn í land
búnaðarverðið — en það kemur
þangað smám saman að eiiihverju
leyti og hefur áhrif til hækkunar.
— En meðan vextirnir eru ekki
teknir að fullu inn í afurðaverð-
tð vérða liihir háu vextir'-.hreinn
myllusteinn um háls landbúnaðar-
ins. "
Unga fólkið
Verst koma hinir háu vextir
niður á unga fólkinu, sem er að
byggja upp og koma sér fyrir.
Hinir háu vextir eru þá sem skatt-
ur á ungu kynslóðinni. Það eru
hinir ungu, sem þurfa á lánsfénu
að halda og það er hættulegt fyr-
ir þjóðfélagið að leggja á þá óeðli-
lega þungar byrðar. Framsóknar-
menn hafa fylgt þeirri stefnu, að
stofnlán ættu að vera með lægri
vöxtum, en vaxtafóturinn í land-
inu gæfi tilefni til að jafna mis-
muninn með almannafé. Þessi
stefna beinist að því að gera unga
fólkinu auðveldara að koma sér
fyrir og taka þátt í framleiðslu
og uppbyggingu — að uppbygg-
ingin færi ekki fullkomlega eftir
hinu grimma lögmáli fjármagns-
ins — þar sem uppbyggingin yrði
þá fyrst og fremst á vegum þeirra,
sem fullar hendur hafa fjár.
Enginn vafi er á því, að fjár-
magnseigendur hafa grætt á vaxta
hækkuninni. Þeir koma fjármagni
sínu í fast og komast undan verð-
bólgunni, þ.e. græða á verðbólg-
unni, því húsaleiga og hvers kon-
ar afnot af fasteignum hækka með
vaxtahækkun. Sparifjáreigendum
eru hinir háu vextir hins vegar
ekki til hags þar sem háu vextirnir
ýta undir dýrtíðarþróun og skerða
þannig gildi þeirra króna, sem á
innstæðureikningum liggja.
Ef vextir lækka
Ef vextir yrðu nú lækkaðir,
myndi það hjálpa mjög íslenzkum
útflutningsatvinnuvegum að greiða
það kaup, sem óhjákvæmilegt er
að greiða og bæta aðstöðu þeirra
Lægri stofnlánsvextir myndu
hjálpa bændum í þeim erfiðleik-
um, sem þeir eiga nú við að etja.
íslenzkir bændur búa við stórum
verri vaxtakjör en þekkist í ná-
grannalöndunum og í verðlags-
grundvellinum í haust voru aðeins
teknar afskriftir af tæplega einni
dráttarvél, en ekkert af öðrum
vélakosti.
Þá myndi vaxtalækkun mjög
hjálpa unga fólkinu til að koma
sér fyrir, og það myndi enn frem-
ur draga úr hinum mikla verð-
bólguótta, sem ríkir, því að vaxta-
l'ækkun þýddi fyrirheit um stefnu-
breytingu, þ.e. að vikið yrði frá
þeirri stefnu, að leita sífellt jafn-
vægis með því að hækka verðlag
og gera fjármagn dýrara.
Hagur sparif járeigenda
Því hefur verið borið við af
stjórnarliðinu, að sparifjáreigend-
ur myndu tapa á vaxtalækkun
— en ég held því fram, sagði Ey-
steinn Jónsson, að sparifjáreig-
endur hafi síður en svo hagnazt
á ‘'þéim’; 1 éfnahágsaðteíðöfhí |pn
hinir háu vextir voíti;!áðeins einn
þáttiir'í — óg það'tít‘,síðUr‘en kvo
einhlítt, að sparifjáreigendur hagn
ist á vaxtahækkun eins og reynsl-
an sannar bezt. Það er stöðugt
verðlag og stöðugt gengi krónunn-
ar, sem hefur meiri þýðingu fyrir
sparifjáreigendur en innlánsvext-
irnir.
Framleiðni
í þessu frumvarpi beinum við
baráttu okkar varðandi sparifjár-
frystinguna sérstaklega að því að
henni verði hætt, en ekki að
sleppt verði lausum í einu vet-
fangi þeim hundruðum millióna,
sem nú er búið að frysta. Það er
skoðun okkar, að bað sé ekki verð
bólgumyndandi að hafa sparifé
landsmanna í umferð og lána út
sparifjáraukninguna, en það þarf
að beina henni til aukinnar fram-
leiðslu og aukinnar framleiðni og
til þeirra framkvæmda, sem eiga
að sitja í fyrirrúmi. Þörfin fyrir
fjármagn hefur verið svo mikil,
að það hefur orðið að taka lán
erlendis í stórum stíl jafnframt
því að spariféð hefur verið fryst.
5—600 milljóna vörulán innflytj-
enda hafa verið í umferð og svo
og margs konar önnur erlend lán,
sem hefur verið rekstursfé og
stofnfé í atvinnuvegunum.
Þetta var það, sem við sögðum
fyrir þegar farið var að frysta
spariféð. Við sögðum, að það
myndi ekki komizt hjá að taka
því meira af erlendum lánum, því
meira sern fryst væri af sparifé
landsmanna, því að þörf atvinnu-
veganna fyrir rekstursfé væri svo
mikil. Þessi stefna væri því ófram
kvæmanleg eins og komið hefur
á daginn.
Hins vegar leggjum við áherzlu
á það, að það verði að nota spari-
fjáraukninguna skynsamlega og
beina henni til aukinnar fram-
leiðni og nýrra framleiðslugreina,
því að það er leiðin út úr
þeim vanda, sem við er að glíma.
Það þarf einnig að gæta þess að
nauðsynlegustu framkvæimdir sitji
í fyrirrúmi. Það er leiðin, sem fara
á, eða hver trúir því, að það sé
lausn á vandanum nú að auka
sparifjárfrystinguna og herða enn
meira að á því sviði en orðið er.
Með því yrði bara stefnt að því
að meira fjármagn yrði í umferð
utan við bankakerfið og engin
trygging yrði þá fyrir því að það
fjármagn færi til þess sem hag-
kvæmast er út frá heildarsjónar-
miði, það myndi auðveldlega geta
leitt til hreins öngþveitis.
AfurSalánin
Þá hefur jafnframt vaxtahækk-
unin hert að atvinnuveg-
unum með því að draga úr afurða
lánutn. Þau voru fyrir „viðreisn"
67% út á sjávarafurðir og land-
búnaðarafurðir gn eru nú um
53íjL( Þetta aflt var sagt nauð-
synlegt til að ná jafnvaégi í þjóð
ai'búákapnum. Hveriiig er þáð
jafnvægi? Það er jafnvægisleysi
á öllum sviðum. Þetta hefur allt
farið út um þúfur. Og nú á því
að söðla um og fara nýjar leiðir
Þær leiðir, sem við bendum á, eru
mjög líklegar til að unnt verði að
komast út úr öngþveitinu í áföng
um, og Ivímælalaust myndu þær
leiðir stuðla að aukinni fram-
leiðslu og framleiðni.
EYSTEINN JÓNSSON
Okkar ábendingucn hefur verið
svarað með fullyrðingum um að
við vildum sleppa verðbólgunni
lausri.
SamanburSur
Ef við tökum tímabilið 1951 til
1959 til athugunar og berum sam-
an við „viðreisnartímabilið“,
þá kemur í ljós, að dýrtíðaraukn
ing hefur orðið miklum mun
minni á fyrra tímabilinu. Þó voru
vextir þá miklu lægri, afurðalán
miklu hærri og allt spariféð í um
ferð. Það virðist þ\T,ekki einhlítt
að leggja á sig þéssar þjáningar,
sem vaxtahækkuninni' Og öðrum
ráðstöfunum stjórnarinnar hafa
fylgt. Það skiptir mestu að finna
það kerfi, sem mest ýtir undir
framleiðslu og framleiðni í land-
inu, því að það er það, sem mestu
skiptir um það, hve vel okkur
tekst að bæta kjör okkar og
byggja upp trausta atvinnuvegi.
Frumvarpinu var vísað til 2.
umræðu og fjárhagsnefndar.
Börn, unglingar,
et$a eldra fólk
óskast til blaðburðar
í eftirtöldum hverfum:
Langagerði — Túnin — Melar
SMiw
AfgreiSsla — Sími 12323 og 18300, Bankasfræti 7.
Afgreiðslufólk
Stúlkur, eða piltar, óskast til afgreiðslustarfa í
nokkrar kjötverzlanir okkar. — Einhver reynsla
æskileg. — Nánari upplýsingar á skrifstofunni,
Skúlagötu 20.
Sláturfélag Suðurlands.
T f M I N N, þriðjudaginn 29. október 1963.
6