Tíminn - 29.10.1963, Page 7

Tíminn - 29.10.1963, Page 7
Útgefc ndi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábl. Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSi G. Þorsteinsson. Fulitrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta. stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur í Eddu húsinu, simar 18300—18305 Skrif stofur Bankastr 7 Afgr.simi .12323 Augl., sími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300 Áskriftargjald kr. 80,00 á mán. innan- lands. t lausasölu kr. 4.00 eint — Prentsmiðjan EDDA h.f — RÍKISÚTVARPIÐ skýrði frá því á laugardagskvöldið, að haldinn hefði verið fundur flokksráðs Sjálfstæðis- flokksins þá um daginn til að ræða um ástand efnahags- mála og stiórnmála. Aðalályktun fundarins hafi verið sú, „að gera beri nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja gengi krónunnar“. Ástand efnahagsmálanna hefði nú verið annað og betra en það er, ef forvígismenn Sjálfstæðisflokksins hefðu fyrr gert slíka ályktun og staðið við hana. Þá hefði gengi krónunnar ekki verið fellt úr hófi fram veturinn 1960 og þá hefði gengisfellingin 1961 aldrei átt sér stað. Hefðu þessar ógæfuráðstafanir ekki verið gerðar, ásamt vaxtahækkunum og tollahækkunum, myndi nú ríkja gott jafnvægi í efnahagsmálum þjóðarinnar og atvinnuvegir og einstaklingar búa við batnandi afkomu. Með þessum ráðstöfunum var hins vegar hleypt af stað þeirri dýrtíðarskriðu, sem síðan hefur stöðugt haldið áfram að stækka og þó mest nú seinustu mánuðina. Margir munu vona, að nú hafi stjórnarflokkarnir lært af þessu og því lofi flokksráð Sjálfstæðisflokksins aðgerðum til að tryggja gengi krónunnar. Margir munu einnig segja, að betra sé seint en aldrei. Dómurinn um þær ráðstafanir, sem flokksráð Sjálfstæðisflokksins kann að hafa í huga, mun hins vegar fara eftir því, hverjar þær verða og í hvaða til- gangi þær eru raunverulega gerðar. Gengisfellingarn- ar 1960 og 1961 voru gerðar í þeim tilganai að færa auð og yfirráð sem mest í fáar henciur. Það heíur líka ótvírætt heppnazt. Ef hinar nýju ráðstafanir verða gerðar í sama anda, t. d. þrengt að launþegum og bændum meðan hinir ríku fá bætta aðstöðu, munu þess- ar ráðstafanir ekki verða heillavænlegri en hinar fvrri Þær munu þá aðeins auka ágreininginn um skipt- ingu þjóðarauðs og þjóðartekna og leiða til nýrra deilna áður en langt líður. Það er hægt að gera ráðstafanir til að styrkja gengi krónunnar á þann hátt að allir megi sæmilega við una. Hér hefur verið bent á þær leiðir. eins og lækkun útláns- vaxta, tolla og útflutningsg'jalda. Ef sú leið er farin, myndi ekki þurfa að grípa til neinna þvingunaraðgerða. Þjóðin bíður nú eftir því, að ríkisstjórnin geri sem fyrst. grein fyrir þeim ráðstöfunum, sem hún telur sig vera að undirbúa. Dómurinn um þær hlýtur hins vegar að fara eftir því, hve raunhæfar og sanngjarnar þær verða. Slælegt eítírlit FJÁRMÁLAMISFELLUR þær, sem orðið hefur upp- víst. um í borgarskiifstofum Reykjavíkur sýna ótvírætt, hvílíkt sleifarlag hefur ríkt í öllu eftirliti með innheimt- um og ýmsum fjárreiðum. Þar getur starfsmaður, sem hefur innheimtu á stórfé með höndum ráðstafað inn- heimtufénu á eindæmi til lítt skyldra þarfa missirum saman í stað þess að skila því til aðalgjaldkera, og fer svo fram missirum saman. Þetta verður ekki ljóst fyrr en nýtt innheimtukerfi er sett á og farið að krefja þá, sem löngu áður eru búnir að greiða tilteknar upphæðir. Jafnvel eftir þetta gengur í þófi hjá borgarendurskoðanda að skýra réttum aðilum, borgarráði frá þessu. Öll saga málsins sýnir, að eftirlit og aðhald í fjármálum og fjár- vörzlu borgarinnar er slælegt og uppfyllir ekki þær kröf- ur, sem gera verður til opinberrar fjármálastjórnar. T í M I N N, þriðjudaginn 29. október 1963 \ v'.V V i ' i; '; « sscssrfstsxssssis. ockefeller gegn Goldwater Prófkjör, sem fer fram eftir fjóra mánuöi, vekur vaxandi athygli. EF republikanir héldu í dag flokksþing sitt, þar sem valinn yrði frambjóðandi þeirra í for- setakosningunum næsta haust, er nokkurn veginn augljóst hver það hnoss myndi hreppa. Það myndi verða Goldwater öld ungadeildarmaður frá Arizona. Eins og málin standa í Banda- ríkjunum í dag, gæti hann vel reynzt Kennedy forseta skæður keppinautur í forsetakosning- um. Hið mikla fylgi, sem Gold- water hefur hlotið seinustu mánuðina, er há-amerískt fyrir brigði. Vissir menn eða vissar stefnur geta unnið sér mikið fylgi á stuttum tíma, án þess að hægt sé að gera sér fulla grein fyrir orsökunum. Þetta er nánast sagt eins konar tízku- faraldur. Þessar bylgjur hjaðna líka oft eins skyndilega og þær hafa risið. Andstæðing- ar Goldwaters gera sér von um, að þessi bylgja hans verði hnigin áður en republikanir halda flokksþing sitt næsta sumar og a.m.k. áður en forseta kjörið fer fram í nóvember 1964. SÍÐAN Robert Taft féll frá, hafa hægri menn í flokki repu blikana ekki átt neinn sérstak- an merkisbera. Þeir hafa verið líkastir höfuðlausum her. Spiátt og smátt hafa þeir þó sajneinazt um Goldwater sem eins . konar leiðtoga sinn, án þess að hann hafi beinlínis sótzt eftir því. Goldwater virð- ist vera mjög hversdagslegur gróðamaður, sem náði því að vera kosinn öldungamaður í Arizona með því að beita aftur h.aldssömum vígorðum, sem féllu vel í „krarnið" þar. Þessu hefur hann haldið áfram og hefur bersýnilega fyrst og fremst hugsað sér að gera það til þess að styrkja aðstöðu sína í Arizona. Áður en hann sjálfur veit af, gerir þetta hann að dýrlingi afturhaldsmanna víða um Bandaríkin. Hann verður landsfrægur áður en (hann hefur sjálfur fulla hugmynd um það. Ef Goldwater hefði í upphafi gert sér grein fyrir því, að þetta væri leiðin til að gera hann að forsetaefni republik- ana, myndi hann hafa ver- ið stórum aðgætnari. Einn mesti erfiðleiki hans nú er að breiða yfir ýmis stóryrði og yfirlýsingar, sem hann hefur áður látið falla, og útilokað væri fyrir forseta Bandaríkj- anna að standa við. Seinustu mánuðina hefur Goldwater reynt að marka talsvert ábyrg ari stefnu en áður, einkum í utanríkismálum, en þar verður hann oftast að glíma við fyrri yfirlýsingar sínar og ummæli, er segja allt annað. ÞAÐ, sem einkum virðist styrkja Goldwater er m.a. eftir farandi: Nokkuð ber á þreytu vegna þess, að Bandaríkin hafa um 30 ára skeið búið við stjórn- arstefnu, sem hefur beinzt að því að ger- Bandaríkin að „velferðarríki". Ekki sízt gætir þessa hjá yngra fólkinu, m.a. stúdentum, að það vilji reyna eitthvað nýtt. GOLDWATER Forsetaefni republikana eins og Dewey og Nixon eru taldir hafa tapað m.a. vegna þess að þeir hafa fylgt svipaðri stefnu og demokratar. Suðurríkin eru ekki lengur slíkt vígi demókrata og áður, heldui eru nú talsverðar líkur til, að afturhaldssamt forseta- efni republikana gæti náð þeim frá dernókrötum. Þá skapist möguleiki fyrir forsetaefni tepublikana til þess að vinna með því að halda miðríkjun- um, sem yfirleitt eru nokkuð íhaldssinnuð, og fá suðurríkin til viðbótar. Ef republikanar reyna að vinna forsetakjörið með þessum hætti, er Goldwat- er vænlegt forsetaefni. Það virðist nokkuð almennt álit, að Kennedy hafi farið of geyst í svertingjamálunum að imdanförnu og myndi það vafa- lítið verða honum til tjóns, ef kosningar færu fram nú. Þetta hefur hins vegar orðið meira vatn á myllu Goldwaters en annarra forsetaefna republik- ana. MEÐAL frjálslyndra repu- blikana er nú hafin sókn til að reyna að koma í veg fyrir, að Goldwater verði forsetaefni flokksins á næsta ári. Sá, sem einkum hefur þar forustuna, er Nelson Rockefeller, ríkis- stjóri í New York. Fyrir rúm- lega hálfu ári þótti hann lík- legastur til að verða útnefndur forsetaefni republikana. Þetta gerbreyttist hins vegar eftir að hann kvæntist fráskilinni konu, en sjálfur hafði hann skilið nokkru áður við fyrri konu sína. Sá atburður hefur haft þau áhrif, að Rockefeller verð- ur tæplega forsetaefni republik ana á næsta ári. Hann hefur þó síður en svo gefið upp vonina og hefur undanfarið ferðazt víða um Bandaríkin til þess að vinna að því að verða útnefnd- ur frambjóðandi republikana næsta haust. í ræðum þeim, sem Rockefeller hefur haldið, hefur hann ráðizt beint á Gold- water og krafizt þess, að þeir ræddu um það í sjónvarpi hver stefna republikana ætti að vera. Goldwater hefur neitað þessu og borið því við, að slíkt myndi aðeins auka óeiningu meðal republikana, en nú bæri að vinna að því, að þeir þokuðu sér sem bezt saman. Þá hefur Roekefeller deilt á stefnu Gold v/aters í alþjóðamálum og rifjað upp ýmis fyrri ummæli hans, eins og þau, að Bandarík in eigi að fara úr Sameinuðu þjóðunum og hætta aðild að Alþ j óðabankanumi Rockefeller stefnir augljós- lega að því að koma í veg fyrir, að Goldwater verði forsetaefni republikana 1964. Hins vegar er ekki talið eins víst, að hann vilji sjálfur raunveruiega vera í framboði, þótt hann sækist opinberlega eftir því. Hann vilji aðeins koma öðrum í fram boð en Goldwater, t.d. Nixon, en bíða sjálfur eftir forseta- kosningunum 1968, þegar Kennedy getur ekki boðið sig fram aftur. ÞVÍ ER NÚ spáð, að fyrsta stóra viðureignin milli þeirra Goldwaters og Rockefellers muni fara fram í New Hamps- hire 10. marz næstkomandi. Þá fer þar fram prófkjör um hvaða forsetaefni skuli stutt af fulltrúum New Hampshire á Framhafé síðu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.