Tíminn - 29.10.1963, Page 13

Tíminn - 29.10.1963, Page 13
STÆRSTA ÚRVAL HÚSGAGNA í SKEIFUNNI VELJIÐ ÞÉR GLÆSILEG OG STÍLHREIN HÚSGÖGN: BA6ST0FUMÚS6Ö6N ' 7 SVEFNHERBER6ISHUS6Ö6N B0RÐST0FUHUS6Ö6N í HerraherbergitS, — í Dyngju hús- mótSurinnar — í Skálann — I Telpna- herbergitJ — I DrengjaherbergitJ — og BarnaherbergitS. Flestar tegundir áklætSis, atJ velja úr KJÖRGARÐI SKEIFA N S\m 169T5 JAFNTEFLI Framhald af 5 síðu. mjög illa, og það voru hálfgerS „draumamörk“, sem Reynir Ólafs son skoraði með lágskotum. í fyrri hálfleik skoraði Karl mest fyrir KR, en Gunnlaugur fyrir ÍR. — í hálfleik var 5 : 5. í síðari hálf- leik komst KR yfir, mest tvö mörk, 8:6. En ÍR jafnaði og komst yfir 9 : 8. Reynir jafnaði — og bætti svo 10. markinu við. Gylfi jafnaði fyrir ÍR og það var tals- verð spenna síðustu mínútuna. Rétt áður en dómarinn flautaði af, skoraði Karl Jóhannsson sigur- markið fyrir KR. E.t.v. hefði jafntefli verið sann- gjörn úrslit í þessum leik — en smáheppni var á bandi KR-inga að þessu sinni og því fór sem fór. KR-ingar nýttu völlinn vel í þess- um leik, en sá hængur var á, að grip ';oru flaustursleg. Það brá oft fynr línuspili, þrátt fyrir, að aðallínumaður liðsins, Sigurður Óskarsson, lék ekki með. Heppni KR í þessum leik var hve mörg af lágskotum Reynis Ólafssonar komust í gegn. Sæmilegur mark- vörður hefði varið þau flest. Ann ars var Karl Jóhannsson bezti mað ur KR í þessurn leik og átti hann einn öðrum fremur mestan þátt í sigrinum. — Mörk KR skoruðu Reynir 5, Karl 4, og Guðlaugur 2. í ÍR-liðið vantaði Hermann Samúelsson og hafði það sitt að segja. Þeir héldu uppi liðinu bræð urnir Gunnlaugur og Gylfi og skor uðu flest mörkin. Það hlýtur að vera slæmt fyrir ÍR-liðið að hafa markvörð, sem getur brugðizt svo gersamlega, eins og Jón i mark- inu gerði í þetta skipti. — Mörk ÍR skoruðu Gunnlaugur 5, Gylfi 4 og Gunnar 1. Dómari í þessum leik var Björn Kristjánsson, en Sveinn Kristjáns son í leik KR og Víkings. VEXTIR (Framhald af 2 síðu) fiskiðnaði á vegum S.Í.S., haldinn 23.—24. október 1963, beinir ein- dregnum tilmælum til Alþingis, að í framhaldi af verkstjóranám- skeiðum þeim, sem þegar hefur verið komið á fót, verði stofnað- ur sérstakur verkstjóraskóli, sem m. a. veiti sérfræðslu í hinum ein- stöku atvinnugreinum, svo sem fiskiðnaði. víðavangur Rá$ undir rifi hverfu Það verður að trúa því, sem leikstjórinn segir, að gengis- fellingarleiknum sé lokið um sinn. Að tjaldið sé fallið. -En afleiðingar þess, sem skeð hef- ur, segja til sín. Það leynir sér a. m. k. ekki á stjórnarblöð- unum, sem liingað berast að sunnan, að þeim sýnist eitthvað vera að, og það meira en lítið. Forsætisráðherra, sem enn sit- ur á sínum stól, þótt annar hafi tekið við formennskunni í flokki hans, er drjúgur og dularf’ullur í viðtali við dag- blaðið Vísi nýlega. Hann gefur í skyn, að hann liafi ráð undir rifi hverju. Það hafði hann líka á gamlárskvöid fyrir fjórum árum. Annar ráðherra talar um nýjar ráðstafanir í „fjármál- um og launamálum“. Bjarni Benediktsson sagði á Varðar- fundinum, að nú vrði að „stinga við fótum“ ng að „við gerum okkur Ijósa þá miklu skýldu, sem á okkar herðum hvílir". Einhverjir kunna nú kannski að vera vantrúaðir á að svo sé eftir játningu hahs sjálfs um „!eikinn“. En þeir, sem meiri- hlutann fengu í vor, htjóta að draga týaldið upp á ný.“ Dagur. VETRARÁÆTLUN Framhald af 8. síðu. á þriðjudögum, miðvikudögum, fimmtudögum, föstudögum og laugardögum. Til Vestmannaeyja verða ferðir alla daga. Til ísafjarðar verða ferðir mánu- daga, þriðjudaga, miðvikudaga, föstudaga og laugardaga. Til Egilsstaða verður flogið mánudaga, þriðjudaga, fimmtu- daga og láugaixiaga. Til Hornafjarðar föstudaga. Til Sauðárkróks þriðjudaga og föstudaga. Til Húsavíkur miðvikudaga og laugardaga. Til Þórshafnar og Kópaskers verður flogið fimmtudaga og til Fagurhólsmýrar föstudaga. í öllum flugferðum til og frá Kópaskeri, Þórshöfn, og Húsavík' er komið við á Akureyri og enn fremur er þriðjudagsferð til og frá Egilsstöðum um Akureyri. MILLILANDAFLUG. Samkvæmt vetraráætlun milli- landaflugs Flugfélags íslands, sem' hefst sem fyrr segir um næstu ■ mánaðamót, verða fjórar ferðir í viku til Bretlands og fjórar ferðir til Kaupmannahafnar. Til Noregs verður flogið einu sinni í viku. Ferðir til einstakra viðkomu- staða erlcndis samkvæmt vetrar- áætlun verða sem hér segir: Til Glasgow og Kaupmanna- hafnar verður flogið á mánudög- um, miðvikudögum og laugardög- um. Til Bergen, Osló og Kaup- mannahafnar á föstudögum og til London á föstudögum. Til Reykja- víkur eru svo áætlunarferðir dag- inn eftir brottför héðan að heiman nema frá London, en þaðan kemur flugvélin samdægurs. Sú breyting kemur nú til fram- kvæmda, að ferðir um Noreg færast yfir á föstudaga og laugar- daga í stað laugardaga og sunnu- daga undanfarin ár. Flugfélag íslands hefir gefið út prentaða vetraráætlun millilanda- og innanlandsflugs á vetri kom- andi. KNATTSPYRNAN 21 stig, en síðan koma Manch. Utd., Tottenham, Everton, Liv- erpool og Arsenal með 19 stig. 2. deild: Charlton—Cardiff 5—2 Derby—IVIanch. City 1—3 Grimsby—Norwich 3—1 Huddersfield—Bury 2—1 Leyton 0.—Portsmouth 3—6 Middlesbro—Sunderland 2—0 Newcastle—Northampton 2—3 Plymouth—Swindon 2—4 Preston—Scunthorpc 1—0 Southampton—Leeds 1—4 Swansea—Rotherham 4—2 í 2. deild eru Leeds, Swind- on og Sunderland efst með 23 stig. Á laugardaginn var háð- ur á Skotlandi úrslitaleikurinn í bikarkeppni deildaliða. Rang- ers sigraði Morton með 5:0. Á föstudaginn vann St. Mirren Th. Lanark í deildakeppninni með 1:0. ÍfíFÓttlF ari hálfleik gegn tveimur Vals. — Mörkin fyrir ÍR skoruðu Hermann 3 Gunnlaugur Gylfi og Þórður 2 hver. Fyrir Val skoruðu, Bergur 3, Sigurður D. 2, Sigurður G., Örn og Jón C. 1 hver. Dómari í leiknum var Hannes Þ Sigurðsson og dæmdi heldur illa Það kom t. d. fyrir í fyrri hálfleik, að Kristmann hjá Val hafði skorað.eftir gegnumbrot, en Gunnar hjá ÍR hindraði hann gróf lega. Hannes rak Gunnar út af í 2 mínútur, sem og var rétt, en hins vegar láðist honum að dæma mark — eða vítakast á ÍR. Hvert eitt mark hefur jú mikla þýðingu! VELTAN EYKST Framhalc ai bls. 3. umbob happdrættisins í Reykja- vík hafa opið alla virka daga, eins og verzlanir. Bæklingur um þess- ar breytingar mun liggja frammi í öllum umboðunum. Mjög vinsælt er núna, að margir einstaklingar Kaupi saman raðir af miðum og skipta þá með sér kostnaðinum og ágóðanum. M. a. er vitað um fjóra, sem keypt hafa 100 heilmiða og síðan um áramót. hafa þeir grætt 200 þúsund krón- ur nettó á þessum miðum. Eins og gefur að skilja er þetta mjög þægi legt fyrirkomulag. Með þessu nýja fyrirkomulagi er unnt að vinna tvær milljónir kr. í einum drætti og minnst tvö þús- und krónur. Þegar er búið að afgreiða helming nýja flokksins til umboðsmanna, svo útséð er um það, að hann selst fljótlega upp. Brýn nauðsyn er á sem mestu fé til starfsemi háskólans og má t d. geta þess, að síðan árið 1940 hefur enginn kennslubygging ver- ið reist í sambandi við hann, og er það hræðileg staðreynd með til- liti til þess, hve starfsemi hans fer ört vaxandi. Það er ekki ein- ungis hér, sem húsnæðisþörf há- skólans eykst svo gífurlega, það gildir það sama um öll Norður- löndin t. d., en munurinn er bara sá, að þar er bætt við eftir þörf- um. íslenzka þjóðin ætti að gera sér ljóst, hve hættulegur hlutur það er, að sníða menningarlegum og vísindalegum framförum of þröngan stakk, en það stendur vonandi til bóta. T í M I N N, þriðjudaginn 29. október 1963. 13

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.