Tíminn - 28.11.1963, Side 5

Tíminn - 28.11.1963, Side 5
 ■ ÆSKUNNAR ÚTGEFANDI: SAMBAND UNGRA FRAMSÓKNARMANN A Ritstjóri: Elías Snæland Jónsson. Sambandsráð keiiur saman Sambandsráð Sambands ungra Framsóknarmanna kem- nr saman nú um mánaðamótin og stendur fundur í 2 daga. Um 60 fulltrúar frá öllu landinu munu sitja fundinn, auk stjórn- ar SUF og fuMtaúum frá kjör- dæmissamböndum ungra Fram- sóknarmanna. Sambandsráð er sá aðili, sem æðsta vald hefur í málefnum ungra Framsóknar- ir-ma á milli sambandsþinga SUF. Núverandi sambandsráð kem ur saman á merkum tímamót- uni í sögu SUF. Aldarfjorðung ur er liðinn síðan stofnþing þess vair haldið að Laugarvatni að frumkvæði FUF í Reykja- vík. Stóð þing það í 4 daga og sátu það 104 fulltrúar auk margra gesta. Var þetta þing hið glæsilegasta. En þótt gott sé að líta tfl baka og dást að liðnum afrek- um, þá er þó alltaf meira um vert að horfa fram á við og móta framsýna og ákveðna stefnu til lausnar hinum ýmsu vandamálum. Eitt af megin- viðfangsefnum þessa sambands ráðsfundar verður skipulags- mál samtaka ungra Framsókn- armanna. Er þar ýmissa um- bóta þörf. StjómmálaJeg samtök ungra manna og kvenna hafa vissu- lega miklu starfi að gegna. Þau eiga að búa ungu kynslóðina sem bezt undir skyldur hins al- menna borgara í -lýðræðisþjóð- félagi — að taka þátt í stjórn landsins — og auka þekkingu hans á þjóðfélagsmálum. En jafnframt er það skylda sam- taka ungra manna í dag,_ að gera hinni ungu kynslóð ljóst, hversu háð við erum öðrum löndum heims, hversu þýðing- armikil alþjóðleg samvinna er. f dægurbaráttunni hér heima þurfa ungir Framsóknarmenn að vetra árvakrir og hugdjarfir, en þó umfram allt duglegir og ákveðnir. Og þó að 25 ár séu liðin, þá getum við enn þá tek- ið undir orð Eysteins Jónsson- ar, þáverandi fjármálaráðherra, er hann flutti í lok ræðu sinn- ar á stofnþingi SUF árið 1938: „Við Framsóknarmenn höld- um því ekki íram, að við eig- um neinn töfrasprota, og að allt, sem aflaga fer og erfitt reynist, geti lagazt af hans völdum án fyrirhafnar. Við höldum aftur á móti hinu fram, að meginúrræði þau, sem við bendum á, séu duglegum mönnum samboðin og hafi ver- ið reynd undir erfiðum kring- umstæðum með góðum árangri. Við viljum að veitt sé að- stoð til þess að dugandi fólk geti bjargazt af dugnaði sínum, en ekki gæla við þann hugs- unarhátt, að rétt sé að heimta allt af öðrum en ekkert af sjálf- um sér. Þetta getum við sagt hik- laust, án þess að vera með nokkrum rétti tortryggðir um það að misnota þessar róksemd- ir á sama hátt og íhaldsflokkar liafa þrásinnis geirt, af því að meginstefna Framsóknarflokks- ins hefur verið og er við það miðuð að vernda þá, sem þann- ig vilja starfa, frá því að tapa arðinum af vinnu sinni ti!l þeirra, sem ekki vilja aðhyll- ast þessa meginreglu“. EL—JO Á MYNDINNl aS ofan eru fulltrúar FUF-félaganna á stofnþingi SUFNA á Laugum 30.—31. ágúst, ásamt Eyjólfi Eystein'ssynl, erlndreka SUF. SUF á Norðausturlandi var stofnsett í sumar Félög ungra Framsóknarmanna á Norðausturlandi hafa stofnað með sér kjördæmissamband — Samband ungra Framsóknarmanna á Norðausturlandi, og er það fyrsta kjördæmissamband ungra Fram- sóknarmanna í landinu. Stofnend- ur sambandsins voru: FUF á Ak- ureyri, FUF í Eyjafjarðarsýslu, k'UF í S-Þing., vestan Ljósavatns- s íarðs, FUF í S-Þing., austan Ljósa vatnsskarðs FUF á Húsavík, FUF í N-Þing., ,’estan Axarfjarðarheið- ar og FUF við Þistilfjörð. Með- lirnir eru á 7. hundrað og voru íulltrúar á stofnþinginu 32 að tölu. 4 þessara félaga eru nýstofnuð, og hafa sýnt mikinn áhuga í störfum sinum. Stofnþingið var haldið föstudag- inn 30. ágúst að Laugum í Suður- Þingeyjasýslu. Eyjólfur Eysteins- son, erind’.eki SUF, setti þingið fyrir hönd undirbúningsnefndar og nefndi sem 1. forseta þingsins Jón Illugason, Bjargi. Aðrir starfs írenn þingsins voru 1. varafors. S'gurður Jóhannesson, Akureyri, 2. varafors., sr. Ingimar Ingimars- son, Sauðanesi, og þrír ritarar: Ein ar Njálsson, Húsavík, Indriði Ket- ilsson, Fjaili, og Gunnlaugur Sig- valdason, Þórshöfn. Að loknu nefndakjöri flutti Karl Kristjánsson, alþingismaður ræðu. Oskaði hann samtökunum allra heilla og kvað sér mikla ártægju að taka til máls á þessu stofnþingi. Flutti hann Eyjólfi Eysteinssyni sérstakar þakkir fyrir hans ágæta undirbúningsstarf að stofnun þess ara samtaka, en hann hefur manna mest unnið að því. Karl sagði, að markmið þessa sapibands vggri, að efla Fram§ókn-: aiflokkinn og að hvetja ungt 'fólk ttl sjálfstæðrar hugsunar; og að standa þéttar saman um rétt sinn og málefni. Benti hann á ýmis íramtíðarmál, sem úr þyrfti að bæta, t. d. kjördæmamálið. — Með því að gerast félagar í FUF hafið þið lagt gullpening ykkar í réttan stofnsjóð, og vonast ég til, að hann skili góðum arði er stundir líða — sagði hann að lok- um Gísli Guðmundsson, alþm., flutti nokkur hvatningarorð og sagðist enga betri ósk eiga til handa þess- t'm samtökum, en þá, að takast mætti að halda við og efla hina dreifðu byggð landsins. Jóii A. Ólafsson, varaformaður SUF, flutti ávarp og kvað sér mikla ánægju að sitja þetta þing fyrsta kjördæmissambands ungra Fxamsóknarmanna. Kvað hann fara vel á því, að slíkt samband væri fyrst stofnað í þessu héraði. þar sem rætur samvinnuhreyfing- arinnar og ungmennafélaganna hefðu verið. Þingið liófst að nýju daginn eft- ir og skiluðu nefndir þá álitum sínum, sem síðan voru samþykkt citir nokkrar umræður. Krlstján Helgi Sveinsson, Akureyri, formaður SUF á Norðausturlandi. STJÓRNARKJÖR Síðan var gengið til kjörs stjórn ar og varastjórnar. Stjórnin skipti þannig með sér störfum: Kristján Helgi Sveinsson, Akur- eyri, formaður, Ingimar Ingimars scn, Sauðanesi, varaform., Indriði Ketilsson, Ytra-Fjalli, ritari, Einar Njálsson, Húsavík, gjaldkeri, Kiistján Jónsson, Dalvík, vararit- aii, Þórarinn Þórarinsson, Vogum, varagjaldkeri, Ragnar Jónsson, Fjósatungu, meðstjórnandi. f varastjórn voru kjörnir: Jón Illugason, Bjargi, Sigtrygg ur Þorláksson, Svalbarði, Haukur Árnason, Akureyri, Ólöf Þórsdótt- ir, Bakka. GLÆSILEG SAMKOMA Að loknum þingstörfum var efnt til samkomu fyrir Framsóknar röenn í héraðinu og fleiri, að til- hlutan hins nýstofnaða sambands < g SUF, Landssambandsins. Var það í alla rtaði vel heppnuð sam- toma — komu um 800 gestir. Ræður fluttu á samkomunni Ey- steinn Jónsson, formaður, Fram- soknarflokksins, Jón A. Ólafsson, varaformaður SUF, Karl Kristjáns son, alþm. og Hjörtur Eldjárn, bóndi, Tjörn. Tóku samkomugest- ir vel ræðum þeirra og skemmtu sér með afbrigðum. i*ramsóknarflokkurinn og sósíalistar Norðurlanda KOSNINGASIGUR Framsóknar manna í síðustu kosningum vakti athygli margra, ekki sízt vegna þrss, hversu mjög fylgi hans jókst í bæjunum. Sýna þau úrslit mjög greinilega, að launþegar gera sér f víðtækari mæli grein fyrir því, að Framsók narf 1 okkurinn er sá flokkur á íslandi í dag, sem bezt er trúandi fyrir hagsmunum hinna efnaminni i þjóðfélaginu, bænda verka- og iðnaðarmanna og hinn- ar sívaxandi stéttar skrif stofufólks. Framsóknarflokkurinn hefur breytzt úr hreinum bænda- flokk í frjálslyndan og framfara- sinnaðan bænda- og launþegaflokk, og er án efa heilbrigðasta afl ís- lenzkra stjórnmála í dag. Þessi þróun er ekkert einsdæmi. Flokkar vinstri sinnaðra manna hafa verið og eru í stöðugum vexti i flestum lcndum Vestur-Evrópu í dag. Bezt iientar okkur þó að hafa samanburð við hin Norðurlöndin, einlcum Noieg, Danmörk og Sví- þjóð, enda um Rkar þjóðir að ræða. ■Jafnaðarmenn fara með völd á .\ crðurlöndum, annaðhvort einir, eða með stuðningi einhvers annars vmstrisinnaðs flokks. í röðum jafn aðarmanna þar má finna verka- og iðnaðarmenn, skrifstofu- og menntamenn og bændur. Stjórn- málastefna þeirra mótast af frjáls- lyndri framfarastefnu, og öruggri, víðsýnni skipulagningu, með hag hinna mörgu fyrir brjósti. Hefur sú stefna orðið þeim traust til fylg- is. Við hér á íslandi höfum þá te.rðulegu, stjórnmálalegu sam- suðu, að /lokkur örgustu íhalds- manna, Sjálfstæðisflokkurinn, og hinn svokallaði flokkur verkalýðs- ins, Alþýðutlokkurinn, eru saman í ríkisstjóvn. Slíkt myndi ekki þckkjast á hinum Norðurlöndun- um, einfaldlega af því, að skoðan- íir íhaldsmanna og sósíalista á hinum ýmsu þjóðmálum eru svo gjörólíkar. að þeir gætu ekk; unn- ið saman. Stjórnmálasamstarf íhalds og krata á íslandi á því einfalc!,ega rót sína að rekja til þess, að Al- þýðuflokkurinn hefur horfið r'rá tyrri stefnuskrá sinni, sósíalism- anum, og tileinkað sér hina örg- Framhald á 15. siðu. T f M I N N, 'immtudaginn 28. nóvember 1963 S

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.