Alþýðublaðið - 24.12.1944, Qupperneq 15

Alþýðublaðið - 24.12.1944, Qupperneq 15
JÓLABLÁÐ ALÞÝÐUBLAÐSINS >» tfe W 9 V « <9 ® WV <9 t» V» <9 t» t£® , 1S Anatole France: ' *■; - | Krisfyr hofsins ÞETTA ÁR höfðu margir fiskimenn frá Saint-Val- éry týnzt í hafi. Lík þeirra fundust á ströndinni, en þangað höfðu öldurnar skolað þeim ásamt flökum skipa þeirra. í níu daga samfleytt voru líkkistur born- ar frá ströndinni til kii-kjunnar, og á eftir þeim gengu grátnar ekkjur. Jean Lenoél og Désiré sonur hans voru lagðir til hinztu hvíldar í meginkirkjunni undir hvolfþakinu, en á það höfðu þeir einu sinni hengt skip með rá og reiða sem fórnargjöf guðsmóður til handa. Þeir höfðu verið trúræknir menn og guðhræddir. Mon- sieur Guillaume Truphéme, prestur í Saint-Valéry, hafði mælt á þessa lund klökkum rómi við útför þeirra: „Aldrei hafa sannari drengir né betur kristnir ver- ið lagðir í gröf til þess að bíða þar dóms drottins en Jean Lenoél og Désiré sonur hans.“ Og þegar skip fórust með allri áhöfn við strönd- ina, týndust og hafskip á rúmsjó úti. Enginn dagur leið svo, að ekki skolaði einhverju vogreki á land. Svo var það morgun nokkurn, að börn, sem voru á bátkænu skammt frá landi, komu auga á mynd á sjónum. Þetta var mynd af Jesú Kristi í fullri lík- amsstærð, skorin í við, máluð eðlilegum litum og virtist vera forngripur. Drottinn vor flaut þarna á sjónum með útbreidda arma. Börnin höfðu mynd- ina með sér heim til Saint-Valéry. Höfuð myndar- innar var krýnt þyrnikórónu. Naglaför voru og á höndum hennar og fótum. En naglamir fundust hvergi, svo og krossinn. En armar drottins voru út- breiddir sem væri hann reiðubúinn til krossfestingar og blessunar eins og forðum daga. Börnin fengu myndina Monsieur le Curé Truphéme í hendur. Honum fórust orð við þau á þessa lund: „Þetta er gömul mynd af frelsaranum. Sá, sem hefir gert hana, hlýtur að vera löngu dáinn. Enda þótt nú séu seldar vandaðar myndir í verzlunum í Amiens og París fyrir hundrað franka eða jafnvel enn meira, ber að kannast við það, að hinir fornu listamenn voru vissulega mikilhæfir og snjallir. En mest gleðst ég þó við hugsunina um það, að ef Jesús Kristur hefur komið þannig með útbreidda arma hing- að til Saint-Valéry, mun hann blessa þetta hérað, sem hefur haft svo mjög af harmi og þrengingum að segja; og líkna sig yfir vesalings fólkið, er hættir lífi sínu við að sækja sjóinn.“ Monsieur le Curé Truphéme lét leggja Kristmynd- ina á háaltari kirkjunnar og hélt því næst til fund- ar við Lemerre trésmið og fól honum að smíða fagran kross úr vönduðum eikarvið. ÞEGAR krossinn var fyrir hendi, var frelsarinn negldur á hann með nýjum nöglum og honum búinn staður í meginkirkjunni yfir stól kirkjuvarðarins. — Þá var því athygli veitt, að mildi virtist stafa úr aug- um hans og' tár blika á brá hans. Einn kirkjuvarðanna, er var viðstaddur, þegar myndin var negld á krossinn, veitti því athygli, að tár runnu niður hvarma frelsarans. Þegar Monsieur le Curé kom svo út í kirkju morguninn eftir til þess að syngja messu, sá hann, sér til mikillar undrun- ar, að krossinn yfir stól kirkjuvarðarins var auður, en Kristmyndin lá á altarinu. Hann lét kalla trésmiðinn fyrir sig og spurði hann, hvers vegna hann hefði tekið Krist niður af kross- inum. En smiðurinn svaraði því til, .að hann hefði ekki snert myndina eftir að hún hafði verið negld á krossinn. Þegar presturinn hafði svo yfirheyrt kirkju- þjónana, komst hann að raun um það, að enginn hafði farið inn í kirkjuna eftir að Kristmyndin var negld á krossinn og hann festur yfir stól kirkjuvarð- arins. Presturinn sá nú fram á það, að hér myndi vera um kraftaverk að ræða. Sunnudaginn næsta á eftir færði hann þetta í tal við héraðsbúa og hvatti þá til að efna til samskota, svo að unnt yrði að kaupa nýjan kross og fegurri og verðugri þess að bera endurlausn- ara heimsins. Hinir fátæku fiskimenn í Saint-Valéry létu allt það fé af hendi rakna, sem þeir töldu sig geta án verið, og ekkjurnar gáfu brúðabaugi sína. Monsieur Truphéme tókst þegar för á hendur til Abbeville og lét þar smíða nýjan kross úr íbenholtsvið, er var listasmíð hin mesta. Krossinn var fullsmíðaður að tveim mánuðum liðnum og honum komið fyrir á sama stað og hinum fyrri og Kristmyndin negld á hann: ' En Jesús steig niður af krossi þessum eins og hin- um fyrri, og að morgni lá mynd hans aftur á altarinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.