Alþýðublaðið - 24.12.1944, Blaðsíða 17
JÓLÁBLÁÐ ÁLÞÝÐUBLAÐSiNS
Vaidimar Jóhannsson:
Geti|i kringum Jökul
FYRIR hálfu öðru ári síðan lögðum við Halldór skatt-
stjóri Sigfússon upp í gönguferð .kringum Jökul.
Fórum við för þessa um hvítasunnuhelgina og ferðuð-
umst á vegum Ferðafélags íslands að Hamraendum í
Breiðuvík, en félagið efndi til férðar á Snæfellsjökul
um þessa helgi, eins og venja þess er. Úr Breiðuvík
fórum við fötgangandi til Ólafsvíkur, kringum Jökul,
og vorum tvo daga í þeirri ferð.
Frá Reykjavík var farið með Laxfossi og kornið til
Borgnarness eftir þriggja klukkustunda og tíu mínútna
siglingu. Á bryggjunni biðu bifreiðar þær, sem flytja
áttu ferðafól'kið vestur í Breiðuvík. Tóku menn nú að
koma sér fyrir í bifreiðunum og vas haldið upp úr Borg-
arneskauptúni stundarfjórðungi fyrir klukkan sex. Var
síðan haldið viðstöðulaust vestur Mýrar og Snæfells-
nes, aðeins áð skamma stund að Vegarnótum og drukk-
ið kaffi.
Þegar að Búðaós kom, var lágt í sjó og komust bif-
reiðarnar viðstöðulaust yfir ósinn. Ekki var komið að
Búðum, heldur ekið þar framhjá. — Á blómaskeiði
sínu voru Búðir mestur kaupstaður á Snæfellsnesi. Var
þangað sigling allmikil og verzlun af hálfu erlendra
þjóða, áður en einokunin var sett. Síðar hnignaði Búða-
kaupstað verulega en var þó lögbundinn verzlunar-
staður allt einokunartímabilið. Var verzlunarumdæmi
Búða allt frá Hvítá í Borgarfirði og vestur að Búða-
hrauni. Þá var verzlun þar ekki sízt arðvænleg vegna
þess, að þangað barst mikill fiskur úr verstöðvum á
Snæfellsnesi. Hins vegar þótti þar viðsjál höfn, og mun
það nokkuð hafa hamlað siglingum þangað.
Bílfær leið frá Búðum til Breiðuvíkur liggur uppi
við fjallið, undir Axlahyrnu og framhjá Öxl. En önnur
leið liggur til Breiðuvíkur yfir Búðarhraun og rétt hjá
Búðakletti. Hann er í miðju hrauninu og sést alllangt
að. Hér er reyndar ekki um klett að ræða, þó að svo
sé kallað. Búðaklettur er gígur sá, sem Búðahraun er
runnið frá, og er ávöl kúla úr rauðum vikri, mjög
reglulega löguð. í rönd gígsins er Búðahellir, og liggur
dóu á með nafn hans og guðsmóður á vörum sér.
Svipur hans vitnar um göfgi og hryggð, og það er sem
hann vilji segja:
„Ógæfa allra manna er kross minn, því að ég er
sannlega guð hinna fátæku og þrautum þyngdu.“
Helgi Sæmundsson íslenzkaði..
hann inn undir rætur Búðakletts. Segir Þorvaldur
Thoroddsen hellinn 50 álna langan, um 10 álna breið-
an og 4—5 álna háan. Ekki mun þó vera ‘auðgert að
komast í botn hellisins, því að hann lækkar mjög, þeg-
ar innar dregur. Er sú sögn um hann, að þaðan séu
undirgöng allt suður á Reykjanes, en aðrir segja í Surts-
helli. Er það haft til marks, að sakamaður flýði í hell-
inn og kom upp á Reykjanesi. Var þá gullsandur í skóm
hans.
En bifreiðar ferðafélagsins fóru hina efri leið, eins
og áðúr getur. Urðum við Halldór því af því að skoða
Búðahraun, enda höfðum við ekki fyrirhugað að hefja
gönguna fyrr en í Breiðuvík. Vegurinn liggur nú upp
frá Búðaós, til fjalls og er allmjög á fótinn. Síðan ligg-
ur hann undir Axlarhyrnu, sem kennd er við bæinn
Öxl. Þar bjó Axlar-Björn, sem alkunnur er enn í dag
fyrir illvirki sín. Bærinn Öxl stóð til forna niðri við
hraunið, en síðar var bærinn fluttur upp undir fjallið.
í hraunjaðrinum er ígultjörn, þar sem Björn faldi lík
þeirra manna, er hann myrti. Lengra inn með fjallinu,
fyrir miðri Breiðuvík, stendur bærinn Knörr. Hamrar
miklir eru þar í fjallinu, Knarrarklettar. Hafa þeir orð-
ið mörgum að fjörtjóni, því að slys voru þar alltíð fyrr
meir. Menn, sem viUtust á Fróðárheiði, enduðu ósjald-
an ævi sína á þann veg, að þeir hröpuðu fyrir Knarr-
arkletta. En á heiðinni þótti villugjarnt og var talið
ekki einleikið. En nú 'er meira en hálf öld, síðan þar varð
mannskaði síðast. — Nokkru immr en Knörr eru Leik-
skálavellir. Þar voru Breiðvíkingar að leikum áður fyrr.
VIÐ KOMUM að Hamrarendum í Breiðuvík klukk-
an hálf ellefu á laugardagskvöldið. Veður var þá all-
stirt, hvassviðri og talsvert úrfelli. Hér skildi með okk-
ur Halldóri og samferðafólkinu. Það bjóst til náða í
tjöldum sínum og ætlaði síðan að ganga á Snæfellsjökul
með morgninum. Við höfðum engan viðbúnað hvað næt-
urgistingu snerti. Höfðum við ekki viljað taka með okk-
ur tjald og hvílupoka, til þess að íþyngja okkur ekki á
göngunni, en treystum á, að okkur myndi verða eitt-
hvað til með náttstaði.
Við tókum því þann kost að kveðja dyra á Hamra-
endum og falast eftir næturgistingu. Kom á daginn, að
þar var raunar alláskipað fyrir, en þó var okkur léð
gisting og beini af mikilld rausn og myndarskap. Sváfu
tuttugu og fjórar manneskjur á Hamraendum þessa
nótt, en sex fóru þaðan á laugardaginn. Um veturinn