Alþýðublaðið - 24.12.1944, Blaðsíða 24
24 JÓLABLAÐ ALÞÝÐUBLAÐSINS
............................... sem alkunn eru, og vermenn í Dritvík höfðu til að reyna
GLEÐILEG J Ó L !
Geir Konráðsson,
Laugaveg 12.
GLEÐILEG JÓL!
H. £. RAFMAGN.
GLEÐILEG JÓL!
Verzlunin Höfði ih. f.
Gleðileg jóll
Þorsteinsbúð.
GLEÐILEG JÓL!
V. Thorsteinsson & Co.
GLEÐILEG JÖL!
Sölufélag garðyrkjumanna.
GLEÐILEG JÓL !
á krafta sína. Steinarnir eru fjórir: Amlóði, 23 kg, Hálf-
drættingur, 49 kg, Hálfsterkur, 140 kg, og Fullsterkur
155 'kg. — Amlóði er nú brotinn í tvo hluta. Allir eru
steinar þessir brimsorfnir hnullungar og illt mjög að
festa á þeim tök. Steinana skyldi hefja á bergstall, tæp-
l!ega mjaðmiaháan, að því er sagt var, en eigi er stallur
þessi svo hár nú, má vera, að sandur og möl hafi að
honum bori'zt. — Enginn taldist skipgengur í Dritvík,
sem ekki kom Hálfdrætting á stall, og má raunar segja,
að það sé lítil þrekraun. Þorvaldur Thoroddsen segir
um Hálfsterk, að hann ,,gátu einstöku sterkir menn'
tekið upp, en Fullsterk fáir eða engir.“ —
Djúpalónssandur dregur nafn sitt af stöðuvatni litlu,
er Djúpalón heit’ir, en er jafnan í daglegu tali kallað
Lón. Það var vatnsból vermanna áður fyrr, en vatns-
laust er á þessum slóðum, eftir að komið er út fyrir
Dagverðará. Hár malarkambur er milli þess og sjávar,
en að öðru leyti liggja hraunklettar að því að á allar
hliðar. Yfirborð vatnsins tekur breytingum með sjávar-
föllum, en þó er vatnið ósalt. Sú var trú manna fyrr-
um, að vatn þetta væri botnlaust. Var það haft til
marks, að maður hefði kafað þar og komið upp í sjónum
fyrir framan. Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson könn-
uðu, hvað hæft væri í þessu. Komust þeir að raun um,
að vatnið væri dýpst 15 fet og alls stáðar öruggur
botn!
Út í Dritvík er yfir annan hraunhrygg að fara en
vegarlengd skömm. Dritvík var um langan aldur ei-n
helzta verstöð landsins, svo sem alkunna er, og forðabúr
heilla landshluta. Vermenn sóttu þangað úr fjarlæg-
um héruðum og þangað sóttu menn skreið víðs vegar
að af landinu. Útræði úr Dritvík lagðist niður um miðja
síðustu öld, en í byrjun aldarinnar gengu þaðan 80
skip. í byrjun 18. aldar voru þar 12 búðir, en á ver-
tíðinni fjölgaði fólki stórlega, því að þangað sótti fjöldi
skipa til róðra. Segir um það á þessa leið í jarðabók
Árna Magnússonar: „Inntökuskip ganga seinni vertíð
á vor frá Góu til Hallvarðsmessu, stundum lengur,
stundum skemur og er þeirra tala óviss, 30, 40, 50 til 60.
Liggur fólk af þeim við tjöld og undir seglum, en nýtur
aðeins vatns og tilkeyptrar þjónustu og soðningar hjá
búðarfólki. Tekur heimabóndi (þ. e. bóndinn á Hóla-
hólum) til undirgiftar fyrir hvert skip áskildar 10 álnir
og ekki framar. Lending er í skárra lagi og oft bezta
vertíð, þá annars staðar-ganga stórviðri af norðurátt."
Nú er auðn í Dritvík. Engu skipi er framar hrundið
þar á flot. Skinnklæddir sægarpar sjást ekki lengur í
fjörunni. Búðirnar eru fallnar og sér þeirra aðeins ó-
glöggar rnenjar. Eigi eru þar framar háðar bænda-
giímur og engir reyna afl sitt á hinum nafnkunnu
steinatökum. — En götutroðningarnir í hraunhellun-
um fyrir ofan víkina rninna enn á þá tíma, þegar hver
skreiðarlestin eftir aðra lagði upp úr Dritvík með björg
í bú manna í fjarlægum landshlutum.