Alþýðublaðið - 24.12.1944, Side 35

Alþýðublaðið - 24.12.1944, Side 35
JÓLÁBLAÐ ÁLÞÝÐUBLÁÐSINS @ I »0 Reykjavíkur C. W. Paipkull: GREIN ÞESSI er kafli úr ferðasögu frá íslandi, sem út kom í Svíþjóð árið 1866. Höfundur hennar, C. W. Paijkull, var dósent í jarðfræði við háskólann í Uppsölum og naut hánn styrks frá háskólanum til þess að takast för á hendur til ís- lands og ferðast um landið. Paijkull ferðaðist mjög víða um landið og bar hann íslandi og íslendingum vel söguna. Er þesa vænzt, að mörgum lesendum þyki fróðlegt að lesa frásögn hans um för sína frá Reykjahlíð til Reykjavíkur, þar eð hún lýsir vel samgöngum á íslandi um 1860 og er gott sýnishorn þessarar bókar um ísland, sem er þess fyllilega verð, að henni sé athygli veitt, þótt eigi sé um nú- tíðarfrásögn að ræða. — Myndirnar sem hér fylgja eru teknar úr bókinni. FRÁ REYKJAHLÍÐ liggur leið þvert yfir landið til Suðurlands, sem sé hin- svonefnda Sprengisands- leið, er liggur um öræfin milli 'Hofsjökuls og Vatna- jökuls í um tvö þúsund feta hæð, svo og meðfram Þjórsá til byggðanna norður af Heklu. — Leið þessi íslenzk kona í hversdagsbúningi. er þó illfær að haustlagi nema tjald sé meðferðis, þar eð maður verður ella að sofa þrjár nætur- undir berum himni, því að þegar farin hefur verið dagleið frá Reykjahlíð, tekur óbyggðin við og helzt, unz komið er að Stóranúpi á Suðurlandi, skammt frá Þjórsá. Auk þessa er beitinni ekki fyrir að fara á þessum slóðum. Maður verður að fara sextán klukku- stunda leið án þess að á, þar eð hvergi er haga að hafa fyrir hestana. Hin leiðin frá Reykjahlíð til Suð- urlands liggur um Akureyri, sem er næststærsti kaup- staður landsins og stendur við sunnanverðan Eyja- fjörð. Leiðin frá Reykjahlíð til Akureyrar er góð dag- leið, enda þótt mér reyndist auðvelt að leggja hana að baki á einum degi. Kom það til af því, að vegir voru mjög greiðfærir eftir hina langvarandi þurrka, svo og því, að lítið var í ánum tveim, er ég þurfti yfir að fara, Laxá og Skjálfandafljóti, svo að ég hafði þar aðeins örskamma dvöl. Laxá kemur úr Mývatni og fellur í Skjálfandaflóa. Laxveiði er mikil í Laxá, og eru af henni miklar nytjar. Þegar komið er yfir Leirhnúk í byggðina við norðanvert Mývatn, tekur við mun svipmeira land en austuýsveitirnar hafa upp á að bjóða. Vindbelgjarfjall við norðvestanvert vatn- ið er gamalt eldfjall og þaðan hefur runnið hraun eftir farvegi Laxár allt í sjó fram. Landið milli Lax- ár og Skjálfandafljóts er mestmegnis grasi vaxnar heiðar, og eru þar beitilönd mikil og góð. Þegar komið er yfir Skjálfandafljót, liggur leiðin um Ljósa- vatnsskarð framhjá Ljósavatni. Getur þar að líta " stallagrjót til beggja handa, unz komið er að prest- setrinu Hálsi, er stendur við Fnjóskadalinn. Er þar útsýn mikil og fögur. Ég hafði stutta viðdvöl á prests- setri þessu. Klerkurinn og dóttir hans gæddu mér á kaffi og pönnukökum, en pönnukökur eru iðulega bornar með kaffi á íslandi eins og tvíbökur í Sví- þjóð. Á leið minni niður Fnjóskadalinn, reið ég gegnúm fyrsta raunverulega skóginn, sem varð á vegi mínum á ferðalangi mínu um landið. Skógur þessi var þó aðeins kræklótt birkitré. Hinum megin Fnjóskár tekur við hin háa og bratta Vaðlaheiði. Vesturhlíð hennar er svo brött, að það er mjög erfitt að fara niður hana á hestum. Eyjafjarðará, sem renn- ur í mörgum kvíslum, skilur Vaðlaheiði frá Akur- eyri. |

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.