Alþýðublaðið - 24.12.1944, Síða 42

Alþýðublaðið - 24.12.1944, Síða 42
42 JÓLABLÁÐ ALÞÝÐUBLAÐSINS og ér hinn svonefndi Stórisandur miðhluti þeirra, SKAGAFJARÐARDALUR telst til hinna byggileg- ustu og blómlegustu dala á íslandi. Til SkagafjarSar eru send mörg hundrdð hesta frá Austurlandi sér- hvert haust og þeir látnir ganga úti uppi á fjöllum vetrarlangt. Jarðhitinn á ef til vill mikinn þátt í bú- sæld Skagafjarðar. Að minnsta kosti er heitar laugar að finna víðs vegar um dalinn. Hinar stærstu þeirra ér að finna við Reyki skammt norður af Mælifelli. Þar stígur hvítur reykur úr jörðu, og sést hann langt að. Mér var sagt frá því, að lík, sem jarðsett væru í kirkjugarðinum að Reykjum, sem stendur skammt frá laugum þessum, rotnuðu á tveim til þrem árum, en það orsakast að sjálfsögðu af jarðhitanum. — Á slíkum stöðum ætti að koma upp skrúðgörðum og gróðurhúsum. Grasvöxtur er geipimikill umhverfis laugarnar og ræktunarskilyrði þar efalaust hin hag- felldustu. Mælifell er ferðalöngum hinn ákjósanlegasti án- ingarstaður. Mér var tekið þar opnum örmum af prestinum, síra Sigurði, og hinni mikilhæfu mad- dömu, sem ræður þar húsum. Frá Mælifelli lá svo leiðin við rætur hins 3476 feta háa Mælifellshnúks, sem að þessu sinni var sveipaður þokuhjúpi, og því næst yfir grýtta heiði, sem nefnist Haukagilsheiði. Leiðsögumaður minn lét í ljósi efa um það, að sér myndi reynast auðið að vísa mér rétta leið yfir ör- æfin, því að hann hafði aðeins farið leið þessa einu sinni fyrri, og það meira að segja fyrir nokkrum árum, og olli þokan þeim efa hans, en hún var svo mikil, að tindar fjallanna urðu eigi greindir. Sjálfur hafði ég hina mestu vanþóknun á þokunni, sem hafði nú á sjötta dag komið í veg fyrir það, að ég nyti út- sýnis af slóðum þeim, er ég ferðaðist um. Við urð- um því báðir meira en lítið glaðij: í bragði, þegar við komum upp á heiðina ofan við Mælifellsdal og sáum snævi þakta tinda Hofsjökuls í suðaustri og Langjökuls í suðri. Því fór þannig alls fjarri, að lágskýjað væri yfir jöklunum, eins og við höfðum þó við búizt, og það var fyllsta ástæða til þess að ætla, að bjartviðri væri einnig á Stórasandi. Við hröðuðum því för okkar glaðir og vongóðir og kom- um síðari hluta dagsins að fljótinu Blöndu. Við komumst heilu og höldnu yfir stórá þessa, sem annars er iðulega ófær á þessum slóðum. — Verða ferða- menn þá að leggja leið sína til byggðarinnar í norðri, en þar er ferja á ánni. En þessi krókur nemur mörg- um mílum, svo að skiljanlegt er, að við höfum fagn- að því að komast hjá honum. Við héldum svo áfram för okkar sem leið lá, unz skyggja tók. Ætlun okkar hafði verið sú að komast fyrir kvöldið til lítils fjalls, er Sandfell nefnist, en þar vissum við, að vatn og hagar handa hestunum voru fyrir hendi. Það lá þó nærri, að okkur auðnaðist eklci að láta af þessu verða, því að með kvöldinu dimmdi yfir að nýju. Vegurinn var aðeins troðningar, sem örðugt var að átta sig á,

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.