Alþýðublaðið - 24.12.1944, Qupperneq 47

Alþýðublaðið - 24.12.1944, Qupperneq 47
JÓLÁBLAÐ ÁLÞÝÐUBLÁÐSINS 47 hendi og nauðsynlegur er öllum þeim, er um ísland ferðast. Björn Gunnlaugsson hefur efalaust verið víðförl- astur maður á íslandi. För sína í Þórisdal gerði hann árið 1835. Þá kom í Ijós, að dalurinn liggur á stað þeim, sem frá er greint í Grettissögu, en nú orðið er. hann hulinn ísi og gróður þar enginn. Hverir finnast þar heldur engir, og hin heillandi frásaga Grettis um dalinn virðist því hafa verið skáldskapur, nema jarðhitinn þar hafi kulnað, en þá gefur að skilja, að gróðurinn hafi brátt horfið. SYÐST Á KALDADAL sténdur varða, sem mun vera það hlútverk ætlað áð vera vegvísir ferðamanna. íslendingar nefna vörðu þessa Kerlingu. Eftir að ég hafði lagt Kerlingu að baki, lagði ég leið mína um öræfin suður af Kaldadal og Oki, unz ég eftir nær sjö klukkustunda reið frá Kalmannstungu kom á graslendi nokkurt. Þar var áð á engi við vatnsból, sem nefnast Brunnar, en þaðan er aðeins þriggja klukkustunda leið til Þingvallar. Var dimmviðri á mestan hluta þeirrar leiðar. Við lögðum leið okkar um hraunin við Skjaldbreið, unz við komum á hraun það, sem runnið hefur úr Skjaldbreið og allt út í Þingvallavatn, stærsta stöðuvatn á íslandi. í hrauni þessu eru hinar frægu gjár, Almannagjá og Hrafna- gjá, svo og ýmsar fleiri, sem eru minnl og síður verðar athygli. í hrauni þessu vex víðs vegar kjarr og gras, grænt að lit og þekkilegt á að líta. Gjárbotnarnir eru líka grasi vaxnir, og stingur grængresið mjög í stúf við svarta hamraveggina. Úr vestanverðri Almannagjá fellur á, sem Öxará nefnist, og drégur hún nafn af því, að í fornöld missti maður, sem 'hugðist höggva vök á ísinn á ánni, öxi sína í ána. Þingvöllur var allt til ársins 1800 þingstaður íslendinga og er því að vonum mjög tengdur sögu lands og þjóðar. Tóftir, sem nefnast búðir sýna, hvar fornmenn slógu tjöld- um sínum á Þingvelli. Náttúrufegurð er þar mjög mikil, en hún, svo og það hversu staðurinn liggur vel við samgöngum, mun hafa valdið því, að alþingi hinu forna var valinn þar staður. ÉG FÓR einn míns liðs frá Þingvöllum til Reykja- víkur, en það er sex til sjö klukkustunda leið. Þegar hraunið vestur' af Þingvallavatni þrýtur, tekur við heiði, er liggur nær fjögur hundruð fet yfir sjáv- armáli. Það er hin svonefnda Mosfellsheiði, sem víða er grýtt og ógreiðfær. Mér miðaði þó vel áfam á þessum slóðum, enda var þetta að sumarlagi og vegir greiðfærir venju fremur. Ég hafði ferðazt góð- an spöl af leið þessari áður, sem sé frá Reykjavík til Seljadals, svo að mér fannst ég vera hér gamal- kunnugur. Bar ekkert til tíðinda á leið minni til Reykjavíkur, og gerðist ég glaður í bragði, þegar ég leit að nýju húsin þekku, Esjuna, höfnina og skipin, sem þar lágu. — Þegar ég hafði svo komið mér fyrir á nýjan leik í herbergi mínu í gistihúsinu, hvíldi ég mig í nokkra daga, enda var mér vissulega ekki vanþörf á því eftir ferðalagið. Helgi Sæmundsson íslenzkaði. GLEÐILEG JÓL! Friðrik Magnússon & Co. GLEÐILEG JðL! Bifreiðastöð Reykjavíkui1 GLEÐILEG JÓL! Kexverksmiðjan Frón h. £. Gleðileg jól! Skóverzlunin Jork, Laugavegi 26. GLEÐILEG JÓL! Jón Hjartarson & Co. Hafnarstræti 16. Gleðileg jól! Nordalsíshús.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.