Alþýðublaðið - 24.12.1944, Side 55

Alþýðublaðið - 24.12.1944, Side 55
JÓLABLAÐ ALÞÝÐUBLAÐSINS 55 Gengið kringum Jökul Lýðveldið Island ASTKÆRA LANDIÐ við úthafsins gráð, nú skal óma þitt fagnaðarljóð; og með drengskap vér hyllum þá dýrustu náð, að það draup ekki á faldinn þinn blóð, við að aftur þitt langþráða frelsi þú fékkst, sem er fræknustu sonanna starf. Haltu nú þjóð, sem frá háskanum gekkst í þinn helgasta menningararf. Það er meira en unun, að líta þig, land, með þinn lýðveldisfána við hún; horfa á bjargræðisflota þinn sveima við sand, en um sveitirnar fagurgræn tún; líta afl þinna vatna eins og leiftrandi sól lýsa hrautir og híbýli manns; vita hita þíns sjálfs faðma byggðir og ból, mega húa að varmtökum hans. Nú er hamingjudraumur þíns dals og þíns foss orðinn dögg fyrir hjarta þíns slátt; allt það lífsmagn, sém þú hefur alið í oss, skal nú efla þinn sjálfstæðismátt. Og nú getur þig enginn að eilífu blekkt, svo er auðugt þitt haf og þín grund; vér skynjum þitt andtak sem áþreifanlegt, kæra ísland, á frelsis þíns stund. Vér tignum það frelsis og friðarins ljós, sem á framtíðar braut þína skín; þar blómgast aflvakans ódauðleg rós, sem er elska vor, móðir, til þín. Þú átt allan vorn hug og vort ómfagra mál, þú átt einnig vorn líkama og blóð, þó að andinn sé partur af alheimsins sál, erum vér samt þín útvalda þjóð. Geymi þig drottinn, vort gullfagra land, og þá gjöf, sem að nú er þér veitt, láti fólkið þitt kærleikans bindast í band, sem þig bezt fær til hamingju leitt. Hann sé skjöldur þinn ættjörð mót aðstreymi kífs, gegnum aldirnar sterkasta vörn; þá er frelsi þitt dýrast, er frjómagn þíns lífs elur farsæl og einhuga börn. Gunnar Alexandersson frá Sandi. Framhald af bls. 25. þar gildir bændur, og þaðan hefir löngum verið út- ræði. Voru þar þurrabúðir alLmargar fyrr meir, en eru nú allar í auðn. — Vatnsskortur er tilfinnanlegur á Öndverðarnesi. Þar er þó brunnur einn, forn mjög, sem Fálki nefnist. Eru þrep allmörg niður í brunninn, all- gott vatn, en lítið. — Nú er viti og vitavarðarbústaður á Öndverðarnesi, og mundi staðurinn vafalaust ella kominn í auðn. Við fórum leið þá, sem liggur í landnorður, framhjá Saxhóli, sem er síðasti bærinn á þessu svæði. — Meðan við stóðum við í Görðum hafði veður spillzt nokkuð. Var kominn talsverður stormur og lítilsháttar úrfelli, þegar við lögðum upp þaðan. Þótti okkur þá allt ömur- legra en fyrr. Seiðmagn umhverfisins þvarr. Hraunin gerðust grett og illúðleg, fjöllin hrjóstrug og nakin og úlfgrár þokubakkinn hrannaðist um jökulskallann. Við fundum meira til þreytunnar en ella, og byrðin, sem við skiptumst á um að bera, seig illa í. Við þrömmuðum yfir hraunin áleiðis að Saxhóli í dapurlegum hugleiðdngum. Allt í einu kváðu við ámát- leg, skerandi ýlfur, sem drógu að sér alla athygli okk- ar. Þau ágerðust æ því meir sem nær þeim dró og gerð- ust ferlegri. Áður en varir tók kynlega sjón að bera fyrir augu okkar. Óhugnanlegt flykki, sem ekki var hægt að greina neina lögun á, skaut upp kryppunni í sífellu en féU til jarðar á milli og sást þá ekki. Það var Ijóst á lit, en önnur auðkenni urðu ekki greind. Við Halldór litum spyrjandi hvor á annan. Til þessa hafði ekkert yfirnáttúrlegt borið fyrir augu okkar undir Jökli, og höfðum við þó hálfpartinn átt von á því. Nú leit helzt út fyrir, að þessi grunur væri að rætast. Hér var áreiðanlega um að ræða eitthvað, sem ekki var af þessum heimi. Tilburðir þessarar kynjaveru gerðust æ furðulegri, og hljóðin, sem hún gaf frá sér, gátu bein- línis skotið manni skelk í bringu, þótt um bjartan dag væri. Við vorum komnir nærri fast að þessari dularfullu skepnu, þegar okkur var ljóst, hvað hér var um að ver.a, en málavextir voru sem hór segir: Net hafði verið breitt á jörðina undir vallargarðinum á Saxhóli, og sást það ekki frá bænum. Hundur hafði skriðið undir netið, margflækt sig í því og var að því kominn að hengjast, þegar við komum á vettvang. Hoppaði hann í sífellu í loft upp og ýlfraði ámátlega. Hér var skýr- ingin fengin, og urðum við af því að sjá hér nokkuð yfirnáttúrlegt. í stað þess brugðum við þegar við til þess að verða hundinum að liði. Við gátum þó ekki losað hann úr netinu nema skera á það, en vildum ekki gera það. Fór Halldór þá heim að Saxhóli og sagði til hundsins, en ég sat hjá honum á meðan til að koma í veg fyrir að hann ynni sér mein. Eftir að hafa unnið þetta þrekvirki, héXdum við áfram ferð okkar. Nokkru fyrir norðan Saxhól skiptast.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.