Alþýðublaðið - 24.12.1927, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 24.12.1927, Blaðsíða 7
’ALÞÝÐUBLíAÐ l'Ð 7 Postullega trúarjátningin °g helgisiðabók ísienzku pjóðkirkjunnar. Fram að árinu 1910 voru prest- ar íslenzku pjóðkirkjunnar eið- bundnir við höfuðjátningar evan- gelisk-lúterskrar kirkju, en með þeirri helgisiðabók, sem þá kem- ur út og nú er gildandi, er eið- binding sú niður feld, en í henn- ar stað kemur loforð um „að pre- dika guðs orð hreint og ómeng- að, svo sem þaö er að finna í hinum spámanniegu og postul- legu ritum, og í anda vorrar evan- gelisku lútersku kirkju". Vitan- lega var þessi breyting gerð sök- um þess, að óhæfa þótti að binda prestinn við bókstaf trúarjátning- anna. Þá var það runnið upp fyrir leiðandi mönnum kirkjunnar, að trúarjátningarnar eru ófull- komin mannanna verk og mega ekki vera okkur annað en vitn- isburður um það, hvernig hugsað var á þeirn tímum, þegar þær urðu til, og allar eru játning- arnar frá löngu liðnum tímum, þegar hugmyndir manna um flesta hluti voru alt aðrar en þær eru nú. Þess vegna sáu þeir, er voru leiðtogar íslenzku þ jóðt- kirkjunnar í byrjun 20. aldar, að ekki náði nokkurri átt að ætlast til þess, að prestar geti játað trú sina með sömu orðum og trú- menn iöngu liðinna tíma, sem höfðu að mörgu gerólíkar hug- myndir um heiminn og lögmál hans. Þeir feldu því niður téðan eiðstaf við prestvígsluna. Helgisiðabó'kin frá 1910 ber þess líka vitni, að trúarjátning- ar kirkjunnar hafa ekki skipaö öndvíegið í trúarhugmyndum þeirra, sem að henni unnu. Þar verður þess hvergi vart, áð nokkur trúarjátning sé til nema í sambandi við skírnina og í fceinu framhaldi af því við fermingu ungmenna. Þó má segja, að hún sé ekki í neinu lífrænu sambandi við skírnarathöfnina, þvi að auð- veldlega má sleppa henni, og verður skírnarformúlan samfeld heild fyrir því, þó að hvergi sé Irreytt einu einasta orði að öðru leyti. Þegar presturinn hefir gert krossmark yfir enni og brjósti barnsins, segir hann: „Heyrum nú játndng trúar vorrar, sem barnið á að skírast til.“ Síðan flytur hann postullegu trúarjátninguna, s'pyr síðan, hvað barnið eigi að heita, eys það vatni og skírir það til nafns föðurins, sonarins og hins heilaga anda, en tríiarjátn- dngin er ekki framar nefnd á nafn frekar en ef hún kæmi ekk- ert málinu við. Ég er sjálfsagt ekki einn presta urn það, að hafa kunnað þvi illa, að verið er að flækja trúarjátn- ingunni inn í jafnhelga athöfn og skírnina. Það virðist f©ra lítið sftmrœmi í því að láta p*>stinn skíra barn til þeirrar játningar, sem ekki þykir hæfilegt áð binda hann við og eins vel gert ráð fyrir að hann aðhyllist ekki sjálfur í öllum greinum. Og ég skyrði þetta ósamræmi með því, að verið væri af vorkunnsemi að lofa hinurn gamla, deyjandi tíma að hafa eitthvað til að una sér við síðustu lífsstundirnar. Og þeg- ar ég heyrði, að verið' væri að) efna til nýrrar handbókar, þá taldi ég sjálfsagt, að í þeirri helgi- siðabók myndi trúarjátningu hvergi að finna. Árið 1925 kaus prestastefna í Reykjavík nefnd manna til að vinna að því að semja nýja helgi- siðabók, óg lagði sú nefnd fram bráðabirgðatillögur á prestastefínu, er háð var í Reykjavík síðast liðib sumar. Þær tillögur eru jþirtar í Prestafélagsritinu, og má þar sjá, að nefnd sú leggur til, að trúarjátningin verði meiri liður í skírnarathöfninni en verið hefir og enn ríkari áherzla lögb á það, að tii þessarar játningar eigi barnið að skírast. Nefndin leggur til, að breytt verði á þann hátt, að presturinn spyr, þegar hann hefir haft trúarjátniniguna yfir: „Á að skíra barnið til þessarar trú- ar?“ Því er svarað: „Já,“ og virð- ist svo eiga að skilja, að skírnax- athöfnin verði ekki framkvæind, ef svarað er á annan veg. Ég minnist ekki að haía j ahn- að stnn fylst meiri undrun, en þegar ég sá þessa tillögu, því að mér hafði ekki annað í hug kom- ið en að nefndarmönnum — ein- hverjum að minsta kosti heíði verið það ljóst eins og mér, að í ýmsum atriðum stríðir postul- lega trúarjátningin á móti trúar- hugmyndum ails þorra manna hér á landi, en i hana vantar það, sem flestir myndu fyrst og fremst vilja taka fram, ef þeir væru að vitna um trú sína á Jesú Krist. Hvað er trúarjátning? Trúarjátning er vitnisburður manmsins um. þáð dýrmætasta, sem hann á í trú sinni og skoö- unum, og þegar talað er um, að barn sé skírt til ákveðinnar trú- arjátningar, þá er með því sagt, að fyrst og fremst eigi að leggja kapi> á það að innræta barniinu þær skoðanir, sem sú trúarjátn- ing felur í sér. Athugum postullegu trúarjátn- inguna í því ljósd. Fyrsta grein bennar er í sannleika fyrsta játn- ing hvers einasta manns, er trúir á persónulegan guð, hvar í heimi sem er og tíl- hvaða trúarbragöa- flokks sem hann teldi sig, og það er sú trú, sem öllum mun ljúft að votta að þeir vilji innræta bami sínu. Alt öðru tnáli ex að gegna um aðra greinina, Setjum svo, að við biðjum einhvern aó skýra fyrir okkur trú sína á Jesú Krist og á hvern hátt hann vilji innræta hana barni sínu. Það eru hugsanleg margs konar svör, því að hug- myndir ntanna um Jesú eru ým- is konar, og ýmislegt skilur nteð þá trúarlegu reynslu, er ntenn þiga í sambandi við hann. En víst er unt það, að í postullegu trú- arjátningunni er fátt eða ekkert að finna af því, sem kristnum * manni lægi fyrst og fremst á hjarta að vitna unt, hvaða stefnu sem hann tilheyrði. Þar er þess ekkert getið, að Jesús hafi lifað og dáið fyrir’inennina, — að hann hafi kent okkur að þekkja föð- urinn á hæðum og æðstu skyldur lífs okkar. Þar er fórnardauða ekki getið með einu orði og eikki heldur, að Jesús lifi og starfi nteð kristni sinni alla daga alt til eiida veratdar. Með öðrum orðum: Þar er ekki getið þess dýrsta og helgasta, sem kristinn maður á í trú sinni og skoðunum í sanú bandi við Jesú Krist. En hins veg- ar er þar þulið ýmislegt smá- vægilegt, sem engum myndi koma i hug að fara að minnast á í Sám,- bandi við það helgastá í trú sinni og skoðunum, og annað er þar, sem beinlínis er fjarstæða fyrir öllurn Jiorra fslendinga nú á tím- um. Hverjum myndi vera það rík- ast í huga, að móðir Jesú hét María, eða að sá hafi heitið Píla- tus, er landstjóri var á Gyðinga- landi,’ þegar Jesús vár krossfest- ur. Það er vitanlegt, að hér á landi er fjöldi sannkristinna manna, sem láta sér þá skobun mjög í léttu rúmi liggja, að Mar- ía hafi verið meyja, er hún ól ,Jesú, eða hreint og beint afneita hfenni i hjarta sínu. Ekki virðist það heldur neitt í frásögur fær- andi, að Jesús dó og var grafinn. Sú skoðuin, er liggur á bak við ummælin, að Jesús sitji til hægri handar guði föður og muni koma þaðan til að dæma lifendur og dauða, er mjög fjarlæg trúarhug- myndura okkar þjóðar nú á tím- um. Á bak við þau orð er sú hugmynd, að guð sé fjarlægur okkur mönnunum og Jesús sömu- leiðis, meðan hann situr honum til hægri handar, því að paðan kemuT hann til að dæma okkur. Áreiðaniegt er líka, að ekki er Jesús okkur efstur í huga sem dómari. Auk þess tölum við ekki um dóm yfir daubum og lifandi. Til grundvallar fyrir þeim orðum liggur sú hugmynd Páls postuli, að einn góðan veðurdag forgangi himinn og jörð, og að því loknu; fer dómurinn fram. Þá er gerður munur á þeim, sem látnir voru fyrir þann tíma, og eru þeir nefndir dauðir, af því að undan farið hafa þeir hvílt dauðir í gröfum sínum, én á degi dómsins upp rís hold þeirra. Hinir, sem þá lifa hér á jörðunni, eru nefnd- ir lifandi. Og ef maður vildi játa trú sína á heilagan anda og þær náðar- gjafir, er fyrir hann veitast, þá myndi nútíðarmaður ekki sízt minnast á bœnina, en hins vegar er hæpið, að sá, er eitthvað þekk- ir sögu kirkjunnar á undan förn- um öldum, haldi því fram, að hann trúi á hcina. Hann getur elsk- að hana og verið henni þakklátur fyrir mikið og margt, sem hann telur hana hafa veitt sér og hann getur átt brennandi óskir um vel- ferð hennar. En það nær varla nokkurri átt, að hægt sé að trúa á hana, sem eitthvað, er ekki geti skeikað. Það geta katólskir einlr gert í þekkingarskorti sínum og óheilindum við heilbrigða skyn- semi. Og þó keyrir fyrst ger- samlega um þverbak, ef gera á ráð fyrir, að fslendingar á 20. öldinni játi trú sína á upprisu holdsins. Það endemishneyksli hefir að vísu verið látið viðgang- ast til þessa, að prestar eru látn- ir segja það síðast orða yfir lík- ömum framliðinna, að þeir muni af jörðu aftia' upprísa. En bráðú- birgðartillögur handbókarnefndar- innar bera það þó meÖ Sér, að innan hennar hefir komið fram rödd um, að þar sé þörf breyí- ingar. Og enn fremur kemur þaö í ljós, að nefndin hefir talið hæp- ið að krefjast þess, að játuð sé trú á upprisu holdsins, því aö tillögur koma um það, að f stað þeirra orða komi „upprisa lík- ama“ eða „upprisa dauðra'", og er ætlast til, að með þeimt orð- um sé játuð trú á framhaldslíf eftir líkamsdauða. Er sú breyt- ing að vísu til nokkurra bóta, en hins vegar er það athugavert að vera að gera smábreýtingar á trúarjátningunni og láta þó svo heita, að trúarjátningin só sú sama og hún áöur var, því að við það inissir trúarjátnjngin gildi sitt sem vitnisburður um trú og skoðanir eldri kynslóða. Það er skylda okkar við minningu liðna timans að geyma með sem elztum ummerkjum og kostur er á jafn-fornhelgan grip og trúarjátningin er, en vera ekki að rangfæra skoðánir lið- inna kynslóða til þess eins að draga sjálf okkur á tálar og reyna að telja okkur trú um, að við getum tekið okltur trúarjátn- ingu þeirrá i munn. Virðist hitt miklu hreinlegra, ef litið er &vo á, að trúarjátningunni megi breyta, að þeir menn, er álita, að kirkjan megi ekki án trúar- játninga vera, vinni hreint og beint að því, að ný trúarjátning verði samin. B}nn fremur er það við þessa tillögu handbökaxnefnd- arinnar að athuga, að í daglegu tali nefnum við framhaldslíf sál arinnar ekki upprisu dauðra. Upp runalega er það orð þannig til orðið, að þegar framliðánn birt- ist, þá var það talið vist, að hinn jarðneski líkami hefði rtsíb upp af gröf sinni. Að þvf leyHi minnir það orðalag á skoðunina rnn upprisu holdsins, sem nú er

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.