Alþýðublaðið - 24.12.1927, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 24.12.1927, Blaðsíða 14
14 ALEÝÐUBLAÐIÐ : i ■: ;■ !. ® hyljanna og sméóks't þannig upp eftir brekkunni. Harin vi'ssi vel, að hann yrði að sæta lagi, et hann ætti að komast ömeiddur yfir sjálft skarðið. Hann fann ósköp vel van- inótt sinn, samanborið við hin sterku öfl néttúrunnar, pó að kjarkurinn væri óbilandi, er í hættuna var kotriið, Ásbjörn var koininn að stórum steini, er stóð rétt fyrir neðan sjálfa brúnina. Lagðist hann þar niður og beið færis til að skjótast yfir sjélft varpið, Alt í einu sló ógur- legum byl niður í skarðinu. Stór- ar hjarnflyksur peyttust í allar átt- ir, ráku sig á klettana . og féllu loks til jarðar í óteljandi smákorn- um. Ásbjörn huldi andlitið til þess að forðast skaradrífuna, þótt hann væri að mestu leyti í skjóli fyrir mestu hviðunni. Hann leit upp, er dró úr mesta bylnum og sá klett- ana í kring rísa aftur úr kófinu. Hann vissi það af reynslunni, að á eftir svona hviðu dúraði svolítið oftast nær. Reis hann því upp i skyndi og flýtti sér vfir varpið. Ciekk honum það allvel, þótt hann þyrfti að skríða. Ofviðrið hinum megin var heldur minna, og átti hann nú undan að sækja, þar sem leið hans lá út og niður eftir brekk- unuin. Hann þurfti því meiri var- úðar að gæta en áð^r, svo að ve'ðr- ið fleygði honum ekki flötum hvað eftir annað. Samt skilaði honum Vel áfram á milli hviðanna, sem hann varð að iiggja af sér að mestu. Hann var nú kominn yf- ir versta og. hættumesta kaflann á leiðinni. Var hann því vongóður tun sigur f þessari hörðu baráttu. — Norðanbylurinn knúði af alefii ó baðstöfuna á ökrum. Það var serp honum gremdist, að þessi lítla, snævi þakta hrúga skyldi dirfast að veita honum viðnám. Hann leit- aði fyrir - sér, hvort hvergi væri smugu að finna, er hann gæti brot- ist inn um og sýnt íbúunum hið volduga vetrarriki sitt. Inni i baðstofunni ú Ökrum sótu þrjú börn. Þau voru mjög alvarleg og hlustuðu á veðurhvininn með angist. Við og við litu þau felmts- full út að þehn glugganum, sem ekki var alveg fentur í knf. „Getur ekki Ásbjörn bróður fent í kaf eins og baðstofugluggann?" spurði yngsta barnið, er var dreng- ur, þriggja ára gamall. Beindi hann -spurningunni til Önnu systur sinn- ar, er var elzt þeirra. þriggja. „Jú, ef hann stanzar lengi í sama st:að,“ svaraði systir hans, og skýrlegu augun hennar fyltust, tár- um. Samtai barnanna hljóðnaði við það, að roskin kona kom upp á baðstofugólfið með diska í fanginu, Það var móðir þeirra. Fátt var það nú, er benti á forna fegurð. Frostrákir liðins tíma höfðu afmáð helztu fegurðarmerkin. Langvarandi skortur og erfiði höfðu lamað sól- arkraftana og gert hana lotlega fyrr en annars hefði orðið. Þó sögðu ýmsir kunnugir, að hún héldi sér furðanlega þrátt fyrir erfið lífs- kjör. Þórunn húsfreyja lagði diskana á borðið, andvarpaðt þungt og leit raunamæddum augum út að þeim glugganum, sem ekki var orðinn fentur. Hún sá þykkar hríðargus- urnar þeytast fyrir gluggann og heyrði veðrið knýja á þekjunni. I huga hennar skaut fram mynd af at- burði, sem gerst hafði fyrir tæpum þremur árum. t slíku veðri og því, sem nú geisaði, hafði maðurinn orð- ið úti á gamlársdagskvöld. Ein- manalegri stund en þó hafði hún aldrei lifað, er hún beið hans alla nýjórsnóttina og barðist við óttann í vonlausri örvæntingu. Nú virtust álíka thnamót vera að gerast i hennar viðburðaríku æfisögu. Tárin hnigu niður kinnar Þórunnar, er hún hugsaði um þann mikla missi, sem nú virtist ætla að endurtakast á ný. t bréfinu stóð, að hann kámii heim ó aðfangadag jóla. Var því mjög líklegt, að hann hefði lagt af stað um morguninn og væri nú að berjast við dauðann einhvers staðar úti í helkaldri hríðinni. I þeim svifum bættist fimta per- sónan við fámenna hópinn i bað- stofunni. Það' var Maria, eldri dótt- ir Þórunnar, sem nú var orðin full- vaxta mær og annaðist að mestu leyti hússtjómina fyrir móður sína, Hún hafðí snemma lært að virða ástríki móður sinnar, og frá þvi, er hún komst til vits og ára, hafði hún tekið þátt í kjörum hennar með dæmafárri þrautseigju og fórnfýsi. Einnig hafði hún eins og ósjálfrátt leitt yngri systkini sín í því efni, og var því samlíf fjölskyldunnar á Ökium eitthvert hið ákjósanlegasta, sem orðið getur. María gekk til móður sinnar og inælti unv leið og hún iagði handleggina blíðlega um háls henni; „Elsku mamma! Mér fínst ég vera svo vongóð um, að Ásbjörn bróðir sé einmitt ó næstu grösum. Ég tel víst, að hann hafi lagt af stað snemma í morgun og hafi verið komjnn yfir heiðina fyrir versta veðrið. Hafi svo verið, hlýtur iiann að rata hérna út með fjallinu, þar sem hann er fæddur og upp alinn.“ ,Jó„ góða mín! Vonin er dýrinæt. En saint hefir hún brugðist, og von- brigðin eru sárust.“ Seinustu orð nnsireyju köínuðu í niðurbældum ekka. Maria vdssí vel, hvað móðir henn- ar fór. En áður en hún gat svarað var bærinn snögglega opnaður. Mæðgurnar fóru fram og börnin á eftir. Bylurinn þyvlaðist lengst#inu i göng, unz bærinn lokaðist, Sáu þær þegar, að það var ekki Ás- björn, sem var að bisa við hurð- ina, heldur Páil, eidri bróðirinn, sem var að koma inn frá útiverkunum. „Er veðrið alt af að versna?“ spurði móðirin, og röddin titraði lít- ið eitt, „Heldur er hann dimmari en þeg- ar hann brast á og einnig meiri frostharkan. En að öðru leyti er veðrið Iíkt,“ svaraði Páll, og var auðheyrt, að hann vildi gera seni minst úr ofveðrinu. „Þú góir að þér, góði minn, þegar þú ferð út aftur," sagði móðir hans og strauk magurri hendinni um klökugan vanga hans. „Vcrtu alveg óhrædd, mainma!" anzaði Páll. „Ég verð kominn inn fyrir inesta myrkrið, Er ekki mat- urinn til? Ég þarf að flýta mér.“ „Jú; hanri skal vCrða til á stund- inni," svaraði María og hljóp inn í búr. Það var þögult við matarborðið. Enginn virtist muna eftir hátíðinni, sem í hönd fór. Alvörublandin eftir- vænting hvíldi yfir svip fuilorðna fólksins, og börnin sátu einnig þög- ul og virtu fyrir sér svipbrigðin á andlitum þess. Áður en nokkurn varði, hljóp Sámur upp með gelti, og fólkið heyrði, að hann klóraði með ákafa í bæjardyrahurðina. „Sámur vill komast út. Það er bezt að lofa honum það,“ mælti Páll, er hann stóð ó fætur og gekk fram. Um ieið og bærinn var opnaður, stökk Sámur út og hvarf í bylinn. Páll fór aftur í ytri treyjuna og setti upp veðrahúfuna sína. Að þvi búnu hljóp hann inn að baðstofu- stiganum og sagði: „Ég fer út i hriðina á eftir Sámi. Þið verðið ekki órólegar um mig, en hafið til heita mjólk, þegar ég kem aftur,“ Að svo mæltu skundaði Páll út. Hann tók með sér skíða- grind, er var í bæjardyrunum, og hélt svo í þá átt, sem Sámur livarf í, Þurfti hann að sækja skáhalt á inóti veðrinu, sem hanu fann að fór alt áf vérsnandi. Harin hafði eigi nema stutta stund gengið, er hann heyrði spangól í hundi, og þóttist vita, að það myndi Sámur vera. Páll herti gönguna. Von hans um, að nú hefði Sómur enn þá einu sinni fúndið mann, sem þyrfti hjálpar við, rak hann ófram. Þetta var ekki í fyrsta skiftið, að hann hafði fyrir tilstilli Sáms bjargað mönnum, sem orðnir voru uppgefn- ir eða viltir, og komið þeim til bæjar. Samt mintist hann ekki að hafa verið úti í öðru eins veðri og þessu, síðan þeir bræður leituðu að föður sínum nóttina, sem hann varð úti, en þá var Sámur ekki með í förinni. Þetta flaug í gegn um huga Páls, er hann þreytti gönguna móti hríðinni. Annað slagið hrakti hann lítið eitt afvegá, en alt af smáskýrðist gólið i Sámi, unz Páll komst alveg til hans. Var hann þá staddur undir háu melbarði, og þar stóð Sámur yfir manni, sem hálf- fent var yfir. Páll sópaði snjóinn of- an af manninum, sem þegar gaf sig til kynna, og þekti hann þar bróð- ur sinn. „Ertu meiddur?" spurði Páll, er þeir höfðu heiísast. „Ekki get ég nú eiginlega sagt það,“ mælti Ásbjörn, „en ég býst viö, að hægri fóturinn hafi tognað um öklaliðinn. Þegar ég fór niður Brötiubrekku, þá fór ég ekki nógu gætilega, svo að ég tókst á loft í byl, sem sló niður ofan úr giljunum. Þegar óg ætlaði að standa upp aftur, var hægri fóturinn því sem næst orðinn máttvana, og síðan hefi ég skriðið, þar til Sámur mætti mér hérna.“ „Ég þóttist vita, að Sámur yrði sannspár, svo að ég tók með mér skíðagrindína," anzaði Páil, „og sé ég nú, að hún kemur i góðar þarf- ir.“ Að svo rnæltu reisti hann bróð- ur slnn á fætur og hjálpaði hon- um ó skíðagrindina. Að því búnu lagði Páll af stað á eftir Sámi, er labbaðí á undan og vísaði leiðina. . Klukkustimd var liðin frá því, að Páll fór, og enn þá sat Þórunn hús- freýja ó sama stað við borðið og hlustaði. María stóð við iitla hitun- arvél og hafði gát ó, að mjólkin syði ekki út úr pottinuin, en börn- In höfðu fært sig frá borðinu og stóðu hjá systur sinni og horfðu á ljósin, scm teygðu sig löngum tot- um upp undir pottsbotninn. „Ég fer að verða hrædd urn, aö Páll hafi ekki fundið Sám, því að hann fór út dólítið á eftir honum, og sé svo, er hann ískyggilega lengi.“ „Ég álít þvert. á móti, mamrna! að Póll hafi fundið Sám, og þess vegna sé hann svona lengi,“ svar- aði María. „Það er ekki auðsótt á móti þessu veðri, en ég heyrði, að Sámur fór þá leið. Einnig mun hon- um sækjast seint heimleiðis með æki i eftirdragi. Ég tók eftir því, er ég gekk fram áðan, að skíðagrindin var horfin úr bæjardyrunum." „Ég skal reyna að vera hughraust líka, góða mín!“ sagði móðir henn- ar. „Ég jóta, að likurnar eru mikl- ar til, að Póll hafi sig heim aftur, en við vitum, að hann lætur eitt yfir sig ganga og þann, sem hann er að sækja, og þrek hans er eklti ósigrandi.“ Þær hættu samtalinu um stund, og Maria tók pottinn af vélinni og dró niður í henni. Rétt í því var bærinn opnaður, og komið var inn í bæjardyrnar. Mæðgurnar gengu fram í skyndi og börnin á eftir. Bylurinn þeyttist inn göngin og andaði kalt ó móti þeim, er fram komu. Sá fyrsti, sem mætti þeim í göngunum, var Sámur. Hann lét gleði sína í ljós með ýmsum vinaiáluin. Húsfreyja klappaði vin- gjainlega á fannbarinn hausinn ú honuin, og flýtti sér svo fram í bæjardyrnar til mannsins-, er haitr- aði á móti henni. Þrátt fyrir klaka- hjúpinn, sem huldi hann allan, þekti hún þar þegar Ásbjörn son sinn, sem hún þóttist sannarlega hafa heimt úr helju. „Guð veri lofaður!" hrópaði ekkj- an, gagntekin af fögnuði, og faðm- aði son sinn að sér. „Ertu mikið meiddur?" spurði hún óttaslegin. „Vertu alveg óhriedd, mammn! Það er ekkert aivarlegt," svaraði Ásbjörn innilega og vék sér að systkinum sínum, sem biðu óþreyju- full eftir því að heilsa honum. „Ösköp er þér kalt!“ sagði Mar- ía. „Blessaður! Komdu inn í hiýj- una og klæddu þig úr þar,“ sagði hún enn fremur og studdi bróður sinn inn göngin. „Þú kemur líka og færð þér hressingu, elsku drengurinn minn! áður en þú ferð út aftur," sagði Þórunn við Pól son sinn. „Ertu ekki orðínn aðfram kominn af þreytu?" „Ekki finn ég neitt til þess,“ svaraði Póll. „Þreytan hverfur af ánægjunni yfir því að hafa bjarg- að bróður mínum, þó að Sámur sé í raun réttri lífgjafi hans.“ „Við skulum heldur ætla, að guð hafi gefið okkur þessa dýrmætu jólagjöf, og að Sámur hafi verið verkfæri hans til þeirra hluta,“ mælti móðir hans alvarlega. —- Hátíðin var komin, og allir höfðu klæðst hátíðabúningi. Bærinn var allur uppljómaður. Seinna um kvöldið, er staðið var upp frá borð- um, var tekið fram jólatré, sem Páll hafði smíðað, en María skrejtit. Var svo kveikt á öllum kertum þess, Systkinin leiddust í kring um það ásamt móður sinni og sungu jólasálma, en Ásbjörn varð að láta sér nægja að taka undir sönginn sitjandi á rúmi sínu. „Hvernig líður þér nú, elskan mín?“ spurði húsfreyja Ásbjörn sori sinn, er þau voru öll sezt að borð- iriu. „Ekki nema vel,“ svaraði Ásbjörn. Það eina, sern dregur úr fullkom- inni ánægju minni á þessu kvöldi er það, að ég veit, að fólkið á Hamri mun hrætt urii mig, sem vonlegt er. En við þ.í er ekki hægt að gera í svipinn, og ég veit, að það gleymir þeirri hrygð, er það sér mig aftur heilan á húfi." „Og svo eru það jólagjafirnar, mamma!" bætti hann við. „Þær liggja frammi undir Bröttubrekku ásamt. skíðunum mínum, og verða þess vegna ekki afhentar á þessu kvöldi.“ „Það gerir niinst til, góði minn,,‘ svaraði móðir hans. „Þó ég sé mjög þakklát. þeirn, sem sendi þær jóla- gjafir, er ég þó enn þakklótari þeim, sem gaf 'mér þig j kvöld í jólagjöf." - í hlýju og rúmgóðu skoti undir pallinum lá Sómuy og svaf rótt. Hann virtist fyllilega ánægöur með unnið dagsverk. Þórarinn Jónsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.