Alþýðublaðið - 24.12.1927, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.12.1927, Blaðsíða 1
AlpÝðubl 6eflð út af AlÞýðnflokknmii Sýnir. Sjá jólanna hátíð með jöfnuð og frið, pá jörðin er eining! Hue stórt er pað suið með hugsanir helgar og góðar. Að lifa sem barnið, er lítur á starf með litum, er gefa puí fögnuð í arf, er heill huerrar hugsandi pjóðar. Ef kallar i. húminu kœrleikans raust og knýr okkar hjörtu suo uiðstöðulaust með kœrleikans eilífa eldi, er sigurinn nœrri og sœkir oss heim með sakleysi og fegurð á tímunum peim, er helgast puí hátíðakueldi, Er minningar stiga yfir mœðu og sorg og mannkynið práir að reisa pá borg, huar kœrleikur uaki á uerði, er standi um eilífð uið stjarnanna skin og stœrri og fegurri uerði en hin, er jafnaði sakir með suerði. G. P. k iiiji Að sólhvörfum, i. Það -mætti ætla, a'ð jólin væru að uppruna kristin hátið. Svo er [)ó ekki. Þau eru eldri niiklu en kristnin. Og nafnið mun vera lorn-norrænt. í Helga kviðú Hjör- varðssonar ex sagt frá því, áð „Héðinn (bróðir Helga) fór einn saman heim ór skógi jólaaptan ok fann tröllkonu. Sú reið vargi ok hafði orma at taumum ok bauð fylgcl sína Héðni.“ Uppruni jólahátíðarinnar verður þannig rakinn langt aftur í h|eiðini. Voru jólin pá sólhátíð. Með Róm- vierjum var það síður á lýðveld- istimunum og síðar að halcla sól- hátíð urn það leyti árs, er styztur var dagur. Svo er sagt, að þeir hafi tekið þann sið eftir Per^iim, er voru elds- og sól-dýrkendur. Jafnvel til Forn-Indverja verður siður þessi ratónn. Á Norðurlönduan voru að fornu haldin þrjú stórblót á ári: vor- blótiö um sumarnætur, haustblót- ið að veturnóttuni og miðsvetrar- blót eða jól í skammdeginu. í raun réttri voru öll [>essi blót söihátíðir. En þó einkum jólin. f skammdeginu skildu menn bezt," hvað þeir áttu söiinni, upp að inna. Þá kom þeim og til hug- ar, að svo gæti farið, að þess- um ljós- og iif-gjafa yrði týnt af myrknavöldunum. Undir árskvöld hafði Baldur, sólguðinn, farið til Heljar. Þar var hann í haldi, og nú syrti að nóttu í goðheimi og mannheimi. Myrkrið og kuldinn sátu að völd- um. Og enginn vissi sig óhuit- an fyrir hrímþursum og bergtröll- um, árurn og illum vættum. Oft hefir mönnum fundist ó- trygt í skammdteginu. Væri veðr- átta ill og loftið dirnt og svo ó- höpp báru að höndum: farsóttir gengju yfir lönd, öfriður geisaði eða aðrar meinvættir voru iaus- ar,þá gátu iliar grunsemdir Vaknað í hugum manna um 'það, hvern enda þetta myndi taka. Ef til viidi var fimbulveturinn að ganga í garð; ef til vildi brutiisf hrímþursarnir til valda." Skyldi Baldur sitja bundinn hjá Helju um aldur og æfi og mannhehnur verða að jötunheimi. Stórbiót varð að halda til þess að reyna að afstýra þeim vandræðum. Miklar fórnir varð að færa goð- unum, ef duga skyldi. Auk þess urðu menn að leita aðstoðar gegn ásóknum forynja og haugbúa og annars illþýðis, sem ávalt var á kreiki í skamm- deginu og þá mest, er það var svartast. Frá fornsögum vorum og þjóðsögnum vitum vér, að sauðamönnum hætti til að hverfa á jólunum. Annars staðar á Norð- urlöndum óttuðust menn ösku- reiðina eða Asgarðsreiðina, sem einkúm var á ferli um jóla- léytið (sbr. t. d. kvæði norska skáldsins Velhavens: „Asgaards- relen“). Gegn ölium þessum tröll- skap og memvættum urðu menn- irnir að freista varnarráða. Var jólablótið eitt hið helzta þeirra. Þegar svo sýnt var, að sóiín aftur tók að hækka göngu sína og skammdegismyrkrið a,ð hörfa, var gleðin mikil. Því meiri, sem útlitið hafði verið skuggalegra. Af mikilii gleði leiddi mikla blót- veizlu, og mikið blót ól vonina um gott ár. Hugdjörf stág bænin upp til guðanna um góðæri og frið, Og þessi hátíð, sem til var stofnað vegna ótta og. vananáttar- tilfinningar mannanna, — hún snérist nú upp í gleðigildi, sigur- hátíð. Að fornu stóð blótveizlan sums staðar frá 24. dezember til 14. janúar að þvi, er fróðir menn segja. Var þá etið og drukkið af kappi — hrossakjöt og sterkt öl — og sendst á kviðlingum og hnífilyrðum og stundum gripið til vopna áður lauk. Því léieg þótti sú veizla, þar sem ekki rann blóð. Jólin voxu sólhátíðin íramar öll- um öðrum. Tímar liðu. Menn tóku að skilja það betur og betur, að ársnóttin (skammdegið) ekld var öllu ó- tryggari? en dægurnóttin, — ‘ að sól hækkaði á lofti með hverju vori eins víst og að hún kom upp á hverjum morgni. En jólablótið lagðist ekki niður. Þ'óð var eitir : em áður mesta hátið ársins. Og það var nýjárshát'ð jafn.raml. M'ern blóluðu' fyrir góðu dg far- sælu ári. Uþphaflega var blótið ænniiega ‘he’gað sójguðlnúm Ealdri. Er fram liðu stundir, varð Baldur þó frekar Ijósguð í and- legmn skilningi, heldur en eigin- legur sólguð. í stað hans kom þá Freyr, veðurguðinn, sem réð fyr- ir sólskini og regni og góðu ár- ferði. Þá var hann blótaður. Um leið mintust menn svo Þórs, — þess guðsins, er verndaði búánd- ann og barði á tröllum. II. Tímar liðu. Með víkingaöldinni tóku Norðurlandabúar að kynn- asr öðrum löndum og þjöðum. Heimurinn varð víðari. Margt bar fyrir augu og eyru. Menn kyntust nýjum siðum, , og fréttir bárust um nýjan átrúnað. Nýjum guði skaut fram á sjónarsvið sögunn- ar. Hann var nefndur Hvíti-Krist- ur og sagður máttugri en öll gömlu goðin. Það kom los á trúarlífið. Fólk- ið var að vaxa uþp úr gömlu trúarbrögðunum. Menn tóku að hugsa sjálfir. Frjálsar skoðanir i trúarefnum ruddu sér til rúms.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.