Alþýðublaðið - 24.12.1927, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 24.12.1927, Blaðsíða 8
orðin hreinasta fjarstæÖa í huga alls þorra manna, ef ekki hvers einasta manns á landi hér. Kristinni kirkju hefir ósjaldan verið brugðið um óheilindl-í f)jón- ustu smni viö sannleikann, og getur fátt átakanlegra en þegar frær ásakanir reynast á r&ktmi byggðar. En nú var skoðun bjart- sýnna manna, að upp væri að ; renna nýr tími, sem vildi berj- ast undir merkjum sannfeikans og ! reka í burt óheilindi í kristin- dómsboðun kirkjunnar. Þab voru vorómar nýja timans, sem kváðu við í erinduni þeirra prestaskóla- kennaranna Jóns Helgasonar og Haralds Nielssonar, þegar f>eir neituðu því, að ttúarjátningarn- ar ættu nokkurn rétt yfir sain- vizkum og sannfæringu þeirra, sem. starfi í þjónustu kristinrtar kirkju. Og það var vorgróðnr hins nýja tíma, sem birtist í því, þegar hætt var að binda prest- inn á vígsludegi við bókstaf á- kveðjnna játtiinga. En er sá vor- gróður nú að falla á háifnuðu þroskaskeiði ? /Etlar prestastétt landsins að gera sig seka í þeirri óhæfu að mótmæla með öðru munnvikimi því, serii hún hefir boöað með hinu? Getur prestum og leikmönnum dnlist það, að það er herfilegt ósamræmi í því að ætia presti að skira barn til játn- ingar, sem ekki þykir viðeigandi að krefjast að hann undirgangist ðjálfur? Getnr f>eim dulist, hví- lík ósvinna það er að taka Lof- orð af móður um, að barn eigi að skírast til skoðana, seni móðirin aðhyllist alls ekki sjálf og dett- ur ekki í hug að halda að barni sínu? Getur þeim dulist, hvjlík ógn þaö er að iáta hrein og bein ósannindi vaða uppi í heigiat- höfnuni kirkjunnar? Pað ætti eng- uöi að geta duiist, að móðurinni er það heilög stund, þegar hún kemur með barnið sitt til að færa það Jesú í hinni heilögu skírn, og þar er ekki staður fyrir nein öheilindi. Það á ekki við að þvinga hana til að fara með ó- sannindi fyrir hönd barnsins, vit- iiindi eða óafvitandi, eða varna henni þeirrar athafnar að öðrum kosti. Væntanlega heyra svo margir til sín kaílað af konungi sannleikans, að komiö verði í veg fyrir það, að hin helga skírnar- athöfn verði saurguð með fölsk- um vitnisburði um það, sem mað- urinn á helgast í trú sinni og skoðunum. Saurbæ í Jlyjafirði, 19. nóv. 1927. Gwmar Beaediktsson. ALfeÝÐUBLAÐIÖ kirkjuna. Jólasaga eftir V. S. V. Bærinn var að skrýðast hátíða- skrúða. Húsaþökin voru ofð'n drifhvít, og göturnar voru eins og á þær hefði verið breiddu.r hvítur og tárhreinn dúkur. Ungmeyjarnar þutu eftir göt- unum meb pinkla og stranga í handarkrikunum, brosandi og glaðlegar. Augu þeirra Ijómuðu af áhuga iyrir einhverju óþektu. Þær skutust milli húsanna 03 hristu snoðkollana, fagra og skrýfða, framan í snjóað veðrið. Þær flýttu sér sem mest þær máttu, þvi að jólin voru að_5pna dyrnar og gægjast inn fyrir til þeirra. „Jólin." sögðu þær og hlógu. „Hátiðin, þegar allir eiga að vera glaðir." Þær vildu ekki yerða of seinar. Þær vildu ekki iáta standa á sér með að búa í haginn fyrir hlessuð jólin, og þær tritluðu á tánurn yfir snjóugar göturnar. Þær sáu og fundu, hvað göturnar voru drifhvitar, og litu því við og við aftur, því að þær viidu ekki láta sporin sin sjást í snjónum. Það mátti ekki óhreinka göturnar, því a'ð þær voru svo hreinar. Veturinn hafði verið harður í frekara lagi, og, eins og títt er um þennan tima árs, var atvinnu- leysið mjög tilfinnanlegt. Skip höfðu raunar komið við og viö, en það var margt um manninn og kom það því fjöldanum að litlu haldi. Verkamennimir stóðu í smáhóp- um eða röltu urn hafnarbakkann alla daga. Þeir ræddu um útlit- ið, atvinnuhorfur, slysfarir og stjófnmál, en ræður þeixra voru orð og orð á stangli, sundur slitn- ar hugsanir. Kuldinn var stund- um rnikill, svo að þeir börðu sér og ýttu húfunum niður fyrir eyr- un. Þeir litu öfundaraugum til þess, er gekk fram hjá í þykkum frakka og með loðhúfu á höfði. Þeir óskuðu þess oft að eiga eina slíka. Oftast var þó hugurinn heíma, þar sem heimilið var, bjargarlítið og stundum kait. Þeir leituðu því af áhuga eftir .vin.nu- snöpum. Þó ekki væri nema ör- fáar stundir, sem þeir fengju lutndartak ab gera, þá glöddust þeir mikið. Gleðin hreif þá ai- veg. Hún hreif þá svo, að þeir réttu úr sliguðum herðtinum og þeyttu gamanyrðum í féiaga sína. Það var eins og „ríki himnanna" opnaðist fyrir þeim. ÞaÖ Var eins og þústindir gleðistrauma hrifi þá á vængjum bjartsýnis og birtu. Þeir fundu, hvað það var lítið, er gat glatt, og leitin að þessu litia \rar uppistaðan í lífi þeirra. Þeir höfðu litlahugmynd um,hvað aðrir áttu bágt með að skilja þessa gleði, því að það eru svo örfáir úr öðrum stéttum, sem skilja, hvað það er, sem gerist, ef atvinnuleysingi fær alt í einu verk að vinna. Þa'ð vildi svo til, að kolaskip kom tveim dögum fyrir jól. Nokkrir verkamenn fengu vinnu við það, en ösin \-ar svo mikil kringum verkstjórann, [>egar hann var að ráða á skipið, að hann mtmdi varla eftir sliku. Þar gekk á hnippingum og olnfcogaskotum, hnjóðsyrðum og köllum. Þar var frjáls samkeppni í algleymi, mis- kunnarlaus og köld. Hvær um sig brauzt um og reyndi að komast í fremstu röð, sem næst verkstjór- anum. Augu verkamanna hvildu á honum, svo að mörgum hund- ruðum skifti. Það var eins og öll þessi augu vildu bora sig inn í hjarta hans. Sum þeirra voru flóttaleg og leitandi, dauðhrædd um, að þau yrðu eigi nógu sterk til að leiða athygli hans að sér. önnur voru miskunnarlaus og köid, eins og þeim stæði á sama um alt miili himins og jarðar, og þó einblíndu þau á verkstjórann; það var eins og eigendur þeirra væru negldir við jörðina. Sumir verkamennixnir sögðu ekki orð; aðrir heilsuðu verkstjóranum með auðmýkt; [>eix höfðu lært lífsregluna: Skriddu! Þá færðu að liía. — Þeír, sem urðti fyrir valinu, byrjuðu vinnuna. Hínir stóðu grafkyrrír; þeir vildu bíða; þeir vonuðu, að ef til vill yrði „bætt á". Þeir stóðu langt fram á dag, en vonin brást, það var ekki „bætt á“- Þá röltu þeir heim til sín, þreyttir, kaldir og úrillir, og undir slíkum kringumstæðum spurði konan aldrei um atvinn- una, því að hún sá neikvæði vinnugleðinnar í svip hans. Það var unnið sleituJaust í skip- inu. Eigendur farmsins vildu fyrir hvern mun iosa skipið úr höfn fyrir jól. Hafnargjaldið var hátt, og þeir vildu losna við að greiða |>að. Það vaf því unnið í skipimi í tvo sólarhringa, og verkamenn- irnir þræluðu miskunnarlaust. Þeir vissu, hvers yfirboðarar þeirra óskuðu, og keptust þvi eft- ir mætti. Svitinn rann niður eftir andlitum þeirra og skildi eftir rákir í andlitum, sem þakin voru koiasalla. Það voru fingraför þrældómsins, og þó voru þeir glaðlegir. Þeír vissu, að með [ressari hörðu virinu gátu þeir keypt handa börnum sínum gleði, jólagleði, í þetta skifti, en þeim þótti hart, hversu litla gleði þeir gátu keypt Tyrir svona mikla! vinnu. En þeir sættu sig við það, því að þeir vissu, að þetta var hlutskifti þeirra allra, og þeir voru vanir þessu frá barnæsku. Á aðfangadag var uppskipunin búin. Verkamennimir litu upp úr kolunum, réttu úr' bakinu og stundu. Þrælkunin hafði verið gif- urleg. Það brakaði í líkðmum þeirra, þegar þeir réttu úr þeim vegna hins sífelda bogurs. Þá kendi til í lófunum, og hendur þeirra voru settar djúpum sprung- ítm. t sprungurnar hafði kolasali- inn sezt, og sums staðar var hann litaður blóði. Þeir néru svitann af enninu með handarbakinu, reyndu að klóra kolasallann úr augna- krókunum, löguðu á sér húfuna og gengu heim á leið. Þeir sáu það fljótt, að jólin voru komin í sum húsin, og þeir hröðuðu göngunni. Alis staðar, þar sem þeir fóru, inátti rekja svarta slóð í drifhvítri mjöllinni, en þeir veittu því enga athygli; þeim stóð nákvæmlega á' sama um snjóinn. Við og við beygðu þeir sig niður og gripu snjó I lófa sér og þvoðu hendur símir meö honum. Svo struku þeir sér um andlitið á eftir. Fjórir verkamenn gengu eftir Lækjargötunni. Þrír þeirra voru „Pólverjar", en einn átti heirrta í skúrskrifli bak vjð kirkjuna. - Þar hokraði hann búi sínu með konu og fjórum börnum. Hann hét Þor- steinn, og félagar hans kölluðu hann stundum í gamni „Þorstein rolu". í raun og veru var hann engín rola. Hann var að eins mjög hæglátur, gerði engar kröf- ur, sætti sig við alt, svaraði aldr- ei fyrir sig, en brosti að eins góð- látlega, ef einhver kallaði hann rolu eða atyrti hann, og kom sér mjög vel viö alla verkstjór*.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.