Alþýðublaðið - 19.12.1948, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 19.12.1948, Qupperneq 9
ILaugardagur 18. des. 1948. ALÞfÐUBLAÐiÐ o Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal er með'al af- kastamesía rithöíunda vorra að fornu og nýju, og’ sennilega fjölhaefastur þeirra allra. Eigi mun auðfundinn maður, hvort heldur er leitað innan Iandsins eða utan, sem fengizt hefur við fleiri greinar hókmennta, vísinda og lista. Hann orkti kvæði allra tegunda: ættjarðarljóð, eggjanakvæði, . ádeilukvæði, ástaljóð, gamankvæði í ótal tiíbrigð- um, drykkjukvæði, ferðaljóð, heimspekileg- kvæði, náttúruiýsingar, erfiíjóð, grafskriftir og hvers kyns íækifæriskvæði, söguljóð, Ijóðabréf og rím- ur. — Hann samdi skáldsögur, smásögur, ferða- sögur, riddarasögur og leikrit. Iíennslubækur samdi harni um margvísleg efni, dýrafræði, steir.a og jarðfræði, landafræði og efnafræði. — Eftir hann liggja fjölmargar ritgerðir og blaðagreinar um flest niilíi himins og jarðar: bókmenntir, myndllst, leiklist, goðafræði og aðra fornfræði. menningarsögu, heimspeki, nátíúrufræði, stjórn- mál erlend og innlend, skólamál, Vesturheims- ferðir o. m. ^fl. Hann hefur ritað ævisögu sína, haldið dagbók og skjalfest minnisgreinar og „hug- dettur“ um alla skapaða hluti, samið fjölda skemmtilegra sendibréfa og tekið saman vísinda- lega orðabók yfir skáldamálið forna, Iykil að hinni frægu orðabók föður síns. Loks er að geta teikninga hans, skrautritana og málverka, en í |>ví öllu liggur geysimikil vinna. Höfuðverk hans á því sviði eru myndir af íslenzkum dýrum, einlc- um fuglum og sjávardýrum, mörg hundruð að tölu. Ráðgert er, að verk hans öll, sem prentuð eru, verði fjögur síór bindi. Fyrsta bindið, sem nú er komið, eru kvæðin, kvæðaþýðingar, Örvar-Odds drápa, Ragnarökkur og kvæðaskýringar. Bindið er 584 bls. þéttprentað í stóru þroti og kostar 60 krónur í kápu. Langskemmtiléga&ta stráka- hókin í mörg ár. Kostar 20 krónur. Helgafell 6erizt kaupendur að Alþýðublaði 00 og 4906

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.