Alþýðublaðið - 19.12.1950, Page 7

Alþýðublaðið - 19.12.1950, Page 7
Þriðjudagur 19. desember 1950 ALÞYÐUBLAÐIÐ 7 Bœkur og höfundar kil og góð sigli Guðmundur Gísíason Haga- lín: Við Maríumenn. ,,Sögur af okkur tólf félögum á Maríu O" af einu aðskota- dýri“. Bókaútgófa Páhna H Jónssonar. Prentverk Odds Björnssonar. Akuteyri 1950. ENGINN íslenzkur rithöf- undur lýsir siómennsku og sæ- förum af slíkri bekkingu or þvílíkum bró+ti Guðmund- ur Gíslason Hagalín, enda or honum það efni hugstætt or kært. Nú hefur hann sent frp sér sagnaflokkinn ,,Vi5 Maríu menn“, þar sem segir frr skútunni Maríu og áhöfn hen~' ar, ,,okkur t.ólf félögum og einu aðskotadýri“. Þetta er bók lík- leg til langlífis vinsælda og viðurkenningar. Margar sögurn ar eru í tölu hinna snjöilustu, sem Hagalín hefur r'nað, og bókin er svo skemmtileg, að lesturinn tekur hug manns fanginn. Allar sögurnar í bókinni fjalla um félagana á Maríu, og flestar þeirra gerast að mestu eða öllu leyti um borð í skút- unni. Tvær sögurnar hafa áð- ur birzt; önnur í „Blindskerj- um“, fyrsta smásagnasafni höf- undarins, hin í „Barningsmönn- um“, en Hagalín hefur skrifað þær báðar á ný og breytt þeim lítillega til að fella þær í ramma bókarinnar. Aðdáend- ur Hagalíns hafa kunnað vel að meta þessar sérlegu og skemmtilegu sögur, Á sjó og Grásleppumóðurina, eins og þær heita í fyrri útgáfunni. Þær þarfnast því engra meðmæla. En sannleikurinn er sá, að þrjár af nýju sögunum taka þeim báðum ærið fram að list- rænu gildi, og engin þeirra stendur þeim að baki. Beztu sögurnar í bókinni eru Vom- urinn kemur, Veganestið og Manndrápsveður. Þær eru all- ar snilldarlegar smásögur, en hin fyrst nefnda ber þó af, sér í lagi vegna áhrifamikilla blæ- brigða dulúðugs örlagavalds og aðvífandi náttúruhamfara, sem þar skiptast á. Sagan minnir helzt á þátt af Neshólabræðr- um, sem er meistaraverk Haga- líns og ein fegursta perlan í ís- lenzkri sagnagerð. Sérkenni Hagalíns eru enn sem fyrr náttúrulýsingarnar, sarntölin og skopið, og myndirn ar af sögumönnunum eru svo skýrar og sterkar, að áhöfnin á Maríu stendur lesandanum fyr- ir hugarsjónum að bókarlokum líkt og gamlir kunningjar, sem bann hefur haft af náin og góð kynni. Markús Sveinbjarnar- son, Fiski-Gvendur, Léttasótt- ar-Matthías og Egill heiðni eru bver öðrum betur , gerðir af hendi höfundarins, þótt geró- líkir séu. Vænst mun Hagalín þykja um Markús gamla, þenn- an lífsreynda og sérlega heim- speking, en ekki hefur honum lekar tekizt að lýsa Fiski- Gvendi og Léttasóttar-Mattb' asi, kostum þeirra og göiiurn, athöfnum og viðhorfum. Þess- ir karlar Hagalíns munu verða í tölu þess sögufólks íslenzkra bókmennta, er þjóðin kemur til með að muna eigi síður en marga þá, sem lifað hafa og starfað meðal hennar og þótt öðrum fremur einkennilegir og sérlundaðir. Og Hagalín hefur sjaldan látið sögugerðin betur. Hann stendur á tindi íslenzkrar Guðmundur Gíslason Hagalín. smásagnagerðar, hvort sem ó- vildarmönnum hans líkar bað betur eða verr. „Við Maríumenn“ ber gömlu vestfirzku sægörpunum fagurt vitni, og þó fer því fjarri, að höfundurinn reyni að mikla þá. Hann lýsir þeim svo sem þeir voru, mönnum ólíkum að skap gerð, dugnaði og skoðunum, fulltrúum íslenzks þjóðlífs eins og það var áður en vélaöldin kom til sögunnar. Líf þeirra var í senn barátta og ævintýri. En þeir litu hvorki á sig sem víkinga né söguhetjur, þótt þeir væru hvort tveggja í raun. En Hagalín lætur rás viðburð- anna sanna atgervi þeirra, og honum er mjög í mun að sýna fram á það, að skútulííið haíi reynzt honum og öðrum ung- um mönnum merkilegur skóli. Gildi bókarinnar er að veru- Iegu leýti fólgið í því, að hún er byggð á traustum grunni þroskandi lífsreynslu. Ungu rithöfundunum er sannarlega hollt að hyggja að þeirri stað- reynd og láta sér hana að kenn ingu verða. Þá fyrst er hægt að vænta þess, .að þeir geti lýst íslenzku þjóðlííi eins og það er í dag og látið skáldskap sinn ná eyrum þjóðarinnar. 3 ný clanslög. 3 ný danslög. Hæ og hó, sá má sigla (Let him go — let him Larry.) Hinn bráðsnjalli texti Núma vio lagið Lst him go — let him Larry, vekur kvöld eftir kvöld óskipta lirifningu á hmum vinsæ’u sýningum Biáu stjör::unnar. Verð kr. 5,00. Er júnísólin skín (Across the Alley from the Alamo.) Þetta vinsæla lag er nú komið út með s árkennilegum og fallegum texta eftir Jón Sigurðsson. Verð kr. 5,00. Stjarnan mín (Nature Boy.) Hið dásrmlega iag Eden Abez heíur verið metsölu lag í Bandaríkjúnum. undan- farin 2 ár, og platan, sem er sungin af King Cole með .aðsíoS hljómsyeitar, hefur verið seld í nær tveim milljónum eintaka. Verð kr. 5,00. Stjarnan mín verður lag ársins 1951. Þessi brjú lög verða leikin. allan daginn í elag og næstu claga í Hljóðíæraverzl- uninni Drangey, Laugavegi 58. Enn fást lög Stephans Foster; verð hvers heftis er að&ins kl. 12,59. Sendum gegn póstkröfu um land allt. DRANGEYJARÚTGÁFAN Laugaveyi 58. Símar 3311 og 3896 Bókaútgáfa Pálma II. Jóns- sonar hefur vandað ágætlega til útgáfunnar á þessari nýju bók Hagalíns og gert sitt til þess að gera hana eigulega ís- lenzkum lesendum. Höfund- urinn hefur tileinkað bókina félögum sínum frá sjómennsku árunum og goldið þeim þann- ig fagurlega þakkarskuld sína. Hagalín víkur að því oftar en einu sinni, að María hafi verið gott sjóskip, þó að Sunnlend- ingum þætti ekki mikið til henn ar koma við fyrstu sýn. Nú er hún horfin af malarkambinum á Fagureyri, þar sem höfund- urinn sá hana og Markús Svein- bjarnarson í síðasta sinn. En samt er María og verður í bók Hagalíns, og sigling hennar er mikil og góð. Helgi Sæmundssors. SKAMMDEGISGESTIR, eftir Magnús F. Jónsson. Bókaútgáfan Norðri 1950. Prentsmiðjan Edda h.f., Reykjgvík. MIKIÐ KEMUR ÚT um þessar mundir af alls konar minni ngabókum, sagnaþáttum og öðrufn alþýðlegum fróðleik. Er ekki annað að siá en þær bækur seljist yfirleitt vel og falli íslenzkum lesendum í geð. AIIoft heyrir maður að vísu raddir, sem tala um ofvöxt þann, sem hlaupinn sé í bessa grein ritmenrrsku, og fárast vf- ir því, hve mikið sé gefið út af gildisl:tlum fræðatíningi. Satt er það, að oft hefur sitthvað fá- nýtt flotið með í syrpum nf þessu tagi, en þó er mér nær að halda, að allur þorri ís- lenzkra þjóðfrr'ðarita og þjpð- lífslýsinga sé betri lestur og gildisme:'ri en hinn mikli sæg- ur ómerkilegra skáldrita. vum saminna, en þó einkum þýddra, sem verið hefur fyr-r- ferðarmesta kvísl bókaflóðsins á undanförnum árum. Því verður a. m. k. ekki mótmælt með rökum, að mörg þjóð- fræðarit'n hafa verið hvort- tveggja í senn, ágætur skemmtilestur og verðmætt framlag til íslenzkrar menn- ingarsögu á liðnum umbrota- og breytingatímum. Hafa glöggskyggnir og ritíærir al- þýðumenn lagt hvað drýgstan skerf af mörkum við skráningu slíkra fræða. Éinhverjir beztu sagnaþætt- ir, sem ég hef lesið nú um hvið, eru í bók Magnúsar F. Jóns- sonar frá Torfastöðum í Mið- fú'ði. Nefnir hann bók sína ,,Skammdegisgesti“. Jónas Jónsson frá Hriflu ritar for- mála að bókinni og greini:' þar nokkuð frá höfundi og æviferli haus. Magnús, sem er maður við aldur, hefur unnið hörðuni hendum alla ævi, verið sjó- raaður. bóndi og smiður, og hvarvetna reynzt" hinn nýtasti þegn. Á undanförnum árum heíur liann ritað bók þessa jafnhliða daglegum störfum. Er hún nálega 200 bls. að stærð og flytur um 20 þætti. Þættir þessir eru að visu mismunandi efnismiklir, en allir eiga þeir Framhald á 11. síðu. Elínborg Lárusdóttir: í faðmi sveitanna. Endurminn- insrar Sigurjóns Gíslasonar. Rókaútgáfan Norðri. Prent- verk Odds Björnssonar. 1950. AÐALEINKENNI bókaút- gáfu síðari ára er endurminn- ingarnar og sjálfsævisögurnar. Bækur þessar eru ærið misjafn ar að kostum og bera mjög svip hraðans og sölukappsins. Marg- ar þeirra eru einskorðaðar við sjónarmið og viðhorf oddborg- aranna og hafa takmarkað sam- félagslegt gildi. Fulltrúar al- þýðustéttanna leggia yfirleitt lítið til þessara mála, þó að ekki sé minni eða ómerkari saga af þeim en hinum. Þeir halda flestir áfram að vera þegnar þagnarinnar. Elínborg Lárusdóttir léggur hins vegar áherzl.u á að biarga fróðleik alþýðufólks frá glötun, og bess vegna eru sjálfsævisög ur bær, sem hún færir í letúv, geðþeltkar og merkilegar. Saga Jóns Eiríksronar á HögnastöS- um, „Frá liðnum árum“, var fyrsta rt hennar þessarar teg- uudar. í t'Tra Vom frá vendi hennar bókin „Tvennir tímar“, er flutti endurminn'ngar ekkju Guðmundar Hialtasonar. í haust hefur hún svó sent á les- markaðinn endurminningar Sig urjóns Gíslasonar. fyrrum bónda í Kringlu í Grímsnesi. Nefnist sú bók ,.í faðmi svai+- anna“ ög er gefin út af bóka- útpáfunni Norðra. Sigurjón heitinn í Kringlu var vel gefipn, bókhneigður og margfróður maður, en barðist Ringum við fátækt og ómegö. H'ns vegar mun hann aú.t frá æskudögum hafa ’-ærið óíús að ræða hag sinn og sinna, og bók- in ber bví vitni. Hún er byg|,ð 'em sjálfævisaga, en er að meg- inhluta endurminningar Sigur- jóns um kynni hans af rnonnúm og málefnum, atburðum og ald arhætti. Bókin er sögð og rituð af mikilli hófsemi og tvíinæla- Elínborg Lárusdóttir. laust sönn og skilorð, og sumir kaflarnir eru bráðskemmtileg- ir aflestrar, enda mun Sigurjón hafa verið gamansamur og glöggur á allt sérlegt og spaugi legt. En óneitanlega geldur bó bókin nokkuð hlédrægni Sig- urjóns. Beztar eru lýsingarnar á smælingjum eins og Langs- staða-Steina, og kvikur örlaga- sjór ólgar í baksýn, begar i Kringlubóndinn víkur að þvl, hversu mióu munaði, að hann færist með Torfa í Scvndu og' Bjarna í Götu. En myndirnar úr orrahríð lífsbaráttunnar hefðu þurft að vera P.eú i og sumar stærri. Elínborg Lárusdóttir virðist hafa lagt mikla alúð við að riln þessa bók, því að hún ec vel af hendi leyst, þrátt fyrir þann vanda, sem skrásetjacinn hefur átt við að stríða og margur les andinn gerir sér naumast í hug arlund. Pennaglöp finnast ekki í bókinni. þegar undan er skiiin sú missögn, sem raunar er prentvilla, að það hafi veráð séra Ólafur Magnússon í Arn- arbæli, er féll í viðureign kosn- ingabaráttunnar í Árnessýslu árið 1901, þegar minnstu mun- aði, að Pétur Guðmundsson Framhald á 11. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.