Tíminn - 08.01.1964, Side 2
; 'k FINASTA ilmvatnslykt mun
l framvegis vera í flugvélum flug
! félagsins, British Overseas Air-
j ways Corporations. Ástæðan er
sú, aS .flugfélagið vill losa far-
þegana við allar óþægilegar af-
leiðingar af sótthreinsun vél-
i anna. í flestum löndum er
nefnilega farið fram á þaö af
loftumferðaryfirvöldunum, að
fiugfélögin sótthreinsi vélar sín
1 ar til að koma í veg fyrir að
' hættulegir sjúkdómar breiðist
út með skordýrum frá suðræn-
um löndum. Þetta getur orsak-
að leiðinlegt loft í vélunum, en
á því vill BOAC ráða bót með
því að setja ilmvatn í sótthreins
unarefnið.
hjá sér og festi skilti á hurðina,
sem á stóð eftirfarandi: Lokað
vegna góðs veiðiveðurs, þér ætt
uð að ná í veiðistöngina vðar
og koma niður að vatninu.
k ÞAÐ VAR óvenjulega gott
veður núna einhvern haustdag
inn og eigandi srníðaverkstæð-
isins í litla ítalska bænum Mar-
vhegino, signor Moreno, lokaði
•-----------------------------o-
★ VIÐ HÖFUM áður getið um
jólakort þau, er Jaq’ueline Kenn
edy teiknaði fyrir jólin til á-
góða fyrir tilvonandi menning-
armiðstöð við Potomacfljótið i
Washington. Ágóðinn af þess-
um tveimur kortum hefur orð
ið hvorki meiri né minni eti
2,75 milljónir dollarar en þau
voru seld í búntum, það er 25
stykki fyrir 4 dollara. Kort
þessi hafa eftir því sem sagt
er selzt fjórum sinnum betur,
en venjulega gildir um vinsæl-
ustu jólakortin. Áðurnefnd
menningarmiðstöð við Potomac
fljótið er óskadraumur allrér
Kennedy-fjölskyldunnar.
—
1 M
11
k Francoise SAGAN hlakkar
nú til að sjá frumsýninguna að
fjórða leikriti sínu, en samt
sem áður hefur hún ekki of
mikla peninga. Hún hefur jafn-
vel verið svo aðþrengd að hún
hefur orðið að selja hús sitt í
París, ásamt ýmsum verðmæi-
um innanstokksmunum. Tekjur
hennar hafa samt ekkert rýrn-
að, hún heldur áfram að hirða
verðlaun fyrir verk sín og út-
borganir fyrir skáldsögur, smá-
sögur, kvikmyndir og leikrit. —
En þessi heppna kona hefur
eina óslökkvandi ástríðu, það
er fjárhættuspil. Hún eyðir
milljónum á frönskum veðreið-
um og það er varla hægt að
aka henni út úr spilavítunum,
hvar sem hún er. Vinir hennai
gera það, sem þeir geta til þess
að halda henni í burtu frá fjár-
hættuspilum, en sjálf segir hún
að fyllerí komist ekki í hálf-
kvisti við hlaupandi veðhlaupa
hest, eða litla rauða kúlu, sem
rennur eftir grænum dúk.
★ SÆNSKA prinsessan Des-
irée, barnabarn Gustav Adolfs,
núverandi Svíakónungs, opin-
beraði fyrir skömmu trúlofun
sína með Niclas Silfverschiöld
fríhcrra af Koberg Suot í Vest-
ur-Gautlandi. Ymprað hefur ver
ið á því í dagblöðum undanfar-
ið að trúlofun þessi stæði íyrir
dyrum, en það hefur verið ó-
staðfest fram að þessu. Desirée
er sú þriðja í röðinni af fjóruni
Ilaga-prinsessum. Þær tvær
cldri eru Margaretha og Birg-
itta, sem gift er í Munchen, en
sú yngsta, Christina dvelur við
nám í Bandaríkjunum. Yngst-
ur í barnahópnuin er svo hinn
17 ára gamli krónprins, Carl
Gustav. Hin nýtrúlofaða prins-
essa er 25 ára að aldri, útlærð-
ur barnakennari og hefur mikla
ánægju af íþróttum. Tilvonandi
eiginmaður hennar er 29 ára að
aldri, og hefur verið höfuð fjöl
skyldu sinnar síðan árið 1956,
en þá lézt faðir hans. Þau hjón-
in munu búa á herragarðinum í
Koberg.
★ HIÐ FÍNA, enska klæðskera
tímarit, Tailor and Cutter, —
stingur nvlega upp á því, að
skotapilsið verði gert að brezk-
um þjóðbúningi. Það sé of gott
fyrir Skotann eingöngu. segir
tímaritið í leiðara sínum. Þar
segir einniir, að síðan reiðhjcl-
ið hafi komið til sögunnar, hafi
mikil blóðblöndun orðið innan
Bretlands og verði því að horf-
ast í augu við bá staðreynd, að
ekki nema örfáar brezkar fjöl
skyldur hgfi ekkert Skotablóð í
æðum. þar af lélðandl verði áð
viðurkenna Skotanilsið sem
bjóðbnning og bað hafi allt nf
lengi legið í láginni. Fkki minn
ist tímaritið einu orði á hílinn
og hlutverk hans í blóðblöndun
bjóðarinnar.
★ ÞAÐ VAR veikur og las-
burða maður, sem kom heim til
Bandaríkjanna eftir fimm ára
útlegð, vegna stjórnmálaskoð-
ana sinna. Paul Robeson, sem
nú er orðinn 74 ára gamall, hef
ur ekki sungið opinberlega i
tvö ár og hefur búið á hjúkr-
k NÝLEGA var boðið upp frí-
merki í London, sem undir ein-
hverjum öðrum kringumstæð-
um hefði verið mjög hættuleg
eign. Það tilheyrði seríu, sem
prentuð var á árunum 1882—
1904, og var einungis notað inn
an brezku ráðuneytanna. Sá,
sem átti svona frímerki átti
yfir höfði sér fangelsisvist, þar
sem þau voru jafnóðum eyði-
lögð eftir notkun. Ein undan-
tekning var samt gerð frá þess-
ari reglu. Jarlinn af Crawford
hafði einhvem veginn fengið
ríkisstjórnina til að láta sig
hafa eitt merki úr seríunni í
frímerkjasafn sitt. Svo sjald-
gæft er þetta merki, að það
scldist á 180 þús. ísl. kr. á upp-
boðinu.
★ MAROKKAN SKA prinsess-
an Lalla Aicha kom til New
York-borgar að kvöldi jóladags
og hafði meðferðis jólagjöf til
Jacqucline Kennedy frá bróður
sínum, Hassan II. Gjöfin er
bevís upp á glæsilegt hús í mar-
okkanska bænum Marrakesh.
Þegar prinsessan var komin til
New York hélt hún rakleiðis
til Palm Beach, þar sem Jacque
line dvelur ásaint börnum sín-
um yfir jólin.
k NELSON Rockefeller, ríkis-
stjóri New York-borgar, einn
fremsti stjórnmálamaður demó
krata og margumtalað forseta-
efni, kvæntist fyrir skömmu
fráskilinni konu, sem kölluð er
Happy Rockefeller. Þau eru
bæði fráskilin og var því talið,
að hjónabandið mundi eyði-
leggja mikið fyrir Rockefeller
á framabrautinni, en hann lét
ekki liugfallast og hefur þegar
lýst því yfir, að hann muni gefa
kost á sér við forsetakosning-
arnar í haust. Happy hefur ver
ið mjög vinsæl í samkvæmislífi
New York-borgar, eins og sést
af nafninu, en þau hafa bæði
lagt mikið á sig til að viðhaida
hylli f jöldans eftir sem áður og
hvorki sparað til þess peninga
eða starfskrafta. Mynd þessi er
tekin 31. des., en þar sést Rocke
feller í bíl sínum, en inn um
rúðuna hefur einn af fylgjend
um hans rétt höndina til ham-
ingjuóska. Ástæðan er sú, að
skömmu áður hafði Rockefcli-
er lýst því yfir, að eiginkonnn
ætti von á sínu fyrsta barni.
★ Á HVERJUM nýjársdagi
halda dönsku konungshjónin
formlega móttöku í Amalien-
borgarhöllinni. í þetta skipti
voru um 70 manns boðnir, þar
á meðal öllum úr núverandi
ríkisstjórn Dana. Á myndinni
er Benedicte Danaprinsessa á
leið til hallarinnar í hestvagni,
en eldri og yngri systur hennar
voru ekki heima yfir jólin. —
Anne Marie dvelur í heimavist
arskóla í Sviss og Margrét rík-
iserfingi er á ferðalagi í kring-
um hnöttinn.
unarheimili í London, nema síð
ustu fjóra mánuðina, þegar far-
ið var með hann til Austur-
Berlínar til læknisskoðunar. —
Eiginkona hans, Eslanda er
mikill kommúnisti og hafa
Bandaríkjamenn mikið velt fyr
ir sér þessari Berlínarheim-
sókn. Eslanda segir, að Robe-
son hafi nú algjörlega dregið
sig í hlé og hann vilji ekki hitfn
neinn og vilji ekki hafa nein
viðtöl við blaðamenn. Hann vill
heldur ekki láta taka myndir
af sér, segir Eslanda, þar sem
hann hefur grennzt mjög mikið
og er ekki beint ánægður með
það að vera horaður.
k ÍTALSKUR verkamaður og
kona hans komu í veg fyrir það,
að dóttir þeirra, sem er 15 ára
gömul, færi út á galeiðuna í
Köln, með þvi að hlekkja hana
með járnhlekkjum við rúni
hennar, þegar þau þurftu að
bregða sér frá. Faðirinn bar
það fyrir rétti, að þau hjóniii
hefðu notað sömu aðferðim,
þegar þau bjuggu á Ítalíu, eti
dómarinn lét flytja stúlkuna á
vandræðaheimili fyrir ungar
stúlkur.
----o-----
k VOPNAÐIR glæpamenn, dul
búnir sem blómasalar með fullt
fang af blómum, réðust nýlega
á afghanistisku prinsessuna Ale
Shah Alouba og stálu af henni
tæpum milljón krónum i skarl-
gripum og loðfeldum. 'Jm ieið
og árásin var gerð, var prins-
essunni kastað niður 20 þrepa
há steinþrep, og við það fót-
brotnaði hún og hraut nokkur
rifbein.
Skrifift m kosningarn-
ar
í sambandi við útkomu 2.
bindis bókar Kristjáns Alberts.
sonar um Hannes Hafstein nú
yflir jólin hafa orðið athyglis-
verð blaðaskrif og umræður
manna á meðal. Deilumar
mögnuðust þegar ritdómari
Mbl. kallaði j ritdómi um bók-
ina alla stjómmálamenn and-
stæða Hannesi trúða og trumbu
slagara, ævintýra. og misindis-
menn o. fl. ónöfnum. Einkum
hafa umræðuirnar beinzt að
kosningunum 1908 um uppkast-
ið svonefnda. í því voru óupp-
segjanleg atriði, sem fráleitt
er að við myndum hafa getað
sætt okbur við. Uppkastið var
líka kolfellt og hefur að flest
um fram til þessa verið álitinn
ei.nn stærsti sigur í sjálfstæðis-
baráttu okkar. Kristján Alberts
son eir ekki á því. Fram á rit-
völlinn hafa gengið og tekið
undir við Kristján m. a. Sig-
urður A. Magnússon og Níels
Dunga’i prófessor. Níels tekur
svo djúpt í árinni, að hann kall-
ar kosningarnar 1908 mesta
ósigurinn í sjálfstæðisbarátt-
unni.
Vakur fiS umhugsunar
Þegar slíkar skoðanir koma
fram nú, hlýtur mönnum að
hnykkja við og hugleiða, hvern
ig þankagangur þeirra manna
sé, sem slíka dóma kveða upp
og hver afstaða þeirra yrði, ef
við þyrftum á næstunni að taka
afstöðu til einhvers nýs „upp-
kasts“. er hefði í sér fólgið
óuppsegjanlega skerðingu á
sjálfstæði okkar. Mönnum verð
ur hugsað til Efnahagsbanda-
lagsins og hugsanlega samn.
inga íslands um tengsl við það.
Þessi skrif minna okkur einh
ig á landhelgissamninginn við
Breta, sem stjórnarblöðin köll-
uðu „stærsta stjórnmálasigur.
sem ísland hefðí unnið“, en
samningur þessi er haft á frek-
ari aðgerðum okkar í hlnni
nýju sjálfstæðisbaráttu, sóknar
innar til óskertra yfirráða yfir
landgrunni íslands öllu.
Umræflurnar um EBE
©f> ft^ff«f^ismélin
Á síðasta ári skýrðust að
miklu leyti viðhorfin til utan-
ríkismálanna. Ástæðan til þess
eru hinar miklu umræður, sein
áttu sér stað um efnahagsbanda
lagsmálið. Ljóst var, að stjórn-
arflokkarniir stefndu að því að
gera samninga um aukaaðild
íslands að bandalaginu, ef
Bretar og í kjölfar þeirra m. a.
Norðurlönd gerðust aðilar að
bandalaginu. Enn er umdeilt
hvað í aukaaði'ld getur falizt,
en þeir tveir aukaaðildarsamn-
ingar, sem gerðir hafa verið,
eru báðir um frestandi fulla
aðild. Framsóknarflokkurinn
tók skýra afstöðú gegn hvers
konar aðild að bandalaginu og
taldi að stefna bæri að því að
leysa vandamál íslands með
samningum um tolla- og við-
skiptamál án þess að ganga und
ir samstjórn bandalagsins í
nokkurri mynd. Stjórnarbtöðin
hömruðu hins vegar á því, að
þróun mála í heiminum væri á
þann veg, að sjálfstæði smá-
þjóða væri orðið úrelt og jafn-
vel að það yrði bezt tryggt mcð
því að fórna því. Kæna smá-
ríkisins hlyti að dragast aftuir
úr hafskipi stórríkisins og
fleira í þessum dúr. Var í þessu
Framhald á 13. sfðu.
2
TÍMINN, miðvlkudiglnn 8. ianúar 1964