Tíminn - 08.01.1964, Side 15
Dauðasiys
BD-Akureyri, 7. janúar.
DAUÐASLYS varS hér á Ráð-
hústorgimi um kl. 6 í gærkvöldi.
Gnðný Sigurðardóttir, 71 árs að
alðri, til heitnilis að Gleráreyrum
14, varð fyrir bifreið og féll á
ígötuna. Hún var þegar fluít á
sjúferahús og lézt þar fjórum tím-
um síðar. Slysið bar að með þeiin
hætti, að Guðný var að ganga yfir
Geislagötuna frá gamla Búnaðar-
banfeahúsinu. f sama mund beygði
bifreið frá Ráðhústorgi inn á
Geislagötuna með fyrrgreindum
afleiðingum.
MEHRU
Framhald af bls. 3.
þess vegna nauðsynlegt að
hvílast. Læknarnir vona, að
hann nái sér bráðlega.
Nehru, sem er 74 ára gamall,
var ekki viðstaddur hinn árlega
aðalfund Kongressflokksins,
sem var settur í Bhubaneshwar
í Noirðaustúrf-Indlandi á mánu-
daginn.
PAN AMERICAN
— 1. apríl er reiknað með, en
það tekur sinn tíma að fá þetta
samþykkt, verður varla fyrr en í
lok þessa mánaðar.
— Hafið þið hugleitt, hvað Loft
leihir muni gera til að mæta þessu
nýja vandamáli?
— Lækkunaiumsóknin er alls
ekki sett til höfuðs Loftleiðum.
Þetta hefur verið stefna Pan Am-
erican í mörg ár. Eg býst bara
íasílega við, að Loftleiðir lækki
sig enn til að mæta okkar lækk-
unum. Það ætti að vera hægt með
þeim vélum, sem þær nota.
—Hvernig hffur flugið um ís-
iand gengið?
— Nákvæmlega eins og ég spáði
í upphafi, eða bara sæmilega. Far
þegaaukning varð ekki mikil, þótt
við tækjum upp þessar reglulegu
þotuferðir. Keflavík er nú dálítill
þröskuldur, mer.n veigra sér við
bílferðinni þangað. Og svo eru
íslendingar þjóöernissinnaðir og
fljúga heldur með Flugfélaginu og
Loitleiðum, sem er ósköp skilj-
anlegt, þótt hitt sé þægilegra. En
við höfðum mikið að gera í verk
fallinu.
ingu hafnarinnar verða þannig,
háttað, að byggður verður hafnar-
garður á milli Viðeyjar og Gufu-
ness og svo garðar frá Vatnagörð-
um og annar þar út á móts við úr
Viðey. Síðan yrðu svo bryggjur og
uppfyllingar frá Vatnagörðunum
og allt inn að Gelgjutanga.
ÞORSKANETAVEIÐAR
Framhald af 1. síðu.
lenzks fiskiðnaðar úti í heimi.
Þorskanetjaveiðin hefur færzt
mikið í vöxt undanfarin ár og eru
nú eiginlega eina veiðin á vertíð-
inni í marz—apríl. Fiskileitartæki
eru nú í hverju veiðiskipi, skip-
stjórar eru orðnir vanir að leggja
eftir þeim, og vill Bergsteinn nú
láta reyna að beita þeim á þorska-
netunum, eins og að framan
greinir
BÍLATRYGGINGAR
Framhald af 1. sfðu.
2.710,00. Iðgjald af ábyrgðar-
tryggingu stórra amerískra
leigubila í Reykjavík er fimm
þúsund á ári en hækkar í kr.
5.580,00 sé tryggingin hækkuð
i eina milljón króna.
Þessi hækkun á tryggingum
er ekki algeng, eins og að
framan segir, en veitir óneit-
anlega mjög mikiö öryggi, því
ekki þarf annað að koma fyrir
en ekið sé harkalega á einn
af þessum stóru amerísku og
evrópsku bilum og þeir
skemmdir það mikið að við-
komandi tryggingafélag verði
að greiða bílana út og auk
þess bætur til' ökumanns fyrir
meiðsli. Þá er að vísu ekki
sama hvort maðurinn er liá-
tekjumaður eða lágtekjumað-
ur, hafi mikla ómegð eða sé
einhleypur, því bæturnar fara
mjög mikið eftir þessu, og
mörgu öðru sem trygginga-
-ífæðingar taka-AiLjBatoa við
bótaútreikn in ga.
ELDINGAVEÐUR
Framhald af 16. siðu.
en hringingin hafði samt ekki
verið eins sterk og venjulega.
— Hefurðu orðið fyrir þessu
áður?
— Nei, aldrei nokkurn tíma.
Aðalbjörn símstöðvarstjóri í
Selási sagði okkur, að númerin,
sem féll'u, hefðu öll verið á dá-
lítilii kringlu meðfram Elliða-
ánum, enda hefðu eldingamar
eflaust verið mestar þar. Hann
sagði, að í borðinu í Selásstöð-
inni væru 120 númer, en þó
ekki öll í notkun, og hefði því
rúmlega þriðjungur númeranna
fallið í einu.
Aðalbjöm sagði xinnig, að
þegar eldingum slægi niður í
nánd við símstöðvar, kæmi blár
logi í eldingavaraglösin, en
ekki sagðist hann vita, hvort
svo hefði verið í þetta sinn, því
hann hefði ekki verið við til að
athuga það. Þá bætti hann við,
að mjög óþægilegt væri að
vera með heyrnartækin á höfð-
inu í eldingum, því ógurlegir
brestir og smellir heyrðust á
línuna.
5UNDAHÖFN
stjórnar um bætta aðstöðu í höfn-
inni eða í firamtíðarhöfn Reykja-
víkur.
Lengi var talað um að byggja
framtíðarhöfnina við Kirkjusand,
og einnig var Fossvogur nefndur
í því sambandi. Nú virðast aftur
á móti öll sólarmerki benda í þá
átt að framtíðarhöfn fyrir Reykja-
vík verði inni á Sundum eða milli
Viðeyjar og lands þar sem nú eru
Vatnagarðar, í Kleppsvíkinni og
inn í Grafarvog. Almenna bygg-
ingarfélagið tók að sér að kanna
undirstöður fyrir bólverk og
bryggjur og hefur sú könnun bor-
ið jákvæðan árangur, því hafnar-
stæði mun þarna vera gott. Mæl-
ingamar gengu aðallega út á að
kanna hvar berggrunnurinn væri,
og hve djúpt væri niður úr leir
og sandi á hann. Við athuganirnar
sem fram fóru í sumar og núna í
vetur , voru notaðar sérstakar
sprengjuaðferðir, sem gefa til
kynna jarðveginn niður á berg-
grunninn, sem reisa mætti hafnar-
mannvirki á.
Að öllum líkindum mun bygg-
Ífírótfir
ágætum, pó ekki tækist þvl að
sigra.
Það kom fram á aðalfundi KR,
að íþróttamannvirkin við Kapla-
skjólsveg eru nú að mestu skuld-
laus eign félagsins. Félagsheimil-
ið var tekið í notkun fyrir réttum
10 árum, og hefur tekizt á þess-
um 10 ámm, fyrir frábæra atorku
forystumanna félagsins, að greiða
niður allar skuldir og afborganir
af heknilinu, og er nú svo komið,
að þessi mikla eign er nú skuld-
laus.
En KR-ingar hyggjast ekki láta
hér staðar numið. Þegar á næsta
ári verður væntanlega hafist
handa um byggingu nýs íþrótta-
salar, helmingi stærri en þess, sem
nú er í notkun, því nú þegar er
svo komið, að KR-heimilið er nær
eingöngu notað til æfinga fyrir íó-
lagsmenn og dugir þó hvergi tiL
Formaður hússtjórnar KR er Gísli
Halldórsson, en gjaldkeri Sveinn
Björnsson.
Á þessu ári, þ. e. 1964, verður
Knattspyrnufélag Reykjavíkur 65
ára- Þessa afmælis verður að sjálf
sögðu minnzt með ýmislegu móti,
og er þegar hafinn undirbúningur
að hátíðahöldum og afimælismót-
um í því tilefni.
Eins og sjá má af fréttum frá
aðalfundi félagsins, fer KR ört
vaxandi bæði félagslega og íþrótta
lega. Er nú svo komið, að innan
vébanda þess eru nú starfandi um
1800 félagar, og lætur nærri, að
það sé um 30% af virkum íþrótta-
mönnum í Reykjavík og 12% af
öllu íþróttafólki landsins.
Á aðalfundinum var stjórn fé-
lagsins öll endurkjörin, en hana
skipa: Einar Sæmundsson, foi-m.,
Gunnar Sigurðsson, ritari; Þorgeir
Sigurðsson, gjaldkeri; og aðrir í
stjórn: Sveinn Björnsson, María
Guðmundsdóttir, Birgir Þorvaids-
son, Ágúst Hafberg og Hörður
Óskarsson
Vertíðarfólk
Vertíðarfólk óskast, konur og karlar á komandi
vetrarvertíð — fæði, húsnæði og vinna á sama
stað.
Upplýsingar gefur Stefán Runólfsson, símar 2042
og 2043, Vestmannaeyjum
Fiskiðjan h f., Vesfmannaeyjum
Góð jórð
Bændur athugið: Óska að leigja eða kaupa góða
vel hýsta jörð á suðvesturJandi.
Tilboð óskast send afgretðslu Timans fyrir 15.
janúar merkt: „Búskapur"
Hestamenn
Til sölu 6 hross, hesthús 6 bása, hlaða og 40 hestar
af heyi.
Upplýsingar gefur Óskar Hoildórsson, Akranesi
sími 332, kl. 6—8 síðdegis
TÍMINN, miðvikudaginn 8. ianúar 1964
BRÓARJÖKUlL
Framhald af 16. síðu.
upp á Sauðafellsháls, og sem
leið iiggur inn að jöklinum. —
Létu þeir fyrir berast í tjöld-
um tvær nætur á Sauðafeils-
hálsi og við Kringilsá, en einn-
ig tjölduðu þeir á Jökuldals-
heiði.
Hrafn Sveinbjarnarson á
Hallormsstað tjáði blaðinu, að
jökullinn ætti nú eftir 2V2 til
3 metra ófarna þar til hann
væri kominn eins langt og hann
hefði nokkru sinnni hlaupið áð-
ur. Tæpa þrjá metra við Kring-
ilsárrana, þar sem hann renn-
ur áfram og ýtir upp snjónum
og jarðveginum, sem fyrir verð-
ur einna líkast því, sem væri
það teppi, og tæplega 2% m.
hjá Kverká, en þar steypist jök
ullinn stöðugt fram yfir sig.
Hreyfing jökulsins var mjög
mikil, þegar leiðangursmenn-
irnir voru þarna staddir, og
mældist þeim hún vera 1 metri
á klukkustund. Þeir komu fyrir
mælistikum á nokkrum stöðum,
sem síðar verður að gáð, svo
hægt verði að mæla nákvæm-
Iega hlaupið. Sagði Hrafn, að
jökulröndin væri þverhnýpt og
einir 10 metrar á hæð. Taldi
hann, að sennilega hefði jök-
ullinn hlaupið fram 5—7 km.
frá því í haust, en ekki væri
gott að segja um þetta.
Sigurjón Rist vatnamælinga-
maður sagði í dag, að jökull-
inn myndi vera að hlaupa fram
á mjög stóru svæði, mætti
merkja það af því, að jökul-
grugg væri bæði í Jökulsá á
Dal og í Jökulsá á Fjöllum, en
vatnið í þessum ám væri nú
eins og sement á litinn. Hann
sagði einnig, að búast mætti við
miklu leysingavatni í Jökulsá
á Dal á kocnandi sumri því leys
ingasvæði. árinnar hefði marg-
fardasf þáfha'sém“]öKullTnn er
á hreyfingu í 700 metra hæð.
Jökullinn er mjög úfinn, og því
er yfirborð hans margfalt það
svæði, sem hann hefur lagt und
ir sig, og þar af leiðandi verð-
ur flöturinn gífurlegur, sem
sólin nær til að verma í vor.
Sigurjón sagði, að Brúarjök-
ull virtist hlaupa fram með 70
ára millibili. Síðast hefði hann
hlaupið árið 1890 og þar á und
an 1810. Aftur á móti myndu
smærri hlaup kctna á þessu 70
ára tímabili, og yrði að fylgj-
N ast betur með því í framtíð-
inni. Sigurjóni fannst ánægju-
legt að rita, að leiðangursmönn-
um hefði tekizt að komast inn
að jöklinum, en þar settu þeir
niður mælistikur, eins og fyrr
segir — „og ætti að fást gleggvi
vitneskja um hlaupið eftir mán-
uð, eða þegar næst verður far-
ið inn eftir, og hægt að atliuga
hvaða stengur hafa horfið, eða
hvar jökullinn hefur hlaupið
mest", sagði Sigurjón að lok-
um.
HEIMSÓKN
Framhald af 9. síðu.
höfuðstaðarins lítið greinarkorn
með stórfearlalegri yfirskrift svo-
hljóðandi: „Varðar slík afskræm-
ing og pynding ekki við lög?“ Efn-
ið er tekið úr riti því sem nefnist
Birtingur.
Þar segir orðrétt: Þá er grein-
in, „Af minnisblöðum rnálara", og
heldur Hörður Ágústsson þar á-
fram að lýsa gömlurn íslenzkum
guðshúsum og annars konar hús-
um, sem hann hefur ferðazt um
landið undanfarin sumur til að
skoða og fengið til þess styrk úr
Hugvísindadeild vísindasjóðs.
Af þessum minnisblöðum Harðar
lesum við þetta: „Svalbarðskirkja
virðist í fyrstu sömu gerðar og
nafna hennar í Eyjafirði en við
nánari aðgæzlu kemur smekkur
landans í Ijós. Búið er að hylja
húsið asbestplötum og forklúðra
það með málningu. Hvers eiga þau
að gjalda þessi gömlu góðu hús,
kirkjur og híbýli? Séu þau ekki
jöfnuð við jörðu eins og auðvirði-
legt spýtnadót og monthús af Há-
teigskirkjuætt reist í staðinn, þá
er þeim misþyrmt á alla lund af
hreppakóngum úthéraða.
Við fyllumst skelfingu er við
minnumst augnastungna og liúð-
flettinga forfeðranna og hugsum,
þvílík grimmd.
En hús hafa líf eins og menn.
Þess vegna berast mér til eyrna
angistaróp Svalbarðskirkju í júní-
stillunni, í asbestham, sem aldr-
ei grær við línu hennar“. Síðan
koma angistaróp sjálfs listamanns
ins yfir því að ekki skuli lög ná
yfir riðkomandi „spellvirkja" sem
mér skilst að taki venjulegum
morðingjum fram í verknaði.
Þama hefur þessi heiðursmaður
lýst hugarfari sínu ■ þegar harm
gengur um guðshús Þistilfirðinga í
„júnístillunni“.
Okkur sem byggjum þessa norð
lægu sveit þykir ekkert á móti því
að jafnaði að fá heimsóknir manna
úr höfuðstaðnum, en fyrir þvílik-
um fuglum, sem hér um ræðir, ber
um við enga lotningu og munum
hvorki blikna né blána, þó að okk
ur sé hótað öllu illu af slíkum. Vil
ég þó vona það, að hin næma
heyrn listamannsins (þar verður
lítið úr hæfni hins forna Áss, sem
heyrði gras gróa og ull vaxa á
sauðum) haldi ekki fyrir honum
vöku svo að til fullrar sturlunar
dragi.
Þeir, sem verja almannafé til
útsendinga slíkra pílagríma um
landsbyggðina ættu að átta sig á
því með sínum „hugvísindum“ að
þarflegra myndi vera að senda
mann, sem fær væri um það að
Ieiðbeina um endurbætur gamaUa
húsa, sem teljast kunna til þjóð-
legra verðmseta.
Eggert Ólafssori.
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og
iarðarför konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu,
Jónínu Kristínar Þorsteinsdóttur
frá Efra-Apavatnl.
Guðmundur Ásmundsson
Jóhanna Guðmundsdóttir
Þorsteinn Guðmundsson
Ásmundur Guðmundsson
Arnheiður Guðmundsdóttir
Ágúst Guðmundsson
Valur Guðmundsson
Magnús Guðmundsson
Snorrl L, Karlsson
Elín Björnsdóttir
Jóhanna Þorkelsdóttlr
Geir A. Björnsson
Ástríður Hafliðadóttir
Þórdís Skaptadóttir
Jóhanna Guðmundsdóttlr
og barnabörn.
Móðir mín og hjartkaer eiginkona,
Elsa Pétursdóttír
Árbakka,
andaðist I Borgarspítalanum 6. þ. m. Jarðarförin fer fram frá
Lágafelli laugardaginn 11. þ. m. kl, 14.
Rósa Árnadóftir. Árni Kristjánsson.
15