Tíminn - 08.01.1964, Qupperneq 16

Tíminn - 08.01.1964, Qupperneq 16
Óvenju mikið lim eldingar TALSVERT AF SÍLD í SKEIÐ- ARÁRDÝPINU KJ-Reykjavík, 7. jan. Sautján bátar fengu samtals 10.800 tunnur á sfldarmiðunum í Skeiðarárdýpi í nótt. Síldin er mjög misjöfn, en eitt- hvað magn að ráði virðist vera í sjónum þarna. Síldarleitarskipið Þorsteinn þorskabítur er á miðun- um og leitar að síldinni. Hrafn Sveinbjarnarson 111 fékk mestan afla 1300 tunnur. Þrær Fiskimjöls- verksmiðjunnar í Vestmannaeyj- um eru orðnar fullar, en þó ætlar verksmiðjan að taka eitthvað magn til viðbótar. Að öldu leyti verða bátarnir að sigla með aflann til Faxaflóahafna. Afköst verk- smiðjunnar í Eyjum eru 2.500 mál á sólarhring, 500 ísl. á sýningu KH-Reykjavík, 7. jan. Um 500 (slenzkar bækur verða sýndar á bókasýningu, sem opnuð verður í Osló 18. jan. n.k. Krist- ján Karlsson, bókmenntafræðing- nr, og Odd Diðriksen, lektor við Háskóla fslands, hafa valið bæk- urnar á sýninguna, sem haldin er á vegum Háskólaforiagsins í Osló og Bergen. Sýningin á að gefa yfirlit yfir íslenzka bókaútgáfu síðari ára, og voru bækurnar því bæði valdar með tilliti til útlits og fjölbreytni. Flestar eru bækurnar frá tveimur síðast liðnum árum, en einnig ná nýnishornin lengra aftur í timann, og fáeinar tiltölulega gamlar bæk- ur eru með í hópnum. Gylfi Þ. Gíslason, menntamála- ráðherra, verður á ferð um Noreg um þessar mundir í boði Norsk- islandsk samband, og verður hann viðstaddur opnun sýningarinnar, sem haldin verður í nýrri bygg- ingu Háskólaforlagsins í Osló. FB-Reykjavík, 7. jan. Á tíunda tímanum í morgun voru miklar cldingar og þrumur hér í Reykjavík og nágrenni. Samkvæmt upplýsingum veður- fræðinga er slíkt veður venjulegt á þessum tíma árs, eins og blaðið skýrði frá fyrir skömmu. Aftur á móti mun heldur meira hafa verið um eldingar síðustu dagana en í venjulegu árferði. . í allan dag voru skúrir sunnan- lands og vestan og allt austvu: íj Skagafjörð á Norðurlandi, en þar fyrir austan var léttskýjað. Yfir- leitt voru ein 9 vindstig, en í Reykjavík komst vindhraðinn upp í 9 vindstig. Búizt var við svip- uðu veðri í kvöld og nótt, en ef til vill heldur meiri rokum annað slagið. Eldingin hringdi í 34 uúmer í einu Mælaborðið í Selási. FB-Reykjavík, 7. janúar Á tíunda tímanum í morgun tók skyndilega að hringja 34 númer í símstöðinni f Selási. Það er ekki svo að skilja, að mönnum í Selási hafi allt f einu legið svona ir.ikið á að tala við kunningja sfna heldur voru það náttúruöflin, sem brugðu á leik og tóku símann í þjónustu sína. Finmitt um þetta leyti glömp- eldingar og þrumugnýr heyrð ist, og rafmagnið í loftinu varð þess valdandi að 34 númer r’éllu niður f einu. Þegar þetta gerðist var Mar- ía Erla Friðsteinsdóttir við rímavörzlu í Selásstöðinni, og varð henni heldur illa við, enda nafði hún aldrei orðið fyrir öðru eins þetta ár, sem hún hefur unnið 1 símanum í Selási. — Var ekki hálfóhuggulegt að sjá öil þessi símanúmer íalla íeínu, — Ó, jú, { að var það nú, og svo komu svo miklir smellir og truflanir. inn á línuna. Það nafði rétt verið farið að birta, begar stærsta eldingin kom, — sem kom þessu öllu til leiðar, en á eftir kom eins og kolniða nyrkur mismunurinn var svo roikill. — Hélztu kannski að það væru i rauninni 34 að hringja í einu. — Nei, mér fannst það hálf- ótrúlegt. Fyrst hringdi nefni- .ega eitt núrr.er upp við Vatns- elda, og ég kallaði inn á línuna. Það svaraði enginn, og ég hugs aði sem svo. að fólkið myndi hringja qftu : Svo kom eldingin og númerin féllu niður, eitt- hvað hefur heyrst í símunum í húsunum, þvi frá einum stað var hringt í mig, og ég spurð hvdrt ég hefð’ vérið að hringja, Framhald á 15. sfSu. MARÍA ERLA FRIÐSTEINSDÓTTIR Líklegt að Pan Am fái i til lækkunarínnar KH-Reyxiavík, 7. jan. Stöðugt er eitthvað á seyði í flugmálum og faigjaldamálum. Nú síðast hefur það gerzt, að IATA- félögin hafa á fundi sínum í Mon- treal samþykkt að lækka öll far- gjöld sín um 20% að fordæmi SAS og fleiri félaga, og að Pan Am- erican hefur sótt um stórfellda fargjaldalækkuu á Atlantshafsleið unum til IATA og Flugráðs fs- lanés, og má bússt við, að félagið fái þessa lækkun samþykkta. Fari svo, verða fargjöld Pan American þó enn þá yfirlcitt hærri en Loft- ’eiða, nema 21 dags fargjöldin, sem verða 50—60 krónum lægri. Fundur var í Flugráði í dag, þar sem umsókn Pnn American var lögð fram og rædd, en engin á- kvörðun tekin. IATA-fundurinn í Montreal, sem hófst í gær, sam- þykkti í dag, að fairgjöldin yfir Norður-AWantshafið lækkuðu um 20%. Fundinn sátu öll átján fé- lögin, sem fljúga yfir hafið og eru í IATA. Þar með hefur SAS náð fullum sigri innan IATA í far- gjaldastríðinu og klofningur IATA hefur verið hindraður. Kjistján Guðlsugsson, stjórnar formaður Loftleiða, sagði, að fund ur yrði hjá stjórr Loftleiða á morg un i,g fimmtudag þar sem þetta mál og fleiri y-ðu rædd, en ekk- ert yrði af þeim að frétta, fyrr en á föstudag Martin Petersen, sérfræðingur L ttleiða í fargjalda má’um, er væi.tanlegur erlendis frá á fimmtudag. Tíminn átti tal við Einar Farest- veit, umboðsmann Pan American BRUARJOKULL ÉEVSIST FRAM JOKULS/LR eins og sement A FB-Reykjavík, 7. janúar. SENNILEGT er nú talið, að Brúarjökull hafi hlaupið fram 5—7 km. frá því hlaupið hófst í október í haust, að því er leið angursmenn segja, sem fóru inn að jöklinum um helgina. — Jökullinn á nú aðeins eftir ó- farna 2Vz til 3 km. þangað, sem hann hefur lengst komizt í fyrri hlaupum, en Sigurjón Rist vatnamælingamaður telur að jökullinn hlaupi með um 70 ára millihili auk smáhlaupa, sem lítið gæti, þess á milli. Þá býst hann við miklu leysingarvatni í Jökulsá á Dal í sumar vegna hlaupsins. Rétt fyrir helgina lögðu þrír menn j af stað frá Egilsstöðum inn að Brúarjökli, til þess að gera þar nokkrar athuganir á jökulhlaupinu á vegum Jökla rannsóknarfélagsins. Mennirmr eru Hrafn Sveinbjarnarson frá Hallormsstað, Ingimar Þórðar son snjóbílstjóri frá Egilsstöð- um og Sigvarður Halldórsson frá Brú á Jökuldal. Snjóbíllinn var fluttur á vöru bíl frá Egilsstöðum inn að Gilsá, en síðan fóru þeir yfir hámúlann, ranann milli Vest- urdals og Laugavalladals, inn Hvannstóðsfjöll, yfir Sauðá og Framhald á 15. siðu. hér á landi, um lækkunarumsókn féTí.gsins, og sa°ði hann m.a.: — Fargjóld ckkar verða yfir- Jeitt ekki Lægri en Loftleiða, ef við iáum pessa lækkun, sem búast ma við. T. d. vc-:ða fargjöld LoP- leiða fram og tií baka milli Evrópu og Ameríku um 10% lægri en okkar, en farpjöld aðra leiðina ver’ia hins vegæ svipuð hjá báð- um íélögunum Það eru aðeins 21 dags fargjöidin. þ e. a. s. fargjald, sem er lægra, ef menn fljúga fram og til baka á skemmri tíma en 21 ciegi sem verða aðeins ódýrari hjá Pan Ameriean, en það munar sárslitlu, 50—60 krónum. 21 dags íarg’öld hafa hingað til gilt frá 1. okt til 1. aprí! en nú mun því verða breytt, þannig að sennilega veróa aðeins tveir mánuðir ársins, se:r, þau verða ekki í gildi. — Hvenær komur lækkunin til framkvæmáa? Framhald á 15. sfSu. SMAGUSUR UR SURTI HF-Reykjavík, 7. jan. Neðansjávargosið við Eyjar virð- ist nú eitthvað vera að færast í aukana, en það hefur gosið smá- gusum öðru hverju í dag, og ör- lítill brennisteinsþefur hefur fylgt þéim. Á því má sjá, að gosið er alls ekki dautt úr öllum æðum enn þá, og má alveg eins búast við því, að það taki sig kröftuglega upp aftur.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.