Tíminn - 19.01.1964, Side 3

Tíminn - 19.01.1964, Side 3
ÍSPEGU \MZŒB Um það leyti, sem Tony Armstrong, l'jósmyndari, kvænt ist Margréti Bretaprinsessu, var mikið rætt um eftirlætis- ljósmyndafyrirsætu hans, Jac- qui Chan. Toni hafði sjálfur uppgötvað hana og sáust þau mikið saman. Samt þurfti hún ekki að verða fyrir vonbrigð- um við hina konunglegu gift- ingu hans, því að eftir það bár- ust henni tilboð hvaðanæva að úr heiminum og talað var um hana í hverju einasta blaði. Nú hefur Jacqui þessi gift sig leikaranum David Salamon, og þau hafa alveg nýlega eignazt dóttur. Á myndinni sjást þær mæðgur. —o-O-o— Dómsmálaráðherra Banda- ríkjanna, Robert Kennedy, gaf öllum starfsmönnum sínum gullskyrtuhnappa í jólagjöf, og um leið gaf hann þeim kurteis lega í skyn, hve lengi hann mundi starfa með þeim. Aftan á hnappana var nefnilega graf ið frá RFK til o. s. frv. 1961— 1964. —o-O-o— KAÐ HEFUR oftsinnis á þessu ■ 'hausti komið fyrir forsæt- isráðherrann, Sir Alec Douglas Home, að flugvélin, sem hann hefur verið farþegi í, hefur orðið að lenda eftir skamma hríð, einhvers staðar langt frá ákvörðunarstað, vegna þokunn- ar í Bretlandi. Síðast þegar þetta kom fyrir, var einn far- þeginn mjög gramur yfir þessu og spurði forsætisráðherrann, hvort honum fyndist ekki þessi eilífa þoka vera þreytandi. Nei, nei, svaraði Sir Alec rólega, ég er orðinn vanur henni. Þar að auki finnst mér hún heimilis- leg, því að hún minnir mig mjög á ástandið í stjórnmáiun- um í dag. Einkaritari Adenauers, fyrr- verandi kanslara Vestur-Þýzka l'ands, hefur nú afhjúpað smá- leyndarmál. Adenauer, sem nú er 87 ára gamall, fær enn þá fjölda af hjónabandstilboðum og þar sem öll bréf til hins há- aldraða herra eru flokkuð nið- Jacky, sem er ungur sjim- pansi, stendur þarna í dyrun- um á húsvagninum, sem hann býr í ásamt eiganda sínum Gui- ette Landry. Guyette er að- eins 20 ára gömul, og fyrir tveimur dögum bjargaði Jacky lífi hennar með því að gleyma að loka þessari hurð, sem hann stendur í. Vegna ýmissa von- brigða hafði Guietta ákveðið að fremja sjálfsmorð, og skrúf- aði frá gasinu ! húsvagninum sínum, síðan skipaði hún Jacky að fara út, en hann gleymdi að loka á eftir sér hurðinni, og það bjargaði lífi stúlkunnar. Hús- vagn Jackys og Guietta er sem stendur í Nice í Frakklandi. ur í smærri flokka, spurði einkaritarinn Adenauer í hvaða flokk hún ætti að setja þessi. Svarið var á þá leið, að þau gætu farið í möppuna, þar sem tilboð um friðsaml'ega sáttmála væru geymd. —o-O-o— Geimferðarvísindamenn í Bandaríkjunum hafa nú aftur verið sendir á s'kóla í Cape Canaveral og það til þess að l'æra að skrifa einfalda ensku. Ástæðan er sú, að mállýzka eld flaugastarfsmanna þykir hafa náð hámarki í hátiðleika sín- um. Einn verkfræðinganna, sem var að gefa skýrslu skrif- aði eitthvað á þessa leið: „Man machine requirements in this system environment impose severe visual acuity problems“. Við ætlum ekki að þýða þetta, en það kom á daginn, að mað- urinn meinti: „The pilot can’t see the instrument panel“, eða flugmaðurinn getur ekki séð mælaborðið. —o-o-o— Opinber starfsmaður í Wash- ington þurfti fyrir skömmu að hringja í aðstoðarmann forset- ans, Jack Valenti, og var þetta seint að kvöldi til. Símastúlk- an í Hvíta húsinu sagðist mundu gefa honum samband við forsetann. Eg ætlaði nú ekki að ónáða hann, sagði mað urinn, en honum var svarað af forsetanum, sem sagði: „Þetta er allt í lagi. Jack er farinn og ég tek símtölin fyrir hann. Hvað get ég gert fyrir þig?“ —o-O-o— XgH | Ílí» >J J '• >J• ijrfp Catherine Spaak, bróðurdótt ir belgíska utanríkisráðherrans, er framkvæmdasöm stúlka. Við höfum áður getið þess, að hún hefur valdið fjölskyldu sinni miklum heilabrotum með því að gerast kvikmyndaleikkona, aðeins 19 ára að aldri, og sýna sig oftar en einu sinni alls nakta á kvikmyndatjaldinu, svona í auglýsingaskyni. Ekki bætti það svo úr skák, að Catherine tók upp á því að gift ast ungum ítölskum auðnuleys ingja og eiga með honum barn. Þá varð föður hennar ofboðið og rak hana enn einu sinni að heiman og það í alvöru. Cathe- rine fluttist þá til Ítalíu ásamt eiginmanninum og hélt áfram að gera ýmsar brellur í aug- lýsingaskyni. Þegar leið að barnsburðinum sljákkaði dálít- ið í fjölskyldunni og foreldrar Catherine komu til Ítalíu og gáfu hjónakornunum meðal annars hús til að búa í. Síðan fæddist bamið og allt er með kyrrum kjörum í fjölskyldunni, þangað til Catherine yfirgaf eiginmann sinn skyndilega með barnið, en hann sendir á eftir henni lögregluna, sem flytur móður og dóttur aftur heim til sín. Hvað veldur veit enginn enn þá. Ástin hefur kannske ekki verið eins haldgóð og Catherine hélt hana vera, en hvað um það, þessi mynd ei tekin af henni, þegar hún sást í fyrsta skipti utan dyra eftir fl'ótann. Hún var í gönguferð í Róm og þegar hún gekk fram hjá blaðsöluturnum blöstu við henni forsíðumynd ir af henni sjálfri, allt út af flóttanum! Þetta er nýjasta myndin, sem tekin hefur verið af Jacqueline Kennedy, en hún er tekin við það tækifæri, er Jaqueline býður eiginkonu ítalska forset- ans, Antonio Segni, velkomna til Washington. Frú Kennedy er svartklædd enn þá, en virðist ananrs bera sig vel, þrátt fyrir sorgina. Það er mikið haldið upp á gamlar siðvenjur í Stóra-Bret- landi. Lítið þið t. d. á þessar konunglegu barnfóstrur. Þær eru í sams konar einkennisbún ingum og notaðir voru fyrir 30 árum og aka kóngabörn- unum um garða konungshallar innar. Þær nema staðar og ræða sín á mill'i um viðburði dagsins og lífið innan konungs fjölskyldunnar, en ekki er laust við að þær megi fara varlega með ýmis mál og gæta tungu sinnar, því að Lord Linley t. d. sonur Margrétar og Tony er orðinn tveggja ára gamall og tveggja ára gömul börn skynja meira en nokkurn grunar. Það er annars furðulegur siður, að aka tveggja ára gömlum börn- um um í barnavagni. TÍMINN. sunnudaainn 19, janúar 1964 — 3

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.