Tíminn - 19.01.1964, Page 7
ÚtgefEndi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriCi
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Frétta.
stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Daviðsson.
Ritstjórnarskrifstofur i Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skrif
stofur Bankastr. 7. Afgr.simi 12323. Augl., sími 19523. Aðrar
skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 80,00 á mán. innan.
iands. f lausasölu kr. 4.00 eint — Prentsmiðjan EDDA h.f. —
Er frjáls verzlun aðeins
„frelsi til að stela“?
Hér í blaðinu hefur nokkrum siinum verið vikið að þvi,
að íslendingar byggju ekki við sama viðskiptafrelsi og
frændþjóðir þeirra á Norðurlöndum. Þar hafa flokkar
jafnaðarmanna farið með völd og stefna þeirra hefur
verið sú að draga úr verðlagshöttum jafnskjótt og þeir
hafa talið framboð fullnægja efttrspurn. Skoðun þeirra
hefur verið sú, að þegar til lengdar léti, tryggði það neyt-
endum bezt kjör að láta verzlunina vera fr jálsa eða m. ö.
o. að frjáls samkeppni kaupmanna og kaupfélaga á jafn-
réttisgrundvelli tryggði beztu viðskiptakjörin.
Óvíða er afkoma almennings betri en í þessum lönd-
um og bendir það óneitanlega tiL þess, að frjáls verzl-.
un sé ekki óhagstæð neytendum.
í blöðum Sjálfstæðisflokksins hefur þessum frásögnum
Tímans verið tekið illa. Þau hafa hreytt ónotum að Tím-
anum og mælt höftunum bót með ýmsum hætti. Lengst
gengur blað Gunnars Thoroddsen, Vísir, í þessum efn-
um í forustugrein 1 fyrradag. Þar segir Vísir, að það
sem Tíminn vilji fá sé hvorki melra né minna en frelsi
til að stela. Skoðun Vísis er sem sagt sú, að þeir, sem
ekki vilja halda í verðlagshöft, vifii fá frelsi til að stela
Vafasamt er hvort nokkurn ssnn: hafi í íslenzku
blaði verið vegið harðara að íslenzkum kaupmönnum
og kaupfélögum en með þeim aðdróttunum, sem fel
ast f þessum ummælum Vísis. Áreiðanlega hefur ekki
heldur verið farið þyngri orðum um frjálsa verzlun
en að kalla hana frelsi til að stela.
íslenzk saga vitnar öll gegn þessum ummælum Vísis.
Það var í skjóli einokunar og hafra áður fyrr, sem mest
var stolið af íslendingum. Kjör pjóðarinnar fóru hins
vegar batnandi í sama hlutfalli og verzlun varð frjálsari
Samkeppni kaupfélaga og íslenzkra kaupmanna tryggðu
þjóðinni stöðugt batnandi kjör. eÞssa reynslu á þjóðin
ekki að vanmeta. Nú er hins vegar þrengt að frjálsri
verriun með verðlagshöftum og siauknum lánsfjárhöft-
um. Með því er stefnt í aðra átt en annars staðar á Noro-
urlöndum.
Þar trúa valdhafarnir á frjá'.sa verzlun og styðja
kaupfélög og kaupmenn- til samkeppni á iafnréttisgrund-
velli. Hér kallar blað fjármálaráðnerrans frjálsa verzlun
frelsi til að stela.
Siðleysi
í áðurnefndri grein Vísis er reynt að koma þjófnaðar-
orði á Framsóknarflokkinn og samvinnuhreyfinguna
vegna þess að uppvíst hefur orðio um stórt þjófnaðar-
brot manns, sem vann við eitt doiturfyrirtæki samvinnn-
félaganna.
Þetta er málflutningur sem vori hliðstæður því, að
Tíminn reyndi að koma þjófnaðarorði á Sjálfstæðisflokk
inn vegna þess, að uppvíst hefu.r orðið um fjárdrátt í
sparisjóði, þar sem formaður Sjálfstæðisflokksins er
varaformaður í stjórn, enda þótt allir viti, að hann verði
ekki neitt áfelldur í þessu samba.urti.
í slíku siðleysi, mun Tíminn ekk. taka þátt. Þetta er að
draga íslenzka blaðamennsku aftur niðui á það stig, þar
sem hún komst lægst áður. En Dv mun veitt athygli, að
það er málgagn fjármálaráðherrans og varaformanns
Sjálfstæðisflokksins, sem hér er að verki.
Of mikill vöxtur iðnaðarins
er mikið vandamál í Sviss
Útlendingar eru þriðjungur alls vinnuafis þar
FRÁ BERN
SVISSNESKA verkalýðs-
hreyfingin hefur fyrir skömmu
borið fram kröfur um, að öflug
ar ráðstafanir verði gerðar til
þess að draga úr hinum öra
vexti iðnaðarins og fækka störf
um til mikilla muna.
Sjaldgæft mun að verkalýðs-
samtök beri fram slíkar kröfur.
En aðstæður eru óneitanl'ega
sérstæðar í Sviss, og hefur hinn
öri vöxtur iðnaðarins undan-
gengin ár valdið því. Fast að
þriðjungi virks vinnuafls í
Sviss eru útlendingar.
Árið 1951 voru aðeins um
100 þúsund útlendingar starf-
andi í Sviss. Þeim hefur fjölg-
að mjög ört og árið 1959 voru
þeir um hálf milljón að tölu.
Árið 1961 voru þeir orðnir rúm
600 þúsund, 700 þúsund 1962
og eru nú um 800 þúsund.
SVISS er lítið land og íbúa-
talan aðeins 5,6 milljónir, eða
aðeins litl'u meira en í Dan-
mörku. Hin stórkostlega fjölg-
un starfandi útlendinga hlýtur
því að leiða af sér margvísleg
og erfið vandamál.
Aðstreymi útlendinganna
heldur kaupi niðri og það er
einmitt veigamesta vandamálið,
sem að verkalýðssamtökunum
snýr. Af þeim sökum er það
ósk flestra svissneskra laun-
þega, að innflutningur verka
fólks sé stöðvaður.
Aðrir hafa áhyggjur af fram
tíð landsins ef ekki tekst að
fækka erlendu verkafólki
Menn minnast enn tímabilsins
milli styrjaldanna, þegar stór-
ir hópar Þjóðverja og ítala
voru búsettir í Sviss. Þessir
hópar báru í brjósti aðrar til
finningar en Svisslendingar
sjálfir og héldu uppi áköfum
áróðri fyrir því, að stórir hlut-
ar landsins væru sameinaðir
Þýzkalandi og Ítalíu.
ÞESSI REYNSLA veldur þvi,
að svissnesku fylkin leyfa er-
lendum verkamönnum ekki að
koma með fjölskyldur sínar,
eins og tíðkaðist fyrir heims-
styrjöldina. Og reynt er á ýms-
an hátt að ganga lengra í tak-
mörkunum og strangar reglur
settar um dvalarleyfi.
Algengt er, að erlendir verka
menn fái aðeins tíu mánaða
dvalarleyfi í Sviss í senn og
verði að dvelja í heimalandi
sínu að minnsta kosti tvo mán-
uði áður en þeir geta aftur feng
ið dvalarleyfi í Sviss. Þó tíðk-
ast einnig, að dvalarleyfi séu
látin gilda eitt ár í senn. Þetta
á þó einkum við um faglærða
menn. En þessir menn verða að
sæta þeim skilyrðum, að þeir
mega ekki skipta um starf eða
vinnuveitanda. Vilji til dæmis
svo til, að fyrirtækið, sem þeir
réðust til, verði gjaldþrota
mega þeir ekki leita fyrir séi
um vinnu annars staðar
Hinir hærra settu starfs
menn eru þó undanþegnir þess
um ströngu skilyrðum, en þeir
eru um 100 þúsund að tölu.
Þeir fá dvalarleyfi óhindrað og
mega taka fjölskýldu sína til
sín, þegar þeir eru búnir að
starfa i eitt ár. Að tíu árum
liðnum geta þeir orðið sviss-
neskir ríkisborgarar. Megin-
hluti þessara starfsmanna er
þýzkrar ættar og eiga þeir því
mun hægara með að samlagast
svissnesku þjóðfélagi en hinir.
sem flestir eru af ítölsku bergi
brotnir.
(Þrír fjórðu hlutar sviss-
nesku þjóðarinnar tala þýzku.
ítölsku talar aðeins óveruleg-
ur minnihluti, og hann fer ört
smækkandi).
AÐBÚÐ flestra hinna er-
lendu verkamanna í Sviss er
lítið girnileg. Flestir þeirra
verða ýmist að búa í stórum
íbúðaskálum eða ömurlegum
leiguherbergjum. Þeir hafa eng
an samgang við heimamenn
Svisslendingar vilja helzt vera
út af fyrir sig og bera fæstir í
brjósti hlýjar tilfinningar gagn.
vart hinum erlendu verkamönn
um.
Meginhluti erlendu verka-
mannanna sendir laun sín
heim. Fé það, sem Ítalíu áskotn
ast árlega á þennan hátt, mun
samsvara 4—5 milljörðum ís
lenzkra króna.
Dregið hefur úr flutningi
verkamanna frá Ítalíu til Sviss
síðustu árin og stafar það eink
um af eflingu efnahagslífsins
á Norður-Ítalíu, en hún hefur
valdið mjög aukinni eftirspurn
eftir góðum starfskröftum. Það
er því svo komið, að fyrirtæki
á Norður-Ítalíu eru farin að
auglýsa eftir ítölskum verka
mönnum í svissneskum blöð
um. Bjóða þau jafnhá laun og
verkamennirnir fá í Sviss. Þeg
ar svo er komið, kjósa margir
ítalir eðlilega að hverfa aftur
til síns heimalands, þar sem
þeir geta haft fjölskyldu sína
hjá sér.
Svisslendingar hafa því orð-
ið að leita annað en til ítaliu
í vaxandi mæli. t marz s. 1. var
til dæmis gerður samningur við
ríkisstjórn Spánar um flutning
spánskra verkamanna til Sviss
Þá hefur þeim Grikkjum, sem
til Sviss fara í atvinnuleit, fjölg
að mjög hin síðari ár.
ÁKVARÐANIR Efnahags-
bandalags Evrópu um frjálsan
flutning vinnuafls hafa valdið
aukinni samkeppni Vestur.
Þýzkalands við Sviss um vinnu
afl. Þjóðverjar bjóða erlend-
um mönnum jafnhá laun og
svissnesku fyrirtækin, en auk
þess fá þeir að hafa fjölskyld-
ur sínar með sér til Þýzka-
lands. í augum ítala vegur það
nokkuð móti þessum kosti, að
vinnuveitendurnir í Vestur-
Þýzkalandi eru mun lengra frá
Ítalíu en þeir svissnesku.
En Svisslendingum er að
verða ljóst, að við núverandi
aðstæður er ekki unnt að una
til frambúðar. Vilji Svisslend-
ingar halda áfram að njóta hins
erlenda vinnuafls verða þeir
óhjákvæmilega að leyfa verka-
mönnunum að koma með fjöl-
skyldur sínar. Ef þeir notfærðu
sér almennt þá heimild, hlyti
það í framkvæmd að leiða til
fjölgunar í Sviss um tvær
milljónir manna eða svo. íbúar
Sviss eru naumast reiðubúnir
að stíga slíkt skref.
ENGINN þarf að furða sig
á því að þessi mál valdi Sviss-
lendingum áhyggjum. Ekki
þarf annað en að gera sér í
hugarlund, hverju það til dæm-
is geti valdið að útvega 700
þúsund fjölskyldum þak yfir
höfuðið Það ylli efalaust hús-
næðisskorti, sem ekki yrði unnt
að bæta úr fyrr en eftir mörg
ár. Auk þess yrði það senni-
Lega til þess, að fátækrahverfi
mynduðust, þar sem fjölmenn-
ur erlendur öreigalýður byggi.
Þá ber einnig að hafa í huga
þá þjóðernislegu árekstra, sem
auðveldlegá gæti komið til.
Það gæti orðið hinu svissneska
þjóðfélagi næstr erfitt menn-
ingarlega að innlima svo marga
útlendinga allt í einu.
Þegar Svisslendingar tóku
þátt í umræðum um aðild að
Efnahagsbandalagi Evrópu
reyndist vandamálið um vinnu-
artið náléga eins erfiður ásteyt-
ingarsteinn og hlutleysið. Sviss
lendingar stóðu á því fastar en
fótunum, að þeir gætu ekki
með nokkru móti tekið á sig
að hlíta ákvörðun Efnahags-
bandalagsins um frjálsan flutn
ing vinnuafls milli landa.
Þetta vandamál er ekki leng-
ur ofarlega á baugi, en hitt er
aftur á móti ljóst, að eftirlitið
með vinnuaflinu er ekki fram
Framhald á 13. síðu.
TÍMINN, sunnudaginn 19. ianúar 1964
z