Tíminn - 21.01.1964, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.01.1964, Blaðsíða 1
benzin eða diesel ^RÖVER j HEKLA Fyrsta sigling Goðaness gekk vel Fjórir aðilar í samgöngum Vestm.eyja KH-Reykjavík, 20. jan. Nú hefur snögglega skipt um í samgöngumálum Vest- mannaeyinga, svo að þeir mega vel við una. Nýstofnað flug- félag, Eyjaflug, hyggst innan skamms hefja flug milli Eyja og lands, og frá og með deginum í dag eru áætlaðar dagleg- ar skipaferðir milli Eyja og Þorlákshafnar. Goðanesið, áður varðskipið Gautur, fór sína fyrstu áætlunarferð frá Þorláks- höfn til Eyja í dag. — Goðanes er mikil sómafleyta, sagði Ragnar Jóhannesson, skip- stjóri á Goðanesi og annar eigandi þess, í viðtali við blaðið í dag. Hann var þá staddur í Þorlákshöfn, nýkominn á Goðanesi frá Hafnar- firði. — Ég hafði ekki reynt skip- ið áður, sagði hann, en nú er ég mjög ánægður, þetta er bezti sjó- Framhald á 15. síðu. DANSKA útvarpið hefur gert athyglisverða tilraun til að fá fólk með dáleiðslu tll að hætta að reykja. Dávaldurinn Paul Kofoed dáleiddi útvarpsfréttamanninn Georg Kringelback I áheyrn 200 þúsund útvarpshlustenda. Árangur dáleiðslunnar fyrstu dagana varð tá, aS Kringelbaek minkaðl við slg reykingarnar frá 30 sfgarettum niður f þrjár á dag. Paul Kofoed reyndi aftur nú um helgina, en f þaS skiptið reyndi hann aS dáleiða alla útvarpshlustendur tll að hætta að reykja. Okkur er ekki kunnugt um árangur þess, en hér á myndinnt sést Kofoed dáleiða Kringelback. DUNGAL RÆÐIR REYKINGAR OG KRABBAMEIN I UTVARPINU: Hættumerki: vondur hósti harður og að morgni KH-Reykjavík, 20. janúar Ekki er víst, að allir þeir, sem hlustuðu á þáttinn „Á blaðamannafundi" í útvarpinu í kvöld, hafi notið sígarettunn- ar sinnar eins vel og ella, eftir allar þær upplýsingar, sem yf- ir dundu um sjúkdóma og dauða af hennar völdiun. Pró- fessor Níels Dungal, sem svar aði spurningum Gunnars G. Schram, Indriða G. Þorsteins- sonar og Magnúsar Þórðarson- ar, sagði m. a.: „f 19 af hverj- um 20 dauðsföllum vegna krabbameins í lungum, sem verða hér á landi árlega, er um að ræða fólk, sem hefur reykt“. „Því fyrr, sem menn byrja að reykja þeim mun fyrr fá þeir kransæðastíflu“. „Ef menn byrja að reykja 12—13 ára, má búast við, að þeir deyi úr kransæðastíflu innan við fer- tugt“. „Pípureykingar mega heita meinlausar“. Hann lauk máli sínu með því að segja, að Framhalö á 15 sfðu. NÍELS DUNGAL NÝJA SÍLDARSÖLTUNARVÉLIN. SALTAR130-40 TUNNUR Á KLST. JK-Reykjavík, 20. janúar. íslenzki síldveiðiflotinn hættir sumarsíldveiðunum fyrri hluta saptembei og snýr sér að öðrum veiðum, en erlend síldveiðiskip halda þeim áfram með góðum árangri fram yfir áramót . Eitt af því, sem gerir rússneska flotanum kleift að halda skipum sínum svona lengi úti, er sérstök „söltun- arstúlka“ úir járni, sem sa'ltar um borð í 30—40 tunnur á klukku- stund. Rússneskir fiskitæknifræðingar haaf fundið upp síldarsöltunarvél, sem sparar mjög mikið vinnuafl. Þeir hafa legið á þessari vél sinni eins og ormur á gulli, og hafa all- ar tilraunir til þess að fá slíka vél keypta hingað til lands, verið árangurslausar. íslenzkir aðilar hafa fylgzt með þróun þessarar vélar frá því að greinar fóru fyrst að birtast um hana í rússneskum blöðum fyrir fjórum árum, en ekki hefur enn tekizt að smíða slíka vél hér né í nágrannalönd- unum. Á veiðarfæraþingi FAO, mat- vælastofnunar Sameinuðu þjóð- anna, sem Jakob Jakobsson fiski- fræðingur sótti í vetur, var lögð fram rúsnesk skýrsla, þar sem m.a. er lýst þessari síldarsöltunarvél. Jakob rekur vinnsluaðferðina stuttlega í grein í nýútkomnum Ægi. Færibönd flytja síldina að sjálfvirkum vöðlara, þar sem síld- inni er velt upp úr hæfilega miklu salti eða kryddi, sem berst t.d. með snigli að vöðlaranum. Við enda vöðlarans er látin tunna á titrings- bretti. Rennur síldin úr vöðlaran- um beint í tunnuna, þar sem titr- ingurinn raðar síldinni, án þess að mannshöndin komi þar nærri. „Söltunarstúlkan“ afkastar þannig 30—40 tunnum á klukkustund, en hér er það talið nokkuð gott hjá lifandi söltunarstúlku, ef hún salt- ar í tvær tunnur á sama tíma. Vél- ina má nota á landi jafnt sem sjó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.