Tíminn - 21.01.1964, Blaðsíða 16

Tíminn - 21.01.1964, Blaðsíða 16
ÞriSjudagur 21. janúar 1964 16. tbl. 48. árg. KS-EskifirSi, 20. jan. Myndin hér að neðan eir frá hafn argerðinni á Eskifirði, en þar var nýlega hafizt handa um byggingu nýs hafnargarðs. Verður hann mjög mikið mann- virki, á að ná um 200 metra út og verða um 70 metra breiður, eða um 14.000 fermetrar. Stálþilið, sem þarna verður komið upp, verður væntanlega um 150 metra langt og er áætlað, að það eitt muni kosta hvorki meira né minna en 5 milljónir króna fullgert. Hinn nýi hafnargarður verður famartega í firðinum, nokkuð innan við avo- nefndan Framkaupstað, en á mynd inni sést kaupstaðurinn í baksýn handan hafnargarðsins. Vitamála- stjórnin sér um framkvæmd hafn- argerðarinnar. (Ljósm.: KB). ÚRSLIT í 6. umferð: Tal—Wade 1—0 Gligoric—Freysteinn 1—0 Traustc—Guðmundur %—Vz Magnús—Nona %—% Johannessen—Ingvar 1—0 Friðrik—Ingi 1—0 Arinbjöm—Jón, biðskák. Eftir 6 umferðir er Tal efstur með 6 vinninga, næst ur kemur Friðrik með 4Í4 og biðskák, þá Gligoric með 4 og biðskák, Johannessen er 4. með 3 vinninga og 2 biðskákir, Ingi og Nona í 5. og 6. sæti með VA v. og biðskák og Magnús 7. með %Vi v. f 8. sæti er svo Guðmundur með 2 v. og 2 biðsk., þá Ingvar 9. með 2 v. og biðsk., og Wade 10. með 2 vinninga. Smjörvatnsheiði farin í fyrsta sinn að vetri til FB-Reykjavík, 20. jan. Fyrir nokkni fóru fjórir menn á jeppabflum yfir Smjöirvatnsheiði frá Hofteigi á Jökuldal til Hrapps- staða í Vopnafirði. Mun þetta vera í fyrsta sinn, sem ekið er yfir heiðina að vetrarlagi. Mikill áhugi er ríkjandi meðal Vopnfirðinga á því, að vegur verið ruddur yfir heiðina, enda myndi leiðin úr Jök- uldal í Vopnafjörð styttast um a'llt að 100 km. Ragnar Gunnarsson frá Foss- völlum á Jökuldal, sem vefið Hef- ur vegavinnuverkstjóri á þessum slóðum undanfarin ár, sagði okkur svo frá að 13. og 15. janúar hefði hann og þrír menn aðrir ekið yfir Smjörvatnsheiði í Vopnafjörð. Lögðu þeir upp frá Hofteigi á Jökuldal, eða nánar tiltekið eftir vegarruðningi, sem liggur milli Höfteigs og Hvannár upp með Svel'gsá og upp á heiðina. Fyrri daginn var veður ágætt og komust þeir að Hrappsstöðum í Vopnafirði eftir þriggja tíma akstur, en með Ragnari voru Gunnar sonur hons og auk hans Hörður Magnússon og Stefán Sigurðsson. f sumar hafði verið ruddur um 16—17 km langur vegarspotti frá Svelgsá og upp á háheiðina, 2 bm. frá sæluhúsinu. Höfðu fáir trú á því, að þarna mætti aka að vetrar- Framhal-d á 15. síSu. RÝMA FAXA þ KH-Reykjav£k, 20. janúar. SÍÐAN Síldar- 09 fisklmiölsverksmlðjan h.f., Kletti, keypti Faxaverk- smiðjuna qömlu i nóvember s. I., hefur verið unnið sleitulaust að þvi að endurbæta húsnæðið og rýma það fyrir nýjum vélum. Jónas Jónsson, fram- kvæmdastjóri, sagði blaðinu i dag, að markmiðið værl að hefja vinnslu í verksmiðjunni i vor eða allavega snemma næsta sumar. Endurbætur vlð verksmiðjuna verða mjög kostnaðarsamar, en lítið er nothæft af verk- smiðjunni, nema húsnæðið sjálft, tankarnir og gufuketllsanlegglð. Um þessar mundir er verið að athuga um kaup á nýjum vélum. Ljósmyndarl Tfmans, GE, tók þessa mynd í dag af verkamönnum, sem unnu að rým- Ingu i Faxa gamla. Engir sáttafundir í bílstjóradeilunni KJ-Reykjavík, 20. janúar. Engir sáttafundir hafa verið boð aðir f bflstjóradeilunni, og áætl-l unarferðir engar til Keflavíkur. I Landleiðir halda uppi ferðum með sama hætti og áður; einn vagn í förum, sem framkvæmdastjórinn1 Ágúst Hafberg ekur. i Bílstjóramir hjá Bifreiðastöð Keflavíkur hafa farið fram á að vera teknir inn á launasamþykkt Keflavíkurbæjar, og er verið að fjalla um þá ósk þeirra hjá bæjar- yfirvöldunum. Bifreiðastöð Kefla- víkur er eign Keflavíkurkaup-! staðar, en rekin sem sjálfstætt fyrirtæki, með sérstökum for-J stjóra. Þessi krafa bíl'stjóranna 1 virðist í fyllsta máta vera sjálf- sögð og eðlileg, enda eru bifreiða- stjórar hjá Strætisvögnum Reykja víkur og Strætisvögnum Kópavogs, á launasamþykktum hjá viðkom- andi borgar- og bæjaryfirvöldum. Framhald á 15. siðu. Framsóknarvist NÆSTKOMANDI föstudagskvöld kl. 8,30 verður spiluð Framsóknar- vist í félagsheimilinu Tjarnargötu 26. Allir eru velkomnir meðan hús- rúm Ieyfir. ENDURREISN EFNAHAGSLÍFSINS HELGI BERGS MUNIÐ félagsfund F.U.F. í Tjarnargötu 26 í kvöld kl. 8,30. — Helgi Bergs, ritari Framsóknar- flokksins, talar um endurreisn efnahagslífsins. Allt Framsóknar- fólk velkomið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.