Tíminn - 21.01.1964, Blaðsíða 15

Tíminn - 21.01.1964, Blaðsíða 15
LETTERS-BRÉF Framiiai'- ai bis 3 mánaða sumarleyfi Þjóðleikhúss- ins, sýningarstjórinn, sem nú leik- ur Laertes, er loftskeytamaður til sjós á sumrin, Hamletinn okkar hér og einn aðalleikari hússins fer í sveit og er þar önnum kaíinn við kindurnar sínar og annan búfénað á sumrin, þrír fara á síld eða skak svo af þessu má sjá, að íslenzkum leikurum verður<ekki núið því um nasir, að þeir forðist að blanda geði við aðrar stéttir. Þjóðleikhúsið verður að treysta á stöðuga aðsókn og stilhr því að- göngumiðaverði mjög í hóf, enda er tæplega nokkurt þjóðleikhús í Evrópu, sem hefur svo lágan rík- isstyrk, sem hið islenzka. List- rænar kröfur eru vel í meðallagi, og svo mikið er víst, að það sem stendur öllum þjóðleikhúsum fyr- ir listrænum þrifum, er leikari á föstum launum sem mætir dag- lega af skyldu fremur en löngun til að leggja sig allan fram, ber ekki líkt því eins mikið á þessu hér og t. d. í Danmörku. Hér rík- ir talsvert meiri áhugi og starfs- gleði og þó nokkuð meira um f jöl- hæfni. íslenzk tunga hefur líka mikla kosti fram yfir hin Norðurlanda- málin, þroskaðist og mótaðist sem mælskulistarmál á söguöldinni, þegar hinar gömlu íslendingasög- ur varðveittust í munnlegri geyimd frá kynslóð til kynslóðar, líkt og Hómerskviðurnar meðal Grikkja. íslenzka er flókið og erfitt tungu- mál, en mjög fjölbreytilegt og læt ur músíkalskt í eyrum. íslendingor eru feikileiknir í að tala önnur tungumál og þó er enn meiri bók- hneigð þeirra, yfir 300 bækur gefn ar þar út á ári og feikn selt af ensk um og amerískum bókum. í Reykja vík, þar sem 70 þús. af 180 þús. landsmanna eru búsettir, er lalið, að hver borgarbúi fari a. tn. k. ívlsvar í leikhús á vetri, sem éf' mun meira en þekkist á Bretlands- eyjum. Nýlega hófu ungir reyk- vískir áhugamenn um leikhúsmál útgáfu fallegs tímarits í líku sniði og Plays and Players og setja sér það mark að fá 1200 áskrifendur til að útgáfan beri sig. Efni rits- ins er ýmist sníkt, stolið eða feng ið að láni, að því er útgefendur sjálfir segja, en það^ lýsir hin- um furðulega áhuga Ólafs Mixa ritstjóra og félaga hans, að þeir skulu ráðast í að gefa út svo glæsi- legt tímarit með svo lítið fé handa á milli. En á bak við glæsiútlit rits ins liggur einlæg ósk útgefenda að örva leiklist borgarinnar og vara við sljóleika og stöðnun. SMJÖRVATNSHEIÐI Framhald af 16. síSu. lagi, en svo reyndist þó. Stóð veg- urinn upp úr á löngum köflum, og gekk ferðin greiðlega. Sælu- hús er uppi á Smjörvatnsheiði, og í nánd við það, komu þeir fjór- menningarnir á annan vegarruðn- ing, sem löngum var notaður hér áður fyrr, fyrir daga bifreiðanna, en þá lá vegurinn niður af Smjör- vatnsheiðinni niður Biskupsbrekku og niður að Fossvöllum, en sú leið er miklu blautari, og því var ákveðið að ryðja veginn upp frá Hofteigi í sumar, enda hafa Jökul- dælir og Hlíðar-bændur meiri not fyrir hann þar. Vegarkaflinn, sem ruddur var í sumar, kostaði um 25 þúsund krónur, og sagði Ragn- ar, að lítið þyrfti að gera til þess að leiðin niður í Vopnafjörð yrði sæmilega fær bílum. Yrði vegur ruddur yfir Smjör- vansheiði, styttist við það leiðin frá Austfjörðum til Vopnafjarðar gífurlega mikið. Frá Fossvöllum í Vopnafjörð er nú 130 km léið, þ.e. frá Fossvöllum í Möðrudal 60 km og írá Möðrudal í Vopnafjörð 70 km. Hins vegar er aðeins um 40 km leið frá Hofteigi að Hofi í Vopnafirði, en frá Fossvöllum að Hofteigi mun vera um 20 km. leið, svo á þessari vegalengd styttist vegurinn um rúmlega helming. Smjörvatnsheiði hefur ekki áður verið ekin að vetrarlagi, en Páll Sigurbjörnsson ráðunautur fór þessa leið einu sinni að sumarlagi, og einu sinni munu útlendingar hafa farið í bíl upp að sæluhús- inu. BÍLSTJÓRAR Framhald af 16. síðu. Ef Keflavíkurbær gengur að þessari kröfu bílsjóranna, er verk- fall á sérleyfisleiðinni Reykjavík — Keflavík — Reykjavík úr sög- unni, að því er varðar Bifreiða- stöð Keflavíkur. Aftur á móti myndi Steindór ekki hefja ferðir fyrr en samningar hafa tekizt hjá launþegadeild Frama. GODANES Framhald af 1. síðu. bátur, sem ég hef komið á. Meðeigandi Ragnars er bróðir hans, Ingvi, og er hann matsveinn á Goðanesi, og mun hann selja farþegum kaffi og brauð, svo og gosdrykki og tóbak. Auk þeirra bræðra eru tveir vélstjórar og stýrimaður. Öll skipshöfnin er frá Hafnarfirði. Þeir bræðiir - keyptu vardateTOð: Gaut snemma í þessum mánuði, létu mála það hvítt og skírðu Goðanes. Þeir hafa i hyggju að halda uppi daglegum ferðum milli Eyja og Þorlákshafnar, en B.S.Í. mun halda uppi bílferðum milli Þorlákshafnar og Reykjavíkur í sambandi við skipið. Áætlunin er kl. 7,30 á morgnana frá Vestmanna eyjum og kl. 8 um kvöldið aftur til baka frá Þorlákshöfn, svo að Vestmannaeyingar geta nú brugðið sér til Reykjavíkur að morgni og komið til baka að kvöldi. Goðanes tekur 25 farþega og er búið prýðilegum vistarverum. Sjö farþegar höfðu pantað far með Goðafossi, þegar blaðið talaði við Ragnar í dag. Hann sagði, að lend- ingin væri erfið í Þorlákshöfn í dag vegna veðurs, og eflaust ætti hún oft eftir að verða svo. Kvaðst hann reikna með að tapa úr ferð og ferð þess vegna, en í at hugun væri, að hafa Grindavík sem varahöfn, til þess að ekki þyrfti oft að falla úr ferð. Friðfinnur Finnsson í Eyjabúð annast alla afgreiðslu fyrir Goða- nes í Eyjum, en B.S.Í. í Reykja- vík. Er ekki að efa, að margur Eyjabúinn fagni tilkomu Goðaness, því að oft hafa flugferðir brugð- izt, og Herjólfur gengur aðeins tvisvar til þrisvar í viku milli lands og Eyja, svo að hér er um mikla samgöngubót að ræða. Útboðslýsing af 4 stórum diesel-rafstöðvum, sem óskast til kaups verður afhent á skrifstofu vorri, Ránargötu 18. n.k. mánudag og þriðjudag. Innkaupaetofnun ríkisins KRABBAMEIN FramnaiQ at 1 síðu. þegar morgunhóstinn breytist, verði þurrari og harðari, væri það alvarleg áminning til; manna um, að nú væri tími til j kominn að hætta að reykja. j Prófessor Dungal sætti mik-; illi gagnrýni, þegar hann árið 1950 skrifaði fyrstur manna grein í hið þekkta brezka lækna tímarit Lancet, þar sem hann vakti athygli á möguleikunum fyrir því, að sígarettureykingar stæðu í sambandi við lungna- krabbamein. Málið var tekið fyrir í leiðara blaðsins og Dung al véfengdur óspart. Nú hafa málin hins vegar snúist við, þannig að menn viðurkenna ekki aðeins möguleikann, held- ur eru fjölmargir vísindamenn sannfærðir um, að þarna sé samband á milli samanber hin- ar margumtöluðu skýrslur, sem birtar hafa verið að undan- förnu og byggðar eru á vísinda legum rannsóknum. Dungal sagði í útvarpsþætt- inum í kvöld, að í sígarettu- reyknum væru um 150 mismun andi efni, og ef unnt væri að segja, hvaða efni stæði í sam bandi við lungnakrabba, þá væri vandinn leystur en svo vel væri það ekki. Hann sagði, að mögulegt væri, að eins væri með krabbamein og berkla, veiran kynni að vera í flestum mönnum, og svo brytu reyking arnar niður mótstöðuafl líffæra eins og lungna og krabba- meinið blossaði upp. Hann skýrði einnig frá því, að hvít- blæðisveirur hefðu fundizt í eggjum, og að möguleiki væri á, að hænuungar fæddust með undir fyrrgreinda kenningu. veiruna og rennir það stoðum Prófessor Dungal fullyrti, að mun fleiri reykingamenn fcflilil.1,i.Jwaoi'ikraþUamein^- m. þcir, sem ekki reykja. Hann ságði, að samkfæmt vísindaleg- um rannsóknum væri dánartala 70% hærri hjá reykingamönn- um. Prófessor Dungal sagði, að hér á landi dæju árlega um 20 manns úr lungnakrabbameini, og af þeim væru 19 reykinga- menn Hann sagði, að lungna-1 krabbamein færi hraðvaxandi og enginn vafi væri á, að það væri vaxandi reykingum að kenna. Hann kvaðst ekki telja, að skýrsla þýzku vísindamann- anna, sem álíta lungnakrabba- mein fremur stafa af olíu- stybbu, kolaryki og útblásturs- lofti úr bifreiðum en sígarettu- reyk, væri jafnáreiðanleg og skýrsla bandarísku vísinda- mannanna, hún mundi ekki vera jafnvel undirbyggð og alls ekki eins víðtæk. Hann sagði, að kenning þeirra stæðist held- ur ekki, hvað t.d. Reykjavík snerti, því að krabbamein í lungum hefði verið svo til ó- þekkt hér, þangað til upp úr stríðinu, en þá gerðist það allt samtímis, að reykingar jukust, krabbamein jókst, og borgin fékk hitaveitu, svo að loftið hreinsaðist. „Maðurinn er jafn gamall og æðar hans“, sagði prófessor Dungal, þegar rætt var um aðra sjúkdóma, sem stæðu í sam- bandi við reykingar. Hann sagði, að það væri gegnumgang andi regla, að því fyrr, sem menn byrjuðu að reykja, þeim mun fyrr fengju þeir kransæða- stíflu. Hann kvaðst aldrei hafa vitað til þess, að maður, sem dáið hefði innan við fertugt úr kransæðastíflu, hefði ekki reykt. Hann fullyrti ,að þeir, sem byrjuðu að reykja 12—13 ára, væru líklegir til aS deyja innan við fertugt. Hann skýrði einnig frá því, að fjórða hvert heilaæxli sem upp kæmi í Bandaríkjunum núna, stafaði af lungnakrabbameini. Krabba- mein í barkakýli er einnig talið stafa af reykingum, og rnagasár er talið algengara meðal reyk- ingamanna en hinna. Hvaða ráð eru nú fyrir hendi? var prófessor Dungal spurður. Hann svaraði því til, að vitanlega væri áhrifaríkast að hætta að reykja sígarettur, en það væri mörgum erfitt og það væri ekki hægt að kenna mönnum að hætta að reykja. Æskilegt væri, ef hægt væri að framleiða skaðlausar sígarettur og það hefði verið reynt, t. d. að framleiða sígaretur úr spín- ati, en í ljós hefði komið, að all ar jurtir, sem brenna, fela í sér krabbameinsvaka. Hann taldi ágætt, ef reykingamenn gætu vanið sig á að taka í nefið, það væri skaðlaust, eins væru pípu reykingar svo til meinlausar, og upplagt væri að kenna kven- fólkinu að reykja pípu. Hann kvaðst vera á móti öUu banni, það gerði ekki ann- að en æsa upp löngun í það, sem bannað væri. Þó vildi hann banna tvennt: 1) lausasölu á sígarettum, serm orsakaði aukn- ar reykingar barna og unglinga, 2) reykingar á opinberum skemmtistöðum, t. d félags- heimilum og víðar. Að lokum sagði Dungal: — Það eru allir betur settir með að hætta að reykja, hversu lengi, sem þeir hafa reykt, og hversu gamlir, sem þeir eru. Og fyrstu aðvörunarmerki til reyk ingamanna um að vá sé fyrir dyrum, er, þegar morgunhóst- inn breytist, verður verri og harðari. Þá er örugglega kom- inn tími til að hætta að reykja. niín. 2. Hias Leitner á 1:28,85 mín. Síðan komu Riedel, Burger *og Fafck, en sjötti varð 'Vestur Þjóðverjinn Peter Posch. — f stórsvigskeppni kvenna sigraði Marielle Goitschel, en allar beztu skíðakonur heims kepptu þar, að undantekinni Jcan Sau- bert, Bandaríkjiiniun. Önnur varð Bochatay, Frakklandi, 3. Traudl Hecker, Austurríki, 4. Famose, Frakklandi, og 5. Cristl Haas, Austurríki. Víðivangur arstöðina, en gáfust síðan upp og ieigðu hana, cn vegna ófull- nægjandi lútaveitu vairð of lítill hiti í húsunum. Voru kratar fljótir að finna ráð við því: ÞEIR SETTU OLÍUKYND- INGU í GRÓÐRARSTÖÐINA! En þarna er ótakmarkaður jarð hiti svo að um tíma vildu kratair leggja hitaveitu til Hafnarfjarð ar frá Krýsuvík. En hvorki olíukynding né jarðhiti hafa hrokkið til í meðferð krata svo að í húsunum drápust bæð'i blóm og aðrair jurtir og varð leigjandinn að Ieggja af helm- inginn af gróðrarstöðinni til að hafa hita í hinn helminginn. Takk fyrir mig Geta nú bændur verið þakk- látir Gylfa og flokksbræðrum hans fyrir kennslu í búvísind- uin, verklegum og fræðilegum, en vafamál mun vera, að mörg- um þyki ráð þeirra og kunn- átta til fyrirmyndar." Íþréffir Hilmar Björnsson gerði einnig margt gott og Sigurður Jonny sýndi sinn langbezta leik. Mörk KR skorðuð Karl 12 (5 víti), Reynir 6, Sigurður Óskars- son 4 og Hilmar 3. Fram-liðið sýndi bókstaflega ekki neitt í þessum leik. Það var mjög misráðið að vanmeta KR- liðið, en þetta hefur komið mörgu góðu liði í koll. Það er athyglis- vert, að Fram reyndi aldrei að leika taktiskt í leiknum, ef undan- skildar eru hinar örfáu minútur í síðari hálfleik. Það virtist hafa mikil áhrif, að Sigurð Einarsson vantaði í liðið, en það er þó eng- an veginn aðalorsök fyrir ósigri. Ingólfur og Guðjón áttu mjög slæman dag — línumennirnir Jon og Tómas staðir og Hiimar og Ágúst Þór veikir hlekkir í vörn. — Mörk Fram skoruðu Ingólfur 7, Guðjón 4, Ágúst og Jón 3 hvor og Tómas og Karl Ben. 1 hvor. Dómari í leiknum var Valur Benediktsson og dæmdi þokka- lega. Innilegar þakkir flyt ég öllum mínum vinum sem minntust mín á 60 ára afmæli mínu með veglegum gjöfum og heillaskeytum. Við hjónin sendurn ykkur hugheilar kveðjur og ósk- ir um gott og gæfuríkt nýbyrjað ár með alúðarþakkir fyrir þau liðnu. Siggeir Lárusson JarSarför föður okkar Jóns Kristóbertssonar frá Súöavík, til heimilis að Holtsgötu 13, sem andaðist 14. janúar, fer fram frá Fossvogskirkju mlðvlkudaginn 22. janúar kl. 10,30. Blóm eru vln- samlegast afþökkuð. Þelm, sem vildu minnast hins látna, er bent á Ifknarstofnanir. Kristján Jónsson Matthias Jónsson Magnús Jónsson Áslaug Jónsdótfir Vigdís Jónsdóttir Ingólfur Jónsson. Innliegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andiát eiginmanns míns og föður okkar Major Edward F. Lennon Ragnheiður Liija Þórðardóttir Lennon og börn. Þökkum af alhug öllum, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall okkar elskaða sonar og bróður Sigfúsar Agnarssonar Helði, sem fórst með mótorbátnum Hilmari 29. nóv. s. I. Foreldrar og systkini. TÍMINN, þriðjudaginn 21. janúar 1964 — 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.