Tíminn - 21.01.1964, Page 6

Tíminn - 21.01.1964, Page 6
Ovæntustu úrslitin voru sigur ións Kristinss. gegn Guðmundi Á FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ voru tefldar biðskákir úr þremur fyrstu umferðunum. Fjórar skákir af sjö voru til lykta leiddar og munu úr- slitin í þeim ekki.hafa kornið nein um á óvart. Wade—Gligoric 0:1. Johannesen—Freysteinn 1:0. Nona—Trausti 1:0. Jón—Wade VnVi. Trausti—Jón biðsk. Ingi—Guðmundur biðsk. Gligoric—Guðmundur biðsk. Wade-GIigoric. — Gligoric var fljótur að vinna úr yfirburðum sínum, enda mun biðstaðan hafa verið algjörlega vonlaus fyrir Wade. Johannesen-Freysteinn. — Frey- steinn gafst upp eftir að hafa séð biðleik Norðmannsins. Nona-Trausti. — Nona sigraði en varla af eins miklu öryggi og búizt hafði verið við. f hita bardag ans gaf hún Trausta færi á takt- iskri vendingu, sem hefði fyllilega jafnað taflið fyrir hann, en til allrar hamingju fyrir hana, sást honum yfir þetta. Jón-Wade. — Wade tókst aldrei að sigrast á traustri vörn Jóns, enda þótt hann ynni peð í áfram- haldinu. Ingi-Guðmundur. — Þessi skák átti að teflast í 1. umferð, en var írestað vegna veikinda Guðmund- ar. Ingi beitti Réti-byrjun, sem Guðmundur svaraði með hinni traustu New York uppbyggingu, þ e. 1. Rf3, d5 2. c4, c6. 3. b3, Rf6. 4. g3, Bf5 o. s. frv- Skákin varð snemma flókin og eyddu teflend- ur miklum tíma í að sjá fram úr flækjunum, Ingi þó sérstaklega. Þegar leiknir höfðu verið um 20 leikir, var Ingi farinn að leika hraðskák, en Guðmundur hreifst með um 15 leikjum síðar. í hinu æðisgengna tímahraki tókst Inga að næla sér í peð og stendur hann nú mun betur að vígi í biðstöð- unni. Jón, sem átti hagstæða stöðu í skák sinni við Trausta, tókst ekki að leiða þá skák til lykta, og Gli- goric og Guðmundur gátu að skilj- anlegum ástæðum ekki tekið til við sína skák. 4. UMFERÐ. Tal-Gligoric 1:0. Friðrik-Ingvar 1:0. Freysteinn-Ingi 0:1. Guðmundur-Jón 0:1. Trausti-Wade %:%. Arinbjörn-Magnús %: V2. Nona-Johannesen biðsk. Tal-Gligoric. — Eins og vænta niátti, var mikill fjöldi áhorfenda saman kominn til að fylgjast með viðureign þessara frægu skák- kappa. Tal opnaði taflið með 1. e4, og Gligoric svaraði með —, e5. — Skákin þræddi frá upphafi hinn hefðbundna farveg Spánska leiks- ins, en í 14. leik bryddaði Tal upp á nýjung, sem fyrst leit dagsins ljós i Havanaskákmótinu 1963. — Gligoric hefur sennilega ekki kann azt við leikinn, því að hann braut heilann lengi um svarið og virtist ekki finna viðunandi lausn. Hann tók það ráð að losa um spennuna á miðborðinu, en við það urðu menn Tals svo virkir, að svörtu kóngsstöðunni var hreinn háski búinn. í 28. leik afréð Gligoric að láta af hendi skiptamun til að stemma stigu við áreitni hvítu mannanna, en þetta virtist ekki koma að neinu haldi. Tal hélt sóhn sinni til streitu og hagur Gligoric versnaði í sífellu. í 39. leik lék hann af sér manni í tímaþröng og kaus þá að gefast upp. 1. e4, e5. 2. Rf3, Rc6. 3. Bb5, a6. 4. Ba4, Rf6. 5. 0-0, Be7. 6. Hel, b5. 7. Bb3, d6. 8. c3, 0-0. 9. h3, Ra5. 10. Bc2, c5. 11. d4, Dc7. 12. Rbd2, Bd7. 13. Rfl, He8. 14. b3, — (Þessi leikur kom fyrst fram í skákunum Geller-Ivkov og Tal- Matanovic í Havana 1963 og reynd- ist hann í báðum tilfellum vel). með 10. —, Db6. Hvítur leikur þá bezt 11. dxe5 og hefur frjálsari stöðu eftir —, Rxe5. 12. Rxe5, Bxe5. 13. Bh6 o. s. frv. Drepi svartur fyrst peðið á b2 á hvítur völ á ýmsum taktiskum vending- um, sem gera peðsránið í hæsta máta varhugavert: 11. —, Dxb2. 12. Hcl, Rxe5. 13. Rxe5, Bxe5. 14. Be7, He8 (Ef 14. —, Bxc3 þá 15. Hc2 og svartur tapar skiptamun). 15. Bc5 og nú á svarta drottningin ekki undankomu auðið). 10. — De8? 11. d5, Rb6. 12. Bb3, c5. (Svarti gezt ekki að því, hversu staðan verður opin eftir 12. —, cxd5. 13. exd5, en sennilega var þetta þó skásta úrræðið). 13. a4, Bd7. (Eða 13. —, c4. 14. a5). 14. a5, Rc8. 15. Be3, — 14. —, cxd4. (Ivkov kaus að halda miðborðinu lokuðu og er það vafalaust skárri kosturinn). 15. cxd4, Rc6. 16. Bb2, Rxd4. 17 Rxd4, exd4. 18 Hcl, — (Hótar 19. e5 ásamt 20. Bxh7t). 18. —, Dd8. 19. Dxd4, Bf8. 20. Hcdl, Hc8. 21. Bbl, Bc6. 22. Rg3, — -ör (Hvítur er nú farinn að færa sig allmjög upp á skaftið). 22. —, d5. (Gligoric sér réttilega, að einhliða vörn muni ekki nægja og leitar því mótaðgerða á miðborðinu). 23. De3, Rd7. 24. Rf5, f6. 25. Dg3, Dc7. 26. Dg4, Re5. (Svartur afræður að fórna skipta- mun, enda virðist hann ekki eiga annars úrkosti. 26. —, dxe4 mundi stranda á 27, Rxg7, og eftir 26. —, Kh8. 27. exd5, Bxd5. 28. Hxe8. Hxe8. 29. Rxg7, Bxg7. 3Ö. Dh5 er svartur glataður. Eða 26. —, Kh8. 27. exd5, Hxelf 28. Hxel, Bxd5. 29. Re7 og vinnur). 27. Bxe5, Hxe5. (Að sjálfsögðu ekki 27. —, Dxe5 vegna 28. Rh6t ásamt 29. Rf7t. Með 27. —, fxe5 gæti svartur hald- ið skiptamuninum til haga, en eftir 28. exd5 er svartur ekki öfunds- verður af stöðu sinni). 28. Rh6t, Kh8. 29. Rf7+ Dxf7. 30- Dxc8, Bb7. (Að sjálfsögðu er vinningurinn í þessari stöðu aðeins tæknilegt atr- iði fyrir Tal). 31. Dc3, b4. 32. Dcl, dxe4. (Svartur hefur nú fengið peð upp í skiptamuninn, n ekki getur það talizt sárabót). 33. Hd8, g5. 34. Dd2, Bc6. 35. Dd6, Be8. 36. Db8, Kg7. 37. Hxe4, Hb5. 38. Da8, Bd7. 39. Bd3, Hd5. 40. Hxf8. (Svartur gafst upp). (Nú kemst svartur ekki hjá peðs- tapi. T. d. 15. — De7. 16. d6 og taki svartur peðið, tapar hann minnst skiptamuni. 15. —, Ra6 strandar á 16. Bc4 og nú gagnar — De7 heldur ekki vegna 17. d6). 15. —, c4. ^órnar P.e^i til ..tó .J+Wpjddar- anum 1 gagnið meo rT^ikviriningi^. «; Mftifr I (Svartur er veikastur fvrir á drottningarvængnum og þess vegna rökrétt að hvítur stefni liði sínu þangað. Leikurinn miðar auk þess að framrás f-peðsins hvíta). 17. —, Rxc4. 18. Rxc4, Ra6. 19. Db3, Db8. 20. Hacl, — (Áður en hvítur hefst handa á f- línunni, vill hann lokka svarta hrókinn á brott frá svarta kóngn- um. Þetta tekst). 20. — Hc8. 21. f4, Rc5. 22. Bxc5, Hxc5. 23. Rxe5, Bxe5. 24. fxe5, Hxa5. 25. e6, — (Svartur gafst upp, þar eð staða hans hrynur í örfáum leikjum). Freysteinn-Ingi. — Freysteinn beitti svonefndri fjögurra peða ár- ás gegn Kóngs-indverskri vörn Inga: 1. d4, Rf6. 2. c4, g6. 3. Rc3, Bg7. 4. e4, 0-0. 5. f4, og náði betra tafli eftir að Ingi hafði gert mis- heppnaða tilraun með nýjung í byrjuninni. Framhaldið tefldi hann hins vegar ekki sem bezt og gaf Inga óþarfa færi á kóngsvængn um. Sókn Inga reyndist svo hættu- leg, að Freysteinn varð að hætta við aðgerðir sínar á drottningar- vængnum og leggjast í algjöra vörn. Þrátt fyrir mikið tímahrak seig Ingi þó sífellt á og Freysteinn missti hvert peðið á fætur öðru. Þegar leiknir höfðu verið 39 leik- ir sá Freysteinn fram á vonleysi aðstöðu sinnar og gafst upp, enda þá kominn með tvö peð undir. Friðrik-Ingvar. - Teflt var Tich- gorin afbrigði Slafnesku varnarinn ar: 1. d4, d5. 2. c4, c6. 3. Rc3, Rf6. 4. e3, g6. 5. Rf3, Bg7. 6. Be2, o-o. 7. 0-0. Ingvar kaus að losa um spenn- una á miðborðinu og leita fram- rásar á e-línunni, en þetta gafst honuim ekki vel: 7. —, dxc4. 8. Bxc4, Rfd7. 9. e4, e5. 10. Bg5!? (Nokkuð djarfur leikur, sem svart ur kynni að geta fært sér í nyt Guðmundur-Jón. — Guðmundur beitti Samisch-uppbyggingunni gegn Kóngs-indverskri vörn Jóns: 1. d4, Rf6. 2. c4, g6. 3. Rc3, Bg7. 4. e4, d6. 5. f3. Hann hrókeraði langt i framhaldinu og hóf síðan sókn á hægri armi, gegn kóngi svarts. Jón reyndi hins vegar mót- aðgerðir á drottningarvængnum. Þegar komið var fram í rniðtafl, var orðið ljóst, að sókn Guðmund- ar hafði orðið ofan á og uppgjöf Jóns virtist aðeins tímaspursmál Þá skeði ógæfan. Guðmundur gaf Jóni færi á snjallri drottningar- fórn, sem fyllilega jafnaði taflið fyrir Jón, ef ekki meira. Guðmund ur gerði örvæntingarfulla vinn- ingstilraun undir lokin, en hún reyndist illa og Guðmundur stóð eftir með tapað tafl. Gafst hann þá upp. — Þessi úrslit eru vafa- laust þau óvæntustu í mótinu hing að til, a. m. k. ef miðað er við gang skákarinnar. Trausti-Wade. — Hér var tefld Tarrasch-vörn í drottningarbragði: 1. d4, d5. 2. c4, e6. 3. Rc3, c5. 4. cxd5, exd5. 5. Rf3. Mikil uppskipti urðu í miðtaflinu og tókst Trausta að ná upp nokkuð hagstæðara endatafli með því að gefa Wade tvípeð á f-línunni. Ekkktókst hon- um þó að færa sér stöðuyfirburði sína í nyt og bauð hann jafntefli eftir að hafa gert nokkrar árang- urslausar vinningstilraunir. Arinbjörn-Magnús. — Magnús beitti Nimzo-indverskri vörn gegn drottningarpeðsbyrjun Arinbjarn- ar: 1. d4, Rf6. 2. c4, e6. 3. Rc3, Bb4. Staðan upp úr byrjuninni var nokkuð svipuð, en í framhald inu gerði Arinbjörn hæpna tilraun til að vinna peð á miðborðinu. Að --------‘ —;— TÓMAS KARLSSON ritar réttu lagi hefði þetta átt að leiða til skiptamunstaps fyrir hann, en Magnúsi yfirsást þetta lika og féll þá allt í Ijúfa löð. Arinbjörn gerði nokkrar vinningstilraunir síð ar í skákinni, en sætti sig svo við jafntefli. Nona-Johannesen. — Johanne- sen mætti Kóngspeðsbyrjun Nonu með Sikileyjarvörn. Staðan virtist nokkuð jöfn upp úr byrjuninni, en framhaldið tefldi Nona fremur slaklega og náði Johannesen þá írumkvæðinu. Nonu tókst þó að halda í horfinu, en rétt fyrir bið varð henni á að leika af sér peði. Þrátt fyrir þetta ætti hún þó að geta haldið jafntefli í biðskákinni. 5. UMFERÐ. Jón-Tal 0:1. GIigoric-Arinbjörn 1:0. Magnús-Freysteinn 1:0. Wade-Guðmundur V2: Vi. Ingi-Nona V2: V2. Ingvar-Trausti biðsk. Johannesen-Friðrik biðsk. Um 5. umferð verður skrifað í blaðið á morgun. ★ FUNDIR voru stuttir í báðum deildum Alþingis í gær. ★ í EFRI DEILD hafði Gunnar Thoroddsen framsögu fyrir frum- varpi um afnám laga um verðlagsskrá. Málinu var umræðulaust vísað til 2. umr. og fjárhagsnefndar. ★ FRUMVARP um sölu Litlagerðis í Grýtubakkahreppi var til 2. umr. Bjartmar Guðmundsson hafði framsögu fyrir áliti landbúnaðar- nefndar. Frumvarpið var samþykkt til 3. umr. ★ í NEÐRI DEILD hafði Emil Jónsson, félagsmálaráðherra, fram- sögu fyrir frumvarpi ríkisstjórnarinnar um 15% hækkun á bótum almannatrygginga, annarra en fjölskyldubóta. Sagði ráðherrann frumvarpið flutt í samræmi við fyrri fyrirheit, þ. e. að bætur al- mannatrygginga myndu hækka jafnmikið og um semdist í hinum almennu kaupgjaldssamningum í desembermámuði s. 1. Frum- varpinu var samhljóða vísað til 2. umr. og heilbrigðis- og félags- málanefndar- ★ ÞÁ VAR frumvarp um meðferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra afgreitt til efri deildar. + ALMENNT er búizt við, að skammt sé að bíða frumvarpa frá rík- isstjórninni um aðgerðir í efnahagsmálum. Kona óskast Kona óskast í eldhús Kópavogshælis í 4 tíma á dag. Upplýsingar gefur matráðskonan í síma 41502. Reykjavík, 20. janúar 1964 Skrifstofa síkisspítalanna ÚTBOÐ Tilboð óskast í sölu á 8000 kg. af flísalími og fyll- ingaefni í raufar milli flísa. Útboðsskilmála skal vitja í skrifstofu vora, Vonar- stræti 8. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar 6 TÍMINN, þriSjudaglnn 21. ianúar 1964

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.