Tíminn - 21.01.1964, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.01.1964, Blaðsíða 4
t. ' .I*. IÞRDT TIR RITSTJÓRI: HALLUR SÍMONARSON Sfelg á línuna ÞARNA komst GuSlaugur Bergmann, KR, ( gott fseri i leiknum á sunnudag inn. En hann steig á l(n- una og skoraði þvf ekki. — Þelr fylgjast með, Slg- urSur Óskarsson til hægrl og Ágúst Þór, Fram, til vlnstrl. Úrslit í 1. deild um helg- ina: KR—Fram 25:19 FH—Vík. Staðan þessi: Fram FH ÍR KR Vík. Árm. í 1. 35:22 deild er þá 121:94 118:101 96:105 112:101 94:96 72:93 Fram-vélin hikstaði í byr j- Og KR vann íslandlsmeistarana óvænt 25:19 Alf-Reykjavík, 20. janúar ÞaS ótrúlega skeði að Hálogalandi á sunnudagskvöld, að liðið, sem loðað hefur við botninn í 1. deild, KR, gersigraði fslandsmeistara Fram. Aðeins 19 sinnum tókst hinum leik- vönu íslandsmeisturum að skora í gegnum KR-vörnina, en máttu gera sér að góðu að horfa á eftir knettinum í eigið mark 25 sinnum. — Og hvað skeði eiginlega? Við getum sagt, að KR hafi átt sólskinsdag eftir dimmviðri í undangengnum leikjum — en það sem fyrst og fremst gerði þessa „sensa- sjón" að raunveruleika var að Fram-vélin hikstaði fljótlega í fyrri hálfleiknum, drap á sér, og komst aldrei aftur í gang. Þessi óvæntu úrslit setja stórt strik í reikninginn varðandi bar- áttuna um efsta sætið og nú er FH aftur komið inn í spilið. Á- horfendur að Hálogalandi á sunnu dagskvöld fögnuðu úrslitunum á- kaflega — hvað er líka varið í mót, þar sem einn aðilinn er svo sterkur, að úrslitin eru ráðin eft- ir einn til tvo leiki? Byrjunin hjá Fram var ekki svo slæm. Eftir 8 mínútna leik mátti sjá á markatöflunni 5:2 fyrir Fram. En svo kom kaflinn þar sem úrslitin voru ráðin. Á næstu 20 mínútum skoraði Fram aðeins eitt mark gegn 10 mörkum KR! Þetta skeði: • Fram lék alls enga taktik og sóknarleikurinn mjög sundurlaus. Að sama skaoi var vörnin eins og opin flóðgátt. • Stórskyttan Inoólfur Ósk- arsson var miður sín og hvað eftir annað skaut hann framhjá í dauðafaari Sömu söau var að segja um Guðjón Jónsson. • KR-inqar héldu knettinum og skutu aldrei nema í góðu færi. Þessu stjórn- aði Karl Jóhannsson snilld arlega. • KR sendi Reyni Jóhanns- son inn á línu og ásamt Sigurði Óskarssyni og Guð laugi Bergmann, virkaði hann eins oa fleygur í vörnina hjá Fram. © Siqurður Jonny, mark- vörður KR, átti skínandi dag og greip alltaf inn í, begar mest reið á. • KR stiórnaði hraðanum eft ir eiain vild og hálfvegis svæfði leikmenn Fram. Hlutföllin héldust óbreytt fram að hléi og þá var staðan 13:8 fyrir KR. Og þessi mimur var meira en Fram þoldi. Leilcmenn Fram, sem komu mjög sigurvissir til leiks, gerðu sér ekki grein fyrir hvað var að ske fyrr en um seinan. Á bessu sama flöskuðu þeir, þegar þeir töpuðu fyrir Víking í fslands mótinu i fyrra. Og þótt Fram reyndi að leika taktiskt fyrst í byrj un síðari bálfleiks, rann allt út í sandinn, taugarnar voru úr sam- bandi. Fram náði aldrei að minnka fimm marka forskotið utan einu sinni, en hins vegar jók KR for- skotið — mest upp í 8 mörk. Karl Jóhannsson var mjóg góður í síð- ari hálfleiknum og stjórnaði öll- um aðgerðum KR eins og snjall hershöfðingi. Og þegar yfir lauk, var munurinn sex mörk, 25:19. Þessi KR sigur var í alla staði verðskuldaður, KR var betra liðið í þessum leik, en hins vegar efast ég stórlega um, að Fram geti leik- ið jafn illa aftur. Karl Jóhannsson var maðurinn á bak við þennan sigur KR. Það er mikil list að geta haldið „tempói" niðri, en því stjórnaði Karl. Og þegar síðari hálfleikur byrjaði, má segja, að KR-liðið hafi verið því sem næst óþreytt fyrir bragðið. Mismunur á úthaldi, sem Fram hefur örugglega meira en KR, hafði því ekkert að segja. Að öðru leyti komu Sigurður Ósk- arsson (fyrrv. markvörður) Reyn ir-Ólafsson og Guðlaugur, sem er orðinn mjög sterkur varnarmað- ur, bezt frá leiknum. Þessir menn héldu uppi aðgerðum á línunni og tókst mætavel upp. — Nýliði Framhald á 15. siðu. 0 0 í 2. deild fóru tveir leik- ir fram um helgina. Þróttur—Breiðab. 45:17 Haukar—Keflavík 30:13 í 2. deild er Þróttur nú efstur, en Haukar fylgja fast eftir, hafa ekki tapað leik, en leikið færri leiki — Allar líkur eru samt fyrir því, að Þróttur vinni sig aftur upp í 1. deild. — Þótt Haukar sýndu yfir- burði yfir Kefiavík, nálg- ast liðið ekki styrkleika Þróttar, auk þess sem Hauk ar eiga eftir að yfirstíga jafnerfiðan þröskuld, sem Valur er. Gaman verður þó að fylgjast með viðureign Þróttara og Hauka, en leik ur þessara aðila fer fram innan skamms. Aðrir leikir um helgina: Víkingur vann Keflavík í 3. flokki karla með 13:7. — Fram vann Ármann heldur óvænt í 2. flokki kvenna með 4:2 í mjög spennandi leik. Þá vann FH í 2. flokki kvenna Keflavík með 5:4 og KR vann Breiðablik í sama aldursflokki með 9:3. Tveir leikir fóru fram í 1. flokki karla. FH vann KR og Ármann vann ÍR. Næstu leikir í íslands- mótinu í handknattleik fara fram n.k. miðviku- dagskvöld og fara þá fram þrír leikir í meistaraflokki kvenna. KR-sigurmn virkaði ains og vítamínsprauta á F.H. — FH vann Víking með 13 marka mun, 35:22 Alf-Reykjavík, 20. janúar Hinn mjög svo óvænti sigur KR yfir Fram verkaði eins og vítamínssprauta á FH-liðið, sem mætti Víkingum í síðari leiknum á sunnudaginn. FH hafði fengið pullið tækifæri og það var auðséð, að FH kunni að meta bað. Víkingslið ið var gjörsamlega brotið nið ur og hvað eftir annað storm- uðu FH-menn fram völlinn og skoruðu. Þegar dómarinn, Sveinn Kristiánsson. flautaði leikinn af. skildu 13 mörk á milli, 35:22. Leikurin var aðeins jafn fyrstu 10 mínúturnar. Víkingur komst yfir 3:2, en síðan ekki söguna meir. Stórskotalið FH fór af stað og Víkingsvörnin var eins og lauf- blað í vindi, þegar hún átti við Ragnar Jónsson annars vegar. f hálfleik skildu sjö mörk á milli 15:8 og strax í síðari hálfleiknum tók bilið að stækka enn. Páll Ei- ríksson, leikmaður í stórkostlegri framför, var aðal ógnvaldur FH þegar líða tók á síðari hálfleik- inn, þrátt fyrir að áhangendur Vík ings á áhorfendapöllunum reyndu að koma honum úr sambandi með köllum. f Víklngsliðinu voru Jóhann og Þórarinn einu mennirnir, sem reyndu eitthvað, en þeir ’tveir ein- ir voru harla lítils megaifíli. Hjá FH voru beztir Páll og Ragn ar, en auk þess átti Hjalti í mark inu prýðisgóðan leik og virðist hann nú vera að ná sínu fyrra. — Mörk FH skoruðu Páll 9, Ragnar 8, Kristján 5, Birgir og Örn 4 hvor, Guðlaugur og Auðunn 2 hvor og Bergþór 1. Víkingsliðið var mjög sundur- laust. Þórarinn og Jóhann voru beztu menn liðsins. Víkingsliðið má enn herða sig. Mörkin skor- uðu Þórarinn 8. Jóhann 5. Pétur 4. Björn B. og Rósmundur 2 hvor og Sig. H. 1. Dómari var eins og fyrr segir, Sveinn Kristjánsson. TÍMINN, þriðjudaginn 21. janúar 1964 —■ 4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.