Tíminn - 21.01.1964, Blaðsíða 13

Tíminn - 21.01.1964, Blaðsíða 13
 KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR Framhaia al 8 síðu stjórnarvöld flugvalla þessara til að setjá alls konar takmarkanir á flug, sem óumdeilanlega eru til mikils óhagræðis fyrir flugfélög- in. Þess vegna er þróunin sú, eins og dæmin sanna, að nýjustu flug- stöðvar, eins og t. d. Dullcs Inter- national við Washington og Ar- landa við Stokkhólm, eru jafnvel 1 meiri fjarlægð frá borgunum en Keflavíkurflugvöllur frá Reykja- víkurborg. Er ekki öllu meiri hætta á því, að íslendingar myndu slg öll met, með því að kosta til hundruðum milljóna i nýjan flugvöll, svo að segja við hliðina á tilsvarandi flug stöð, þar sem mat á fjárfestingu við þau flugvallarmannvirki mun í dag nema a. m. k. 4.000 milljón- um króna? Og hvað gagnar Vest- mannaeyingum að byggður verði nýr flugvöllur á Álftanesi, eða tugum miiljóna verði eytt í bráða birgðaviðgerð á Reykjavíkurflug- velli? Hætt er við að þeir verði, í enn ríkari mæli en áður að ferð ast með skipum. Það eina, sem vitanlega gagnar Vestmannaeying- um er að byggður sé flugvöllur í Vestmannaeyjum; flugvöllur, sem hægt er að athafna sig á, í svo að segja hvaða veðri sem er. Sama máli gegnir með önnur byggðarlög þessa lands, sem erfitt eiga með flugsamgöngur. Er ekki hætt við því, að lítið yrði aflögu til endurbóta í flugsamgöngum innanlands, ef úr flugvallarbygg- ingu yrði á Álftanesi? Sá tími er á næsta leiti, að nú- vcrandi flugvélakostur flugfélag- anna þarfnast endurnýjunar. Flug vélar þær, sem koma munu í stað inn, verða stærri og mun hrað- fleygari. Þetta leiðir af sér, að stækka þarf flugvellina. og búa þá nákvæmari og dýrari öryggistæki um. en gerast í dag. Augljóst er, að það myndi verða þióðas-heildinni að mestu gagni, að nota fiármuni þá, sem nýr flug völlur við Faxaflóa kostar. til ný- bvgainga og endurbóta á flugvöll um þeim, sem fyrir eru víðs vegar á landinu. Yrði þessi stefna tekin, myndi þess skammt að bíða að full kominn varaflugvöllur fyrir milli- landaflug, t. d. á Akureyri eða annars staðar á Norðausturlandi, v.rði að veruleika. Flugvallarstjórinn á Keflavíkurflugvelli RÁÐHÚSIÐ Framhaid al 7 síðu þarf til en að byggja. Það þarf mikið fé til að halda sölunum við og gæða þá lífsanda------- Þriðja til sjöunda hæð í háhýs- Inu eru ætlaðar fyrir skrifstofur og fundaherbergi í þágu borgar- innar. Þær ei u að flatarmáli sam- tals svipað og ein hæð í stóra húsinu Áflunda hæðin er svo ætluð fyrii matsal og svalir. Kostnaður. Og enn nokkur orð um kostn- aðinn. Húsið er áætlað að kosta um 120 millj. kr. Lóðakaup og -húsa, sem fyrirhugað er að rífa, mun varla kosta minni upphæð og e.t.v. meiri. Þetta er mikið fjármagn fyrir ekki stærra hús, en hér er í ráði að byggja. Á þriðja hundrað milljónir. — En e.t.v. verður frestað um nokkur ár eða áratugi, að rífa sum húsin. Það er sennilegt, — og þá minnkar kostnaðurinn eða dreifist á langt árabil. Ef til vill verður líka tekin sú ákvörðun, að fylla upp Tjörnina nokkra tugi metra suður af ráðhúsinu, og gæti það dregið úi kostnaðinum — Menn taka þessu kannske sem fjarstæðu. En hvað getur ekki gerct? Við lesum það í greinargerð ráðhúsnefndar, að í raun og veru aukist Tjörnin við það, að af - TÍMINN, þriðjudaginn 21. janúar henni eru teknir 5500 m2 undir ráðhúsið, en við hana bætast 2500 m2, þegar Skothúsvegurinn verður rifinn. Greinargerðin seg- ir, að þessi framkvæmd bæti margfaldlega upp þá skerðingu, sem verður á Tjöminni vegna ráð'nússins! Ég gerist ekki talsmaður þess, að minnka Tjörnina. En þó skal játað. að ekki er höfuðatriði, hvort Tjörnin sé nokkur hundruð fermtr. minni eða stærri, heldur, að vel sé að henni búið og snyrti- lega. Hún vel lýst upp og vel hreinsuð og vatnið í henni end- urnýjað, þ.e. leitt í hana renn- andi vatn. Bjartsýni: Ráðhúsnefnd telur, að sú breyt ing, sem verður á umferðaræð- um, við það að Skothúsvegur verði rifinn og Vonarstræti tekið undir torg, muni „ekki hafa telj- andi áhrif á umferðarmál borgar- innar.“ Þeir, sem eru kunnugir um- ferðinni um þessar götur, einkum Skothúsveginn, telja þetta mikla bjartsýni! Tvær umræður: Sá háttur er venjulega hér í bæjarstjórn, að hafa tvær um- ræður um flest meiri háttar mál, ekki sízt þegar um stærri fjár- hagsatriði er að ræða. Færi vel á að hafa þenna hátt í þessu stórmáli, sem hér er til um- ræðu. í framhaldi af því, sem ég hef sagt, er ástæða til að athuga mál- ið betur og fresta afgreiðslu þess til næsta fundar. Þá kynnu að koma fram breyttill. við teikning arnar, sem væru til bóta. Og allir viljum við það bezta fyrir hönd ráðhússins. Ég legg áherzlu á, að séu teikningarnar fullkomnar og mál- ið gott, þolir það sannarlega, að borgarbúar fáj. ^að^kynna sér það gaumgæfilegá, J83ur en fulln- aðarsamþykkt er gerð um það. Ég legg til, að málinu verði, að lokinni umræðu hér í dag, frestað til næsta reglulegs fundar. Hestamenn 4 vetra hryssa og folald af mjög góðu reiðhesta- kyni til sölu. Upplýsingar að Dalshúsi við Breiðholtsveg, eftir kl. 9 á kvöldin. á traktor, til leigu. Tökum að okkur smærri og stærri verk. Upplýsingar í símum 35740 og 32143 Gerum við kaldavitnskrana og W.C kassa Vatnsveiia Reykjavíkur Símar 13134 og 18000. Fjölhæfastá íaráftæklé á 1 fi3i\ V«ó aföáúJMH Si ’ ó í BENZIN EÐA dIesel Þeir, sem ætla sér að kaupa Land-Rover fyrir vorið ættu að senda pantanir sínar strax, vegna mikillar eftirspurnar og langs afgreiðslutíma hjá verksmiðjunum. Heildverzlunin HEKLA h.f. Laugavegi 170—172 — Sími 22440 Regnklæði áiostakkar og önnur reqnk'æði M'kili afsláttur gefinn Vopni Aðrr'stræti 16 við hliðina á bílasölunni Höfum kaupendur að 3ja 4ra og 5 herb. íbúðum TE7CGINGAR FASTEIGNiE Austurstræti 10 5 hæð Símar M85C og 13428 Þorrablót Framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi verður haldið að Glaðheimum, Vogum, laugardag- inn 8. febrúar n.k., og hefst kl. 20. Miðar fást hjá eftirtöldum aðilum: Helga Ólafssyni, Kópa'ogi, sími 40647 Sigfúsi Þorgrímssyni, Keflavík, sími 2263 Sigurði Jónssyni, Seltjarnarnesi, sími 15260 Guðlaugi Aðalsteinssyni, Vogum, sími 10 B. Miðanna sé vivjað fyrir fimmtudag, 6. febrúar. Skemmtiatriði auglýst síðar. Nefndin Iðnskóiinn í Reykjavík Námskeið í ensku tæknimáli fyrir rafvirkja og bif- vélavirkja — (sveina og meistara) verður haldið ef næg þátttaka fæst. Væntanlegir nemendur þurfa að hafa undirstöðu- þekkingu í ensku — Kennsla fer fram eftir kl. 5 e.h. daglega, nema laugardaga, og hefst sennilega miðvikudaginn 29. þ.m. Námskeiðsgjald kr. 200,— greiðist við innritun. Skólastjóri 1964 — 13 i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.