Tíminn - 21.01.1964, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.01.1964, Blaðsíða 2
MÁNUDAGUR, 20. JANÚAR. NTB-Dar-Es-Salaam. — Allt bcndir til þcss, að uppreisnin, sem nokkrir hermenn gerðu í Tanganyika í morgun, sé liðin undir lok. Allt var rólegt í Dar es-Salaam í kvöld, en 14 manns létu lífið í óeirðunum. NTB-París. — Talið er, að Frakkland muni viðurkenna kínverska alþýðulýðveldið inn- an fárra daga. NTB-Djakarta. — Stjórnin í Indónesíu hefur blandað sér inn í deilu ýmissa róttækra verkalýðssambanda og erlendra fyrirtækja, en verkamennirnir tóku öll völd í ýmsum brezkum fyrirtækjum i landinu um síð- ustu helgi. Mun fulltrúi stjórn- arinnar ræða við deiluaðila á morgun. NTB-Manila. — Robert Kenn edy, dómsmálaráðherra USA, fer í kvöld til Kuala Lumpur, höfuðborgar Malasíu, til við- ræðna við æðstu menn lands- ins. NTB-Washington. — Harold Stassen, fyrrum ríkisstjóri í Minnesota, hefur gefið kost á sér, sem næsta forsetaefni re- públikana. Þetta er í fjórða skiptið, sem hann gefur kost á sér. NTB-Helsingfors. — Viðræð- ur fara nú fram á milli tveggja finnskra stjórnmálaflokka, So- síaldemókrataflokksins og Bandalags sósíaldemókratiskra verkamanna og bænda, um að sameina flokkana- NTB-New York. — Pakistan hefur beðið Öryggisráð Samein uðu þjóðanna að koma saman til fundar sem fyrst, til þess að koma í veg fyrir, að Indland geri Kasmír að yfirráðasvæði sínu. Öryggisráðið kemur lík- lega saman í þessari viku. ,NTB-Tel Aviv. — Flugmaður á egypzkri herflugvél lenti í Israel í gær og bað um hæli sem pólitískur flóttamaður. — Hann er fyrsti egypzki liðsfor- inginn, sem leitar hælis í Isra- el síðan 1956. NTB-DALLAS. — Sálfræðing ur við Yale-háskólann, hélt því frain í réttinum í dag, að Jack Ruby sá sem myrti Lee H. Os- wald, þjáist af heilaskaða. NTB-OSLO — Fjórir af þekkt ustu lögfræðingum Noregs hafa undirritað áskorun til stjórnar Suður-Afríku, um að koma aft- ur á réttarfarsöryggi í land- ■inu. NTB-Geneve. — Formenn sendinefnda Bandaríkjanna og ^ovétríkjanna á 17-ríkja af- vopnunarráðstcfnunni í Genf þeir William C. Foster og Semj on Tsarapkin, héldu í dag tveggja tíma fund um ýmis dag skráratriði, en ráðstefnan hef- ur fundi sína á morgun. NTB-Cotnou. — Sourou Mig an Apithy var kjörinn forseti Dahomey s.l. sunnudag. NTB-Saigon. — Kólera geys- ar nú í Saigon. Vitað er um 300 tilfelli, og 47 hafa látizt. DEILT HART UM 491 Ríkisstjórn Svíþjóðar mun ákveða, hvort kvikmyndin skuli sýnd opinberlega! Deilurrar um sænsku kvikmyndina „491" verða hávær- ari með degi hverjum, og bráðlega mun ríkisstjórnin skera úr um, hvort hún skuli sýnd opinberlega í Svíþjóð eða ekki. Sænska kvikmyndarannnóknarráðið, sem er ráðgefandi nefnd, skoraði í dag á stjórnina að leyfa sýningu myndar- innar, og benti á, að það væri ekki verkefni kvikmyndaeftir- litsins að reyna að fegra veruleikann. Ríkisstjórnin hafði beðið ráðið um að láta álit sitt í ljós, vegna þess, að framleiðandi kvikmyndar innar, Svensk filmindustri, áfrýj- aði dómi kvikmyndaeftirlitsins um að myndin skyldi bönnuð. Myndin, sem er gerð af einum helzta nem- anda Ingmar Bergmans, Vilgot Sjöman, er um sex unga afbrota- menn, sem notaðir eru sem til- raunafangar undir eftirliti full- trúa barnaverndarnefndarinnar. Ung gleðikona slæst í hópinn, og í myndinni er fjöldi samfara og ljótra slagsmála, og auk þess at- riði, þar sem stúlkan er mishöndl- uð og neydd til að hafa kynferðis leg mök við hund. (Sænska kvikmyndaeftirlitið bannaði myndina á þeim forsend- um, að hún væri mjög hættuleg ungu fólki, þar eð hún væri bæði sadistísk og dýrsleg. Kvikmyndarannsóknarráðið sagði aftur á móti, að 491 væri sterk, en hreinskilin og raunsæ lýsing á lífi nokkurs hluta æsk- unnar. Það mótmælti einnig, að kvikmyndin væri skaðleg, og kvað margt benda til þess, að kvik- myndaeftirlitið hefði blandað sam an eigin mótvilja gegn þeim að- stæðum, sem myndin lýsir, og því hvort þessi atriði ættu rétt á sér í kvikmynd. Einn af fulltrúum ráðsins, presi urinn Gunnar Dahmen, taldi, af kvikmyndin væri misheppnuð serr listaverk, og því einungis fjöld' sviðsmynda án samhengis, einr kónar tilraun með frumstæðar ti’ finningar. Sænska kvikmyndaeftirlitið hel ur einungis þrisvar sinnum áðui bannað kvikmynd, og er álitið hið frjálslyndasta í heiminum. Bann á 491 hefur vakið mótmæli svo að segja allra blaða í Svíþjóð, og einn af meðlimum eftirlitsins skáldkonan Viveca Starfelt-Bart- hel, hefur látið af störfum sínurc þar vegna bannsins. Hvað ætlar þú að gera? MAGNÚS BJARNFREÐSSON, ritstjórl — Kom þessar upplýs- ingar ekkert á óvart, og mun ekki hætta að reykja núna þrátt fyrir þær. Það er svo annað mál hvort ég hætti einhvern tíma að reykja — en það er enginn skrekkur í mér út af þessum skýrslum og yfirlýsingum. KARL O. RUNÓLFSSON, tón- skáld — Ætla ekki að hætta að reykja strax, en smám saman. — Las I dönsku blaði gott ráð tll að hætta: Ef maður reykir elna sígarettu á hálftíma þá að reykja eina á klukkutíma, og síðan minnka það alltaf um helming. GUNNAR STEINDÓRSSON, auglýsingastjóri — Ætla að biða cftlr upplýsingum frá Þýzkalandl um olfustybbuna. Ef olíustybbarv orsakar ekki krabbamein, fer ég nú að hugsa mig um tvlsvar áður en ég set næstu sígarettu upp í mig. En ef þær eru á hinn veg- inn, held ég sé sama hvort mað- ur fær krabbana einu eða tveim árum fyrr. LÁRUS PÁLSSON, lelkari — Hef ekki tekið neina ákvörðun um að hætta að reykja. Stór- hættulegt að láta fólk hætta að reykja með því að taka inn amp- hetamin. Þátturinn „Á blaðamannafundi", undir stjórn dr. Gunnars G. Schram, ritstjóra, vakti mikla athygli, Ræddu blaðamenn þar við Niels Dungal, prófessor, um skaðsemi sígarettureyk- inga, og hættuna af krabbameini í lungum af völdum þeirra. Eftir að þættinum lauk, hringdi blaðið til nokkurra Reykvík- inga, sem allir reykja sígarettur, og spurði þá, hvað þeir hefðu um þær upplýsingar að segja, sem fram komu í við- talinu við Niels Dungal, og hvort þeir hefðu í hyggju að hætta að reykja. Svör þeirra fara hér á eftir: VALDEMAR GUDMUNDSSON, prentari — Ekkert. Ég hef reykt í 56 ár og nú 30 sigarettur á dag. Það drepur mig ekki úr þessu. Annars er mltt álit, að það sé alrangt, að hinir lærðu menn, sem allt þykjast vita séu að reyna að hræða fólk með krabbameini. Framsóknarkonur FÉLAG Framsóknarkenna heldur fund fimmtudaginn 23. þ. m. kl. 8,30 í Tjarnargötu 26. Fundarefni: Björn Guðmundsson borgarfuiltrúi talar um ráðhúsbygginguna. Einnig verður rætt um námskeið og fleirl félags- mál. — Stjórnin. JÖKULL JAKOBSSON, rithöf- undur — Var þetta ekki alltaf vitað? Nei, ég held ég sé ekk- ert að hætta, það hlýtur að vera orðið of seint fyrlr mig — hef reykt frá 15 ára aldri. Annars held ég bara að krabbinn í mér sé dauður úr tóbakseitrun hafi hann einhvern tíma verið til. — Ég tók að vísu fram pípurnar mínar núna um daginn, og mæli með Lillehammer. 3 HAFA LÁTIZT í BÍLSLYSUNUM 53 TONNA 3AT M UPP HJ-Eyrarbakka, 20. jan. Aðfaranótt sunnudagsins slitn- aði vélbáturinn Kristján Guð- mundsson upp, þar sem hann var á legunni í höfninni á Eyrar- bakka. Mikið hvassviðri var um helgina við suðurströndina og af- tökubrim. Kristján Guðmundsson, sem er 53 Iestir, lá á legunni á Eyrar- bakka, en á árdegisflæðinu á sunnudagsmorgun milli kl. 8 og 9 slitnaði báturinn upp, og rak hann upp í fjöru fyrir vestan kauptúnið, um 150 metra fyrir vestan bryggj- una Liggur hann þarna í sandi og flýtur í kringum hann á háflæði, virðist hann lítið skemmdur, en framundan eru klappir. Björgun hf í Reykjavík tók að sér að reyna að ná bátnum úr fjörunni, og var byrjað að moka frá honum sandinum í dag, en menn frá Björgun fóru austur í morgun. Kristján Guðmundsson var keyptur til Eyrarbakka árið 1962. Hann var smíðaður í Svíþjóð árið 1956, og er eigandi hans nú Ásþór hf. Skipstjóri er Þorbjörn Finn- bogason og vélstjóri Ásgeir Mark- ússon. KJ-Reykjavík, 20. janúar. Þrír menn hafa nú látizt af meiðslum, sem þeir hlutu í um- ferðarslysum í síðustu viku. Menn þessir eru Magnús Jakobsson, Sól- eyjargötu 7, Karl Laxdal, Mává- hlíð 2 og Þorlákur Guðmundsson, Njálsgötu 80. Ekið var á Magnús á föstudag- inn, þar sem hann var við vinnu sína á Suðurgötunni. Karl var á leið yfir Snorrabraut, rétt við Miklatorg er ekið var á hann, og Þorlákur var á leið yfir Njálsgöt- una á fimmtudagsmorguninn um níu. Hafði Þorlákur hlotið inn- vortis meiðsli, en Karl og Magnús, höfuðhögg. 2 TÍMINN, þriSjudaginn 21. janúar 1964 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.