Tíminn - 21.01.1964, Blaðsíða 9
BÆNDUR ERU LÆGS
LAUNADA STETTIN
Tíminn sneri sér til Gunnars
Gutfbjartssonar, formanns Stétt
arsambands bænda og spurði
hann hvort hann hefði séð Al-
þýðublaðið, þar sem birtar eiru
framtaldar tekjur þjóðfðlags-
stéttanna 1962. Gunnar kvaðst
hafa séð grein Alþýðublaðsins,
og þá spurðum við, hvemig
honum litist á mismuninn milli
bænda og annarra stétta. Gunn-
ar svaraði:
— Mér þykir hann mikill. En
það kom mér ekki á óvart. Við
bændurnir höfum vitað þetta í
mörg ár, þótt við höfum ekki
getað lagt fram svona tölur til
að sanna þá skoðun okkar.
Gefa þessar tölur Hagstof-
unnar rétta mynd? Nei. Tekjur
verkamanna, sjómanna annarra
en yfirmanna og iðnaðarmanna
eru að meðaltali skv. þessu kr
126.100, eftir upplýsingum hag-
stofustjóra. Tekjur bænda eru
taldar 99 þús., en það er ekki
rétt til samanburðar við hitt,
því ekki hafa verið dregin frá
tekjum bænda nokkur gjöld
vegna búrekstrarins, t.d. vextir
af stofnlánum, sem eru að með-
altali um 8 þús. á bónda, vextir
af rekstrarlánum, sem eru um
7 þús. á bónda, viðhald útihúsa,
öll tryggingagjöld bæði slysa-
tryggingar starfsfólks, bruna-
tryggingar húsa og ábyrgðar-
og áhættutryggingar véla og
bústofns. Væri þetta allt dregið
frá, hygg ég að sambærilegar
tekjur bænda væru ekki yfir
70 þús. kr. Þá vantar um 56
þús. til þess að þeir hafi sam-
bærilegar tekjur þetta ár, mið-
að við hinar stéttirnar.
— Hvernig eru lagaákvæði
um verðlagningu landbúnaðar-
vara?
— Framleiðslulögin segja, að
fólk, sem vinnur að landbún-
aði, skuli hafa sambærilegar
tekjur við aðrar vinnandi stétt-
ir, þ.e. þær stéttir, sem ég
nefndi hér að framan.
— Hvað hefðu landbúnaðar-
vörur þurft að hækka í verði
árið 1962 til að bændur fengju
réttar tekjur?
Þær hefðu þurft að seljast
20—25%hærra. Og það ein-
kennilega skeður, að það er
hér um bil nákvæmlega það,
Gunnar Guðbjartsson
sem fulltrúar bænda í sex-
mannanefnd lögðu til þá. Það
sýnir Dezt, hvað þeir eru rétt-
sýnir í tillögum sínum.
— Af hverju heldurðu, að
bændur hafi ekki fengið þenn
an rétt sinn?
— Þetta er samvizkuspurning
En sjálfsagt hafa fulltrúar neyt-
enda í sexmannanefnd og yfir-
nefnd undir forsæti hagstofu-
stjóra, trúað því að bændur
byggju við betri kjör, en þeir
raunverulega gera, en fulltrúar
bænda ekki haft nægjanlega
sterk gögn til að sanna rétt-
mæti tillagna sinna fyrr en nú
Og ég vil sérstaklega vekja
athygli á því að konum og börn-
um bænda, innan 16 ára aldurs,
hefur verið algjörlega synjað
um kaup fyrir sína vinnu við
búskapinn, sem er algert brot
á Tögunum.
— Hvað mundi verðlag ís-
lenzkra landbúnaðarvara verða
í samanburði við það, sem
gerist erlendis ef bændur
fengju rétt kaup?
— Það hefur komið fram i
blaðagreinum á undanförnum
vikum, m.a. hjá Sveini Tryggva
syni og Kristjáni Karlssyni, að
verð þeirra margra er lægra
hér í útsölu en hjá mörgum
nágrannaþjóða okkar. Auk þess
nýtur ísl. landbúnaður minni
fyrirgreiðslu af hálfu þjóðfé-
lagsins. t.d varðandi lánskjör
og styrki, heldur en hjá flest-
um öðrum Evrópuþjóðum.
Væri aðstaða í þessu efni
svipuð, geri ég ráð fyrir, að
bændur gætu haft sambærileg
kjör við aðrar stéttir, án þess
að verðlag á vörunum yrði yfir-
leitt hærra hér en í nágranna-
löndunum. Þó má það teljast
sérstaklega hagstætt, því varla
getur fsland talizt jafn hag-
stætt í öllu tilliti til búskapar
eins og suðlægari lönd.
En íslenzkir bændur vinna
það upp með dugnaði sínum
og með t.d. góðum tæknibún-
aði miðað við það, sem almennt
gerist hjá nágrannaþjóðum
okkar.
— Hvað er framundan?
— Ég tel gott að þessar upp-
lýsingar komu fram. Ég veit, að
þeir, sem um þessi mál fjalla
af hálfu neytenda og í yfir-
nefnd, eru vafalaust allir dreng
skaparmenn, og þeir vilja frá-
leitt níðast á því, sem þeim er
til trúað, og hljóta því að hjálpa
til að bæta launakjör bænd-
anna, svo þeir búi við jafnrétti
í launamálum.
Bregðisf vilji hjá þessum að-
ilum, veit ég, að bændur eiga
verndar að vænta hjá dómstól-
um landsins eins og aðrir þjóð-
félagsþegnar.
Þjóðin getur ekki án land-
búnaðarins verið. Þar eru ræt-
ur þjóðmenningarinnar. Án
tengsla við landið glatast sterk-
asti hlekkurinn í þjóðmenning-
unni.
Ég tel því ástæðu til nokk-
urrar bjartsýni um leiðréttingu
á kjörum bændastéttarinnar á
næstunni.
FRIKIRKJU HAFNARFJARÐ-
AR BERAST GÚÐAR GJAFIR
í TILEFNI 50 ára afmælis Frí-
kirkjunnar í Hafnarfirði 14. des.
s. 1. bárust kirkjunni frá ýmsum
velunnurum sínum miklar og góð-
ar gjafir bæði mjög fagrir og vand
aðir kirkjugripir og rausnarlegar
peningagjafir, svo sem hér verður
upptalið:
1) Kristján Dýrfjörð gaf forkunn
arfagran hátíðaskrúða, hökul með
ýmsu tilheyrandi, svo og fagran
og mikinn róðukross áletraðan í
minningu konu sinnar frú Sólveig
ar Ólafsdóttur er andaðist á s. 1.
sumri, og voru einnig gefendur
þessara muna börn frú Sólveigar
frá fyrra hjónabandi hennar.
2) Frú Guðrún Helgadóttir og
systkini hennar gáfu kr. 7.000,00
og Kvenfélag safnaðarins kr. 10
þúsund til kaupa á fjóruim stólum
mjög vönduðum, er notaðir verða
við brúðkaup og fleiri athafnir í
kirkjunni.
3. Frú Katrín Eiríksdóttir frá
Sjónarhól í Hafnarfirði gaf mjög
vandaðar oblátudósir úr silfri á-
letraðar.
4- Hjónin frú María Albertsdótt-
ir og Kristinn J. Magnússon gáfu
mjög fagran og vandaðan hökul
með ýmsu tilheyrandi, ætlaðan
sem föstuhökul, Var þessi gjöf í
tilefni þess að bæði hjónin urðu
70 ára á árinu.
5) Þá afhenti Kristinn J. Magn-
ússon bréf þess efnis að systurn-
ar María, Þórdís, Þorbjörg og Dag
ný Albertsdætur gæfu kirkjunni
tvo vandaða altarisstjaka í minn-
ingu um foreldra sína frú Helgu
Jónsdóttir og Alberts Júlíus Sig-
urðsson og bræðra sinna þriggja
er allir dóu í æsku.
6) Þá afhenti Kristinn einnig
annað bréf frá börnum Gísla sál.
Gunnarssonar kaupmanns þar sem
tilkynnt er gjöf á öðrum tveim
altarisstjökum, sem gefnir eru í
minningu foreldra þeirra frú Guð-
ríðar Ólafsdóttir og Gísla Gunnars-
sonar. Allir stjakarnir eru enn að-
eins ókomnir frá Kaupmanna-
höfn.
Fyrir alla þessa fögru og vönd-
uðu kirkjugripi sem flestir voru
afhentir presti og safnaðarstjórn
í kirkjunni sjálfri, færðu prestur
og formaður safnaðarstjórnar öll-
um gefendum hjartanlegustu
þakkir.
Þá bárust Fríkirkjunni neðan-
taldar peningagjafir:
NN, er var sem lítill drengur við
fyrstu messuna í Fríkirkjunni 1913
ásamt foreldrum sínum er þá
bjuggu í Hafnarfirði, gefur í minn
ingu foreldra sinna frú Guðrúnar
Ólafsdóttur og Kristjáns Kristjáns-
sonar kr. 5.000,00. Frú Pálína Páls
dóttir gefur í minningu eigin-
manns síns Ólafs R. Björnssonar
bifreiðastjóra kr. 5.000,00. Sigurð
ur Guðmundsson fyrrv. kaupm. f
Hafnarfirði og frú gefa kr. 5.000,
00 Frú Bergsteina Bergsteinsdótt-
ir gefur í minningu eiginmanns
síns Vilhjálms Guðmundssonar kr-
1.500,00. Frú Guðrún Helgadóttir
Hvg. 20 gefur í minningu eigin-
manns síns Jóhanns K. Helgason-
ar kr 1,000,00 Loftur Bjarnason
forstj. og frú kr. 5.000,00. Guðlaug
ur Þorsteinsson, Herjólfsg. og frú
kr. 1-000,00. Jónas Sveinsson for-
stjóri og frú kr. 1.056,00. Guðjón
Magnússon og frú Ölduslóð kr.
1.740.00. Jóhannes Guðmundsson
og frú Melbr. 7 kr. 1.000,00. Stef-
án Stefánsson og frú Holtsg. 7
kr. 1.000,00. Einar Gíslason Garð-
stíg 1 kr. 500,00. Vigfús Vigfússon
Sólvangi kr. 500.00. Sigfús Jóhanns
son og frú Austurg. 32 kr. 500,00.
Guðm. Guðmss. og frú Holtsg 19
kr. 500,00. Hörður Guðmundsson
s.st. kr. 500,00. Ólafur Guðmunds-
son s. st. kr. 500.00. Kristinn Guð-
jónsson og frú Tjarn. 17 kr. 500,00.
Guðm. Ág. Jónsson og frú Linnets-
stíg 3A kr. 500,00. Halldór Teits-
son Hrafnistu kr. 500,00. Guðjón
Jónsson og frú Austurg. 17 kr.
2 814.55 NN kr 500,00. Gamalíel
Jónsson Selvogsg. 17 kr. 100,00.
Jón Sigurgeirsson og frú kr. 200,
00 Ólafur Jónsson Kópavogi kr.
100,00. Ónefnd kona kr. 100.00. NN
kr. 100,00. GS kr. 35.00. ÓÞ kr.
5,00 MÓ kr. 100.00 Adda Péturs-
dóttir Garðstíg kr. 200,00. NN kr.
40,00. LE kr. 50,00. — Alls kr.
37.185,55.
Fyrir allar þessar rausnarlegu
gjafir og þann góðhug, sem kirkju
okkar hefur verið sýndur nú og
ávallt frá upphafi hennar, þökkum
við hjartanlega. Guð gefi yður öll-
um gleðilegt nýtt ár, og beztu bakk
ir fyrir öll liðnu árin. Guð blessi
yður öll.
F h safnaðarstjórnarinnar.
Jón Sigurgeirsson.
(gjaldkeri).
ALLT Á SAMA STAÐ
Laugavegi 118, sími 22240
STÝRISENDAR
SPINDILBOLTAR
SPINDILKÚLUR
SLITBOLTAR
í flesta bíla
Egill Vilhjálmsson h.f.
Laugavegi 118, sími 22240
Verkamanna-
félagið Dagsbrún
Félagsfundur
verður í Iðnó í kvöld, þriðjudag, kl. 8,30
Fundarefni: Kosningarnar.
Dagsbrúnarmenn! Fjölmennið á fundinn og sýn-
ið skírteini við innganginn.
Stjórnin
Útboð
Veiðifélagið ,,Leirvogsá“ í Kjósarsýslu leitar hér
með eftir tilboðum í rétt til stangaveiði á veiði-
Leirvogsár sumarið 1964. Tilboðum ber að skila
til formanns félagsins Guðmundar Magnússonar,
svæði Leirvogstungu, fyrir 10. febr. 1964, og veitir
hann upplýsingar um ána. Réttur áskilinn til að
taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum.
Stjórnin
TÍMINN, þrlðjudaginn 21. janúar 1964 —
ð