Tíminn - 25.01.1964, Síða 9

Tíminn - 25.01.1964, Síða 9
Hneyksii i Pek- w ing háskólanum ÉG ÞEKKTI í Peking suður- amerískan stúdent, sem kallað- ur var Chile eftir heimalandi smu. Hann var leikhúsmaður og hafði komið til Kína í von um að kynnast óperunni kínversku. Eins og okkur hinum var hon- um komið fyrir í háskólanum, tveggja tíma ferð í strætis- vagni frá miðborginni, og þar var honum haldið að tungu- málanátni, sem gerði honum ó- kleift að kynnast kínversku leikhúslifi fyrr en í fyrsta lagi eftir tveggja ára nám. Þá fór hann fram á að fá að fara heim. En Kínverjarnir, sem kostuðu dvöl hans, vildu ekki sleppa honum. Mánuðir liðu, og þeir gerðu sér stöðugt vonir um. að þvermóðska hans væri ekki annað en tímabundin heim þrá. Á hann var litið sem hættulaust vandamál, þar til allt í einu í maí 1961, að hann varð miðdépill í einu þeirra hneyksla, sem settu útlendinga- nýlenduna við Pekingháskóla á annan endann. Mér finnast þeir atburðir lærdótnsrikir — ekki vegna þess sem þar kom fyrir erlendan stúdent í Kína, því að mál Chiles var einstætt, — heldur af því að þeir varpa ljósi á mikilsverð viðbrögð í kinversku þjóðfélagslífi. ——o— í SVEFNBÚÐUNUM rumdu menn eins og helsjúk tígrisdýr- Við vorum allir veikir, það sem niður af okkur gekk, minnti á vatn Gula fljótsins. Blóðsóttar- faraldur gekk í Peking og kom að sjálfsögðu mjög hart niður á erlendu stúdentunum í mat- salnum, þar sem síðustu dag- ana sáust ekki aðrir en fáein- ir harðjaxlar, líkt og á skipi í ofviðri. Megn óánægja með hreinlætið í matsalnum hafði þess vegna breiðzt út, á því var látið bera, er menn þurrk- uðu af illa þvegnum diskum og hnífapörum, maturinn var lit- inn grunsemdaraugum. Þegar við komum niður í matsalinn sunnudagsmorgun einn sáum við að einhver hafði í skjóli náttmyrkurs leyft sér öxlitla mótmælafyndni. Báð- ar auglýsingatöflurnar við dyrn ar höfðu verið skreyttar með hinu alþjóðlega eiturtákni: — hauskúpu með krosslagða leggi. f lognmollunni var slík ó- svífni léttir. En hver var ódæð- ismaðurinn? Sögur komust á kieik. Kínversku leiðtogamir komu náfölir hver á fætur öðr- um til að sjá þessa dæmalausu svívirðingu. Stúdentar frá ýms um löndum héldu með sér fundi, menn lágu á hleri við dvr og gægðust inn um glugga, æsingin færðist i aukana. All- ir alræmdir andstöðumenn voru teknir til athugunar, mörg nöfn voru nefnd- mitt að sjálf sógðu þar á meðal. En grun- semdirnar urðu sterkastar á Chile. Chile-búinn litli var hnöttótt ur og feitlaginn náungi, sem vakti líf og kátínu í kringum ?ig. En hann þjáðist af því að vera örlítið kvenlegur. Kín- verskir karlmenn raka á sér höfuðið á vorin. Nakinn brún- leitur skallinn gerir þá afar karlmannlega. Chile sá þarna tækifæri og lét raka sig. — Árangurinn varð hræðilegt á- fall fyrir alla, ekki sízt hann sjálfan. í stað þess að verða karlmannlegri leit hann nú út eins og hárlaus stúlka. Hann faldi skallann undir stórri húfu og í mjúkar hreyfingar hans hafði bætzt eitthvað örvænt- irgarfullt og biðjandi. Stjórnarsinnar gerðu mótár- ás. Á hauskúpuna var ritað: — Sá. sem teiknaði þetta, er smala hundur heimsveldissinnanna. — Á stórri teikningu sást róg- berinn vera að setja upp teikn- iiiguna. Likami hans bugðaðist yfir blaðið og hann gaut flótta- legu auga um öxl sér. Upp frá sköllóttu höfði hans risu fáein vesaldarleg hárstrá. Þetta var sama og að ákæra Chile. Andspænis teikningunni var sett upp annað spjald, þar sem beraði blygðun sína og fór. — Hann var fjarska hræddur, þeg ar hann gekk burt, en þeir eltu hann ekki nema fáein skref. Kýpurbúinn öskraði: — Svona nokkuð gera bara konur og skepnur, ekki karl- menni. Málið varð umfangsmeira. — Nú var það klíka afturhalds- manna, sem stóð að baki þess- ari augljósu tilraun til að spilla því góða sár.nbandi, sem ríkti milli stúdentanna og forystunn ar. Skipulögð andstöðuöfl, sem. auðvaldsstúdéntarnir stýrðu, — og þá einkum Norðmennirnir og ég, höfðu staðið fyrir verkn- aðinum. Albönsk stúlka var viss úrm að hún hefði séð Norð mennina vera að flækjast við matsalsdyrnar undir morgun. (Þeir höfðu verið að halda upp á 17. maí dálítið með seinna móti og voru á heim- leið ölvaðir um fimim-léýtið). — Nú fóru þeir úr herbergi í her- bergi og yfirheyrðu kjaftakind- urnar. Stöðugúr umgangur vár um alla stiga, æstar raddir blönduðust saman við hvísling- ai, allt logaði í heimavistinni og Chile var búinn að sitja á fvndi með leiðtogunum f hálf- an fjórða klukkutíma. Þegar hann kom þaðan, — læsti hann sig inni í herbergi simi óg opnaði ekki fyrir nein- um. • Næsta morgun var nýtt plagg komið upp. Tveir Suður-Amer- íkubúar, fram að þessu beztu vinir Chiles, fordæmdú hann þar með nafni. Þeir héldu því fram, að hauskúpa hans hefði verið misnotkun á því skoðana- EFTIR að CHILE hafðl komið hneyksllnu af staS, svöruðu Klnver]- arnlr með teiknlngu, þar seqi „rógberlnn" sást vera að hengja „nlðmyndlha" upp. pólitiskt. Jafhvel maturinn er pólitískur matur, og gagnrýni á matnum er pólitísk gagnrýni. Þegar öll gagnrýni er bæld niður, verður sérhver hósti að uppreisnartilraun, af því að á undan hafa farið marg ir niðurbældir hóstar, og af því að hann heyrist svo vel í þögninni og getur verið kall til sarhstöðú. Þess vegna ríður á að ein- angra andstöðuöflin í skyndi l'rá fjöldanum. Tvennt hjálpar forystunni við þetta. Annað er EFTIR SVEN LINDQ VIST verknaðurinn var fordæmdur — ekki sem barnalegur og ó- smekklegur, heldur sem aftur- haldssamur, andbyltingarsinnað ur. Höfundar þessa plaggs söfn uðu undirskriftum. 1 anddyr- unum stóð kínverskur leiðtógi með sjálfblekung, sem hann láhaði þeim, sem vildu skrifa undir. Á þennan hátt var hinum trúu safnað saman, sönnun þess að uppreisnarmaðurinn hafði ekki fjöldann að baki sér. Chile var umkringdur, þegar hann kom í mat. Erlendu stúd- entarnir léku kínverskan al- þýðudómstól. Stórvaxni Kýpur búinn öskraði til Chiles að hann skrifaði undir. Hann virðist hafa neitað, því að þrum andi raust Kýpurbúans var það eina sem heyrðist: Hvað ertu að segja? Er þetta ekkert lýð- ræði? Chile var svo hlægilegur; — það gerði reytt höfuð hans, — svc átakanlega nakið og varn- arlaust. Það að vera hárlaus eins og froskur ber ekki með sér siðferðilega yfirburði surhra annarra lýta, það er sjálfskap- arvíti og því ágæt undirstaða fyrirlitningar og ofstækishat- urs. Chile lyfti húfunni upp, — f'elsi, sem við byggjum allir svo ríkulega við í þessu .landi. Undir yfirlýsingunni stóðu auk þess nöfn tveggja annarra ríkja í Suður-Ameríku með rúm fyr- ir undirskriftir, sem þó vant- aði á blaðið. Andrúmsloftið var straum- hlaðið. Gamlir vinir heilsuðust ekki lengur. Chile leið eins og vofa um matsalinn og brosti kjánalega, en allir forðuðust hann. Hann var fölur í framan og var kotninn með tveggja sólarhringa skeggbrodda, en hann hafði ekki gefizt upp. — Hann hélt fast í gagnrýniria og ósk sína eftir að fá að fara heim, og hann reif ekki niður hauskúpumyndina. Þegar ég gekk til hans kipptist hann við og átti erfitt með að skilja það, sem ég sagði- Hann hafði elzt mikið þennan sólarhring. —0—— HVERNIG verður tiltæki Vesturlandabúa, sem er vanur að geta komið hugdettum sinum á framfæri, að andbylt- ihgarstarfsemi? Hvers vegna er sá, sem gerir grín að hreinlæt- isskorti í matsalnum verkfæri heimsveldissinna og afturhalds- afla? í sósíalistarfki er ekkert ó- það, að niðurbæld gagnrýni tek ur oft á sig ýkta og óheppilega mynd, þegar hún loks brýzt fram. í frjálsara umhverfi hefði Chile getað hengt upp plagg, þar sem hann hefði bent á hvað væri ábótavant við hreinlætið í matsalnum og farið fram á endurbætur. Nú beið hann svo lengi, að ekkert nema hauskúpa gat tjáð tilfinningar hans. Sú mynd, sem mótmæli hans tóku á sig, veikti málstað hans gagn vait þessum hóp, sem skildi ekki skop um stjórnmál, og þess vegna veittist Kínverjun- um létt að koma fram sem tals menn skynsemi og smekkvísi. Hitt tromp foringjanna má segja að sé almennt lögmál þvf nær sem uppreisnaraðilinn raunverulega stendur fjöldan um, því harðar fordæmir fjöld inn hann undir einræðisstjórn Allir höfðu möglað yfir aðbún aðinum í matsalnum. Allir áttu þess vegna á hættu að verða i'úhrópaðir sem skoðanabræður Chiles. — Jú, en varst þú ekki einmitt að segja um daginn . . ? Heyrðir þú ekki líka að hann sagði . . . ? Spurningar sem þessar varð að forðast. Af þessu leiddi, að þeir, sem höfðu verið óánægðastir' urðu að fór- dæma Chile harðast. Það var almenn óánægja, sem skapaði hina megnu andstöðú gegn hon- um. Enginn vissi heldur hvort hahn hafði framið éitthvað, sem raunverúlega var refsivert, Vþví reglugerð skólans var haldið leyndri. Þetta var svipað og í gamalli krambúð í sveit, þar sem vörurnar háfá ekkert á- kveðið verð Kaupmaðurinnhall ar sér fram yfir borðið og hvísl ar að viðskiptavininum, hvað varan kosti. Þetta er kallað að gera góð kaup og tilgangurinn er sá, að hver og einn kaup- andi haldi sig njóta sérstakra hlunninda. í stað þess koma auðvitað oft og réttilega upp grunsemdir um að sumir þurfi aíí borga meira en aðrir. Við höfðum við ýmis tæki- færi beðið um að fá að sjá reglugerð skólans. Yfirvöldin sögðu, að reglurnar væru svo margar, að ekki væri hægt að skrásetja þær. Við báðum þá um að fá að sjá þær helztu, en þær voru ekki heldur fáanleg- ar. Það var erfitt að virða slík Íög, setn hæ£t var að breyta, án þess nokkur vissi, svo að þau gætu stutt tilgang stjórn- endanna hverju sinni. Megininntak þeirrar gagn- rvni sem Kínverjar báru fram gegn ríkisstjórninni árið 1957 beindist að þessum allt of mikla sveigjanleika laganna. — Þar sem skilin milli þess, sem er leyft og þess, sem er bann- að, eru óljós, verða Kínverjar að fara að öllu með sérstakri gát eins og á barmi hengiflugs. Væri handrið sett upp, gætu þeir farið alveg fram á brún- ina. Kínverjar hafa alltaf skilið að á þennan hátt eru lögin ekki aðeins girðing heldur einnig vernd, og meginröksemdin gegn því að taka upp lagasetningu í vorum skilningi, er sú, að þá fengju óróaöfl allt of mikið frelsi í skjóli laganna. Þéss Framhak: á 13. sfðu. TÍMINN, laugardaginn 25. janúar 1964 — Q

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.