Tíminn - 25.01.1964, Side 15
FARSKIPUM FJÖLGAR
Framhald af 1. sí3u.
ingana frá hraðfrystihúsunum, —
enda öll útbúin með kælitækjum
í lestum.
Brúarfoss, Selfoss og Dettifoss
hafa verið í siglingum á Ameríku
og til meginlandsins, enda eru þau
öll með kælitæki í lestum. Goða-
foss og Lagarfoss eru einnig með
kælitæki í lestum, en samtals er
lestarrými skipa Eimskipafélags-
ins 1,729.000 cub. fet og af. því
eru 507 þús. cub. fet kælilestir.
Á árinu 1963 flutti Eimskip 155
þús. tonn til landsins og 126 þús.
tonn frá landinu, en 1962 námu
þessir flutningar til landsins hjá
Eimskip 154 þús. tonnum og frá
landinu 111 þús. tonnum.
Frá Alþinsi
eftirlit með henni. Við verðum að
beina fjármagninu til að auka
framleiðnina og þjóðartekjurnar,
lækka vextina, vinna að skipuleg-
um og auknum hagvexti og bæta
kjör launþega og bænda í áföng-
um.
Það er vottur að vísi í rétta átt
í þessu frumvarpi varðandi sér-
bæturnar og framleiðnistyrkinn,
en að meginefni er það því miður
áframhald á dýrtíðarstefnunni. —
,,Viðreisnin“ var í því fólgin að
leita átti jafnvægis eftir neikvæðu
leiðinni, auka dýrtíðina, gera fjár
imagn dýrt, draga fjánmagn úr
umferð og halda niðri kaupgetu
almennings. Ef svona stefna á að
,.heppnast“ þá þarf „hæfilegt" at-
vinnuleysi til að geta haldið kaup
gjaldinu niðri. Þetta var auðvitað
tneiningin með ,,viðreisninni“ en
síldarhroturnar og fleira komu í
veg fyrir að þetta heppnaðist á-
samt því, að íslendingar sætta sig
alls ekki við atvinnuleysi og því
ei svona stefna alls ekki fram-
kvæmanleg hér á landi. Fleira kem
ur einnig til, að ekki er unnt að
nota þetta kerfi hér á landi eins
og það er skýrt í kennslubókun-
um. ísland er um svo rnargt sér-
stætt og þótt það sé unnt í öðrum
löndum þá er alls óhugsandi að
nota bankakerfið til að hafa stjórn
á fjárfestingunni. Hér er fámenn-
ið og kunningsskapurinn svo mik-
ill og fjármálaviðskiptin eiga sér
stað utan við bankakerfið ef
þrengja á að þannig. Þetta sannar
reynslan, því hér ætti ekki að vera
ofþensla nú, eftri aðgerðirnar í
jjeningamálunutn, skv. kennslubók
unum með fullri virðingu fyrir
þeim þó.
Hvernig sem reynt verður að
Jappa upp á þetta mun það sýna
sig, að þetta kerfi er búið að ganga
sér til húðar hér og stjórnin reynd
ar með — og því lengur sem höfð-
inu er barið við steininn og dregið
er að draga af þessu réttar ályktan
ir því hættulegra verður ástandið
og málefnin verri viðureignar.
Það sem umfram allt verður að
íorðast nú eru nýjar álögur, því að
þær auka á dýrtíðareldinn og stríð
inu við launþegasamtökin verður
haldið áfram. Það verður að taka
upp sarnvinnu við almennu sam-
tökin um lausn þessara mála, en
fyrir það var vinstri stjórnin mest
hædd. Og það verður að taka
allt efnahagskerfið til endurskoð-
unar á breiðum grundvelli í sam-
vinnu við þau.
RÓSTURSAMT
Framhald af 1 siðu.
menn í bænum Jinja í Uganda
gerðu uppreisn og hertóku Felix
Onama innanríkisráðherra lands-
ins, þegar hann kom til þess að
ræða kröfur hermannanna um
hærri laun. Milton Obote, forsæt-
isráðherra Uganda, bað Breta þeg
ar í stað um að senda herlið til
landsins, og kom það þangað sam-
dægurs frá Kenya.
Hermennirnir höfðu Onama ráð
herra í haldi, þar til hann í dag
lofaði að fjórfalda laun hermann-
anna. Allt var með kyrrum kjör-
um í Uganda í dag, en margir telja
líklegt, að brezku liðsforingjarnir
við herfylkið í Jinja geti ekki
dvalið í landinu til langframa.
Á þessu sama tímabili bárust
stöðugar fregnir af ægilegum
fjöldamorðum i Ruanda, og telja
óstaðfestar fregnir að tala dauðra
nálgist 12.000. Evrópskir sjónar-
vottar segja, að dauðir menn, kon
ur og börn fljóti í hrönnum í ám
landsins.
IJér er,um að_ræða ættóöka-
stríð á milli Watutsímanna og
Hutumanna. Hutumenn, spm eru
um 80% af íbúum landsins, náðu
stjórnartaumunum í Ruanda árið
1962, en fram að þeim tíma höfðu
Watutsímenn kúgað Hutuættbálk-
inn mjög. í fyrrahaust hófu Wat-
utsímenn, sem flúið höfðu til ná-
grannarjkisins Burundi, ránsferð
ir inn í landamærahéruðin í Ru-
anda. Eftir nokkrar slíkar árásir
tóku Hutumenn til sinna ráða,
og segja sjónarvottar, að þeir hafi
brytjað niður hvern þann af Wat-
utsíættbálknum, sem þeir náðu í
— menn, konur og börn. Er nú
talið að öll þessi manndráp geti
orsakað farsóttir, og hefur ríkis-
stjórnin beðið um hjálp belgískra
fallhlífahermanna, og Rauði Kross
inn mun líklega senda eftirlits-
nefnd til landsins.
Fyrstu kosningarnar í Norður-
Rhodesíu, sem voru á þriðjudag-
inn var, voru fremur rólegar, þótt
lögreglan þyrfti nokkrum sinnum
að handtaka æsta fylgismenn þjóð
ernisflokkanna tveggja. Sameinaði
Sjálfstæðisflokkurinn, UNIP,
hlaut glæsilegan sigur í kosning-
unum, 45 þingsæti af 75, og hef-
ur formaður hans, Kenneth Ku-
anda, nú myndað stjórn, sem í eru
13 afríkumenn.
Síðustu fregnir frá Austur-
Afríku herma, að forsætisráð-
herra Kenya, Jomo Kenyatta, hafi
beðið Breta um að senda herlið
til landsins, og cru 700 brezkir
hermenn nú á leið til Nairobi, höf-
uðborgar Kenya. Kenyatta sagði í
kvöld, að hann ætlaði að skipa
nefnd til þess að ræða kröfur her-
mannanna um hærri laun og betri
aðbúnað, og að hann muni gera
allt til þess að forðast svipaða
atburði og áttu sér stað í Tanga-
nyika og Uganda.
ERFIÐ UPPSKIPUN
Framhald af 16. síðu.
brotnaði stýrið í trillunni. Varð
hún þá að sleppa bátnum, sem
hún var að slefa, en trillan komst
sjálf fram að Skjaldbreið.
Trillan var tekin um borð í
-Skjaldbreið, sem létti akkerum
og sigldi burt með bát og menn til
Ingólfsfjarðar, sem er næsta höfn
En uppskipunarbáturinn stýrði
undan sjó og vindi í land þar sem
bát og mönnum var fljótlega
bjargað. Tveir menn voru á hvor-
um bát fyrir sig, og komu trillu-
meimirnú^ landyeg M._ Ifigólfs-
firði, • en. skildu farkost sínn þar
eftir þar til síðar.
ÞAKKARÁVÖRP
Öllum þeim, sem minntust mín vinsamlega er ég
varð sjötugur, sendi ég alúðar þakkir og beztu óskir
um gæfu og gengi á komandi árum.
Eggert Eggertsson, Meðalfelli
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eigin-
manns og föður,
Magnúsar Lýðssonar
Hólmavik.
Elín Jónsdóttir og börn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
mannsins míns
Jósefs Björnssonar
Svarfhóli.
Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda.
Jóhanna Magnúsdóttir
Jörð
á Snæfellsnesi óskast til
kaups eða leigu frá
næstu fardögum eða síð-
ar-
Uppl. sendist afgreiðslu
blaðsins merkt:
„Jörð á Snæfellsnesi"
fyrir 15. febrúar 1964.
Spónlagning
Spónlagning
og
veggklæðning
Húsgögn og innréttinqar
Ármúla 20 Sími 32400
SIMINN
Framhald af 1. síðu.
númer, en þá verður Selás-
stöðin tekin í notkun. Hún
átti raunar að vera tilbúin
fyrr, en verkföllin gerðu
strik í reikninginn. Er nú
verið að setja upp vélarnar
þar. Selás hefur svæðisnúm-
erið 91, eins og Reykjavík,
Kópavogur og Hafnarfjörð-
ur.
Næsta svæði, sem komast
á í sjálfvirkt símasamband,
er númer 96, það er Norð-
austurland á milli Skaga-
fjarðar og Vopnafjarðar. —
Verður fljótlega farið að
setja upp vélar á Akureyri
og breyta stöðihni þar, og er
áætlað að Akureyri komizt
í sjálfvirkt samband fyrir
sumarið. Síðan verður hald
ið áfram, og er vonast til,
að hægt verði að koma öll-
um stærri stöðvum á þessu
svæði, eins og Húsavík, Dal-
vík, Ólafsfirði, Siglufirði og
Raufarhöfn, í sjálfvirkt sam
band á þessu ári.
AKRANES
FRAMSÓKNARFÉLAG Akra-
ress heldur skemmtisainkomu í
félagsheimili sínu að Sunnubraut
21 n. k. sunnudag kl. 8,30. Spiluð
verður framsóknarvist og sýndar
kvikmyndir. Öllum er heimill að-
ganffur.
„SUNNUDAGUR"
Framhald af 16. siðu.
Guðrún Ásmundsdóttir, Gísli Hall-
dórsson, Brynjólfur Jóhannesson,
Margrét Ólafsdóttir, Erlingur
Gislason og Sævar Helgason- —
Leikstjórinn er Helgi Skúlason,
leiktjöld gerði Steinþór Sigurðs-
son, og þýðandi er Loftur Guð-
mundsson.
Sveinn Einarsson leikhússtjóri,
sagði á fundi með blaðamönnum,
að nokkuð langt væri síðan Leik-
félagið hefði sýnt gamanleik, og
væri nú orðið tímabært að taka
fyrir léttan og skemmtilegan gam
anleik, sem Sunnudagur í New
York væri vissulega
Þegar sýningar hefjast á þriðju
daginn verður Leikfélagið með 3
stykki í gangi í einu og það 4. í
æfingu. Hart í bak verður sýnt í
165. sinn á laugardag og Fanigarn-
ir í Altona í 10. sinn á sunnudag.
Þá eru að hefjast æfingar á Rom-
eo og Júlíu, og er írski leikstjór-
inn Mac Anna kominn til lands-
ins, en hann mun stjórna leikn-
um.
Þetta mun vera í fyrsta sinn,
sem Leikfélagið sýnir svona mörg
leikrit í einu, en aðstaða félags-
ins batnaði nokkuð við breytingar,
sem gerðar voru á húsinu í vet-
ur. Þá var inngangi breytt að
nokkru, og einnig var lagfærð leik
tjaldageymsla hússins, sem hefur
verið mjög takmörkuð til þessa.
P*,
?/#}
m
m
Hjóibarðavíðgerðír
Fljótt og örugg Þjónusta. Hjólbarðinn til-
búinn innan 30 mínútna. SérstÖk tæki fyrir
slöngulausa hjólbarða. Felgur í flestar teg-
undir.
Reynið viðskiptin- MILLAN
Opið frá kl. 8 árd.
fil 11 s.d. alla daga
vikunnar.
Þverholti 6
(Á horni Stórholts og
Þverholts)
m
'zoML
ÚTBOD
Tilboð óskast í smíði eftirtalinna skólahúsgagna:
1. SkólaborS og stólar úr stáli og tré.
2. Kennaraborð úr stáli og tré-
3. Kennaraborð úr tré.
Otboðsgögn eru afþent í skrifstofu vorri, Vonar-
stræti 8, gegn 500 króna skilatryggingu.
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar
Höfum flutt
skrifstofur vorar i Hafnarhúsið (vesturálmu),
inngangur frá Tryggvagötu.
Nýtt símanúmer: 2-11-60 (3 línur).
Hafskip h.f.
Bróðir minn,
Magnús Jakobsson
sem lézt af slysförum 18. þ.m. verður ’arðsunginn frá Fossvogs-
kirkju mánudaginn 27. þ. m. kl. 10,30.
Þuríður Jakobsdóttir.
Móðir mfn,
Emelía Kofoed-Hansen
iézt 24. þ. m. — Fyrlr hönd aðstandenda.
Agnar Kofoed-Hansen.
ÞORRABLOT
Framsóknarffélaganna í Kópavogi ver8ur ha|dið ■ Féiagsheimiii Kópavogs
laugardaginn 1. febrúar og hefsf kl. 7síðdegis.
Aðgangseyrir verður kr. 160.00 — Skemmfiatriði auglýsf síðar
Miðapantanir og upplýsingar í símum 40656, 41712 og 41804.
Skemmtinefndin
TÍMINN, laugardaginn 25. janúar 1964
15