Tíminn - 28.01.1964, Qupperneq 3

Tíminn - 28.01.1964, Qupperneq 3
Nú, þegar Akurnesingar eru að hefja fyiætu framleiðslu nælon- soldca hér*á landi, er gott að minn- ast iþess, að í vetur var liðinn ald- arfjórðungur siðan bandarísk blöð fluttu fregn um nýja vefn- aðarvöru, sem skráð hafði verið einkaleyfi á, nýtt silki, framleitt eftir efnafræðilegum aðferðum". Og ekki liðu nema nokkrir mán- uðir unz allur heimurinn vissi deili á þessu nýja efni og allir kunnu að nefna það: Nælon. Þetta var fyrsta gerviefnið búið til úr trefjum, sem reyndust sam- bærilegar við þær, sem fást úr ríki náttúrunnar, enda var þetta ár- angur margra ára rannsóknastarfs. Og þessi uppfinning átti eftir að verða stolt efnaiðnaðar í Banda- ríkjunum. Og engu öðru hliðstæðu efni hafði heldur verið tekið svo skyndilega opnum örmum og þeg- ar nælon kom fyrst á markað- inn. Kvenfólkið beið málþola eftir fyrstu nælonsokkunum, og þegar þeir loks komu á markaðinn (sem var þó aðeins nokkru eftir að frétt in um tegundina barst um heim- inn), ruddust konumar í sokka- búðimar hver um aðra þvera og lá við meiðslum. Löngu síðar, eða hér á landi á stríðsárunum, endur- tók sig sama sagan. Öllum, er þá vom stálpaðir, er í fersku minni atgangurinn við vefnaðarvörubúð- imar í Reykjavík, þegar nælon- sokkasending barst. Meira að segja hermennirnir, sem þá höfðu verið settir hér á land, gátu ekki fengið heppilegri gjöf hér á landi til að senda konu eða kærustu, eða jafnvel mömmu eða ömmu, en nælonsokka, og voru því talsverð brögð að því að hermenn létu kaupa sokka fyrir sig í búðunum hér til að^senda aftur til heima- landsins. Fyrsta gerviefni úr trefjum var rayon, sem fundið var upp fyrir Þessi skipskaSall úr nælon hefur þrefalda endiregt*. áttatíu árum, framl. úr tréni (við ar-sellúlósi). En þótt það þætti löngum vel brúklegt í margan fatn að, leið nærri hálf öld þangað til það næði almennum vinsældum. Svipað má segja um plastið. En silkið varð strax að lúta í lægra haldi fyrir næloni á kvensokka- markaðnum, og ekki leið .á löngu unz nælon var farið að nota í ótal hluti aðra. En fyrst varð sem sé Dvergvaxin börn fá vaxtarhormóna Gefizt hefur vel að auka vöxt dvergvaxinna barna með þvj að setja í þau hormóna úr heilakirtl- um nýlátinna, að því er segir í fréttum vestan um haf. í spítala Johns Hopkings há- skólans í Baltimore hafa verið gerðar tilraunir með þrettán slík börn undanfarin misseri, og eru vísindamenn furðu lostnir yfir ár- angrinum. Drengur einn 14 ára, seip ekki bafði náð meiri vexti en átta ára barn, byrjaði að fá slíkar inngjafir fyrir tveim ár- um og nú er búist við innan tíðar, að hann nái eðlilegri 1,5 metra hæð, en áður var hann aðeins 1,2 m. á hæð. Annar drengur, aðeins 76 sm. hár sjö ára gamall, jók 19 sm. við vöxtinn eftir fimmtán mánaða meðferð. Stjórnandi þessara tilrauna, dr. Robert Blizzard, segir það helzt vandkvæðum bundið að útvega nóg af hormónum af þessu tagi. Til að lækna hvert barn eða ung- ling þurfi kirtlahormóna úr 200— 300 manneskjum. Hver hormóna- kirtill er á stærð við baun og er neðan í heilanum. Hingað til hef- ur ekki tekizt að framleiða slíkan hormón, og dýrahormónar koma ekki að notum. Opinber stofnun vestra hefur því beint þeim til- mælum til lækna og aðstandenda að leyfa brottnám hormóna úr ný- látnum um leið og krufning fer fram. kvenfólkið til að meta nælonið, og það skipaði strax öndvegi í klæðaskáp konunnar, bæði vegna léttleikans og hinnar miklu end- ingar umfranr önnur fataefni. Eins og áður segir, var undra- efnið nælon, sem heimurinn kynnt ist fyrst fyrir 25 árum, árangur margra ára starfs hóps vísinda- manna, er störfuðu undir forustu Dr. Wallace H. Carothers, en þeir voru allir í þjónustu stórfyrirtækis ins E. I. du Pont de Nemours í borginni Wilmington í ríkinu Delaware, og árið eftir voru reist ar stærðar verksmiðjur til að vinna úr þessu riýja efni. Rann- sóknarstarfið tók ellefu ár áður en framleiðsla hófst, og er talið, að undirbúningskostnaðurinn hafi numið tuttugu og sjö milljónum dollara. Nú er nælongarn og trefj ar framleitt í 120 verksmiðjum, sem reknar eru af 112 fyrirtækj- um í nærri fjörutíu löndum heims. Framleiðendum fjölgar með hverju ári. Þau> tvö hráefni, sem fyrst voru nauðsynleg til að fram leiða nælon úr, voru unnin úr kolum, lofti og vatni. Síðar bætt- ust við steinolía, jarðgas og ýmis afgangsefni úr akuryrkju sem hrá- efni. Mörg afbrigði hafa síðan ver- ið framleidd, óvíst um hve mörg þau eru orðin, en Du Pont verk- smiðjurnar einar framleiða a. m. k. 1100 afbrigði. Það hefur reynzt nógu sterkt í fallhlífar og í þús- undir hluta allt frá slithringum í vélar til kaðla fyrir stórskip og dráttarpramma. Sú framleiðsluvara í Banda- ríkjunum, sem mest notar af næl- oni, er bifreiðahjólbarðar. Þar næst kemur gólfteppa- og dregla- gerð. Meira en 83 milljónir kílóa af næloni fer í hjólbarðafram- Framhald á 13. síðu. Hlustar og telur hiörtun, sem slá Tæki hefur verið fundið upp í Bandaríkjunum til að spá, hvort barnshafandi kona muni ala tví- bura, þríbura, fjórbura eða fimm- bura, og er hægt að ganga úr , skugga um þetta á 14.—15. viku ' meðgöngutímans. Þetta áhald er rafhlust á stærð við frakkatölu og mjög einfalt í notkun, límt með límbandi á hina barnshafandi konu, sem getur gengið um að vild á meðan prófun in fer fram. Rafhlustin nemur mjög veik hjartaslög, sem síðan endurvarpast og heyrist í agnar- smáu móttökutæki í allt að 90 metra fjarlægð. Getur læknir ör- ugglega greint, hve mörg hjörtu slá. Uppfinningamaðurinn er dr. Oryan W. Hess, frægur læknir sem kennt hefur í aldarfjórðung við læknadeild Yale-háskólans í New Haven, Connecticut, en að- stoðarmaður hans var Wasil Litv- enko, rafmagnsverkfræðingur við deildina. Þefaravél Þefaravél, sem er hundraðfalt lyktnæmari en mannsnefið, hefur verið búin til af bandarískum vjs- indamönnum í þeim tilgangi fyrst og fremst að finna áfengislykt af fólki. Lyktarloft, sem nálgast vökva í vélinni, setur mæli í gang, sem mælir áfengisiriagn í likama þess, sem lyktin kemur frá. Verð- ur vélin notuð til að prófa öku- menn, sem lent hafa í umferðar- slysum. II ■1 FC IRNI JM 1 VEGI BLAÐINU hefur borizt eftirfarandi bréf: SÁ HIMINGNÆFANDI atburður mun nú gerast á komandi árum, að ráðhús mun rísa við norðurenda tjarnarinnar í höfuðborginni Rvík. Nú þessa dagana er höfuðstaðar- búum sýnd sniili og hátindur ís- lenzkrar byggingarlistar. Húsið er einn geypilegur gierkassi og fer það vel, því að þar munu þelr einir fá að vera, er eigi kunna grjót með að fara og þvi síður henda því . . . Mjög tilkomumikið er hið auða svæði fyrir norðan ráðhúsið, sem að sjálfsögðu fær heitlð Ráðhús- torg, eins og vera ber. Vegna þess, hve svæði þetta er nutt og flatt, vil ég koma með tillögu um skreyt ingu þess. Fyrst vil ég benda á ker ið fyrir vestan húsið. Þar vildi ég hafa eftiriíkingu af fyrrverandl borgarstjóra og forseta borgar stjórnar, frú Auði Auðuns, skal hún gerð í 25-faldri stærð. Væri gott, að hún héldi á Gísla véifræð- ingi 'Halidórssyni í höndum sér, en að sjálfsögðu yrði líkan hans að vera 25 sinnum minna. Kringum þetta likan verða að vera ein- hverjar vatnssprænur, svo að það líkist eins konar gosbrunni. Súl- urnar finnst mér afbragð. Ég vil bara þó hafa eina. Hún skal vera þannig tilbúin. Undirstaða hennar skal vera gerð úr likönum af borg- arstjórnarmönnum og skulu þelr snúa bökum saman í kringum súl- una, en ofan á herðum þeirra skulu vera mótaðar alls konar mannafíg úrur, sem tákna skulu það, sem þeir hafa á herðar sér tekið. Tákn- ar það líka, að á þeim verði troð- ið, ef illa sé á haldið. Fyrir fram an húsið vil ég koma fyrlr tákn myndum úr atvinnusögu borgarinn ar. Þetta verður að gerast á mjög llstrænan hátt. Ég vil t. d. koma með tillögu um þetta atriði.Segjum t. d. að fyrsta styttan sé af erfiðls- vinnumanni. „Verkamanninum", Guðmundl J. með haka i hendi sér. — Ingvar Vilhjálmsson standandl á gömlum trollarabobbing og við fótskör hans Jón Sigurðsson for- maður Sjómannafélagsins. Þetta táknaði útgerð og sjómennsku yf- irleitt. Sem tákn iðnaðar má hafa líkan af Sveini Valfells og úr brjóst vasa hans mætti grelna höfuð Guð- jóns f Iðju, já, svona tll að lofa honum að vera með tákni slnnar stéttar. Sem tákn iþrótta og snyrti mennsku mættl hafa Hauk Clau- sen, þar sem hann er að jafn- henda öskutunnur Reykjavíkurborg ar. Sem tákn um menningu og sagn fræði, mætti hafa Ifkan af Kristj- ánl Albertssyni í sömu stellingum og Hannes Hafstein. Á miðju Ráð- hústorglnu vll ég láta koma styttu af Bjarna Ben. Hún skal vera á Framhald á 13. síðu. Geimferðin Eysteinn Jónsson benti á það í umræðunum um söluskattauk- ann á Alþi.ngi í vikunni sem leið, að þetta nýja skattafrum- yarp væri merki'legur áfangi og eiginlega hátíðieg stund í sögu „vi3reisnar“-stjóirnarinnar. Með því kæmust álögur ríkisins á þjóðina uipp í þrjá milljarða króna. Flugið hefði orðið hrað- ara og hraðara, og nú værum við að fara gegnum „hljóðmúr- inn“. Þetta væiri að verða geim- ferð. Fyrir fjórum árum hefðu fjárlögin verið 800 milljónir. Nú skytumst við upp í 3 mill- jarða. Ekkert sýndi betur en þetta, hvað hefði verið að ger- ast í íslenzku efnahagslífi síð- ustu árin. Skrýtin kenning Vísir iætur þessi spaMegu orð falla í forystugrein í gær og er þar augsýnilega að endur- segja fræði leiðtoga síns, Gunn- ars Thoroddsen: „Verkefni ríkisstjórnarinnar nú er að ráða niðurlögum verð. bólgunnar. Með því að veita tekjuafganginum til útvegsins, hefði hún verið að vinna frek- lega gegn ineginstefnu sinni“. Þetta er afar hreinskilnisleg játning. Stjórnarblöðin játa það nú hiklaust, eins og Gunnar fjármálaráðherra gerði á þingi, að hægt hefði verið að veita út- gerðinni bætur með umfram- tekjum ríkissjóðs þessi árin. „Hægt hefði það verið“, segir Vísir. „Um það blandast engum hugur. En var það skynsam- Iegt?“ Stjórnin telur að það hefði ekki verið skynsamlegt, vegna þess að það hefði svo mikil verðbólguáhrif, og nú ætli stjórnin einmitt að „ráða niður lögum veirðbólgunnar“. Hins vegar segir hún, að það hafi engin verðbólguáhrif að hækka söluskattinn um nokkuð á þriðja hundrað milljónir. Með því að greiða útgerðinni tekju- afganginn, segir stjórnin, að „ofþenslan muni aukast og eftir spurn vinnuafls“. Hins vegar muni áhrifin ekki veirða hin sömu, ef útgerðin fær sðmu upphæð tekna með nýjum sölu- skatti. Þetta er skrýtin kenn- ing. Skyldu þær ekki hafa sömu áhrif á „eftirspurn vinnuaffls", þessar 210 millj. sem útgerðin fær, hvort sem þær eru af fyrri umframtekjum ríkissjóðs eða nýjum söluskatti? Játning En áhrifin á ofþensluna eru ekki hin sömu. Með því að taka þessa upphæð með nýjum skött- um, er skvett olíu á þann eld. Með því eru nj«jar kaupkröfur magnaðar og stefnt til nýrra vinnudeilna, og það er tákn- rænt um heilindi stjórnarinnar, að hún talaði fjálglega um nauð syn vinnufriðar í Mbl. daginn áður en hún skellti nýja skatta- frumvarpinu fram, en það er raunar aðeins krafa sett fram fyrir hönd 'launastéttanna um nýja kauphækkun. Ef upphæð- in hefði verið tekin af tekjuaf- gangi ríkissjóðs, hefði það stefnt til jafnvægis, ekki æst til nýrra kaupkrafna og fram- leiðslunni verið skilað aftur svolitlu af því, sem óhóflega hafði verið tekið af almenningi og henni. Játning Vísis um að með því hefði stjórnin verið að vinna gegn me^instefnu sinni, hittir Pramhalc á 13. s[3u. T í MI N N, þriðjudagur 28. janúar 1964 — 3

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.