Tíminn - 28.01.1964, Side 7
Cltgefcndl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæœdastjóri: Tómas Arnason. — Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Frétta.
stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Daviðsson.
Ritstjómarskrifstofur í Eddu húsinu, simar 18300—18305. Skrif
stofur Bankastr. 7. Afgr.simi 12323. Augl., sími 19523. Aðrar
skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 80,00 á mán, innan-
lands. í lausasölu kr. 4.00 eint — Prentsmiðjan EDDA h.f. —
Tilgangurinn augljós
Á það hefur margoft verið bent hér í blaðinu með
skýrum rökum og tölum, að ríkissjóði var engin nauð-
syn að lögð væri á 240 millj. kr. söluskattsaukning til
þess að styðja útflutningsatvinnuvegina, því að umfram-
tekjur ríkissjóðs hefðu verið og væru svo miklar ár hvert,
að þær dygðu meira en til þessarar hjálpar
Þetta viðurkennir stjórnin hreinlega eins og berlegast
kom fram í ræðu fjármálaráðherra á þingi um skattauka-
frumvarpið s.l. föstudag- Hann lýsti því með mörgum
orðum, hve nauðsynlegt það væri að hafa mikinn tekju-
afgang hjá ríkissjóði og innheimta þannig töluvert meira,
en þyrfti til gjalda. Þannig viðurkenndi stjórnin, að til-
gangur hennar og stefna með innheimtu þessara miklu
umframtekna til ríkissjóðs er einmitt sá, eins og Fram-
sóknarmenn hafa haldið fram, að minnka kaupgetuna
hjá almenningi og draga fé frá honum og framleiðslunni
í tekjuafgang sem renni síðan inn í fjármálakerfi einka-
framtaksins, þar sem þeir fáu og stóru geta fengið vel
mældan skerf og haldið áfram á gróðabrautinni fyrir
fullum seglum. Hins vegar er ekki um það sinnt, þó
að þessi umfrámskattheimta magni kaupkröfur og lami
almannaframtak og atvinnuvegi og sé sírennandi olía á
dýrtíðareldinn, enda varast stjórnin jafnan að skila fram-
leiðslunni þessari aukablóðtöku aftur.
Hin nýja skattabyrði, sem nú er á lögð, er því ekki
gerð til bjargar framleiðslunni, heldur aðeins nýtt spor
íhalds-viðreisnarinnar,
Gengin sér til húðar
Engum dylst, að nýja skattbyrðin á almenning er að-
eins tilraun til þess að sletta enn einni bótinni á hið
margslitna og hengilrifna „viðreisnar“-fat stjórnarinnar
og er enn ein sönnunin um það, að ,,viðreisnarstefnan“
svonefnda hefur löngu gengið sér til húðar, og ríkisstjórn
in með henni. Allt stjórnarkerfið hefur ekki aðeins reynzt
gersamlega haldlaust, heldur fullkominn skaðvaldur í
efnahagslífi þjóðarinnar. Nú hugsar stjórnin um það
eitt að reyna að halda flíkinni saman með bót á bót
ofan og bráðabirgðaráðstöfunum-
Af þessum sökum er augljóst, að nú verður að endur-
skoða allt kerfið frá rótum og finna nýjar leiðir til bjarg-
ar á breiðum grundvelli, og meðan það er gert verður
að forðast nýjar álögur á almenning.
Þjóðin horfir nú á ríkisstjórn sína berast fram sem
rekald í straumi sinnar eigin hrakfallastefnu, og hún
á ekki traust manna til forystu um frambúðarúrræði
Menn sjá, að sú stjórn, sem mistekizbhefur svo gersam
lega allt það, sem hún sagðist ætla að gera, fær ekkí
staðizt. Sú stjórn er í raun og veru fallin, þó að ráðherr-
arnir sitji enn í stólunum-
Fátt sýnir betur, hve mikið kák frumvarp stjórnar-
innar um hjálp til útgerðarinnar er, að þar er engin
grundvöllur lagður til hækkunar á fiskverðinu Ríkir að
vonum megn óánægja með þetta hjá sjómönnum og út-
gerðarmönnum.
Eysteinn Jónsson drap á þetta í þingræðu um máb'ð
á dögunum og sagði. ljóst ætti að vera. að óbrevtt fisk-
verð gæti alls ekki staðizt. og ieita vrði lausnar á bví máli
í sambandi við betta frumvarp. Menn hlytu að sjá, að hjá
bví vrði ekki komizt.
Johnson þykir of starfsamur
Hann fyigisi meö stóru Qg smáu eins og árvakur bóndi á búí sínu
LYNDON B. JOHNSON er
nú búinn að vera húsbóndi í
Hvíta húsinu í rúma tvo mán-
uði Sá tími er vitanlega of
stuttur til þess, að hægt sé að
feila nokkurn endanlegan dóm
uro, hvemig hann muni reyn-
ast setn forseti. Þessi tími er
hins vegar nógu langur til að
fella dóm um, hvernig hann
hagar vinnubrögðum sínum
sem forseti. Þetta er einnig auð
veldara vegna þess, að hann
hagar þeim mjög líkt því og
þegar hann var formaður flokks
síns í öldungadeildinni. Nú eins
og þá vekur það alveg sérstaka
athygli, hvílíkur vinnumaður
Johnson er. Margir kunningjar
hans hafa hvatt hann til þess
að vinna ekki éins mikið og
hann gerir. Meðal þeirra er
enginn annar en Eisenhower,
sem er vel kunnur Johnson og
hefur mætur á honum. Þessir
kunningjar Johnsons óttast að
hann ófþreyti sig, eins og raun
varð á fyrir nokkrum árum.
Læknar hans segja þetta hins
vegar í lagi.
VINNUDAGUR Johnsons
byrjar venjulega kl. 6,30 að
tnorgni. Oftast vinnur hann
einn til kl. 9. Þennan tíma not-
ai hann til að lesa blöðin, —
kvnna sér ýmsar skýrslur og
skrifa niður athugasemdir sín-
ar. Síðan hefjast fundir og sam-
töi, er standa nær sleitulaust
til kl. 10 á kvöldin. Johnson
leggur ekki aðeins áherzlu á að
ræða málin sera bezt við sám-
starfsmenn sína, heldur við
menn úr sem allra flestum
stéttum og með mismun-
andi viðhorf. Hann boðar fjölda
manna á fund sinn og notar sím
ann meira en nokkur fyrirrenn
ari hans hefur gert til að tala
við menn. íeir menn skipta
orðið mörgum hundruðum, sem
nunn hefur hryigt til og spjall-
að við síðan hann varð forseti,
dreifðir um öli Bandaríkin og
sumir utan þeirra. Johnson tel-
ur sig alltaf græða eitthvað á
pessum símtölum Með þessum
hætti fær hann miklu meiri yf-
irsýn um málin en ella. Sumir
samstarfsmenn hans telja, að
það sé galli á honum eins og
Roosevelt, að hann reynir að
fylgjast með öllum málum og
vera með jafnt í smáum sem
stórum ákvörðunum. Hann
bagi sér líkt í Hvíta húsinu og
á búgarði sínum í Texas, þar
sem hann reyni að fylgjast með
öllum hlutum.
Johnson notar oftast matar-
tímann til sð ræða við menn.
Hann býður mönnum að borða
með sér til að fá upplýsingar
og fréttir Að bessu leyti virð-
ist hann ætla að verða gest-
risnasti forsetinn í Hvita hús-
inu.
Á kvöldin vinnur Johnson
oftast einn frá kl, 10—11,30. Þá
les hann aftur blöð og skýrsl-
ur og skrifar athugasemdir. —
Hann hefur ekki neina sérstaka
tómstundaiðju- Starfið er hon
tini allt og veitir honum fulla
anægju Þess vegna er hann
eins afkastamikill og raun ber
vitni
JOHNSON r yfirleitt vel
látinn af samstarfsmönnum, en
getur þó átt það til að vera við
ávæmur os uppst.ökkur. en það
Johnson heima á búgarði sínum.
jafnast fljótt, ef hann finnur
sig hafa á röngu að standa. —
yfirleitt kostar hann kapps við
að sýna savnstarfsmönnum sín-
um fullt traust, því að hann
teiur, að þeir notist honum
bezt á þann hátt. Flestir vinni
betur, þegar þeii finni, að
þeim er treyst. Oftast hefur
þetta gefizt Johnson vel, en
hann hefur líka stundum feng- .
ið skell af pessu. og stendur nú
t d. yfir málarekstur í Wash-
ington í sambandi við mann.
sem Johnson kom til frama
meðan hann var leiðtogi demó-
krata í þinginu, en þessi mað-
ur, Baker, þykir hafa misnotað
aðstöðu sína til fjáröflunar. —
Nú er upplýst, að þeir John-
sor og Bakei hafi skipzt á gjöf
om, og munu repúblikanar
vafalftið nota það gegn John
son
Johnson krefst þess, að sam
starfsmenn hans séu sem oft-
ast við' höndina og ræki störf
sín vel- Nýlega hefur hann
birt þau tilmæli, að þeir sæki
sem allra minnst síðdegisboð
pau, sem Washington er fræg
fyrir.
JOHNSON hefur fengið á
sig það orð .em stjórnmálamað
ur, að hann sé flestum lagnari
i því að koma málum fram. —
Þetta er exki sízt þakkað því
hve vel hann þekkir til manna
o° málefna Það getur hann
m. a. þakkað hinum mörgu sam
tölum. Reynsla sú, sem hann
öðlaðist sem formaður demo
krata í öldungadeildinni, kem
ur honum nú að góðu haldi. —
Þá þurfti hann að kynna sér
hin ólíkustu mál og eiga þátt
i afgreiðslu þeirra. Jafnframt
kynntist hann þá fjölda mörg-
upi áhrifamönnum. Þetta veld-
ui því, að sennilega er Johnson
sá forseti Bandaríkjanna, sem
hefur verið búinn að fá heppi-
legasta reynslu til að takast
það starf á hendur.
Samherjar Johnsons segja, að
ástæðan til þess, að hann komi
málupi fram, stafi m. a. af
því að hann eins og finni á
sér heppilegasta tímann til að
koma þeim höfn. Hann kunni
að bíða eftir lagi, en sé líka
nógu skjótráður til að nota
það, þegar það kemur. Hann
hafi m. ö. o. gott pólitískt nef,
eins og það er kallað.
TALSVERT er stungið sam-
an nefjum um, hvernig myndi
fara, ef fundum þeirra Krústj-
jffs bæri saman Sumir nota um
það gamla málsháttinn, að þar
mvndi skrattinn hitta ömmu
sína. Báðir geta verið léttmál-
ii, en líka uppstökkir, báðir
hafa ánægju af viðræðum til að
vega og me.a þann, sem rætt
t, við, og báðir eru þeir klókir,
ef því er að skipta. Sennilegt
ei talið, að þeir beri gagn-
kvæma virðmgu hvor fyrir öðr-
um Margt bendit til, að þeim
Jchnson og Krústjoff myndi
ganga betur að tala saman en
raun varð á um þá Kennedy og
Krústjoff. Að uppruna eru þeir
ííka skyldari — báðir sveita-
menn, er hafa hafizt úr mestu
fátækt til mestu metorða sök-
tim hæfileika sinna. — Þ.Þ.
z
r í M I N N, þriðjudagur 28. janúar 1964