Tíminn - 28.01.1964, Síða 15

Tíminn - 28.01.1964, Síða 15
VILJA RÁ ÍSLENDINGA Framhald af 16. síðu. íslenzkra útvegsmanna á gildi þess arar aðstöðu fyrir íslenzka útvegs- menn. En enginn þessara aðila hafði heyrt auglýsinguna n.é kynnt sér málið og vildu því lítið um hana segja. Sigurður H. Egilsson, framkvæmdastjóri L.Í.Ú., sagði, að í fljótu bragði virtist sér ekki trúl'egt, að íslenzkir sjómenn yrðu ginkeyptir fyrir langdvölum á Grænlandsmiðum, og þó að hægt yrði að fá hluta áhafnarinnar í Grænlandi, yrði áreiðanlega erfitt að fá hinn hluta hennar á íslandi. Annars kvaðst hann ekki vilja segja neitt frekar um þetta að óat- huguðu máli. SJÖ í SLYSUM Framhald af 16. si8u. þeim hætti að ökumaðurinn sem ók suður Reykjanesbrautina segir bíl hafa ætlað inn á Reykjanes- brautina í veg fyrir sig, og hafi hann þá sveigt til hægri með fyrr- greindum afleiðingum. Báðir bíl- arnir stórskemmdust og einnig skárust ökumenn bílanna í andliti. Um tólf í dag varð kona fyrir bíl á mótum Fífuhvammsvegar og Reykjanesbrautar. Meiðsli hennar eru ókunn. Rétt fyrir hálf þrjú varð dreng- ur sem var að bíða eftir Vísi fyr- ir utan afgreiðsluna í Ingólfsstræti fyrir því að úlpa hans kræktist í bíl sem átti leið þar fram hjá, og dróst drengurinn með bílnum stuttan spöl. Hlaut hann nokkur meiðsli á fæti. í gær varð sjö ára drengur, Sig urður Karlsson fyrir bíl á Reykja- víkurvegi í Hafnarfirði á móts við Skemmuna. Lenti hann á vinstra framhorni bílsins og hlaut fót- brot. DÓ í BÍLSLYSI Framhald af 16. síðu. lenzka landsliðið í knattspyrnu og lék hann nokkrum sinrrum með- því, fyrst á Englandi 1961. Árið áður hafði hann verið varamaður með landsliðinu í írlandsför, og einnig var hann valinn til Frakk- lands og Belgíufarar í sambandi við heimsmeistarakeppnina 1957, en gat ekki farið sökum þess, að hann tók stúdentspróf þá um vor- ið. Jakob byrjaði að leika með meistaraflokki árið 1954 aðeins 17 ára að aldri. Jakolj Jakobsson var fæddur á Grenivík 1937, sonur hjónanna Jakobs Gíslasonar, skipasmiðs og Matthildar Stefánsdóttur, en flutt ist fljótlega með þeim til Akur- eyrar, þar sem hann átti heima síðan. Jakob var næst yngstur fjögurra bræðra, en tveir elztu bræður hans, Haukur og Gunnar, hafa einnig leikið mikið með Akur eyrarliðinu í knattspyrnu. I ÆSIAKSTRI Framhald af 16. síðu. bremsuhestöfl. Hér á landi kostar hann um 132 þúsund. Auk sigursins í Monte Carlo keppninni núna á Morris Cooper að baki sigra í mörgum öðrum aksturskeppnum, og hefur það aukið mjög á vinsældir bílsins, auk þess sem hann er sparneytinn, og hægt að fá með honum margs konar tæki og aukaútbúnað til þess að auka í honum kraftinn. T. D. var bíllinn, sem Sverrir ók í dag, með snúningshraðamæli. Skák Framhald aí 5. síðu og Johannesen 5% vinning og bið- skák. Biðskákir voru tefldar í gær- kvöldi og skýrt frá úrslitum á öðr- um stað í blaðinu. Þar sem Friðrik Ólafsson átti tvær biðskákir — og aðra þeirra mjög erfiða gegn Gligoric — hafði hann ekki tíma til þess að skrifa yfirlitsgrein um þessar umferðir, en í blaðinu á morgun skrifar Friðrik um þær ásamt biðskákunum. MANNI BJARGAÐ Framhala at 16. síðu. áfram eftir að komið var í sjúkra- húsið. Með hjálp súrefnisgjafa tókst að vekja Jón aftur til meðvit- undar. Voru þá um tveir tímar liðnir frá því að hann féll í sjó- inn. Hann er nú við beztu heilsu. INDVERJI HÉR bæði sál og líkama. Þeir, sem hafa þolinmæði til að stunda þessar æfingar rétt, verða síð- ur sjúkdómum að bráð, og einn ig getur yoga í mörgum tilfell- um læknað sjúkdóma, sem ekki hefur tekizt með öðru móti. — Þegar ég heimsótti ísrael, kom á daginn, að hinn gamli virðu- legi stjórnmálamaður David Ben Gurion hafði fengið mikla heilsubót af að stunda yoga-æf- ingar, sem fiðluleikarinn frægi, Yehudi Menuhin, hafði kennt honum“. Swami Pranavananda gekk ungur í háskóla í heimalandi sínu og lærði læknisfræði, lauk þvi námi og starfaði sem skurð- læknir í nokkur ár. Þá hneigð- ist hugur hans æ meir að yoga og hélt hann síðan upp til Hima lava og setist við fótskör cneist aranna, fullnumaðist í fræðun- un' og fékk nafnbótina Swami, sem þýðir meistari. Til Vestur- heims fór hann fyrir níu árum os kom þar á fót yoga-stofnun eðg félögum, sem hafa aðal- skrifstofur í fjórum borgum Amerfku, New York, Mexico- borg, Caracas og Buenos Aires. En félagsdeildir eru í fjölda borga annarra og enn fleiri löndum. Fjóra-fimm mánuði ársins ferðast hann um allar álfur og heldur fyrirlestra, en starfar hina mánuðina sem ráð- gjafi og stjórnar æfingum vestra, heldur fyrirlestra í há- skólum og ótal stofnunum, m. a. Sameinuðu þjóðunúm, hefur heiinsoftýg^raðgazt~við margá þjÁðhöfðíngja o'g foríistúmenh mennta og vísinda, víða um heim. Hér hefur hann heimsótt bæði stjórnarráðið og háskól- ann. ÞEIR SEGJA UPP Framhald af 1. sí8u. ári frá 30 til 90%, en laun sjó- manna skulu standa í stað, og allt vöruverð í l'andinu hefur hækkað gífurlega. Fundurinn mótmælir þeirri aðferð verðlagsnefndar að leggja eingöngu til grundvallar rekstur á frystihúsum, þar sem sum éru starj^ækt 2—3 mánuði úr árinu og standa svo hinn tím- ann lítið eða ekkert notuð. Þessari framkomu í launamálum mótmælir fundurinn harðlega og álítur það •beina árás á sjómannastéttina og telur, að úrskurður á fiskverði, sem gerður var, standist ekki laga- lega og sé því markleysa ein. Fund urinn skorar því á sjómenn að segja upp þegar í stað og leggja niður vinnu sem einn maður 4. febrúar 1964 Fundurinn skorar á stjórn Sjómannasambands íslands og stjórn Alþýðusambands íslands að bregða hart við og aðstoða sjó- menn til að ná rétti sínum og fá lagfæringu launa sinna". Má því búast við, að á mánudag- inn kemur leggi um 100 hafnfirzk- ir sjómenn á 15—16 bátum, bæði landlegu- og útilegubátum, niður vinnu, og stöðvást þá allur hafn- firzki lífiuveiðiflotinn. Fundir munu hafa verið hal'dnir í fleiri verstöðvum í gær og má búast við svipuðum mótmælaaðgerðum víðar en í Hafnarfirði. HAFÍSINN REKUR Framnaid af 1 siðu. fer það nokkuð eftir straumum og vindátt. ísinn er mjög óstöðugur og mikið á reki, og oft hefur það komið fyrir að þótt bátarnir leggi lóðir sínar og hvergi sjái í ís, þá er hann kominn yfir lóðirnar eftir 3—4 tíma. Biðskákir voru tefldar á skák- mótinu í gærkvöldi. Gligoric vann Friðrik í 52 leikjum, en Friðrik vann hins vegar biðskák sína við Jón. Þegar blaðið fór í prentiin var enn ólokið skák Inga og Trausta. Tal er nú efstur með 8!í> vinn- ing. Gligoric annar með 8 vinninga og í þriðja sæti er Friðrik með 7!4 vinning. Báturinn náðist upp HJ-Eyrarbakka, 27. janúar. Nú er búið að ná vélbátnum Kristjáni Guðmundssyni upp úr f jörunni í nánd við Eyrarbakka, en hann rak á land fyrir nokkru, eins og menn rekur minni til. Er nú talið öruggt, að sjór fái ekki grand að honum. Björgun h.f. úr Reykjavík sér um björgun bátsins. Á föstudag- inn hafði hann náðst upp úr fjör- unni og var þá reynt að setja hann upp á vagn, en vagninn. brotnaði -UM0Rjlá.tjumi,A9kJIfilJ3Uaga hans, og $r nú óvíst hvernig hann yerð- úr fluttur í slipp á Eyrarbákká én þangað er alllangur spölur. Rætt hefur verið um að láta bát- inn bíða um sinn, þar sem hann er kominn, en endanleg ákvörðun hef ur ekki verið tekin enn þá. AKRANESSTÖÐIN (Framhald aí 2. síðuj. fjörð. Þá er að sjálfsögðu beint samband við allar hinar sjálfvirku stöðvarnar á Suðvesturlandi. — Stöðin, sem er af nýjustu ogifull- komnustu gerð, er framleidd í Sví þjóð, kostar uppsett 14 milljónir króna, en þar af er % hluti að- flutningsgjöld er símamálastjóri kvað hvergi tíðkast nema hér á landi. Að lokum bauð síínamála- stjóri öllum gestum til kaffi- drykkju á Hótel Akranesi. Ræður fluttu, auk sícnamálastjóra, Björg- vin Sæmundsson, bæjarstjóri, Þór- hallur Sæmundsson, bæjarfógeti, og símstöðvarstjórinn Karl Helga- son. Allir létu ræðumenn í Ijós mikla ánægju með þessa merku nýjung og þökkuðu símamálastj. mikilsverða forgöngu í því mikla hagsmunamáli Akurnesinga svo og öðrum þeim er veitt höfðu þessari framför brautargengi. VILJA EKKI MISSA Framhald af 1. sí8u. livar borað verður í Vestmannaeyj um, en ákveðið er að gera úrslita- tilraun til að ná upp neyzluvatni, áður en farið verður að hugsa alvarlega um að leiða vatn úr landi til Eyja. Sagði Gunnar, að ekki væri fræðilega útilokað að ná vatni, sennilega volgu, undan berginu neðan sjávar. Verða bor- aðir um 50 metrar með litlum bor, en síðan á Norðurlandsborinn að bora 10—1200 metra. Verður bor- inn hlutaður sundur næstu daga pg fluttur frá Húsavík með skipi til Eyja. Þegar hann hefur lokið hlutverki sínu í Eyjum, fer hann sennilega til leitar í Eyjafirði. ENN EIN MILLJÚN STJÓRN Kvenfélagsins Hrings- ins hefur á sextíu ára afmæli sínu hinn 26. þ. m. afhent dóms- og kirkjumálaráðuneytinu eina millj- ón króna, sem framlag til nýbygg- ingar Landspítalans vegna barna- deildarinnar. (Barnaspítala Hrings ins). Ráðuneytið hefur flutt stjórn HVlTANES ER KOMD IH-Seyðisfirði, 27. janúar. Hið nýja skip Kauphkip h.f. Hvítanes, kom til Seyðisfjarðar í gærkvöldi kl. 10. Hingað kom skip ið beint frá Haugasundi í Noregi og var farmurinn 24. þús. sfldar- tunnur og 300 tonn af salti. Hér losaði Hvítanes 9000 tunnur, en fer í nótt til Reyðarfjarðar og los- ar þar það sem eftir er af túnn- unum. Saltið fer aftur á móti til Keflavíkur, þar sem heimahöfn skipsins verður. Skipstjóri og frair kvæmdastjóri buðu bæjarstjórn Seyðisfjarðar og fleirum gestum um borð í skipið, sem allt er hið glæsilegasta, og vel búið að öll- um tækjum. Hringsins þakkir fyrir hinn mikils verða stuðning við þetta málefni íyrr og síðar, en Hringurinn hefur nú lagt fram alls átta milljónir króna til framkvæmdanna. Róið úr Rifi AJ-Rifi, 27. jan. Á SÍÐUSTU helgi hafði Skarðs- víkin, sem gerð er út héðan á úti- legu, lagt 6 lagnir og fengið sam- tals 38 lestir af slægðum fiski. — Tveir bátar róa héðan daglega. — Hamar hefur fengið 35 lestir I 11 róðrum og Sæborg 33 lestir í 8 róðrum. Tveir heimabátar, Tjaldur og Arnkell eru að búa sig á netaveiði, en hefja væntanlega ekki veiðina fyrr en upp úr mánaðamótunum. SKIPAUIGCRÐ RÍKISINS Ms. Esja fer vestur um land í hringferð 30. þ.m. Vörumóttaka í dag til Patreksfjarðar, Sveinseyrar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyr- ar, Suðureyrar, ísafjarðar, Siglufjarðar, Akureyrar, Húsa- víkur og Raufarhafnar. Far- seðlar seldir á miðvikudag. Herjólfur fer til Vestmannaeyja og Horna fjarðar 29. þ.m. Vörumóttaka í dag til Hornafjarðar. Loftpressa á Iraktor, til leigu. Tökum að okkur smærri og stærri verk. Upplýsingar í símum 35740 og 32143 LAUGAVE6I QO-92 Stærsfa úrval bifreiða á einum stað Salars er örugg hjá okkur Innilegar þakkir faerum vlð öllum þeim, sem vottuðu okkur samúS vi8 fráfall og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa Eggerts Stefánssonar frá Kleifum, og heiðruðu minningu hans. — Guð blessi ykkur öll. Margrét Ólafsdóttir. Anna Eggertsdóttir. Bergsveinn Jóhannsson. "uðrún Eggertsdóttir. Edwin Kaaber. Stefán Eggertsson. Sigvaldi Eggertsson. Ragna Valgerður Eggertsdóttir og barnabörn. Móðir mín, Sigríður Jónsdóttir andaðist 22. jan. Jarðsett verður frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 30. janúar kl. 1,30. Lilja Hjartardóttir. Útför móður okkar, Emilíu Kofoed-Hansen fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 29. þ. m. kl. 14,00. __ Jarðsett verður í gamla kirkjugarðinum. Sigríður Eggertsdóttir.v Agnar Kofoed-Hansen. Móðir mín, tengdamóðir og amma, Magndís Benediktsdóttir Spitalastig 8, andaðist í Landakotsspítala 27. þ. m. Börn, tengdabörn og barnabörn. T í MI N N, þriðjudagur 28. janúar 1964 — 15

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.