Tíminn - 28.01.1964, Page 16
VELLINUM
Þriðjudagur 28- janúar 1964
22. tbl.
48. árg.
KJ-Reykjavík, 27. janúar
f dag fór fram á Reykjavíkur-
flugvelli sýning á aksturshæfileik-
um Morris Cooper, en bíll af þeirri
gerð sigraði í Monte Carlo aksturs
keppninni á dögunum. Morris
Cooper vann ekki aðeins keppnina,
heldur urðu þeir líka i fjórða og
sjötta sæti af um þrjú hundruð
bílum, sem þátt tóku í keppninni.
Ökumaður sýningarbílsins var
Sverrir Þóroddsson, svifflugmeist-
ari íslands, og má með sanni segja,
að aksturshæfnin sé alveg ótrúleg.
Sverrir fór með blaðamenn einn
af öðrum í smá reynsluferðir
þarna á brautinni, tók krappar
beygjur á miklum hraða svo söng
og hvein í hjólbörðunum, en Morr-
isinn var hinn stöðugasti á jörð-
inni. Á að horfa sýndist þetta all-
fífldjarft fyrirtæki, en er við sát
um í bílnum í beygjunum vel
spenntir niður í sætin með örygg-
isólum, fór regluleg öryggistilfinn-
ing um okkur og alveg ástæðulaust
að óttast nokkuð.
Cooper er í svokölluðum Mini
bílaflokki, sem orðið hafa mjög
vinsælir í Bretlandi, og er nú að
verða vinsælasti smábfilinn á Norð
urlöndum. Vélin er frammtí og
snýr þvert í bílnum, driflð er á
framihjólunum, flððrunin er
gúmmífjöðrun og hjólin litll. afiur
vegur bíllinn 610 kíló, vélin er 34
Framhal-d á 15. sRSu.
DÓ í BfLSLYSI
í ÞÝZKALANDI
MORRIS COOPER [ einnl beygjunnl á Reykjavíkurflugvelll i dag.
eru í bakgrunninum og runnið hafa saman i eitt.
Glöggt má marka hraðann af húsunum sem
(Ljósm.: TÍMINN-KJ).
HS-Akureyri, 27. janúar.
Þau sviplegu tíðindi bárust
hingað í dag, að Jakob Jakobsson,
tannlæknisstúdent, og einn kunn-
asti knattspyrnumaður landsins,
hefði farizt í bflslysi aðfaranótt
sunnudags rétt hjá Erlangen, en
þar stundaði Jakob nám. Þegar
lát hans fréttist á Akuireyri, varð
mikil sorg meðal bæjarbúa, enda
Jakob mjög vinsæll af öllum.
Fréttir af slysinu eru enn nokk-
uð óljósar, en utanríkisráðuneytið
fékk eftirfarandi upplýsingar frá
sendiráðinu í Þýzkalandi. Jakob
var ásamt þýzkum hjónum í bif-
reið skammt frá Erlangen um kl.
Vilja fá
leggja upp í
til að
KH-Reykjavík, 27. janúar.
fslenzkir fiskiskipaeigendur, sem
vilja láta skip sín veiða við Græn-
land, eiga þess nú kost að leggja
upp hjá grænlenzkum frystihúsum,
ekikum í Sukkertoppen og Nars-
saq. Þeir geta fengið ís og kassa
endurgjaldsiiaust í þessum höfn-
imi, og einnig er mögufeiki á að
manna skipin að nokkru giræn-
lenzkum sjómönnum.
Það er konunglega Grænlands-
verzlunin, sem vill fá íslenzk fiski
skip til að leggja fisk sinn upp í
Grænlandi. í auglýsingu Græn-
landsverzlunarinnar í útvarpinu í
dag óskar hún eftir að hafa sam-
band við íslenzka fiskiskipaeigend
ur, sem áhuga hefðu á fiskveiðum
við Grænland og að sel’ja aflann
grænlenzkum frystihúsum, og er
aðallega um að ræða veiðar fyrir
frystihúsin í Sukkertoppen og Nars
saq. Geta skipin fengið ís og kassa
endurgjaldslaust í greindum hönf
um, og einnig segir í auglýsingu
Grænlandsverzlunarinnar, að mögu
legt sé að fá hluta áhafnarinnar
á skipin í Grænlandi. Væntanlegir
eru til landsins erindrekar Græn-
l'andsverzlunarinnar, sem gefa
munu nánari upplýsingar dagana
29.—31. janúar á Hótel Borg.
Blaðið leitaði álits einstakra út-
gerðarmanna og Landssambands
Framhala a 15 siðu
fimm aðfaranótt sunnudags. Sá,
sem ók bifreiðinni, missti skyndi
lega stjóm á henni með þeim af-
leiðingum, að hún ók á steinvegg.
Jakob lézt fljótlega eftir slysið,
en þýzku hjónin eru nú á sjúkra
húsi — hættulega slösuð.
Jakob Jakobsson hafði undan-
farna sex vetur stundað nám í tann
Iækningum í Þýzkalandi, en kom
heim á sumrin og keppti þá méð
félögum sínum í Akureyrarliðinu
við mjög góðan orðstír og ekki leið
á löngu að hann var valinn í ís-
Framhald á 15. síðu.
JAKOB JAKOBSSON
UM HELGINA LENTU 7 I
SLYSUM í REYKJAVfK
KJ-Reykjavík, 27. janúar
Mikið var um slys í Reykjavík
um helgina og munu 7 manns hafa
hlotið meiri og minni meiðsli. Auk
þess var eitt umferðarslys í Hafn-
arfirði.
Um tíuleytið á laugardagskvöld
ið ók stúlka stórum amerískum
fólksbíl á mikilli ferð upp Nóa-
tún. Er komið var að gatnamót-
um Nóatúns og Skipholts gekk
maður út á götuna í veg fyrir bíl-
inn, og varð hann fyrir honum. Sá,
sem fyrir slýsinu varð, heitir Bald-
ur Steingrímsson, verkfræðingur
til heimilis að Baldursgötu 8, —
marðist, hann allmikið, hlaut á-
verka á höfði og liggur nú í Land-
spítalanum.
í gærmorgun um ellefu leytið,
klemmdist maður um borð í
dönsku skipi í Reykjavíkurhöfn.
Hlaut hann slæmt mar.
í gærkvöldi varð annað óhapp
á mótum Skipholts og Nóatúns.
Stór ameriskur bíll ætlaði fram úr
VW bíl á gatnamótunum en lenti
á kyrrstæðum bíl vestan megin
götunnar. Stúlka sem var í amer-
íska bílnum slasaðist á enni og var
farið með hana í Slysavarðstofuna. |
í morgun um hálf níu rákust |
tveir amerískir bílar saman á
Reykjanesbraut á móts við Foss-
vogsveg. Áreksturinn var með
Framhalo á 15. s(8u
Manni bjargai írá
drukknun / Eyjum
SK-Vestmannaeyjum, 27. jan.
Miðaldra maður frá Hornafirði
féll í höfnina hér á tólfta tím-
anum í fyrrakvöld. Hann var með-
vitundarlaus, þegar honum var
bjargað, en með Iífgunartilraun-
um tókst að lífga hann við á tveim
ur tímum.
Maðurinn er Jón Karlsson, skip
verji á Björg frá Neskaupstað.
Hann féll í sjóinn milli skips og
bryggju. Félagar hans urðu varir
við, er hann féll í sjóinn, og gátu
bjargað honum, þegar hann hafði
verið aðeins örfáar mínútur í sjón
um. Jón var fluttur í lögreglubíl
í sjúkrahúsið og gerðar lífgunar-
tilraunir á honum á leiðinni. Lækn
irinn hélt lífgunartilraununum
Framhalc á 15 síðu
ndverji kynnir Yoga hér
GB-Reykjavík, 27. janúar.
ÍNDVERSKUR meistari í
yoga-fræðum, Swami Pranavan-
anda Saraswati, kom hingað til
Iands í gær og ætlar að hafa
hér þriggja daga viðdvöl, flytja
fyrirlestur og sýna yoga-æfing-
ar fyrir almenning í Guðspeki
félagshúsinu að Ingólfsstræti
22 klukkan átta annað kvöld
(þriðjudag).
Swami Pranavananda ræddi
við fréttamenn í dag að Hótel
Borg, kvaðst nú í fyrsta sinn
heimsækja ísland, en síðustu
tíu árin hafi nann sótt 128 þjóð
lönd heims til að kynna hina
indversku heimspeki. Nú í vet-
ur hefur hann verið á ferð um
Evrópu og Afríku, flutti fyrir-
lestur í Kaupmannahöfn í fyrra
dag, en til Norðurlanda kom
hann frá Sovétríkjunum og
haíði þá ferðast um öll lönd A,-
F.vrópu. Héðan fer hann til
London, en heldur síðan vestur
un haf. Spurningu um það-
hverjar viðtökur hann hefði
fengið í Sovétríkjunum, svaraði
meistarinn:
,Mér til mikillar undrunar
komu margir að hlusta á mig í
öllum sósíalistísku löndunum.
sem ég ferðaðist utn og áheyr-
erdur sýndu mikinn áhuga. I
húsi því, sem ég talaði í
í Moskvu, voru þúsund áheyr-
endur mættir, fólk af öllum
stéttum, en mest bar á mennta-
fólki, einkum vísindamönnum í
læknisfræði og sálarfræði. En
þið verðið !íka að athuga það,
að yoga er ekki trúarbrögð,
heldur fjölþætt heimspekikerfi,
sem á að kenna fólki af öllum
trúarbrögðum, þjóðum og flokk
um listina að lifa lífinu með
bvi að stunda ekki aðeins and-
legar, heldur og líkamlegar æf-
ingar til að öðlast vald yfir
Framhald á 15. síðu