Tíminn - 02.02.1964, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason. — Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Frétta-
stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson.
Ritstjórnarskrifstofur í Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skrif
stofur Bankastr. 7. Afgr.simi 12323. Augl., sími 19523. Aðrar
skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 80,00 á mán. innan-
lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. —
Á enn að þrengja að
viðskiptabönkunum?
í umræSunum, sem urðu á þingi í fyrradag um þá
tillögu þeirra Þórarins Þórarinssonar og Ingvars Gísla-
sonar, að Seðlabankinn kaupi afurðavíxla af iðnaðinum
með svipuðum hætti og. öðrum atvinnuvegum, kom í
ljós, að ríkisstjórnin er ekki fallin frá því frv. sínu,
að auka frystingu sparifjár í Seðlabankanum. Þetta er
m. a. rökstutt með því, að Seðlabankinn geti þá veitt
meiri afurðalán-
í umræðunum var sýnt fram á, að þetta yrði atvinnu-
vegunum sízt hagur, þar sem aðstaða viðskiptabankanna
til að veita þeim fyrirgreiðslu yrði þrengd að sama skapi
og Seðlabankinn frysti meira af því sparifé, er þeir
fengju til varðveizlu. Seðlabankinn þyrfti ekki heldur
að auka frystingu á sparifé til að auka afurðalánin, eins
og sæist á því, að hann hefur áður fyrr veitt hlutfalls-
lega miklu meiri afurðalán, án nokkurrar frystingar á
sparifé.
Frysting sparifjárins leikur viðskiptab'ankana nú svo
grátt, að stórlega skortir á, að þeir geti veitt eðlilega
fyrirgreiðslu. Afleiðing þessa er þegar orðin sú, að menn
leita sér lánsfjár í vaxandi mæli utan við bankann eða
m. ö. o. spariféð færist í vaxandi mæli yfir á eins konar
svartan markað. Af þessum ástæðum fara sparifjárinn-
lög nú minnkandi í bönkunum. Þetta myndi þó versna
stórum, ef sparifjárfrysting væri aukin.
Fátt þykir gleggri sönnun um óheilbrigt fjármála-
kerfi en þegar svo er ástatt, að spariféð leitar í vaxandi
mæli fram hjá bönkunum og yfir á eins konar svartan
markað. í öllum löndum, þar sem fjármálastjórnin hef-
ur einhvern snefil af óbrenglaðri skynsemi, er reynt
eftir megni að afstýra þessu. Hér undirbúa hins vegar
valdhafarnir löggjöf, sem ekki getur haft önnur áhrif
en að gera viðskiptabönkunum nær ókleift að starfa
og að ýta undir að spariféð fari fram hjá þeim og yfir
á svartan markað. Meiri óstjórnarstefna í peningamálum
er ekki hugsanleg.
Loforð fótum troðin
Ef menn rifja upp það, sem sungið var af stjórnarblöð-
unum og frambjóðendum stjórnarflokkanna fyrir þing-
kosningarnar í vor, mun mönnum ekki koma annað
fyrr í huga en loforð og svardagar um, að ekki skyldi
aftur horfið til hins fordæmda uppbótakerfis, ef stjórn-
arflokkarnir héldu meirihluta sínum áfram.
Enginn, sem þá trúði stjórnarflokkunum, gat látið
sér detta í hug, að það yrði aðalverk þeirra á fyrsta
þinginu eftir kosningar að taka upp nýtt, stórfellt upp-
bótakerfi.
• í öllum þingræðislöndum þykir það sjálfsögð hefð, að
ríkisstjórn segi af sér, þegar flokkar hennar telja sig
ekki geta framfylgt þeirri stefnu, sem þeir lofuðu kjós-
endum.
Það var í samræmi við þetta, að Hermann Jónasson
baðst lausnar fyrir vinstri stjórnina á sínum tíma-
Núverandi stjórnarherrar þverbrjóta þessa þingræð
isreglu eins og annað. Þeir fótumtroða hana eins or
helztu kosningaloforð sín. Allt er látið víkja fyrir því
að hanga við völd til að verja hagsmuni nokkurra gróð^
manna.
En hve lengi mun þjóðin búa við þingræði og lýðræð'
ef hún lætur sér þetta vel lynda?
Walter Lippmann ritar um aiþjóðamál:1
Panamadeilan verður farsælast
leyst með nýium skipaskurði
ERFIÐLEIKAR okkar í Pan-
ama stafa af þeirri sta'ðreynd,
að skipaskurðurinn og samn-
ingurinn um stjórn hans er
hvort tveggja löngu úrelt. Því
fyrr, sem nýr skurður er gerð-
ur og stjórnað samkvæmt nýj-
um samningi því betra, bæði
fyrir friðinn í þessum hluta
heims, okkar eigin öryggi og
heimsviðskiptin öll.
Skurðurinn var gerður í byrj-
un aldarinnar, og var verkfræði
legt meistarastykki á sinni tíð.
En í dag er hann hreint aftur-
úrstang, miðað við þess háttar
skurð, sem hægt er að gera og
á að gera Hann er ónógur bæði
fyrir stærstu herskipin og
flutningaskipin.
Verst af öllu er þó, hve sér-
lega auðvelt er að vinna á hon-
um skemmdarverk. Á skurðin-
um eru margar lokur, til þess
að unnt sé að sigrast á hæðar-
mun hafsins og skurðarins. Á-
rekstrar okkar og Panamabúa
stafa blátt áfram af því, að
svo mikinn fjölda manna þarf
til þess að starfrækja og verja
margbrotinn útbúnaðinn vegna
hæðarmunarins Af þessari á-
stæðu er svona stór bandarísk
nýlenda mitt á meðal Panama-
búa.
SKIPASKURÐ í sömu hæð
og hafið, væri vandalaust að
starfrækja með miklum mun
færri •kunnáttumönnum. Ög til
gæzlu hans þyrfti ekki svipað
því jafnmarga lögreglumenn og
hermenn. Hann væri hvergi
nærri eins viðkvæmur fyrir
skemmdarverkum Ef ein vei
heppnuð sprengja hæfði loku í
skurðinum eins og hann er nú,
myndi það gera hann ónothæf-
an um langt skeið. Allt öðru
máli er að gegna um skurð í
sjávarhæð. Þar myndi sprengja
aðeins valda nýrri holu, þar
sem ekkert er í raun og veru
fyrir annað en mjög stór
gryfja.
í skipaskurði í sjávarhæð
þarf engar margbrotnar og dýr-
ar lokur Hann er auðvarinn
og einfaldur í rekstri og því
engin þörf á sams konar samn
ingi um hann og gerður var
1903 vegna núverandi skurðar.
Orðalag og efni þess samnings
erú leifar frá heimsvaldastefnu
aldarinnar, sem leið. Skurður-
inn er af þeirri gerð, að Pan
amabúar geta ekki starfrækt
hann og varið. Þetta er það
eina, sem réttlætir samning-
inn, en það nægir að vísu að
svo stöddu. Bandaríkin verða
því að framfylgja yfirráðarétt
inum og þó sérstaklega réttin
um til þess að tryggja röð og
reglu umhverfis skurðinn.
PANAMABÚAR hafa á réttu
að standa þegar þeir segja, að
samninginn þurfi að endur-
skoða, enda þótt í honum sjálf-
um segi, að hann sé óuppsegj
anlegur. Ef svara á þeim í ein
lægni, verður það að vera eitt-
hvað á þá leið, að hentugar til
hliðranir sé auðvitað unnt að
gera, eins og gert hefir verið
áður, en samning, sem takmark
ar algeran yfirráðarétt okkar
er ekki mögulegt að gera fyrri
Uppdrátfurinn sýnlr Panamaskurðinn og yfirráðasvæði
Bandarikjanna.
en búið er að gera nýjan skipa-
skurð, sem unnt er að starf-
rækja og vernda án þess að
vald okkar þurfi til. Það er
brýnt hagmunamál fyrir alla
þessa heimsál'fu, að unnt sé að
starfrækja skurðinn hindrunar
laust og ótruflað, og sama máli
gegnir um fjölmörg ‘ríki hvar-
vetna um heim.
VEGNA þessa ástands, ætti
að minni hyggju að vera unnt
að tryggja sér stuðning forustu
ríkja í Suður- og Mið-Ameríku.
Forráðamönnum þeirra er vel
ljóst, að byltingasinnuð ofbeld-
isöfl eru að verki í þessum
hluta heims. Þeir hljóta að við-
urkenna, að skemmdarverk á
lokum skurðarins yllu þeim
miklu tjóni í verzlun og sigl-
ingum. Við ættum því að stinga
upp á við þessi ríki að gera
nýjan skurð í sjávarhæð, —
hvort sern það yrði gert í Mexí
kó, Nicaragua, Panama eða
Columbíu, — og gera um hann
nýjan samning, sem veitir okk
ur engan yfirráðarétt, en gerir
ráð fyrir sameiginlegum rekstri
og umsömdum tolli, sem trygg-
ir niðurgreiðslu þeirrar skuld
ar, sem stofnað er til með gerð
skurðarins.
CHIARI, forseti Panama.
Þegar búið er að gera nýjan
skurð, getum við gert nýjan
samning um gamla skurðinn,
þar sem ef til vill yrði gert ráð
fyrir sölu á eignum hans. Þegar
búið er að gera nýjan skurð í
sjávarhæð, þurfa Bandaríkin
ekki á neinum yfirráðarétti að
halda, hvorki í orði né á borði.
Það væri ekki annað en léttir
að losna úr þessari óskemmti-
legu flækju.
SKURÐ i sjávarhæð er unnt
að gera á fimm stöðum, og þeir
staðir hafa verið í athugun í
allmörg ár. Nú er kominn tími
til að ákvarða um stjórnfræði
leg, verkfræðileg og fjárhags
leg vandamál í þessu sambandi.
Þessi vandamál eru að vísu
margbrotin, en engan veginn
óleysanleg. Eitt vandamálið er,
hvort hinn nýja skurð megi
grafa með kjarnorkusprenging-
um. Áætlanir Livermore-rann-
sóknastöðvar kjarnorkunefndar
innar sýna, að uppgröftur með
kjarnorkusprengjum gæti kost-
að frá fjórðungi og allt niður
í einn tíunda hluta þess, sem
hann kostaði með venjulegu
sprengiefni.
Spurningin er, hvort notkun
kjarnorku sé andstæð samn-
ingnúm um takmarkað tilrauna-
bann, en samkvæmt honum er
engri þjóð leyft að framkvæma
sprengingar neðanjarðar, ef
hætta er á að geislavirk efni
falli utan landamæra landa
hennar. Ætti að grafa hinn
nýja skurð í Utah eða Missouri,
væri ekki um nein slík vanda-
mál að ræða. En hinn nýja
skurð verður að grafa þar sem
þröng er um, bæði í landi og
landhelgi
ÉG GERl varla ráð fyrir að
ókleift yrði að afla leyfis til
að grafa skurðinn með kjarn-
orkusprengingum. ef löndin,
sem hlut eiga að máli, næðu
samkomulagi um skurðinn, og
það samkomulag væri lagt fyrir
stjórnir þeirra nálega hundrað
ríkja, sem skrifað hafa undir
Framhald á 13. síSu.
TÍMINN, sunnudaginn 2. febrúar 1964 —
l