Tíminn - 02.02.1964, Blaðsíða 9
Konan
hlið mikil-
mennisins
FramhalcLssögunni um upp-
haf „Þriðja ríkisins" og aðdrag-
anda heimsstyrjaldarinnar síð-
ari er nú að ljúka hér í blað-
inu. Framhaldssaga þessi hefur
notið mikilla vinsælda hér í
blaðinu hjá þeim, sem láta sig
söguna einhverju skipta. Höf-
undur hennar, bandaríski blaða-
maðurinn, William L. Shirer,
hefur skrifað sögu þessa af
þekkingu sjónarvottar og yfir-
sýn mikiLhæfs blaðamanns.
Hann varð kunnur fyrir Ber-
línardagbók sína frá síðustu
dögum sínum í Berlín í stríðs-
byrjun. Við höfum valið þann
kostinn að Ijúka sögunni, þar
sem fýst er yfir að heimsstyrj-
öldin síðari sé hafin, þótt verk
Shirers sé miklu lengra og segi
frá gangi heimsstyrjaldarinnar.
Kemur einkum til, að áður
hafði blaðið birt dagbækur Al-
anbrooke lávarðar, sem var
herstjóri Breta í heimsstyröld-
inni. Útkoma þessara tveggja
bóka og fjölda annarra líkrar
greinar frá árunum fyrir síðari
heimsstyrjöldina og styrjaldar-
árunum, hafa þótt tíðindum
sæta. Er það ekki nema eðli-
legt, því þótt gott sé að geta
gleymt hörmunum, eiga vítin
að vera okkur til varnaðar
þekking á nýrri tíma staðreynd-
um er því ekki síður gagnleg
en þekkingin á sögunni yfir-
leitt. Þeir Shirer og Alanbrooke
hafa nú um nokkurn tíma flett
blöðum þessarar nýju sögu
fyrir lesendur Tímans, með að-
stoð ágætra þýðenda.
Og það er einmitt sérstaklega
ánægjulegt hvað þessi nýja teg-
und framhaldssagna hefur hlot-
ið marga meðmælendur eftir að
þær tóku að birtast hér í blað-
inu. Árlega koma út mörg mik-
il verk og merk á tungum, sem
landsfólki hér eru almennt ekki
tiltækar, og mörg þessara verka
eru þannig, bæði hvað stærð
snertir og efnismeðferð, að lítt
er hugsanlgt að þær verði gefn-
ar út hér í bókarformi. En á
hinn bóginn er skaði að þau
skuli ekki mörg hver koma fyr-
ir augu lesenda. Tíminn hefur
reynt að svara þessari þörf með
þýðingunum á fyrri hluta
Þriðja ríkis Shirers og Dag-
bókum Alanbrooke, og mun
eflaust halda áfram að birta
framhaldssögúr, sem valdar eru
með sömu sjónarmið í huga.
í beinu framhaldi af fyrr-
greindum framhaldssögum,
byrjar blaðið að flytja ævisögu
Clementine, eiginkonu sir Win-
ston Churchill, núna á þriðju-
daginn. Þýðinguna gerir Jón E.
Jakobsson, en höfundur sög-
unnar er kunnur, brezkur blaða
ÞESSI MYND er teldn af Winston Churchill, Clemen tine og Dlönu dóttur þelrra, er Churchill var á
framboðsferð í Epplng-kjördæml árlð 1931. Þá grunaði engan hverju hlutverki þau hjón áttu eftlr að
gegna i sögu lardslns.
maður að nafni Jack Fishman.
Sir Winston Churchill er fræg-
asti stjórnmálamaður vorra
tíma. Velflest atriði úr lífi
hans, sem einhverju máli
skipta, eru vel kunn og, hann
hefur verið frægður í fjölda
bóka. Það hafa jafnvel verið
gefnar út bækur, sem hafa ein-
ungis að geyma fleygar setn-
ingar úr ‘ræðum hans, eins og
kaflinn um „blóð, svita og tár“.
Hitt mun ekki eins kunnugt al-
menningi hér eða annars stað-
ar, að Churchill er vel kvænt-
ur maður, og hefur það óefað
ráðið miklu um giftu hans í
ævistarfinu. Um Clementine
konu hans hefur alla tíma ver-
ið heldur hljótt. En nú hefur
■i -m
„JHr
.........,__________________..................Wwzt
CLEMENTINE í lelkhlél í leikhúsinu í London. Sá, sem bauð henni, situr á tali við hana. Hann er
'onginn annar en Montgomery marskálkur, sem hlaut frægð sfna og eldskírn vlð El Alametn.
verið skrifuð bók um hana, sem
ber nafnið: „My darling Clem-
entine“, og segir höfundurinn
eftirfarandi í formála fyrir
þessu verki, sem Tíminn byrjar
að birta á þriðjudaginn:
Upphaf bókar þessarar, sem
rituð er í heiðurs- og viður-
kenningarskyni við Clementine,
má rekja til 1940, er ég sá for-
Sætisráðherrann standa í húsa-
rústum í East-End ásamt konu
sinni, en þá fylgdist ég með
þeim hjónum sem blaðamaður
á könnunarferð ráðherrans um
þau svæði Lundúnaborgar, er
höfðu orðið fyrir sprengjuárás-
um.
Fólk, sem lifað hafði af nótt-
ina, hyllti mann þennan og
leit í honum von sína um styrka
forystu. En það var konan,
sem stóð við hlið hans — eða
a.m.k. aðeins einu skrefi aftar
— sem athygli mín beindist að.
Hvernig var sú kona, sem hlot-
ið hafði það hlutskipti að verða
lífsförunautur hans, sú kona,
sem gat verið eiginkona þessa
manns? Það leið á löngu, áður
en ég fengi spurningu minni
svarað. Ég virti hana oft fyrir
mér, þar sem hún sat á áheyr-
endapöllum Neðri-deildarinn-
ar og hlýddi á mann sinn halda
þingræður. Enn fremur fylgdist
ég með henni á könnunarferð-
um um sprengjusvæðin ásamt
frú Eleanor Roosevelt.
Árum saman bætti ég stöðugt
við upplýsingum og frásögnum
á lista þann, er ég hafði heima
og kallaði „Clementine". Ég
safnaði frásögnum hvarvetna —
hjá fólki, sem ég hitti á leið
minni, fólki, sem starfaði með
henni og fyrir hana, ráðherrum
og eiginkonum þeirra, þing-
mönnum ættingjum, vinum —
bókstaflega mörgum hundruð-
um manna — þekktum og ó-
þekktum, sem höfðu orðið á
hennar leið. Ég kom að máli
við marga, sem höfðu þegar
ritað um Winston Churchill, og
bað þá að taka til athugunar
ýmsa atburði úr frásögnum
sínum — og nú með tilliti tii
eiginkonu hans.
Frá því á þessum fyrstu dög-
um stríðsins, hefur mig langað
til þess að annaðhvort fá hana
til að rita ævisögu sína, ellegar
rita sjálfur um hana bók. Það
hefur verið ritað meira um eig-
inmann hennar en nokkurn ann
an núlífandi mann, en þetta er
fyrsta bókin, sem skrifuð hefur
verið um hana og hlutverk
hennar í ævintýrinu um Win-
ston Churchill, og stafar það að
miklu leyti af hennar eigin hóg
værð og hlédrægni.
Bók þessari er ekki ætlað að
vera ævisaga hennar, enda
mundi sú saga fylla næstum
jafnmörg bindi og maður henn-
ar hefur ritað um sína eigin
ótrúlegu ævi.
Ef til vill segir hún aldrei
sögu sína Fyrir nokkrum ár-
um átti ég upptökin að tilboði
er boðið var í sjálfsævisögu
hennar í fyrstu velti hún fyrir
sér hugmyndinni og virtist
henni ekki mjög mótfallin, en
ákvað síðan að láta þá eigin-
mann sinn og son, Randolph
eina um skriftirnar í fjölskyld-
unni.
En þetta gerði ég þá af hálfu
blaðsms Kemsley Newspaper,
en ég var í ritstjórn blaðsins.
Ég lagði jafnvel fram tillögur
í stórum dráttum um, hvernig
verkinu gæti verið hagað, og
byggði þar á þeim frásögnum
og upplýsingum, sem ég hafði
viðað að mér um árabil.
Þar sem ævisaga hennar öll
mundi of viðamikið verk, lagði
ég til að hún skýrði frá þeim
sjónarmiðum, er hún hefði haft
við ýmsa vissa atburði, er gerzt
hefðu í lífi þeirra. Þar sem ævi
hennar er svo mjög tengd hans,
vildi ég geta séð með hennar
augum ýmsa sögulega atburði.
er gerzt höfðu — og fá vit-
neskju um, hvern þátt hún
hefði átt i þeim.
Ég glataði aldrei voninni um,
að hún einn góðan veðurdag
mundi fást til að skrifa sögu
Churchills séða af sínum sjón-
arhóli, og ég hélt áfram að
viða að mér efni víðs vegar að
úr heiminum.
Að lokum ákvað ég að rita
Framhald á 15. síSu.
ma
T í M I N N , sunnudaginn 2. febrúar 1964 —
9