Tíminn - 02.02.1964, Blaðsíða 15

Tíminn - 02.02.1964, Blaðsíða 15
S®S*reiOAGUR í NY Framhaid aí 5. síðu. nauðugur viljugur að hjálpa Eil- een í vanda hennar. Það er líka ástæða til að gleðjast yfir frammi stððu Erlings, sem er skýr og hressilegur í hlutverkinu, en stundum full mikill sláttur á hon- um. Gísli Halldórsson leikur Adam Taylor, bróður ungfrúarinnar. Gísli opnar leikinn. Hann er einn á sviðinu þar til Guðrún kemur inn, og í þessu atriði mistókst honum að sýna óþvingaðan létt- leika. Leikur Guðrúnar var um leið vandræðalegur, og mitt í fyrsta atriði hélt maður, að sýn- ingin væri dæmd til að fara í hundana. En Gísli bætti þetta upp. Næst þegar Gísli kom fram, sýndi hann kostulegan leik og hélt sínu vanalega öryggi upp frá því. Guð- , rún lét þessa vandræðalegu byrj- un heldur ekki á sig fá. Brynjólfur Jóhannesson og Mar- grét Ólafsdóttir skipta hvað eftir annað um „ham“ á sviðinu. Þau léika veitingamann og starfsstúlku þíógesti, japanskan veitingamann og japanska þernu og fólk í sporvagni. í leikskrá er þau einfaldlega kölluð maður og kona, og er stórgaman að þeim Brynjólfi í öllum þessum gervum. Sævar Helgason leikur Russel Wilson, tilvonandi eiginmann Eil- een. Sævar er ungur leikari með vaxandi öryggi á sviði, og gerði þessu hlutverki mjög við- unanleg skil. Helgi Skúlason stjórnar þessum leik, sem ber greinilegan vott um hæfileika stjórnandans til að gæða forskrift höfundarins lífi, hraða og spennu. En vandræðin í fyrsta atriði skrifast að nokkru hjá leik- stjóranum. Eg held, að leikstjór- inn hefði þurft að taka þetta at- riði betur „í gegn“. Má vera, að atriðið hressist, þegar búið er að flytja leikinn nokkrum sinnum. Loftur Guðmundsson þýddi leik- ritið og virðist það sómasamlega af hendi leyst, nema hvað sitt hvað þruglkent blandast í orðræð- ur stúlkunnar í fyrsta atriði. Flest annað orðaval bendir þó til, að Norman Krasna hafi sjálfur ver- ið að þrugla í fyrsta atriði. Leiktjöldin eru eitt af meistara- stykkjum Steinþórs Sigurðssonar, og leikurinn í heild geðbótastarf- semi í skammdeginu. Baldur Óskarsson KONA MIKILMENNIS Framhald af 9. síðu. þetta verk í viðurkenningar- skyni við hana og byggja það á „Clementine“ safni mínu — safni, sem fyllir nú stóran skáp, asta menni hefcns. Kona, sem orðum. Af þeim hef ég valið um 200,000 til að segja frá ein- stæðum hjúskap, og frá kon- unni, sem gift er stórkostleg- asta manni heims. Kona, sem hefði getað baðað í ljóma frægð ar og frama, en kaus að ganga í skugga manns síns. Clementine Churchill hefur gegnt veigaimeira hlutverki í sögunni en flestir gera sér grein fyrir. Hún hefur réttar hugmyndir um vald konunnar. Hún veit að vinátta og gagn- kvæmur skílningur eru undir- stöðuatriði í sönnum hjúskap. Hún veitt enn fremur, að konan getur haft raunveruleg áhrif á gang mála á bak við tjöldin, og sérstaklega í heimi stjómmála og stjórnkænsku. Eiginkona manns, sem gegnir veigamiklu opinberu starfi, verður að vera hálfgerð „skuggavera“, ætíð til staðar, en má aldrei troða sér of langt fram. Á fjölda fréttakvikmynda og fréttaljósmynda má sjá, hve Clementine Churchill er leikin í því að láta lítt bera á sínum eigin fjörlega persónuleika. Hvað sem líður öllu því, sem hún hefur komið í verk á eigin spýtur — og það er raunar ó- fátt — hefur henni ætíð tekizt að vera fyrst og fremst eigin- kona Winstons Churchills. Hún hefur aldrei reynt að vera neitt annað. Til þess að hjónabandi þeirra farnaðist vel, hefur hún þurft að búa yfir takmarkalausri þol- inmæði, enda skap eiginmanns- ins stöðugum breytingum háð. Eitt andartakið var hann sem grenjandi Ijón, annað hagaði hann sér líkast fjörugum veiði- hundi og þriðja svipaði honum helzt til rólynds kjölturakka. Að lokum þakkar höfundur auðsveipum huga frú Eleanor Roosevelt sál'ugu, sem hann tel- ur að öllu leyti einstaka konu, enda hún sjálf hluti bókar þess- arar. Hafði höf. vonað, að hún fengist til að rita formála að bók þessari, og varð að von sinni. Var frúin höfundi til mik- illar aðstoðar við ritun bókar- kornsins og gaf honum ráðlegg- ingar og upplýsingar, sem seint verða að fullu metnar. Ævisaga Eleanórar sál. Roose velt hefur þegar verið skrifuð, og gleðst höfundur heilshugar yfir að hún var honum hjálpleg við ritsmíð þessa. Þáttur kirkjunnar Framhald af 4. síðu „Guðsríki er hið innra í yður sjálfum." Það mun marg ur hugsa eins og lærisveinar Jesú, að auður og nautnir séu fyrst og fremst hamingjan, og spyrja því þegar Kristur af- neitar því sem aðalatriði: „Hver getur þá orðið hólp inn?“ það er hamingjusamur. En svarið er: Sá sem eflir og stillir strengi sinnar eigin sálar, hugsana tilfinninga og vilja til að óma í samræmi við vilja Guðs hið góða fagra og fullkomna i tilverunni. ■ En til þess þarf áð néita hæfilegrar einveru og kyrrð ar t. d. við bænrækni, helgi- stundir í kirkju, lestur og hug leiðslu guðsorðs og alls sem fagurt er og göfugt í orðum og tónum, litum og línum hins ytra heims, ef það mætti verka til að eyða þyrnunum hið innra. „Leitið guðsríkis og réttlæt is.“ í þessari áminningu þýðir réttlæti einmitt guðsdýrkun tilbeiðsla og helgisiðir, allt sem menn geta gjört til að þakka Guði og tigna hann, nálgast hann. Og postulinn mikli tekur í sama streng og segir: Leitið sæmdar í þvi að lifa rósömu lífi og vinpa með höndum yðar. Og spámaður- inn, sem komst Kristi næst i speki sinni biður sína fyl'gj- endur að muna í þrengingum: „Að í rósemi og trausti skal yðar styrkur vera.“ Einasta ráðið gegn illgresi og þyrnum áhyggna, auðæfa og unaðssemda er því að leita Guðs í sinni eigin sál og efla og hreinsa hjarta sitt við uppsprettu anda og kraftar í orði Guðs, hinum sígilda sann leika. Árelíus Níelsson. VÍNNEYZLA Framhaid af 16. síðu. verzlun ríkisins eru gefnar eftir- farandi upplýsingar yfir áfengis- neyzluna árin 1961—1963. Árið 1963 var áfengisneyzlan 1,93 lítrar á mann miðað við 100% áfengi. Árið 1962 var hún 1,82 lítrar og árið 1961 var hún 1,61 lítrar. Áfengissalan jókst á árinu um 41.768.702,00 krónur í pening- um. Árið 1963 var salan alls í krónum, 277.607.452,00. Árið 1962 var hún 235.838.750,00 kr. óg árið 1961 var hún 199.385.716,00 kr. Minningarsjóður Jakobs HS-Akureyri, 1. febrúar Knattspyrnufélag Akureyrar hefur ákveðið að gangast fyrir stofnun minningarsjóðs um Jakob Jakobsson, er lézt af slysförum í Þýzkalandi 23. janúar s.l. Sjóðn- um verður varið í samráði við ættingja Jakobs heitins til að styrkja efnilega íþróttamenn til náms í íþróttum. Minningarspjöld er hægt að fá i bókaverzlunum Jó- hanns Valdimarssonar og í Verzl uninni Ásbyrgi Akureyri. Útför Jakobs verður gerð frá Akureyrar kirkju þriðjudaginn 4. febrúar n.k. kl. 1,30 e.h. Blaðið tekur á móti framlögum. GULL OG SILFUR Framhald at 16. síðu. Jean Saubert, U.S.A. 91.36 Heidi Biebl, Þýzkalandi 94.06 E. Zimmermann, Austurríki 94.26 Christil Haas, Austurríki, 95.11 10 km. ganga kvenna á Vetrar- Olympíuleikunum varð mikil sig- urgrein fyrir Sovétríkin, sem hreppti þrjú fyrstu sætin. Sigur- vegarinn, Claudia Bojarskikh, hlaut tímann 40.24.3. — Fjórða sætið hreppti Svíþjóð og Finnar komu í fimmta og sjötta sæti. • „Gullkonu“ Sovétríkjanna, mætti kall'a Lydiu Skoblikova, sem í gær bætti við sig þriðja Olympíusigr- inum og setti olympískt met í 1000 m. skautahlaupi 1.32.2. Silf- urverðlaun i þessari grein hlutu Sovétríkin einnig, en í öðru sæti varð Jegorva, Sovét, á tímanum 1.34.3. Finnska stúlkan Mustonen varð í þriðja sæti á tímanum 1.34.8. Bretarnir Tony Nash og Robin Dixon urðu í gær sigurvegarar í tveggja manna „Bob-sleðakeppn- inni“, og hafa þá Bretar unnið sín fyrstu gullverðlaun á leikunum. ítalir hrepptu bæði silfur- og bronzverðl'aun. VEGIR FÆRIR Framhald af 16. síðu. hefur verið lítill snjór að undan- förnu, og allir vegir færir. Klukkap 11 í morgun var suð- vestanátt um allt land, snjóél ann að slagið á Vesturlandi en aust- an lands var þurrt og bjart. Hit- inn var frá 0 í 7 stig. í Reykja- vík var þá vestan blástur og frost- laust . BRYNDÍS MJALLHVÍT Framhald af 16. síSu. og í myndinni. Hljómsveitarstjóri verður Carl Billich, en ballet- meistarinn Elisabeth Hodgson semur dansana og stjórnar þeim. Bryndís hefur oft tekið þátt í sýn- ingum í Þjóðleikhúsinu sem dans mær, en þetta er í fyrsta sinn sem hún fer með aðalhlutverk í leik. Helga Valtýsdóttir leikur vondu drottninguna og Gunnar Eyjólfs son kónginn. Helztu leikendur aðrir eru Árni Tryggvason, Bessi Bjarnason, Baldvin Halldórsson, Nína Sveinsdóttir, Flosi Ólafsson, Lárus Ingólfsson Valdemar Helga- son, Ævar Kvaran o. fl. En alls eru leikendur 38 í sýningunni. STJÓRNAR VISTINNI Framhald af 16. siðu. að sjá þar margt góðra gamalla félaga, sem hjálpuðu til að gera Framsóknarvistina að beztu og vin sælustu samkomum höfuðstaðar- ins. Einnig vona ég að margt ungt efnilegt fólk komi, sem vill eiga sameiginlegt gott skemmtikvöld í hinum glæstu sölum Sögu“. Þetta voru orð Vigfúsar og áreiðanlega verður húsfyllir. ,, Féll 8 metra og slasaðist illa HJ-Eyrarbakka, 1. febrúar Ársæll Karlsson, véla- maður á m. b. Friðriki Sig- urðssyni frá Þorlákshöfn, slasaðist mikið hér í morg- un. Hann var að vinna við m. b. Friðrik í slippnum og féll úr bátnum eina átta metra niður á steinsteyptan bita. Hann var fluttur mik- ið slasaður til Selfoss. Stúdentakvöldvaka í kvöld í kvöld verður stúdentakvöld- vaka í Súlnasal Sögu, þar sem prestar og verkfræðingar leiða saman hesta sína í spurningaþætti, sem Friðfinnur Ólafsson bíóstjóri stjórnar og Bjarni Guðmundsson blaðafulltrúi dæmir. Prestarnir eru Grímur Grímsson og Emil Björnsson og verkfræðingamir Bragi Ólafsson og Ragnar Hall- dórsson. Annað á dagskrá er ávarp Páls lögfræðings Líndals, skemmti- þáttur og dans til kl. eitt. Kvöld- vakan hefst kl. hálf níu; aðgöngu- miðar fást við innganginn og kvöld verður verður framreiddur frá kl. sjö. KATLA TÓK NIÐRI Framhald af 1. síSu. bjarga Kötlu úr háskanum. Vélarn ar tóku þá við sér, en svo drapst á þeim aftur og Katla lagðist upp á sandsker. Kötlumenn höfðu þá sleppt trossinu, en þá vildi það óhapp til, að trossið festist í skrúfu Eldeyjar og kölluðu Kötlumenn þegar á hjálp. Vélbáturinn Vilborg sem þarna var í grenndinni, kom Eldéýjú~tir~bjargáf .““ ALGER BJÖRGUN Framhald af 1. síðu. skipinu, nema með því að synda kringum nótina og skera hana frá, eins og hann gerði. Er skipið var laust við nótina, réttist það strax í sjónum, og var hægt að sigla því til' hafnar. Árni Þorkelsson er stál- skip, smíðað í Austur-Þýzka- landi, og var kaupverð þess um 7 milljónir króna. NÝTT SKATTSMÁL Framhald af 1. síðu. atan Hallvarðsson, Ármann Snæv- arr og borgardómararnir Bjarni Kr. Bjarnason og Emil Ágústsson, og er það í fyrsta sinn sem hinir tveir síðast töldu sitja í Hæsta- rétti sem setudómarar. Er skattheimta hófst samkvæmt stóreignaskattslögunum 1. nr. 44/1957, stefndi fjöldi skattgreið enda málum sínum til dómstóla. Þegar dómur féll í máli Víðis h.f. voru önnur slík mál dregin til baka, þar sem niðurstaða Hæsta- réttar varð, að skattstefna stór- eignaskattslaganna bryti ekki í bága við eignarréttarákvæði stjórn arskrárinnar, 67. gr., en á því byggðist aðalkrafan i því máli. í forsendum meirihluta Hæsta- réttar fyrir þeirri niðurstöðu sagði: „ekki þykir alveg fullnægj- andi ástæða til að telja, að skatt- stefna 1. 44/1957 sé andstæð 67. grein stjórnarskrárinnar“. Með til vísun til þess orðalags, svo og ann ars í forsendum dómsins, hyggst Völundur h.f. nú fá reynt til þraut ar, hvort nýjar varnir til viðbótar geti leitt til annarrar niðurstöðu en í máli Guðmundar og Víðis h.f. Eins og menn muna eflaust vakti mál Guðmundar gífurlega athygli á sínum tíma og var það m. a. lagt fyrir Mannréttindadóm- TÍMINN, sunnudaginn 2. febrúar 1964 — stól Evrópu, sem vísaði málinu frá. Er ekki að efa, að aðrir stóreig- endaskattsgreiðendur bíða í of- væni eftir úrslitum málsins, sem ur er fyrir Hæstarétti. STÚLKUR! Takið eftir! Ungur reglusamur maður í sveit, óskar eftir að kynn- ast stúlku á aldrinum 23— 32 ára. Þótt þú eigir barn, er það í lagi. Fullri þag- mælsku heitið. Svar sendist til auglýsinga skrifstofu Tímans, Banka- stræti 7, merkt: „Sveitasæla“ RYÐVORN Grensásveg 18, sími 19945 -- Ryðverjum bílana með Tectyl Skoðum og stillum bílana fljótt og vel BÍLASKOÐUN Skúlagötu 32. Sími 13-100 Frá Vöruhappdrætti SÍBS Sögur til næsta bæjar Flokkur starfsmanna í stofnun einni í Reykjavík kevpti 45 miða í Vöruhappdrætti SÍBS. Ekki voru númer þessi f röð, heldur dreifð um tvo tugi þús- unda. Á einu einasta ári gáfu þessir 45 miðar vinninga að fjárhæð samtals 1.010.000.00 krónur. Þetta voru tveir vinn- ingar á hálfa milljón hvor og einn á 10 þúsund krónur. Ekki bar á öðru en blessunin ein fylgdi þessum skyndilega fengnu fjármunum. Nú er það svo að margir kjósa að kaupa miða í röð til þess að flýta fyrir yfirliti í langri vinn ingaskrá og því má geta þess að enn fást miðar í röð í nokkr. um umboðum happdrættis SÍBS. Ungum manni, búsettum í þorpi úti á landi, tók að leið- ast bið eftir „þeim stóra“ í happdrættinu eða að minnsta kosti sæmilegum glaðningi. Að morgni útdráttardags hitti hann umboðsmann Vöruhapp- drættisins að máli og sagðist ekki mundi hirða um að end- urnýja framar. Þessi miði var, um hádegið, lagður í póst og sendur skrifstofu happdrættis- ins í Reykjavík. Um kvöldið heyrði þessi ungi maður, um útvarpið, að númer hans hefði hlotið hæsta vinninginn. Ekki er kunnugt hversu lengi hann nagaði sig í handarbakið en miðann sinn keypti hann aftur í næsta flokki. — Furðu- sögur um happdrætti eru marg ar og sem betur fer flestar ánægjulegar. (auglýsing) Dregið veröur í 2. flokki Vöruhappdrætfis SÍBS á miðvikudaginn. Enn fást miðar keyptir í nokkrum umboðum. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.