Tíminn - 02.02.1964, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.02.1964, Blaðsíða 5
Á ferS f sporvagni í New York: Erlingur Gíslason, Brynjólfur Jóhannesson, Guðrún Ásmundsdóttir 09 Margrét Ólafsdóttir. Leikfélag Reykjavíkur: SUNNUDAGUR í NEW YORK effir Norman Krasna — leikstjóri Helgi Skúlason Alvöruþrungnir leikir eru að jafnaði í meirihluta á verkefna- skrá leikhúsanna í Reykjavík. Griman sem hlær hefur orðið að þoka fyrir hinni með skeifuna þótt báðum sé gert jafn hátt undir höfði utan á sýningarskrám leik- húsanna. Þetta er eflaust til marks um það, að við lifum á alvarleg- um tímum. Flestir ráðsettir leik- ritahöfundar velja sér alvarlegt tjáningarform eða nota gamanleik inn sem farveg til að komast að al- vörunni. Þetta er góðra gjalda vert, ekki sízt með tilliti til þess að leiksviðið er sennilega í vax- andi mæli sá predikunarstóll, sem almenningur heyrir bezt til. Hins vegar má gera þá kröfu, að gam- ansöm leikrit séu valin af betri endanum og flutningurinn ekki hristur fram úr erminni. Leiklist- in meðhöndlar sorg og gleði til jafns samkvæmt gamalli hefð, og mun líklegast fara bezt á, að það jafnvægi haldist. En þá vandast málið, ef farið er að velja gam- anleiki af handahófi og flytja þá í kæruleysi, á sama tíma og vand- að er til alvöruþrunginna leiksýn- inga eftir föngum. Þess hafa dæm- in gefizt. Afleiðingin getur orðið sú, að menn fari hvergi, þegar gam anleikir eru á döfinni þótt þeir hafi þörf fyrir slíka geðbót. Leikfélag Reykjavíkur frum- sýndi gamanleikinn Sunnudagur í New York eftir Norman Krasna á þriðjudavskvöldið, „ til að létta bæjarbúum geð í skammdeginu", eins og kornizt er að orði í leik- skrá. Sunnudagur í New York er vel fallinn til geðbótar og hefur leikrænt svigrúm til að bera. Eng- inn tormeltur boðskapur, þótt leik urinn snúist um jafn félagslegt og persónulegt fyrirbæri og hinn erfiða meydóm. Tilgangurinn sá einn að skemmta leikhúsgestum í rúmar tvær klukkustundir, og það tókst. Normann Krasna er vel kunnur leikritahöfundur, og LR minnist hans þakksamlega, því hann er einmitt maðurinn, sem skrifaði þá Elsku Rut, sem varð til að lyfta undir félagið, er Þjóðleikhúsið tók til starfa. Sunnudagur í New York er ákaflega vel skeyttur gaman- leikur, og sviðbúnaðurinn í Iðnó, þar sem staðskiptingar gerast með færslu á tveimur stólum verður glettilega leikrænn, þegar „skipt er um svið“ fyrir opnum tjöldum. Guðrún Ásmundsdóttir fer með veigamesta hlutverkið, Eileen Taylor, elskulega stúlku sem stríð- ir við meydóminn og finnur á sér, að þar verður ekki bæði sleppt og haldið. Þetta er að mestu vel gert hlutverk frá höfundárins hendi, og jafnframt það hlutverk. sem felur í sér bezt svigrúm. Guð- rún gerir því verulega ánægjuleg skil. Erlingur Gíslason leikur Mike Mitchell, ungan mann sem verður Framhald á 15. siðu. TÍMINN, sunnudaginn 2. febrúar 1964 — Jón Eiríksson Volaseli Mér er ljúft og skylt að minn- ast hans. Við vorum félagar og nánir samstarfsmenn í meira en hálfa öld. Á okkar vináttu féll aldrei skuggi svo ég muni. Hann var í mínum huga sérstakur ágætis maður, en þess skal þó getið, að ég hef ekki hitt nema gott fólk á minni leið frá æsku til elli. Hann var óvenju vinsæll maður sökum góðvildar sinnar og hressilegrar framkomu. Það sem mestu skipti, var sá traustleiki sem fylgdi honum. Strax við fyrstu kynni, fundu samferðamennirnir til ör- yggis í návist hans. Hann var ein- stakur manna- og dýravinur, mátti ekkert aumt sjá, en einnig sá traustasti í hverri raun, sem ég hef orðið samferða. Öruggur föru- nautur yfir krapabólgin jökulvötn milli skara, og einnig í sæti við sæng helsjúkra sveitunga sinna. Til hans var oft leitað, þegar mest á reið, og hann neitaði aldrei hjálp arbeiðni svo ég vissi til. Honum var nautn í því að hjálpa, þótt á tæpasta vaðið væri teflt. Eg vil vona, að aðrir samstarfs- menn minnist ættar hans og tali um bóndann, hreppstjórann, sýslu- nefndarmanninn, trúnaðarmann Búnaðarfélags íslands, deildar- stjórann hjá kaupfélagi A-Skaft. — sláturhússtjórann, forðagæzlu- manninn 0. s. frv. En vil hér geta þess, sem mér er minnisstæðast frá því að ég sá hann í fyrsta sinn í Bjarnanesi, umkomulausan töku- dreng. Eg var þá 5 ára gamall snáði hjá foreldrum mínum. — „Þetta er hann Nonni litli frá Brattagerði,,1 sagði móðir mín. Fað ir hans, Eiríkur bóndi í Einholti á Mýrum, féll frá með sviplegum hætti, og jörðin þeirra er nú um- flotin vatni. Ekkjan, þótt dugmikil væri, treystist ekki til að búa þar áfram, og því verða börnin að dreifast á bæina til þeirra, sem vilja taka þau fyrir matvinnunga. Einn drengurinn verður hér hjá okkur — hann Stjáni. — Kristján síðar bóndi á Núpi á Berufjarðar- strönd, og svo „afi“ í Barnaskóla Austurbæjar í Reykjavík. Nú liðu árin með hægum hraða, og við fluttum að Stafafelli í Lóni 1891, en Nonni gerðist vinnumaður í Hólum, orðlögðu ágætisheimili. Kristján, sem var eldri, gerðist brátt bóndi í Lóninu og bróðir hans Nonni, fluttist þá einnig upp yfir Almannaskarð og er ráðinn vinnumaður að Stafafelli upp úr aldamótunum. Tekur hann þar þátt í hinum margvíslegu störfum, er þar biðu hans, til sjós og lands. Þá hófst samstarf okkar. Árið 1904 fer Jón til Hvanneyrarskólans og var þar við búnaðarnám í tvö ár hjá Hirti Snorrasyni skólastjóra. Fékk hann þar nokkra góða og dug mikla skólabræður — vormenn íslands. Einn þeirra, var einnig Austur-Skaftfellingur að uppeldi, Jörundur Brynjólfsson, síðar al- þingismaður. Hann er af ætt hinna sterku Hafnarbræðra í Borgarfirði eystra. Tel ég satt vera, að varla mátti í milli sjá, hvor þeirra Skaft- fellinganna dugði betur við nám og starf. En Hjörtur taldi þá með dugmestu piltum, sem skólann hefðu sótt. Þegar Jón Eiríksson búfræðing- ur kom heim í sveit sína, gerðist hann strax jarðabótamaður hjá Búnaðarfélagi Lónsmanna, sem þá hét Búnaðarfélag Bæjarhrepps, og barnakennari á vetrum. Var lausa maður, en hafði, sem áður heimili á Stafafelli og var þar oftast um sláttinn, enda átti hann þar hesta og kindur. Byggði hesthús og fjár hús, sem enn stendur og ber nafn hans Jónshús. Hann gerðist hvata maður hvers konar umbóta í sveitinni, var afbragðs verkmaður og sérstaklega vandvirkur. Eitt sumar var hann við síldveiðar hjá Stangeland á Fáskrúðsfirði. Á þessum árum var mjög leitað til hans, ef heimilin í sveitinni þurftu mannhjálpar við. Voru læknisvitjanir áhættumesta starf- ið, hvernig sem viðraði og vegir voru, öll vötn óbrúuð. Sumarið 1908 slasaðist Jón hættulega við byltu af hestbaki, en fékk fullnað- arbata eftir alllanga legu. Þorvald ur Pálsson læknir lagði ráðin á um meðferð sjúklingsins og var mikið yfir honum eftir slysið. Annars var Jón heilsuhraustur og hetja í baráttu hversdagslífsins. Hann var hestamaður, og átti jafnan góða og trausta hesta, mik- ill ferðamaður. Var manna fróð- astur um ættir skaftfellskra gæð- inga og nöfn þeirra. Tel ég skaða mikinn, að ekki var skrifað upp eftir honum um það efni, meðan hann var ungur í anda, ættir horn firzkra góðhesta — því nú er hér að vakna áhugi fyrir að sýna þarf- asta þjóninum sóma eftir áralangt tómlæti. Sjómaður var Jón einnig hepp- inn og duglegur. Reri löngum ára- bátum frá Papós — úr Þorgeirs- staðaklifum. Formaður á seinni ár- um. Allra manna fisknastur á færi Það var eins og þeir þekktu fær- ið hans og vildu skoða það, við- brögð þess og velting. Á þessum fyrstu tveim tugum aldarinnar var Lónssveitin — Bæjarhreppur — allfjölmenn. Nær 250 manns á 17 jörðum, sem hafa sitt sérheiti. en fleiri en einn bóndi voru þá á jörð, t. d. í Bæ voru þá 6 bænd- ur. Sorglega margir bændur á bezta aldri dóu þá einkum af lungnabólgu og fleiri sjúkdómum. Einn þeirra sem veiktist snögg- lega og dó, var bóndinn í Volaseli, Ólafur Sveinsson, bróðursonur séra Jóns Bjarnasonar í Winnipeg — Bjarna Sveinssonar prests á Stafafelli. Ólafur andaðist sumar- ið 1913 frá ungri konu og einni dóttur. Heimilið þurfti góðs manns Framhald á 13. síðu. 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.