Tíminn - 05.03.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.03.1964, Blaðsíða 7
Otgef.nai: FRAMSÓKNARFLOKKURINN FramJcvæmdastjórl: Tómas Amason. — Rltstjórar: Þórarinn Þórarinsson láb) Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjómax: Tómas Karlsson Frétta. stjóri Jónas Kristjánsson Auglýsingastj.: Sigurjón Daviðsson. Ritstjörnarskrifstofur l Eddu búsinu, simar 18300—18305 Skril stofur Bankastr 7 Afgr.simi 12323 Augl., simi 19523 Aðrar skrifstofur. sími 18300 Askriftargjald kr 80,00 á mán. innan- lands t lausasölu kr 4.00 eint — Prentsmiðjan EDDA h.f, — Rekstrarlán bænda í leiðara Morgunblaðsins í gær er rætt um rekstrar- lán landbúnaðarins. Þar er réttilega tekið fram að há- mark þessara lána sé 160 millj. Á hitt er hins vegar ekki minnzt, að þessi upphæð hefir staðið óbreytt síðan 1959. Að sjálfsögðu er þessum rekstrarianum ætlað nú að standa undir sömu útgjöldum landbúnaðarins á tíma- bilinu marz til september eins og þau gerðu þá. Auð- vitað nægja þau ekki til þess. Hækkanirnar sem orðið hafa síðan 1959 eru öllum kunm.r. Morgunblaðinu líka. Það er ekki nægjanlegt fyrir bændur að fá rekstrar- lán til þess að kaupa áburð. Hann er að vísu nauðsyn- legur, en fleira þarf til búrekstrarins en hann einan. Og á sama tíma sem rekstrarlánin hafa staðið í stað hefur áburðurinn aukizt og hækkað úr 60 milljónum í 160 milljónir. Og samkvæmt verðlagsgrundvelli landbúnað- arvara 1. september 1959 var kjarnfóðurliður búsins 14.800 krónur, en er nú um 24 þúsund krónur og hefur því nær tvöfaldazt. Kostnaður við vélar hefur á sama tíma hækkað úr 8700 krónum í 20 þúsund eða meira en tvöfaldazt. Þannig mætti lengi telja hækkanir á öllum sviðum. Þegar þetta er allt haft í huga, verður það næsta skiljanlegt að 54 milljónir, sem veittar eru í marz í rekstrarlán til landbúnaðarins, hrökkvi nú skammt, og dugðu raunar alls ekki 1959. Þetta virðist Morgunblaðinu líka hálft 1 hvoru ljóst, því það segir alla vita „að fjármagnsskortur er í land- búnaðinum eins og öðrum atvinnugreinum“. Hitt er nú aftur meginatriði, sem bændur ekki gleyma, að aðrar atvinnugreinar hafa ekki verið beittar þeim ranglátu „frystingarreglum“ á rekstrarlánum sem land- búnaðurinn hefur orðið að þola. Morgunblaðið segir það vera í athugun, hvort unnt sé að auka fjárveitingar til landbúnaðarins. Bændur vænta þess áreiðanlega að athugun þessari verði hraðað. Þeir vita það, að hægt er að leysa þennan vanda, ef vilji er nægur fyrir hendi. Það er að vísu góðra gjalda vert, að Morgunblaðið skuli viðurkenna þörfina í þessu sambandi, en sú viðurkenning dugir landbúnaðin- um skammt ein. Meira þarf til að koma. Herlist, sem brást Sjálfstæðisflokkurinn hélt löngum uppi hörðum ásök- unum gegn vinstri stjórninni fyrir það, að hún lýsti yfir, að hún vildi leysa efnahagsmálm í samráði við verkalýðsfélögin, Stéttarsamband nænda og fleiri al- mannasamtök í landinu. Þetta var talin skökk aðferð og ólýðræðisleg, og fleira var henni til foráttu fundið. „Viðreisnar“-stjórnjn sagðist ætla að hafa annan hátt á, og það efndi hún vel, því að síðustu fjögur ár hefur hún kappkostað að standa í sífelldn stórstyrjöld við þessi samtök og reynt að hafa vilja þeirra að engu. En hver er dómur reynslunnar af þessari krossferð? Um það er vitnisburður Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra órækastur. Hann sagði í áramótagrem sinni: „Ríkisvald- ið eitt fæi hér ekki við ráðið“, og átti við efnahagsmál- in. Og hann bætti við í sáttfýsistón: „Á ríkisstjórninni stendur ekki um samstarfsvilja við verkalýðshreyfing- una“, og í þingræðu fyrir skömmu sagði hann berum orðum, að haldgóð úrræði mundu ekki fást í efnahags- málum ,nema um þau yrði víðtækt samkomulag. Það er ástæða til þess að minna á þessa viðurkénningu stjórnarinnar um það, hvernig henm hafi skjátlazt i þessu mikilvæga atriði. Frá vettvangi Sameinuðu þjóðanna: Ráðstefna Sameinuðu þjuðanna um viðskipta- ug þróunarmál í þessum mánuði kemur sam- an á vegum Sameinuðu þjó'3- anna ráðstefna í viðskipta- og þróunarmálum og verður Ra- oul Prebisch í forsæti. Hann hefir gengið frá skýrslu um athuganir á þessum málum og kemur þar fram með mikilvæg ar tillögur um að veita van- þróuðum löndum aðstoð með breyttri stefnu í heimsviðskipt um. Raoul Prebisch er Argentínu maður og veitir forstöðu þeirri nefnd Sameinuðu þjóðanna, sem fjallar um efnahagsmál Mið- og Suður-Ameríkuríki anna Hann bendir á mikia og knýjandi nauðsyn þess að gera víðtækar ráðstafanir til að lagfæra þann jafnvægis- skort, sem ríkir í viðskiptamá: um. Útflutningur þeirra ríkja sem flytja út lítið unnar vörur aukist svo miklu minna en útflutningur iðnaðarþjóðanna Aukið misvægi í viðskipturo veldur fjárhagslegri hindrun sem torveldar þróunina meirn og meira. Hinni hófsömu áætl un Sameinuðu þjóðanna uro 5% aukningu á ári verður jafn vel ekki unnt að ná, nema ráð- stafanir séu gerðar til þess að bæta verzlunarkjör vanþróuðu ríkjanna verulega. Tillögur Prebiscb fela í sér langvarandi skuldbindingar- b'æðHyrir iðnþróuðu löndin og hin vanþróuðu Þær krefjast einnig víðtækrar áætlunargerð ar til langs tíma og stofnunar alþjóðlegs kerfis til þess að framkvæma fyrirhugaða stefnu hans í alþjóðamálum. Þetta er að sjálfsögðu mjög mikilvægt mál fyrir að minnsta kosti sumar þeirra 123 þjóða. sem taka þátt í viðskipta- og þróunar-ráðstefnunni. sem kem ur saman í Genf núna í marz Og hætt er við. að í aueum sumra fulltrúanna séu tillög- urnar nokkuð byltingarkennd- Undangenginn mánuð hafa fulltrúar setið á stöðugum fund um í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna til þess að ákvarða um ýtnis framkvæmdaatriði vegna ráðstefnunnar. Mjög miklum undirbúningstíma hefir verið eytt í að þrefa um manna val í störf við ráðstefnuna og val fulltrúa í stjórnarnefnd hennar. Ef dæma má fyrirfram um fi'amgang máls á ráðstefn- unni í Genf eftir þeim fyrir- gangi. sem ríkt hefir í sam- bandi við þessar umræður, þá verður að líta á það seim mjög mikla bjartsýni ef gert er ráð fyrir að ráðstefnuni auðnist að : taka nokkra mikilvæga ákvörð un um þau sjónarmið. sern Prebisch setur fram í skýrsla i sinni, einkum þó þegar þess erj gætt, að ráðstefnan á ekki ið j standa yfir nema 12 vikur. Úrbætur þær. sem Prebiscn ieggur til, eru margs kona- j Meginlausnir hans felast þó '• iðnþróun vanþróuðu ríkjanna en aukning i viðskiptum þeirra samkvæmt áætlun dg undir eft irliti á að leggja ti! fjármagmð að miklu leyti. Hann lítur svo á, að iðnþróuðu löndin verði að veita viðtöku innfluttum iðn aðarvörucn frá vanþróuðu lönd unum, samkvæmt ákveðnum kvóta. Forgangsréttur verði einnig að koma til í þessa sambandi. Jafnframt þessu þarf að tryggja nægiiega kaupgetu van þróuðu landanna. Þetta á að gera með nýjum, yfirgripsmikl- um verzlunarsamningum, sam- hliða fjármögnun í formi upp- bóta. Prebisch heldur því fram, að viðskiptaráðstafanir milli ríkis stjórna verði að ná til allra vandamála í sambandi við að- gang og lágmarksverð, svo og til afstöðunnar milli fram- leiðslu innanlands og fjárfest- ingarstefnu, bæði í útflutnings og innflutningslöndunum- Hætt er við, að til alvarlegra átaka komi um það atriði, hver eigi að taka sæti ÍKína, áður en ráðstefnan getur setzt á rökstóla í alvöru Einnig verð ur reynt að veita Vestur-Þýzka landi fulltrúa í stjórnarnefnd ráðstefnunnar, og sú tilraun mun valda harðvítugum deil-' um. Margir fulltrúar vestrænna ríkja gera sér vonir um, að stjórn Sovétríkjanna sé svo mikið kappsmá] að jákvæður árangur náist á ráðstefnunni, að hún muni af þeim sökum gera minna veður út af þess- um tveimur atriðum. Hún muni ef til vill ekki láta ágreining um þau tefja til muna umræð- ur um hin mikilvægu yfir- gripscniklu verkefni ráðstefn- unnar. Fulltrúar margra ríkja hafa krafizt þess á undirbúnings- fundunum, að ákvörðun verði tekin um, hver fari með umboð Kína. Þeir hafa bent á það mikilvæga atriði, stjórnin í Peking fari með völd í ríkl, sem sé stórveldi í verzlun, og því sé höfuðnauðsyn að hún eigi fulltrúa á ráðstefnu, sem eigi að taka áhrifamiklar &- kvarðanir um heimsverzlunina. Ákvörðun um að kalla þessa miklu ráðstefnu saman var tek in á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna síðast liðið ár. Ráð- stefnunni var ætlað það verk- efni að kanna, hvern veg mætti treysta efnahagsaðstöðu vanþróuðu landanna með bætt um verzlunarkjörum. Svo virðist, sem hin beina efnahagsaðstoð vestrænu ríkj- anna sé í nokkurri rénun. Þörf in á aðstoð með hagstæðari verzlunarkjörum en áður verð ur því brýnni. Fulltrúar van- þróuðu ríkjanna munu því sækja það fast, að samþykktar verði aðgerðir í þá átt, sem Prebisch hefir lagt til- Þó verður að játa, að horfur eru næsta litlar á verulegum árangri af störfum þessarar ráð stefnu í ár. Þeir, sem að henni standa, virðast i hæsta lagi gera sér vonir um, að hún muni leiða til þess, að þörf van- þróuðu ríkjanna fyrir aðstoð hljóti almennari og alvarlegri viðurkenningu en áður. Þegar liggur ljóst fyrir, að vesturveld in eru fjarri því að geta komið sér saiman um sameiginleg.o stefnu. Óhjákvæmilegt virðist, að til átaka komi milli Frakka, sem verða á oddinum fyrir að- ildarríki Efnahagsbandalagsins, og Breta og Bandaríkjanna- Ennfremur gætir meðal Banda- ríkjamanna mikillar andstöðu gegn viðtækum, alþjóðlegum verzlunarsamningum, svo og gegn þeim áætlunaraðferðum, sem Prebisch gerir ráð fyrir. Þá er einnig hætt við því, að miklu af tíma ráðstefnunn ar verði sóað í gagnslausar um ræður um, hvers konar alþjð- legu kerfi eigi að koma á fót. Sovétríkin hafa lagt kapp á, að stofnað verði til alþjóð- legra verzlunarsamtaka, sem taki við af GATT, en meðlima tala þess er mjög takmörkuð Vesturveldin hafa aftur á móti veitzt ákaft gegn því. Þau vilja efla GATT, en ekki leggja það niður. Nokkrar horfur eru á að Sov étríkin ætli að leggja minni á herzlu en áður á stofnun al- þjóðlegra verzlunarsamtaka, og kunni að sætta sig við sam- komulag um áframhaldandi ráðstefnu um verzlunar- og þróunarmál, enda sé sett á laggirnar fastanefnd, sem ann ist störfin milli þess, sem ráð stefnan komi saman. Þau munu þá einnig krefjast þess, að lögð verði aukin áherzla á efnahagsmálin í framkvæmda stjórn Sameinuðu þjóðanna. Eins og málum er háttað er brýnust þörf á að marka stefn- una eins og Prebisch hefir lagt mikla áherzlu á. HJÁLPARBEIÐNI Nýlega hafa tvær fjölskyldur hér í Reykjavík orðið fyrir til- finnanlegu Ijóni vegna eldsvoða. Hinn fyrri varð að Álftamýri 20 í sambýlishúsi á þriðju hæð. Þar bjuggu hjónin Ragnar Jóhannes- son og Hjördís Óskarsdóttir, ásamt fjórum börnum sínum, tveggja til sjö ára . Síðari eldsvoðinn varð að Suður- landsbraut 122 í timburhúsi, sem eyðilagðist algjört. Þar var heim- ili hjónanna Árna Guðmundsson- ar og Lauícyjar Ólafsdóttur. Börn þeirra eru fjögur, tveggja til fimmtán ára. s Fjárhagsastæður beggja þessara fjölskyldna eru þannig eftir það tjón, sem orðið er, að góðrar hjálp ar er brýn þörf og sem fyrst. Reykvíkingar hafa margoft sýnt það, að þeir hafa brugðið fljótt og vel við í líkum tilfellum. í trausti þess, að svo verði einnig nú, eru þessar fáu línur ritaðar. Minnumst orða postulans: „Berið hver annars byrðar og upp fyllið þannig lögmál Krists.“ Skrifstofa Tímans, Bankastræti 7, hefir góðfúslega tekið að sér veita viðtöku væntanlegum pen- ingagjöfum. Jón Þorvarðsson. T í M I N N, fímmtudaninn 5. marz 1964 — l

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.