Tíminn - 05.03.1964, Qupperneq 8
Hermóður Guðmundsson:
SVAR TIL LÁRUSAR ÁG.
GÍSLASONAR, MIÐHÚSUM
f Mbl. 24. jan. s. 1. birtir Lárus
Ág. Gíslason, Miðhúsum, kafla úr
ræðu, sem mér er eignaður og
og átti að hafa flutt á síðasta
Stéttarsambandsfundi og birtist í
10.—11. tölublaði Búnaðarblaðs-
ins 1963. Hin tilvitnuðu orð virð
ast hafa snert L. Ág. G. einkenni
lega óþægilega en þau hljóða svo:
„Kvað hann líta út fyrir, að
það væri stefna stjórnar Stéttar-
sambandsins að leggja niður sauð
fjárræktina og taldi það vera í
samræmi við yfirlýsta stefnu rík
i-sstjórnarinnar, að fækka bænd-
um um helming." Eftir að hafa
tilfært þessi ummæli um sjálfa
ríkisstjóm íslands segir Lárus í
Miðhúsum: ,,Þar sem ég er stuðn
ingsmaður ríkisstjómarinnar, en
í algjörri andstöðu við þá stefnu
f landbúnaðarmálum, sem fram
kom í tilfærðum orðum H.G. hér
að ofan, og yfirlýsing rikisstjórn
arinnar, er H. G- talar um hefur
íarið fram hjá mér, þá skora ég
á H.G. að lýsa yfir opinberlega,
hvort ummæli þau, er blaðið hef-
ur eftir honum, séu rétt. Sé svo,
þá hvar og hvenær gaf ríkisstjórn
in út meinta yfirlýsingu". Svo
n:örg eru þau orð.
Virðist það ekki leyna sér í
þessum orðum Lárusar, að hann
ber mikið trúnaðartraust til nú-
verandi ríkisstjórnar fyrir hina
skeleggu baráttu hennar í málefn
um landbúnaðarins á undanförn
um árum og vill af einhverjum á-
sxæðum gera þessa traustyfirlýs-
ingu heyrum kunna fyrir öllum
iandslýð og þá auðvitað ekki hvað
sízt ríkisstjórninni sjálfri, svo
hún viti það, svo ekki verði um
villzt, að Lárus Ág. Gíslason sé
ekki búinn að glata trausti sínu
á henni og er þá varla að efa, að
Emil og Gylfi — hinir nýju land
búnaðarsérfræðingar ríkisstjómar
innar — njóti hins sama trúnaðar
trausts Miðhúsabóndans. —
En þótt mér sé nokkuð öðru
vísi farið en L. Ág. G. að þessu
leyti, þykir mér rétt að leiðrétta
þau ummæli, sem hann vitnar
hér til og eru ranglega eftir mér
höfð, en það geri ég bezt með
því, að biðja blaðið að birta nið-
urlag ræðu minnar, er ég flutti á
síðasta Stéttarsambandsfundi og
þessi ummæli voru tekin úr.
Eftir að ég hafði rakið gang
verðlagsmálanna og undanhald
bænda í sinni eigin kjarabaráttu
síðustu 2 áratugi, gerði ég að
umtalsefni viðleitni sauðfjár
bænda og samþykktir allra aðal
funda Stéttarsambandsins allt frá
árinu 1957 um leiðréttingu á
verðhlutfalli kjöts og mjólkur,
sem lítið hafði þokað áleiðis fyrir
sauðfjárræktina á þessu 5 ára
fímabili. Síðan sagði ég:
„Virðist margt benda til þess
eins og hér hefur verið lýst, að
það sé beinlínis markmið Stéttar
sambandsstjórnar og Framleiðslu
ráðs að útrýma því ævafoma og
virðulega hlutverki, sem íslenzka
sauðkindin hefur gegnt í þjóðar-
búskap okkar frá upphafi, og
fækka þannig þeim bændum smátt
og smátt, sem eiga ekki annars úr
kostar en byggja afkomu sina og
sinna á framleiðslu sauðfjárafurða.
Þetta virðist í fullu samræmi við
þá kenningu í efnahagsmálum
þjóðarinnar, að fækka beri bænd-
um um helming. Er ég þeirrar
skoðunar, að það sé mikill blett-
ur á félagsþroska bændasamtak-
anna, hvemig lífsþrótturinn hef-
ur verið soginn miskunnarlaust
úi sauðfjárræktinni, allt frá því
að Stéttarsambandið var stofnað.
Það er alltaf mikill ábyrgðarhluti
gagnvart framtíðinni, stéttinni og
þjóðarheildinni, ef hinar kjarn-
miklu en strjálbýlu sauðfjársveit-
ír verða lagðar í auðn og það að
verulegu leyti fyrir valdníðslu
æðstu stjórnar stéttarsamtaka okk
ar. Eða getur nokkur ætlazt ttl
þess, að íslenzkir sauðbændur geti
crkað því að framleiða kjötkg. á
svipuðu verði og stéttarbræður
þeirra t. d. í Bretlandi fá fyrir
það á fæti? Er hægt að ætlast til
þess, að íslenzkir bændur geti
framleitt 1. fl. ull á helmingi
lægra verði en brezkir bændur og
svo framvegis? Ég held, að þess-
um spurningum sé óhætt að svara
neitandi, séu málin krufin til
mergjar af sanngirni. Hver er svo
ástæðan til þess, að íslenzka þjóð-
in þurfi að beita sína þjóðlegustu
cg elztu stétt þvílíkum bolabrögð-
um? Er það lífsnauðsynlegt fyrjr
þjóðina, þegar meira er til skipta
vegna góðæris og óvenju mikilla
aflabragða — sennilega meira en
nokkru slnni fyrr í sögu landsins,
— að bændur þurfi að vinna allt
að því helmingi lengri vinnudag
en nokkur önnur stétt þjóðfélags
ins til þess að geta lifað og veitt
sér þá hluti, sem nú eru taldir
sjálfsagðir í nútíma þjóðfélagi?
Á bændastéttin íslenzka að halda
áfram að beygja sig í duftið í
auðmýkt fyrir þeirri valdníðslu,
er leiða mun til þess annað
tveggja, að bændurnir gangi slypp
ir og snauðir frá lífsstarfi sínu
— sjálfum ábýlisjörðunum eða
þeir verða að halda áfram þeirri
þjónustu við þjóðfélagið, er legg-
ur þeim á herðar meiri vinnu-
þrælkun en nú þekkist í þessu
landi, svo að allt að því 90% þjóð
arinnar geti haldið áfram að búa
við betri kjör á kostnað bænda?
Frá mínu sjónarmiði er það
rnikil nauðsyn að snúa margra
ára undanhaldi bændastéttarinnar
í sigursæla sókn, sveitum landsins,
landbúnaðinum og þjóðarheildinni
til aukinnar virðingar. En þegar
talað er um verðlag á landbunaðar
vörum er ekki úr vegi að bera
það saman við t. d. fiskverð á
því tímabili, sem Búnaðarráð og
Sexmánnamefndin hefur haft með
kjaramál bænda að gera.
Sé miðað við árið 1943, kemur
í Ijós, að verð á þorski hefur
hækkað uim 800% en á mjólk
415% og á lambakjöti 411%
Hefðu þessar landbúnaðan'örur
hækkað í sama hlutfalli og fisk-
urinn, ætti mjólkin að vera nú
til bænda kr. 1016 og kjötkg.
54,56 miðað við óbreytt verðhlut
fall á kjöti og mjólk. Ef saman-
burður er gerður á þessum sömu
vörutegundum síðan 1958 — (sið-
an fyrir ,,viðreisn“) — hefur fisk
verð til sjómanna hækkað um
73%, en verð á mjólk um 34%
og verð á kjöti um 26%. Hefði
jafnt verið skipt milli bænda og
sjómanna á þessum árum. hefðu
bændur átt að fá nú samkv. gild-
andi verðgrundvelli kr. 6.78 fyr-
ir kg. af nýcnjólk í stað 5.27 og
kr. 38.40 fyrir kg. af dilkakjöttnu
i stað kr. 28-00 ásamt hlutfalls-
legri hækkun á öðrum afurðum.
Þetta jafngildir um 75 þúsund
króna lægri skiptahlut til bænda,
en sjómanna á verðlagsárinu 1962
—63, eða 39% lækkun á fram-
leiðsluvörum grundvaliarins mið
að við sjávarafurðir- Þessar stað-
reyndir er rétt, að menn geri sér
ljósar, áður en þeir kveða'Hipp'
þann dóm, að kröfur bænda séu
craunhæfar.
Að lokum vil ég svo spyrja:
Hefur nokkur haldið því fram, að
t d. sjávarútvegur teldi sinn hlut
of stóran nú, þrátt fyrir aukin
aflabrögð og stóraukna tækni? Ef
svo er ekki, hvaða rök hníga þá
til þess, að bændur hafi ekki jafn-
mikla þörf fyrir verðhækkanir á
sinni framleiðslu og sú atvinnu-
grein þjóðarinnar, sem hefur not
ið meiri skilnings og fyrirgreiðslu
af opinberri hálfu en nokkur ann
ar atvinnuvegur á íslandi.
Tillagan á síðasta Stéttarsacn-
fcandsfundi, um bætta aðstöðu
sauðfjárbænda, sem ég hef gert
hér að umtalsefni, var einn þátt
urinn í þeirri viðleitni landsbyggð
arinnar að draga úr þeirri ugg-
vænlegu þróun, er frekari flótti
úr sveitunum og frá landbúnað-
inum mundu leiða af sér.
Var það til of mikils mælzt 1962
sð fulltrúar í Sexmananefnd ttl-
einkuðu sér þessi sjónarmið
byggðastefnunnar eftir 5 ára þrot
lausa baráttu hennar fynr liti
sínu og tilveru? Ætti þjóðin öll
að sjá sóma sinn í því að taka
undir þessa kröfu og gera að
sinni.
Vona ég, að þetta sé fullnægj-
andi skýring á því, sem Lárus Ág.
Gíslason spyr um, og gett hann
seð á því, sem ég sagði á Stéttar
sambandsfundinum, að ég hafi
ekki haft nein óviðurkvæmileg um
mæli um ríkisstjórn íslands. Læt
ég svo Lárus um það að draga
sínar eigin ályktanir af þvi, er
lram kemur í framanskráðum um
mælum. En fyrst Lárus Ág. Gísla-
son fór að beina orðum sínum tif
mín, í eins konar umvöndunartón,
vegna gagnrýni minnar á landbún
aðarstefnu hinnar svonefndu við-
reisnarstjórnar, leikur mér hug-
ur á að beina til hans efttrfarandi
spurningum:
1. Telur hann, að stéttarbarátt-
an í dag m. a. innan Stéttarsam-
fcandsins eigi öðru fremur að
mótast af flokkssjónarmiðum?
2. Telur hann stofn- og rekstrar
aðstöðu landbúnaðarins sambæri
lega 1963 miðað við árið 1958, bor
io saman við sjávarútveg og þjóð
aitekjur?
3. Finnst honum tekjuskipting
þjóðfélagsstéttanna réttlát árið
1962, þegar bændur eru tekju-
lægstir allra stétta og höfðu að
n.eðaltali yfir 27 þús. kr. lægri
árslaun en verkamenn, sjómenn
og iðnaðarmenn samkvæmt út-
reikningum Hagstofunnar?
Verði svör hans á þá lund, sem
mig grunar, að bændur séu afskipt
ir við hlutaskipti þjóðarteknanna
og það stórum meira en Hagstofu
reikningur sýnir hann meiri stétt
vísi með því að átelja þá vald-
níðslu á bændur, er fram kemur
i þessu, en styðja hana vegna þess
pólitíska boðorðs, sem fólgið er
i skilyrðislausri undirgefni við
flokksvaldið, hvað sem það annars
heitir.
Eg er þess fullviss, að við L.
Ág. G- getum báðir orðið sam-
mála um það, að á því sé vaxandi
nauðsyn að sveigja stjórnmálabar-
áttuna inn á það svið, að hið
sjálfstæða og raunsæja mat ein-
staklinganna í þjóðmálum fái not
ið sín í vaxandi mæli, svo það
drukkni ekki í múgsefjun stjór.n
málalífsins. Mundi slíkt skapa
nauðsynlegt aðhald og aukna á-
byrgðartilfinningu f stjórnarfari
landsins og á sjálfu Alþingi.
ÞJOÐRÆKNI - OG
HID GAGNSTÆDA
Á síðari hluta 19. aldar og fyrri
hluta þeirrar 20. var mikill siður
að ýmsir andans menn vor íslend-
inga, Matthías, Steingrímur, Magn
ús Ásgeirsson o. fl., þýddu á
hreina og góða íslenzku, öndvegis
rit útlendra snillinga — bæði í
bundnu og óbundnu máli. Jók
þetta menntun og unað rnargra
hér á landi. Nú virðist þetta vera
að breytast. Máske er það af því
að margt ungt fólk er að verða
flotfært í útlendum málum, þótt
stundum minni það á „hundasund"
hvað kunnáttuna áhrærir. En lík-
lega eykur það samt löngunina að
láta ameríska „slagara“ glymja sí
og æ í eyrum sínum.
Áberandi er það að alþjóðastofn
un vor, ríkisútvarpið, virðist stund
um vera óþarflega trútt útlendum
úrkastssöngvum, þó flytur það
margt gott ísl. efni, vel flutt af
færu fólki. En þegar koma þættir
þess, sem ætlaðir eru „ungu fólki“,
eru helzt valdir leirburðar-kviðl-
ingar frá Hollywood, kryddaðir
með ýmiss konar hljóðbreyting-
um, sem kallaðar eru söngur. En
ástkæra, ylhýra málið“ er þar
nær alitaf útilokað. Fram að þessu
hefur aftur á móti mest borið á
fögrum, ísl. söngvum í þáttunum
til sjúklinga á sjúkrahúsum. En
nú virðist slíku vera að hraka og
útlend þvæla vera að verða þar
meira áberandi, sennilega veiku
fólki til iítillar gleði, þótt ekki sé
þar enn komið eins langt niður og
unga fólkinu er ætlað. Mun það
vera sérstök ánægja mörgum veik-
burða að heyra sitt fagra móður-
! mál hljóma fallega í fallegu ljóði
frá útvarpinu. — Fyrir nokkrum
árum var algengt að Páll ísólfsson
stjórnaði „þjóðkór" í útvarpinu,
og voru þar nær eingöngu sungnir
fagrir, ísl. söngvar. Það var
skemmtilegt, heilnæmt og hress-
andi. Alltaf þegar sá, er þessar
línur ritar, er erlendis, hlakkar
hann til að koma heim og heyra
„ástkæra ylhýra málið“ sitt. Þjóð-
ræknin gefur oss styrkleika, gleði
og farsæld. Án hennar væri lítið
varið í að vera íslendingur.
V.G.
Leikur til þess að nota á Kvöld-
vökunni, eða í afmæli.
Að svara hreinskilnislega. Ein-
hver gengur á milli fólksins og
spyr um það, sem hér fer á
eftir. En þá kemur gamanið. í
stað þess að svara spuming-
unni, nefnir sá, sem spurður er,
einhverja af töflunum frá 1—
20., og vísar sú tala á svarið fyr
ir neðan spuminguna. Þegar
krakkamir eru farin að læra
svörin, er bezt að búa til ný
svör í sama „dúr“.
Þetta er fyrsti leikurinn úr
þessum leikjaflokki, hinir
koma smásaman.
I. Hverju lfklst þú mest?
(Getur líka verið —
Hverju líkist ég mest?)!
Svör:
1. Litlu gulu hænn"”'
2. Andrés önd
3. Grátittlingi
4. Ólafi Liljurós
5. Kisu
6. Togara
7. Denna dæmalausa
8. Leifi heppna
9. Saltaðri grálúðu
10. Gatslitnum skóhlíl
II. Laufadrottningunni
(Laufakónginum)
12. Fegurðardrottningu
(Glimukappa)
13. Spennandi ástarsögu
14. öskutunnu
15. Kliputöng
16. Hænu með unga
17. Gretti Ásmundssyni
18. Biðukollu
19. Nagla
20. Cesar (Kleópötru)
, vernig væri nú að hver fengi
sinn skammt af eplasalati á vök
unni, rnjólkurglas eða annan
drykk með.
Eplasalat: 6 faljeg epli, 1 þykk
meið ?oðin skinka, 50 gr. niður-
soðnar (sultaðar) rauðrófur,
1 dl. þeyttur rjómi, % matsk.
majones, >/2 matsk .rifin pipar-
rót, 2 i.esk. sítrónusafi.
Skerið „lok“ af eplunum, skaf-
ið innihaldið varlega úr, svo að
eplið haldi forminu. Takið
kjarnana burtu, skerið skink-
una og rauðrófurnar og það,
sem tekið var innan úr eplinu,
{ litla bita. Blandið öllu sam-
an og fyllið eplahulstrið, skreyt
ið eftir smekk.
Ráðningar á gátum og getraun
í síðasta þætti: Frænkan var
47 ára. —
Gátur: Svör: 1. Akkeri. — 2.
„Sefur þú?“ — 3. Eldurinn.
Velztu: Að volgt sápuvatn eða
volgt saltvatn er gott uppsölu-
meðal, ef einhver á heimilinu
hefur drukkið eitthvað ban-
vænt?
(Æskulýðsráð Reykjavfkur).
T í M I N N, fimmtudaginn 5. marz 1964 -—
6