Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1964næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Tíminn - 12.03.1964, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.03.1964, Blaðsíða 2
f MiSvibudagur, 11. marz. NTB-PNOMPENH. — Mörg þúsund manns réðust á sendi- ráð Bandaríkjamanna og Breta í höfuðborg Kambodsíju í dag með grjótkasti, kveiktu í bílum sendiráðsstarfsmanna og rændu og rupluðu. NTB-Dallas. — Verjandi Jack Rubys kom öllum á óvart í dag með -því að lýsa yfir, að fleiri vitni yrðu ekki kölluð fram af hálfu verjandans. NTB-London. — Hin harða and staða fjölmargra þingmanna í- haldsflokksins gegn frumvarpi brezku ríkisstjórnarinnar um verðlagslög hefur orðið mikið áfall fyrir íhaldsstjórnina. NTB-Stokkhólmi. — Helander- málið var tekið til dóms í dag. Munu dócnararnir 4 nú fara í gegnum öll málsskjölin, en til þess fá þeir þrjá mánuði. NTB-Oslo. — Lagt hefur verið fram í norska Stórþinginu frum varp uin að veita 12 millj. kr. til þess að stofna barnasjúkra hús í bænum Skolpje í Júgó- slavíu, þar sem ægilegir jarð- skjálftar urðu s. 1. sumar. NTB.-París. — Willy Brandt, borgarstjóri í V-Berlín, sagði í dag, að koma ætti á stjórn málalegri einingu í Evrópu með þátttöku Bretlands og landanna í Skandinavíu, auk EBE-landanna. NTB-Höfðaborg. — S.-Afríka hefur sagt sig úr Alþjóðlegu vinnumálastofnuninni (ILO). NTB-Dar-Es-Salaam. — John Okello, fyrrum byltingarleið- togi á Zanzibar, sagði í dag, að ríkistjórnin á eyjunni vildi ekki hleypa sér inn í landið. Hann sagði einnig, að 11.995 byltingarandstæðingar hafí verið drepnir í byltingunni í janúar. NTB-Accra. — Kwane Nkrum- ah, forseti Ghana, lagði fram í þinginu f dag 7 ára áætlun, sem á að gera Ghana að sósíal- istísku ríki. Vill hann m. p. gerbreyta landbúnaði og iðnaði landsins. NTB-Oslo. — 25700 voru at- vinnulausir í Noregi í febrúar mánuði. NTB-Haugasundi. — 2 sex ára stúlkur drukknuðu í gærkvöldi í Haugausndi, er þær féllu nið ur um ís. NTB-Stokkhólmi. — Hin um- deilda sænska kvikmynd ,,491“ verður frumsýnd í Gautaborg á mánudaginn. NTB-Cario. — Blaðið A1 Akh bar skrifaði í dag, að Krústjoff forsætisráðherra kæmi í opin- bera heimsókn til Arabíska Sambandslýðveldisins í maí. NTB-Cairo. — Abdullah el Sallal, forseti Jemen, fer til Moskvu 16. marz n. k. Borgarastyrjöld á Kýpur? NTB—Nicosia, 11. marz. Til alvarlegra átaka kom á Kýp- ur í dag, þegar sendifulltrúi Breta, Sir Arthur Clark, ætlaði að heim sækja Makarios erkibiskiiip áður en hann fór til Aþenu til þess að vera við jarðarför Páls konungs.| 2000 unglingar réðust að bíl sendi fulltrúans og stöðvuðu hann. Báru þeir kröfuspjöld, sem á var rit- að m.a. „Bretair, farið hei.m,‘‘ „við viljum frelsi“ og „'lengi lifi Sovét- ríkin, hinn mikli verjandi frægðar og frelsis.“ Duncan Sandys, samveldismála ráðherra Breta sagði í dag, að mikil hætta væri nú á borgara- styrjöld á Kýpur, og taldi að það myndi ekki hjálpa mikið, þó að brezka herliðið kæmist undir stjórn Sameinuðu þjóð. Harold Wil son, formaður brezka Verkamanna flokksins, sagði í þinginu í dag, að hann væri sammála Sandys í, að ástandið væri óþolandi. Sandys hefur sent orðsendingu til U Thants, framkvæmdastjóra SÞ, þess efnis, að Bretar geti ekki öllu lengur staðið straum af því, að hafa herlið á Kýpur. Brezka ríkisstjórnin hefur beðið U Thant um að gefa skýrslu strax á morgun um. hversu langt hann sé á veg kominn með að koma saman friðarhersveitum, sem vera eiga undir stjórn SÞ á Kýpur. Talsmaður tyrknesku rikisstjórn arinnar sagði í dag, að Makarios erkibiskup hefði ekkert vald á Kýpur lengur. Taldi hann, að innanríkisráðherrann, Yorkadjis, og kommúnistarnir hafi öll ráð hans í hendi sér. Innanríkisráð- herrann er meðal annars félagi í EOKA, neðanjarðarhreyfingu grískra manna á Kýpur, sem stóð fyrir ægilegum hryðjuverkum á Kýpur fyrir nokkrum árum. Talsmaður Öryggisráðsins sagði í kvöld, að U Thant hafi ekki enn þá fengið neitt ákveðið svar frá þeim 6 ríkjum, sem beðin hafa verið um að leggja til herlið í friðarhersveitirnar, en fulltrúar þessara ríkja sátu fund með U Thant i kvöld. Lárus leystur frá embætti GB-Reykjavík, 11. mavz. Lárus Jóhannesson hæstaréttar dómari sendi dómsmálaráðuneyt- inu lausnarbeiðni 7. marz, og var honum í gær veitt lausn frá dómaraembætti í Hæstarétti. í frétt hér í blaðinu s. 1 sunnu dag var frá því greint, að Lárus Framsóknarkonur í Reykjavík! Félag Framsóknarkvenna heldur fund í Tjariiargötu 26 fimmtudag inn 12. marz kl. 8.30. Fundarefnið er fræðslumál. Framsögu hefur Líney Jóhannesdóttir. Ýmis félags mál verða rædd á fundinum. Ljósavél stolið í fyrrinótt var stolið ljósavél af vagni, sem stóð við Suðurgötu ná- lægt gömlu loftskeytastöðinni- Hún var skrúfuð niður á vagninn, en þjófurinn hefur skrúfað hana lausa. Ljósavélin er amerísk, af gerðinni ONAN og er 3.5 kílówött og tíu volt, dökkgræn að lit. Þeir, sem geta gefið upplýsingar um hvarfið, eru beðnir um að snúa sér til rannsóknarlögreglunnar. hafði höfðað meiðyrðamál gegn ábyrgðarcnanni og útgófustjórn Frjálsrar þjóðar, og var það í framhaldi þeirrar málshöfðunar, sem Lárus óskaði eftir lausn frá embætti. Segir hann í bréfi sínu til ráðuneytisins: „Eins og yður er kunugt, herra dómsmálaráðherra, hef ég frá '?• september s. 1. legið undir stöð- ugum ósönnum og órökstuddum árásum og aðdróttunum af hálfu vikublaðsins Frjálsrar þjóðar, fyr ir alls konar lagabrot og glæpi, sem ég á að hafa framið bæði fyr- ir og eftir að ég tók sæti í Hæsta rétti. Þessum árásum vil ég ekki una og hef því höfðað meiðyrða- mál gegn Frjálsri þjóð og aðstend endum hennar. Svo gengdarlausar og margháttaðar, sem árásir blaðs ins hafa verið, má ætla, að mála- ferli út af þeim verði langvinn, enda viðbúið að þeim verði svar að með nýjum æsiskrifum til að skapa óró um Hæstarétt, eins og stofnað hefur verið til með hirn um síendurteknu árásum á mig. I því vil ég engan þátt eiga og æski því þess að þér, herra dcms- málaráðherra, leggið til við for- seta íslands, að hann veiti mér lausn frá embætti sem hæstarétt i > Nýr bátur til Reyðarf jarðar ardómari samkv. 61. gr. stjórnar- skrá lýðveldisins íslands nr. 33, 17. júní 1944.“ Til skýringar á þessari síðustu setningu segir Lárus: „En það þýðir, að ég fer frá með fullum launum meðan ég lifi. Eftirlauna rétt hef ég og kona mín engan, því að ég var meira en 60 ára, þegar mér var veitt embættið.“ Bændaklúbbs- fundir á Hellu SR-Hellu U. marz. Tveir bændaklúbbsfundir hafa verið hér á Hellu í vetur og sá þriðji haldinn nú í kvöld miðvikudagskvöldið. Gunnar Guð- bjartsson, forinaður Stéttarsam- bands bænda, hefur þá framsögu um landbúnaðarmál. Fyrsti klúbbfundurinn í vetur fjallaði um sauðfjárrækt, fram- sögumenn voru ráðun. Hjalti Gests scn og Árni G. Pétursson. Annar fjallaði um jarðrækt og tilrauna- starfsemi, framsögumenn Þor- steinn Þorsteinsson, lífeðlisfræð- ingur og Magnús Óskarsson, til raunastjóri á Hvanneyri. 60—80 manns hafa setið þessa fundi, bændur og búalið á svæðinu cnilli Þjórsár og Þverár og jafnvel lengra austur. Sver eii Á myndinni sjáom við Konstantín krónprins sverja eiðinn sem kon ungur Grikklands, og er hann yngsti konungur heimsins. í baK grunninum eru ýmsir ráðherrar Grikklands, og þeirra fremstur or Papandeou forsætisráðh. Gríski erkibiskupinn, Chrysostomos, held ur á eiðstafinum. Páll konungur liggur nú á við* hafnarbörum í dómkirkju grlsku höfuðborgarinnar, Aþenu, en þar mun hann liggja þar til hann verð ur jarðsettur á fimmtudaginn. Nýstárleg skemmtun MS-Reyðarfirði, 11- marz. Nýtt stálskip er komið til Reyð- arfjarðar, Snæfugl SU20, sem kemur I stað Snæfugls, sem sökk- á síðasta ári. Skipstjórinn verður Bóas Jónsson. Eigandi Snæfugls ei samnefr.t félag, en skipið er 252 lestir að stærð, útbúið öllum nýjustu sigl- inga- og stjórntækjum, þar á með a) 2 Astictækjum, sjálfleitandi og handknúnum. Atlas fisksjá o- fl. Lister Dieselvél og 2 hjálparvélar eru í Snæfuglinum, hvor 62 ha. Ganghraði í reynsluför var 11 mílur. íbúðir eru fyrir 15—16 menn, en skipverjar verða 12—13. Frammí eru 4 tveggja manna klefar. Aftur í eru 2 tveggja manna klefar og 2 eins manns. Snæfugl var smíðaður í skipa- smíðastöðinni Ankerlökken Verfl. AS í Elorö í Noregi, og sigldi skip ið á 55 klst. frá Florö til Reyðar fjarðar. Næstkomandi laugardag hyggst Lionsklúbburinn Baldur efna til æskulýðsskemmtunar í Austurbæj arbíói. Hefst skemmtunin kl. 5 síð- degis og verða þar mörg nýstárleg skemmtiatriði, svo sem frumsam in nútímasöngleikur flutur af skátum, danssýningar úr dans- skóla Hermanns Ragnars, spurn- ir.gakeppni, jazz-leikfimi stúlkna úr Ármanni og kjör „ungfrú ynd- | isfríðar". Hljómsveit Svaras Gests leikur með og skemmtir en stjórn andi og kynnir skemmtunarinnar verður Hermann Ragnar Stefánc- son. Sala aðgöngumiða verður í Austurbæjarbíói á föstudag ug laugardag n. k. og er verð miðans kr. 50.00. Allur ágóði af skemmt- uninni renur til styrktarsjóðs Lionsklúbbsins Baldurs, en fé hans er ávallt varið óskipt iil stuðnings ýmis konai líknarstarf- semi, en klúbburinn hefur stutt mjög slík málefni þau tíu ár sem hann hefur nú starfað. Hin seinni ár hefur „Baldur“ m. a. haft að kjörorði: „allt fyrir börn- in“ við þau ýmsu mál er sérstak lega hafa varðað stuðnings hans við málefni barna og unglinga. Má nefna í því sacnbandi stuðning hans við málefni barna og ung- linga. Má nefna í því sambandi stuðning hans við barnaspítala- sjóð Hringsins og vistheimilið í Breiðuvík. Enda þótt skemmtiatriði séu Framhald á 15. síðu. SJ0PR0F SENN í ÆGISMÁLINU KJ-Reykjavík 11. marz. Blaðið hafði í dag samband /ið Kristján Jónsson borgardócnaia vegna væntanlegra sjónrófa i Æg is-málinu. Sagði Kristján að sjó prófin yrðu um eða eftir næsta helgi, þegar fullkannaðar væru skemmdirnar á varðskipinu. s T í M I N N, fimmtudaginn 12. marz 1964. —

x

Tíminn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8459
Tungumál:
Árgangar:
79
Fjöldi tölublaða/hefta:
17873
Gefið út:
1917-1996
Myndað til:
28.08.1996
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 60. Tölublað (12.03.1964)
https://timarit.is/issue/66498

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

60. Tölublað (12.03.1964)

Aðgerðir: