Tíminn - 12.03.1964, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.03.1964, Blaðsíða 3
Landbúnaður á íslandi á 20. öldinni - 3. grein Landbúnaðar \ í tveimur greinum hér á undan hefi ég í mjög stórum dráttum rakið þýSingu íand- búnaðarins fyrir líf þjóðarinn- ar og hvemig hugsjónamenn á fyrri hluta þessarar aldar beittu sér fyrir því að setja þær meginstoðir undir líf og starf sveitafólksins, sem marg- ar umbætur hafa verið reistar á síðan þessum elzta undirstöðu- atvinnuvegi til stuðnings og eflingar. Allt þetta starf hefur verið unnið i sterkri trú á landið og í trausti á gæði þess. Einnig vegna hollustu við sögulegar erfðir þjóðarinnar. Sem betur fer hefur hið mikla starf sem unnið hefur verið í þágu bænda stéttarinnar á löggjafarþingi, í ráðuneytum og félagssamtök- um bænda átt fylgismenn í öll um stéttum þjóðfélagsins. Framsóknarflokkurinn hefur því með ýmsum hætti fengið stuðning bæði beint og óbeint í baráttu sinni fyrir margs kon ar lagasetningu landbúnaðin- um til eflingar. Auðvitað hafa allir stjórnmálaflokkar komið við sögu þessara mála ýmist með aðstoð eða andófi. Hér verður nú rakið í stuttu máli hvernig landbúnaðarlög- gjöfin hefur þróazt síðan Fram sóknarflokkurinn á fyrsta valda tímabili sínu hóf að beita sér fyrir endurreisn landbúnaðar- ins til samræmis við hagþró- un og verkaskiptingu þá, sem orðið hefur í tíð núlifandi kynslóðar. Fyrsta ríkisstjórn Framsókn- arflokksins skipaði milliþinga- nefnd í landbúnaðarmálum og var formaður hennar Jörundur Brynjólfsson alþingismaður. Mikili árangur varð af starfi ‘ þeirrar nefndar. Má nefna lög um búfjárrækt 1931, sem end- urbætt voru 1948. Með aðstoð þeirra laga hefur stórt átak verið gert til að auka afurða- hæfni og efla ýmsa eftirsótta kosti íslenzkra búfjárkynja. Ný ábúðarlög voru sett árið 1933 og voru þau árangur af starfi milliþinganefndarinnar. Voru þau endurbætt árið 1950 og enn hefur þeim nýlega verið breytt til samræmis við breytta tíma og þróun nýrra bús^apar- hátta. Bændaskólarnir á Hvanneyri og Hólum störfuðu eftir lögum er sett voru árið 1907, en árið 1930 voru sett ný lög um bændaskóla þar sem verknán". var gert að skyldunámsgrein til viðbótar tveggja vetra bók- námi. Þá gerðu hin nýju lög ráð fyrir jarðræktar- og búfjár- ræktartilraunum í sambandi við skólana og að skólabúin yrðu fyrirmyndar- og tilraun. arbú er gætu veitt nemendum skólanna sem víðtækasta fræðslu á þeim sviðum, bók- legum og verklegum, er ís- lenzka bændur varðar. Síðan hefur þessi löggjöf þró azt í samræmi við nýjar kröf- ur, meðal annars var með lög. um 1948 heimilað að stofha framhaidsdeild við annan bændaskólann og hefur sú ráð- stöfun gefizt vel og eru marg- ir héraðsráðunautar starfandi í landinu, er þar hafa fengið menntun sína. Með lögum 1935 um rann- sóknarstofnun í þágu atvinnu- veganna við Háskóla íslands var sett á fót sérstök landbún- aðardeild til vísindalegra til- rauna og rannsókna varðandi landbúnaðinum. Hefur af þeirri löggjöf sprottið hið merk asta starf. Þessum lögum var breytt og þau aukin verulega 1940 Landbúnaðardeild Atvinnu deildar Háskólans hefur meðal annars með höndum jarðvegs- rannsóknir, jurtakynbætur og rannsóknir á jurtasjúkdómum, fóðurrannsóknir og fóðurtil- raunir, búfjárkynbætur og rann sókn búfjársjúkdóma og kann- ast allir við hið merka starf sem unnið er við tilraunir og rannsóknir dýrasjúkdóma á Keldum, tib'aisaasföð Háskól- ans í meinafræoi. Öll sú starfsemi, sem lögin um rannsóknir og tilraunir í þágu landbúnaðarins fjalla um hefur orðið íslenzkum landbún aði hin mesta lyftistöng. Hefur á því sviði sem og öðrum sann azt hin fleygu orð skáldsins að „vísindin „efla alla dáð.“ Framsóknarmenn urðu fyrst ir til að sjá þýðingu þess til að afla markaða fyrir aðalút- flutningsvörur landbúnaðarins, dilkakjötið að nýjar verkunar- aðferðir yrðu teknar upp. Þeir tóku þess vegna upp baráttu fyrir smíði skipa með kfeeli- rúmi svo þægt vséri að flýtjá frosið kjöt á erlendar haínir þar sem markaðir voru fyrir slíka vöru. Loks tókst að koma því máli fram var þá eimskipið Brú- arfoss byggt með slíku kæli- rúmi. Síðan hófust kaupfélög- in og sláturfélögin handa um að reisa frystihús víðs vegar um landið til að frysta kjöt bæði til neyzlu innanlands og til út- flutnings. Verður ekki í tölum talinn sá hagnaður er þessi breyting hefur fært íslenzkum landbún- aði. Þetta framtak ruddi líka þrautina að þeirri byltingu í verkun fisks og raunar verkun og geymslu margra annarra matvæla er síðan hefur orðið hér á landi. Snemma á þessari öld fór til- búinn áburður að flytjast til landsins þó í mjög smáum stíl væri til að byrja með, enda var þekking á meðferð hans og notagildi mjög takmörkuð. Til gamans skal þess getið að árið 1910 voru flutt inn 6800 kg. og var innkaupsverðið 738 krón ur eða íæpir 11 aur. kg. Upp úr héimsstyrjaldarárunum fyrri fór notkur. tilbúins áburðar hraðvaxandi og þá sérstaklega eftir að áhrifa frá jarðræktar- lögunum fór að gæta. 1921 eru flutt inn 31 tonn, en 1925 er innflutningurinn 377 tonn. 1929 var rhagnið serh inn var flutt orðið 2130 tonn, og þá va: verðið 2f ahrár á kg við þa’ verð bættist =v. 'a—ngiö’h r ýmis kostnaður, sem var rúm- ir 3 aurar á kg. Árið 1929 eru komin til framkvæmda lög um tilbúinn áburð. Með þeim lög- um var ríkisstjórninni heimilað að taka í sinar hendur innflutn ing og sölu á tilbúnum áburði. Framsóknarflokkurinn setti þessi fyrstu lög um tilbúitm áburð og með þeim varð Áburð arsala ríkisins raunverulega til', en slík skipan mála var knýj- andi nauðsyn til að vernda hagsmuni íslenzkra bænda, því eitt erlent verzlunarfyrirtæki hafði náð í sínar hendur allri áburðarsölu til landsins og varð því ekki breytt nema ríkisvald ið kæmi til sögunnar. Áblíí'ðar- sala ríkisins reyndist bændum landsins vel alla tíð, en hefur nú verið lögð niður og áburðar salan öll sett í hendur Áburð- arverksmiðjunnar í Gufunesi. Fyrir síðustu heimsstyrjöld lét landbúnaðarráðherra Fram- sóknarflokksins gera athugun um byggingu áburðarverk- smiðju hér á landi og var þá flutt frumvarp af hálfu flokks ins um slíka verksmiðju, en ekki varð úr lagasetningu um stofnun verksmiðjunnar fyrr en árið 1949 og fór þá maður úr Framsóknarflokknum með stjórn landbúnaðarmála. Fyrsta stórmálið sem ráðu- neyti Hermanns Jónassonar er hann myndaði með Alþýðu- ' flokknuöi 1934 beitti sér fyrir var sétning kjötlagana og mjólkurlaganna. Hvor tveggja þessi lög, voru bráðabirgða- lög, er Alþingi svo sam- þykkti með nokkrum breyt- ingum síðar á því ári. Þessi lög komu í veg fyrir hrun bændastéttarinnar, sem hin mikla heimskreppa er þá hafði geisað i nokkur ár var búin að leika mjög grátt. Framsóknar- flokkurinn hafði beitt sér fyr- ir svo kallaðri kreppuhjálp til bænda vegna verðfalls afurð- anna á árunum 1932 og 1933. Fengu 2800 bændur lán úr Kreppulánasjóði sem þeir end- urgreiddu þegar úr raknaði og verðlag fór hækkandi á stríðs- árunum. Andstaða var mjög hörð gegn afurðasölulögunum. Með- al annars var stofnað til neyt- endafélags í Reykjavík er reyndi að minnka kjötkaup og mjólkurneyzlu með neytenda- verkfalli. Var fólki ráðlagt að neyta hnísukjöts í stað kinda kjöts ug drekka ýsusoð í stað mjólkur. Á grundvelli afurðasölulag anna 'naía síðan verið gerða- ýmsar nýjar lagasetningar. En þeirri undirstöðu sem með þeim var lögð — það er að segja ‘kipulagningu afurða sölu landbúnaðarins innanlari ‘ — hefur ekki verið haggað Árið 1943 var hin svo kai aða sex-manna-nefnd “kipúi samkvæmt ákvörðun Alþingi- til að semja um og ákveða ver? a'idbúnaðarafurða Var anna> helmingur nefndarinnar fulltrú ar fyrir bændur, en hinn helm- ingurinn fyrir neytendur. En árið 1947 voru „lög um fram- leiðsluráð landbúnaðarins, verð skráningu, verðmiðlun og sölu á landbúnaðarafurðum" sett. Komu þau í stað Búnaðarráðs er hin svo kallaða nýsköpunar- stjórn setti upp og var mjög óvinsæl meðal bænda vegna þess að það var stjórnskipað og bændur eða þeirra samtök hefðu engan íhlutunarrétt um skipan þess. Búnaðarráð var skipað 25 mönnum án tilnefn- ingar og kaus þetta ráð síðan 5 manna verðlagsnefnd úr sín- um hópi. Þessi skipan mála var svo óvinsæl ráðstöfun, að þó meðlimir ráðsins væru næst um allir valdir úr flokkum stjórnarinnar þá -vildu ýmsir þeirr'a helzt ekki mæta á fund- um þess og ákvað ríkisstjórnin þá með bráðabirgðalögum, að það skyldi vera „borgaraleg skylda að taka sæti í Búnaðar- ráði og mæta á fundum þess, nema lögleg forföll hamli.“ FÍestum bændum fannst eins og hlekkir væru af þeim höggn ir þegar Búnaðarráð var afnum ið, og lögin um Framleiðslu- ráð tóku gildi, enda fékk Stétt arsamband bænda, er þá var nýstofnað, 5 menn í framleiðslu- ráð af 9, en 4 voru tilnefndir af helztu afurðasölufélögum þeirra. Framleiðsluráðslögin mörkuðu nýja stefnu varðandi rétt bænda til þess að gera kröfur um svipaðar árstekjur sér til hánda og aðrar vinnancíi stéttir. Hin endanlega ákvörð- un, um verð afurðanna' er byggð a samkomulagi neytenda og framleiðenda sex manna nefnd, en ef samkomulag næst ekki þá úrskurðar yfir nefnd skipuð einum manni frá hvorum aðila. Stéttarsambandi bænda og neytendum og hag stofustjóra sem oddamanni. Þessi löggjöf var mjög þýð ingarmikið spor í þá átt að tryggja rétt bænda til viðun andi stöðu og jafnréttis við aðr ar stéttir þar sem viðurkenn ing var fengin fyriv lagaleguhi rétti bænda til lífskjara e» ekki væru lakari en aðrar vinnandi stéttir hafa. Ýmislegt hefur nú breytzt i þjóðfélaginu þannig síðan þessi lög voru sett, að mörgum sýr,- ist, að nú sé orðið tímabært að gera breytingar á þeim Mur.u flestir bændur vera á þeirri skoðun að stéttarsamtök þeirva hafa látið gera og samþykkt tillögur í þá átt að tryggja bet- ur en nú er. réttindi bænda stéttarinnar til að ákveða kjör sín sjálf Frumvarp stéttarsanv bandsins hefur þó enn ekki vc: ið lagt fram á Alþingi. Annar býðingarmesti þátturinn fyru nfkomu bændanna er vitanlegn ■erðið sem beir fá fyrir fram ’eiðslu sína o,g hvernig skipu- lag er á afurðasölunni. Hinn þátt.úrinn er afstaða ríkisvald? ins til landbúnaðarmála. eftir Agúst ÞorvalJsson I T ’f M I N N, fimmtudaginn 12. marz 1964. — Forsætisráðherra, sem þyrfti að læra betur Forsætisráðherra landsinS lætur dagblaðið Vísi hafa eft- ir sér í gær þessi furðiilegu ummæli: „Við getum að sjálf- sögðu ekki tekið okkur lögsögu yfir öllu landgrunninu, nema alþjóðalög heimili". Sá íslenza ur forsætisráðherra, sem læt- ur sér slíkt um múnn fara með reynslu íslendinga í land- helgisbaráttu að baki, er furðU lega skilningssljór. Hann ætti að minnsta kcsti að vita, að íslendingar hafa náð tólf mílna iandhelgi og fengið viðurkenn- ingu á henni í verki, ÁN ÞESS AÐ ALÞJÓÐALÖÍ3 HEIMIL- UÐU ÞAÐ með skýrum ákvæð um, AF ÞVÍ AÐ ÞAU BÖNN UÐU ÞAÐ EKKI, OG ÞAI) ER MERGURINN MÁLSINS. Við náðum þessum áföngum af því að engin aiþjóðaiaga- regla var til um stærð fisk- veiðilögsögu og hefur ekki ver ið sett enn, þar sém Genfar- Iráðstefnunni lauk, án þess að slík ákvæði næðu tilskildu samþykki til gildingar. Þessi i.j maður ætti að vita það líka, að | það er ærið margt, sem þjóðír Á heimsins gera í alþjóðaskiþt- um, án þess að hafa fyrir því ■1 bókstaf í alþjóðalögum, og þáð | er gert með þeim RÉTTI, áð J alþjóðalög BANNA ÞAÐ ýj EKKI, enda vantar ákvæði um | margt í aíþjóðalögum. Laga- ú prófessor eins og forsætisráð- i herranh ætti að vita, að borg- ; arar jafnt sem þjóðir geta gert margt með RÉTTI, ÁN BÓK- 4 STAFSHEIMILDAR í lögum, I af því að lögin BANNA ÞAÐ i EKKI, ef það samrýmist rétt- $ arsiðgæði að öðru leyti. Haft Breta Okkur tókst það á Genfar- | ráðstefnunni, íslendingum, að || koma í veg fyrir, að 12 mílna f fiskveiðilandhelgi yrði lögbund in alþjóðaregla, og þar með gat sókn okkar færzt út fyrir tólf mílUrnar. Þetta skildu Bretar og var því mest I mun að koma á okkur einhverju hafti til áð torvelda ókkur næstu skref. Þeim tókst að þröngva uridanlátssamri ríkis- stjórn til þess að láta íslend- inga játast undir tilkynningar- skyldu við Breta og selja Bret Ium sjálfdæmi um málskot til Haag-dónisins. Við hverju er að búast Það er öinurlegt að löglærð- ur forsætisráðherra íslendinga skuli svo langt lciddur að reyna að verja illan inálstað sinn mcð annarri eins firru og fram kcmur í framan nefndum orð- um hans og bæta meira að segja við, að ákvæðið um al- þjéðadóriistólinn sé mikilvægt íslendingum!! Auðvitað getur maðurinn ekki rennt undir það einni einustu rakastoð í hverju sú „hagsbót" íslend- inga sé fólgin. En hann lætur sig hafa það að ségja það saint! En við hverju er að búast af þessari ríkisstjórn í land- nclgismálinu og næstu skref- ím til útfærslu, þegar sjálfur forsætisráðlierra liennar lýsir því yfir, að ný útfærsla komi ekki til greina, fyrr en um það er skýr heimild í alþjóðalög- um, jafnvel þó að vel geti ver- ið, eftir reynslunni á Genfar- ráðstefnunni, að ekki náist samkoinulag um það á næstu öld að setja alþjóðalög um Framhald á 13. síðu. ■■■■■■■■———m i i 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.