Tíminn - 12.03.1964, Blaðsíða 8
Hafi ég fótavist þá fer ég á stjá.
(Ljósm. Tímlnn-GE).
Á endasoretti með Þórberqi
Þórbergur bað mig að mæta
undir styttu Jónasar Hallgríms
sonar í Hljómskálagarðinum,
jöfnu báðu dagmála og hádegis,
þaðan gengum við saman gegn-
um garðinn og tókum síðan
endasprettinn heim til hans á
Hringbraut 45, fjórðu hæð.
— Hefur þetta verið dagleg
1
íW.
M
. .1 t:: : :•!
í Íi
....íiiliiiii'!««!!i!!i!ií!!r! • .
Hljóp áður í Skerjafjörð
venja þín, að fá þér göngu um
bæinn, alla tíð síðan þú komst
fyrst til Reykjavíkur fyrir
fimmtíu og fimm árum?
— Eg fæ mér göngu svo
framarlega sem ég hef fótavist,
geng tvo klukkutíma á dag um
bæinn og í grennd. Það er dá-
lítið misjafnt, hvernig ég haga
göngunni, seinni árin hef ég oft
skipt henni í tvennt, klukku-
tíma fyrir og annan eftir dádeg
ið. En lengi framan af áruin
iðkaði ég hlaup, hljóp í einum
spretti frá Uppsölum í Aðal-
stræti og suður í Sundskála.
Hvar hann hafi verið? Hann er
víst löngu horfinn, og var held
ur aldrei hár í loftinu. En hann
var samt vígður með pomp og
pragt, ég man að dr. Bjövn
frá Viðfirði hélt þar ræðu.
Sundskálinn stóð við Skerja-
fjörð, hjá Þormóðsstöðum. Það
var dágóður sprettur að hlaupa
þangað úr Aðalstræti.
— Hvers vegna fórstu að
iðka þessi hlaup um bæinn?
— Ætli það hafi ekki verið
fyrir áhrif frá dr. Helga Pjet-
urss. Hann hljóp manna mest
um bæinn sér til heilsubótar
og var æði vígalegur, stundum.
þegar hann hljóp með lyfting-
artæki á lofti í hvorri hendi.
En þessar göngur, hlaup og
útivist voru máske helzt
sprottnar af ótta við tæringuna,
sem þá fór hér um eins og
eldur í sinu. En margir töldu
það ráð gegn berklunum a'5
vera sem mest á hreyfingu úti
við, iðka sund og hlaup. Það
gerði dr. Helgi Pjeturss í ára-
tugi, gekk og hljóp í sjóinn
eða sundlaugarnar á hverjum
drottins degi og stældi skrokk
inn, enda bar hann sig vel
fram á elliár.
— Þú, sem hefur gengið
manna mest og víðast um bæ-
inn í öll þessi ár, þér hefur
verið innan handar að fylgjast
með breytingunum i Reykjavlk,
sjá húsin hverfa eða koma.
Finnst þér borgin hafa fríkk-
að?
— Því er ekki hægt að svara
játandi að öllu leyti Tökum nú
það, sem á að verða næsta
skrefið, ég á við ráðhúsið, sem
þeir eru búnir að hóta að
klessa þarna niður við Tjarnar
endann. Það er nú meiri dóina
dagsforsmánin. Hefði ekki ver
ið nær að koma því bákni fyrir
t. d. við Melatorg, á íþrótta-
vallarlóðinni, þar sem stóð til
að reisa útvarpshöll en ekkj
verður af. Þarna mundi ráð-
hús bara taka sig vel út. En
að láta sér detta í hug að fara
að grafa fimmtán metra niður
í tjarnarkviksyndið og hreykja
þessu líka bákni þarna, ger-
spilla fyrir fallegum húsum í
kring, svo að Alþingishúsið
verður bara eins og dúkkukassi
á bak við þetta svokallaða ráð-
hús-
— Hvað segirðu þá um aðra
þá byggingu, sem mest er nú
rætt um?
— Mér finnst hún ljót, en ég
hef ekkert á móti því að hún
verði byggð sem minnisvarði
um heimskuhroks þeirra
manna, sem barizt hafa fynr
henni, þótt slæmt sé, að þetta
skuli bitna á nafni Hallgríms
sáluga Péturssonar. En þeir
eru hvort eð er búnir að spilla
Skólavörðuholtinu fyrir löngu-
Það byrjaði með því að Skóla-
varðan var rifin 1929, sem setti
þó svo mikinn svip á holtið. Eg
held allir hafi séð eftir Skóla-
vörðunni. En það þurfti þá
endilega að rýma á þessum stað
fyrir líkneskinu af Leifi
heppna, sem mér hefur alla tíð
fundizt skelfilega kollinboru-
legt. Það er undarlegur smekk-
ur, sem stjórnvöld lands og
borgar hafa gagnvart fallegum
sögulegum húsum og minjum,
algert tilfinningarleysi. Mér
dettur í hug Dillonshúsið, við
Suðurgötu, annað þeirra húsa,
sem Jónas Hallgrímsson bjó í
á ferðum sínum. Hvað lá nú
á þvi að láta það víkja fyrir
þessu þokkalega bílastæði?
Samt var það skárra að flytia
það að Árbæ en útrýma því.
— Ertu þá ekki feginn að
Unuhús fær að standa enn?
Ertu annars alveg hættur að
venja komur þínar þangað?
— Eg kom þangað enn i
nokkur ár eftir að Erlendur
dó. Eins og þú veizt, keypti
Ragnar í Smára húsið, og hann
hefur vist gert það að eins kon-
ar heiðursbústað ungra skálda
Jæja. Einar Bragi varð fyrstur
heiðraður með því að fá þar
inni, og ég kom þangað annað
veifið á meðan hann bjó þar
En tpéjhipigin var víst að hver
byggi þar takmarkaðan tíma.
Það hefur víst alveg þotið sen
vindur um eyru Einars skálds
Braga þangað til honum var
sagt upp húsnæðinu. Síðan hef
ur annar listamaður búið þar.
Kristján Davíðsson málari.
— Hefur Unuhúsi ekki verið
breytt síðan þú komst þangað
fyrst?
— Þegar Una (íisladóttir dó
1924, lét Erlendur sonur henn
ar nýja húsið upp að innan, og
nefndur íbúi þar, Einar Bragi,
var iðinn við að dytta að ýmsa
þar.
— Hefur það alltaf verið
svona á litinn?
— Já, það er nú víst. Eg ættí
að vita það, því að það var
nefnilega enginn annar en ég
sem málaði það fyrir rúmum
fimmtíu árum, já, 1913 málaði
ég það hátt og lágt úti og inni.
Þetta sumar reyndi ég að hata
ofan af fyrir mér með því að
mála hús. Eg réð mig til Ástu
málara, sem var hálærð í sinni
grein og fluttist seinna tll
Ameríku. En ég var lítt kunn
andi í faginu og þvi fannst
meistara Ásu ekki hægt að
láta mig mála húsin nema ut-
an. Það hefði svo sem vérið
gott og blessað, ef viðrað hefði
til þess. En þetta reyndist hið
mesta rigningasumar, menn
mundu ekki annað eins, ég
held það hafi komið einir tveir
heilir þurrkdagar á sumrinu
Þá fékk ég vinnu hjá öðrum
málarameistara Kristjáni MöU
er, sem tók mig upp á tíma-
kaup og treysti mér til að
mála inni. Eg fór að mála góíf-
v
<:§ i
■
'
fíflí *;i
-
|
‘,1 I’íiH
’ : .- * L
Blaðamaður Tímans og Þórbergur heilsast við styttu Jónasar.
T í M I N N, fimmtudaginn 12. marz 1964. —•