Tíminn - 12.03.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 12.03.1964, Blaðsíða 14
33 „Talið þér af blöðum?*- spurði hann. Halifax lávarður kvað svo vera. „Það er allt í lagi“, sagði Win- ston. „En reynið aldrei að láta áheyrendur halda að þér notið þau ekki. Ef þér gerið það, verð- ur úr því einn allsherjarskolla- leikur, sem þér getið ekki annað en tapað. Ef þéy, hins vegar látið hvern mann sjá það, getið þér látið þá bíða eins lengi og þér viljið, þangað til þér hafið fundið staðinn á blöðunum, og síðan getið þér sett upp gleraugun til að lesa af þeim.“ Smávegis erfiðleikar, sem Win- ston á í með að bera fram „s“ virðist alloft gefa orðum hans rík- ari áherzlu, en háir í engu sain- ræðum hans við aðra. Hann talar hægt og af gætni á þinginu og í útvarp. í samræðum hans undir borðum ræðir hann af meiri hraða, en flýtir sér þó ekki um of, og gerir stundum hlé á ræðu sinni til að leggja frekari áherzlu á orðin. Yfirþyrmandi ákafi hans og ofsi sló gestina stundum algerlega út af laginu, og þá var það hlutverk Clementine að Jægja hita sam- ræðnanna. Dag nokkurn kvað einhver við borðið upp úr með, að ekkert væri verra en styrjöld. Winston reis að hálfu úr sæti sínu og þrum aði: „Vansæmd er verri en styrj- öld! Þrælahald er verra en styrj- öld!“ Montgomery marskálkur hleypti öðru sinni illu blóði í hann. Þeir sátu saman að hádegisverði ein- hvern tíma rétt fyrir stríðslok. Marskálkurinn hafði haft á höfði hina frægu alpahúfu sína og var klæddur peysu sinni, jafnfrægri, er hann sagði: „Nú, þegar þetta er næstum allt búið, býst ég við að þú farir að hafa það náðugt á kvöldin.“ ,,Á KVÖLDIN?" drundi í Win- ston. Síðan bætti hann við mýkri röddu: „Og þú ferð sennilega að klæðast einkennisbúningi." Við annað tilefni sagði ,,Monty“ við Winston: ,,Ég reyki ekki, drekk ekki, og ligg ekki frameftir í rúminu, og ég er vel hraustur.“ ,,Nú!“, sagði Winston. „Tja, ég drekk, ég reyki, og ég ligg fram- eftir í rúminu — og ég er vel hraustur!“ Winston og Clementine láta oft í ljós fyrir allra augum hrifn- ingu sína hvort á öðru, þegar þau sitja við matborðið, og hánh bros- ir við henni og hún horfir til hans ljúflega. Þegar hann ræðir í hálf- gerðum styttingi við fólk, sem hon ^ um leiðist vegna tilgangslauss j kjaftæðis, leggur Clementine sig' 38 biturlega. Maggie eða Adrienne eða Símon? Það var ljós í forstofunni og dagstofunni hjá Símoni og hann hlaut að hafa heyrt í bílnum, þvi að hann lauk upp dyrunum um leið og Rorke nam staðar fyrir utan húsið. — Livvy! Símon kom í hend- ingskasti niður tröppurnar. - Lög- reglan kom hingað og sagði mér, hvað hafði gerzt. Rorke sagði: — Drífðu hana inn og láttu hana setjast niður. Hún er alveg að niðurlotum komin. — Ætlar þú ekki að koma inn! sagði Símon óvingjarnlega, en kurteis. — Nei. Ég skil bílinn eftir hér og fér og sæki bíl Livvyar. — Hvers vegna? Hvar er hann? — Þú getur sagt honum það, sagði Rorke og lagði af stað. Livvy stóð og horfði á eftir hozium. Hún varð svo undarlega kvíðin og bjargarlaus, þegar hún sá hann hverfa. — Svona Livvy, stattu ekki þarna! Komdu nú inn! Símon var gramur og óþolinmóður. Hún hikaði andartak. Ilún leit á hann og langaði mest til að segja að húri vildi fara, heim. — Eg . . byrjaði hún. — Komdu nú, heyrirðu það. Hann tók í hönd hennar og dró hana með sér. Handtak hans var fast, en hún varð vör við að hann skalf. Hún átti ekki annarra kosta völ en fylgjast með honum inn í húsið. 17. KAFLI Dagstofa Símonar var búin gömlum ættarhúsgögnum, sem Clive hafði hent, af því að hann vildi allt nýtt og glansandi. Símon lét Livvy setjast í djúpan stól, smeygði púða við bakið og sagði kuldalega: — Hvar kemur Rorke inn í enn frekar fram um að sinna gest- inum með skilningi og þekkingu á pérsónulðgum kjörum hans. Hún gerði að vana sínúm að kynni sér fyrirfram áhugamál gesta sinna. Jafnvel þótt hún hefði ekki áhuga á sömu málum, kynnti hún sér þetta? — Hann ók fram hjá verksmiðj unni og sá mig,þegar ég kom hlaup andi út miður mín af hræðslu. Hann elti mig og stöðvaði mig þar eð ég ók eins og drukkinn maður. — Svo að hann gerði það. Og hvernig stóð á að hann var stadd- ur þarna? Hún sagði honum það og hall- aði sér þreytulega aftur á bak í stólinn. — Og þú lézt hann hringja til lögreglunnar, án þess að tala við mig fyrst. Þú lézt hann fylgja þér aftur til verksmiðjunnar, án þess að láta mig vita! — I-Iann var þar, Símon. Við máttum engan tíma missa. — Ilvers vegna ekki? spurði hann kuldalega. - Sá, sem réðst j á þig var hvort sem var á bak og burt og það hefði ekki tafið | ykkur um nema fimm mínútur j að sækja mig. Fjárinn hafi það, | Livvy, þetta er mál sem mér i kemur við. . . þetta er MITT j fyrirtæki. Iíún opnaði augun og leit á , hann. — Mér þykir leiðinlegt að þú j skulir ekki geta komið því inn j í hausinn á þér, að við höfðum ! engan tíma til að hugsa um þig. i Það var ráðizt á mig uppi á þaki verksmiðjunnar, Símon, heyrirðu I það! Hún várð skrækróma af! æsingi. — Við urðum að ná í lögregl- una samstundis, það var hið eina,' sem við hugsuðum um. — Allt í lagi, allt í lagi! En hvað varstu að gera uppi á þak- inu? — Sagði lögreglan þér það ekki? — Jú, en ég vil heyra þína eigin lýsingu á því. Ég skal gefa þér konjaksglas meðan þú segir frá. þau að nokkru áður til að þókn- ast gestum sínum. Ilún hefði aldrei getað orðið Winston svo góður félagi, ef hún hefði ekki haft góðar gáfur til að bera og ljóimandi persónuleika. Hún er dásamleg húsfreyja, og þó að hún sé sjálf ekki sem beztur matargerðarsnillingui1, er hún snjöll við að þjálfa góða kokka og eldabuskur. í vingjarnlegu brosi hennar felst vottur af kímni. í samræðum er hún orðheppin ög skemmtileg. í brosi hennar finn- ur máður trarist og skilning, á sama hátt og maður finnur hvatn- ingu til dáða í orðum Winstons. Þekking hennar er ótrúlega mikil, hvort sem er á sviði stjórnmála eða heimilishalds. Við matborðið segir Winston gjarnan frá ýmsu minnisstæðu, er hefur hent hann á lífsleiðinni, og Clementine er alltaf hinn bezti áheyrandi og nýtur þess ætíð jafn- mikið að heyra hann segja frá einhverju skemmtilegu atviki. Jafnvel þótt hún hafi heyrt sömu söguna áður í einhvérju formi, þá er auðséð, að skemmtilegar sögur hans og frábær frásagnargáfa hans veita henni alltaf jafnmikla ánægju. Og það er vissulega ó- gleymanlegt að hlusta á hann segja frá einhverjum af óteljandi ævintýrum sínum, á meðan hann afhýðir epli sitt við matborðið. Hann sagði nokkrum gestum sínum söguria um tundurspillinn, sem hafði varpað djúpsprengju, en í stað þess að hitta fyrir kaf- bát, sáu þeir sprek úr gömlu flaki skjóta upp á yfirborðið. „Og hvað haldið þið?“, sagði hann að lokum. „Upp skauzt hurð, þar sem á voru máláðir upphafs- stafirnir mínir“' í stað þess að safna saman í Downingstreet 10, ráðherrum og þeim, sem líklegir voru til þeirra 1 embætta í náinni framtíð, bauð Winston til Chequers og Chart- i well þeim mönnum, sem við j stjórnarstörfin voru riðnir. Þann- ! ig náði Harold Macmillan nýju marki á stjórnmálaferli sínum, I þegaf honum var boðið ásamt eig- , inkonu sinni til helgardvalar á Chequers Diefenbaker frá Kanada var um og ó, þegar hann fór til kvöld- verðar á heimíli Churchills. Hann er alger bindindismaður. „Það var ekki að því að spyrja“, sagði hann frá eftir á, „þegar ég | afþakkaði vínið og bað hana um ' óáferigan drykk með matnum, byrjaði Winston að tauta og nöldra um, að bannmennirnir væru bölvuri Norður-Ameríku. Ég mótmælti því, að ég væri , bannmaður, og kvaðst aðeins vera ( bindindismaður. , „Nújá“, sagði Winston. „Þáð er i heldur skárra. Þér viljið þá aðeins 'sjálfrim yður iílt.“ Þótt gesturinn væri af háum , stigum, gat setan við matarborð- j ið orðið honum hin örðugasta, ef | harin ekki féll i krámið hjá Win- ston. Eitt sinn hafði Clementine leitt talið að minni háttar löstum í fari manna. Winston sagði þá um drykkjuskap: „Allt, sem ég hef um þetta að segja, er, að ég hef haft meira af áfenginu en áfengið af mér. En við höfum öll and- styggð á manni, sem verður drukkinn „Um réykingar sagði hánn: „Sr.mir segja, að ég reyki of mikið Ég veit það ekki. Ef ég hefði ekki reykt svona mikið, kynni ég að hafa orðið geðvondur í ótíma “ Og síðan hélt hann áfram hugs- ahdi: „Lítum nánar á málið. Hver veit nema sefandi áhrif tóbaks- iris á viðkvæmt taugakerfi mitt hafi gert mér kleift að varðveita rósemi mína og stillingu, þegar ég hef átt í einhverjum persónuleg- um útistöðum eða við samninga- borðið og enn fremur stytt mér marga biðstundina? Hver veit, hvort ég hefði orðið jafnljúflynd- ur og jafnþægilegur í umgengni, ef ég hefði á æskuárum snúið baki við gyðjunni Nikotínu? Mér dettur það í hug núna, að ég kynni fullt eins að hafa orðið fyrir ferlegri sprengju, sem sprakk hundrað metrum fyrir framan skotgröfina í Flanders, ef ég hefði ekki snúið við til að sækja eld- spýtustokkinn, sem ég gleymdi þar.“ Clementir.e er sami diplómat- inn, hvort sem hún er gestur ann- arra eða heima hjá sjálfri sér. í kvöldverðarboði nokkru, sem henni var boðið til, ásamt Win- ston, var auk annarra erlendur maður af allháum stigum. Að loknum snæðingi, kom hús- freyjan til Clementine og trúði henni fyrir því allvandræðaleg, að þessi háttsetti útlendingur hefði verið staðinn að því að hnupla lítilli, en fágætri silfur- skál. Hún var úr fornu setti og ekki unnt að fá aðra hennar líka. Hvað átti nún að gera? Clementine hugsaði sig um and- artaksstund, og síðan bar hún upp við Winston í hálfum hljóðum. Hún sagði honum, hvað komið hefði fyrir, og stakk upp á ráði til f SKUGGA ÓTTANS KATHRINE TROY Livvy horfði á hann, þegar hann gekk að barskápnum og tók fram glös. Jafnvel nú varð hann að vera hinn kurteisi gestgjafi, hugsaði hún. Hann hellti í glasið og hún tók eftir að hönd hans skalf. — Nú, jæja? sagði hann og rétti henni glasið. - Byrjaðu. — Enn einu sinni neyddi hún sig til að segja frá því, sem gerzt hafði. Símon þurfti að vita hvert i smáatriði og allan tímann horfði I hann fast á hana þessum ljósu augum, sem minntu ótrúlega á ! Clive. i — Lögregluforinginn sagði mér að þú hefðir hrasað um pokann. Þú he|ðir gétað. . . i — ímyndað mér, að éinhver I greiddi mér höggið? botnaði hún ! setninguna. — Þú ert á þeirri skoðun. Kannsld lögreglan Ííka. í — Ég veit það ekki. — Og ég geri ráð fyrir að ég j hafi ímyndað mér bankið líka? , Eða kannski þú hafir spætur þarna uppi. — Livvy! Hann leit ofan í glasið sitt. Ég skil bara ekki að einhver skuli hafa verið þarna og beðið þín. Hverjir vissu eigin- lega að þú ætláðir til verk- smiðjunnar um þetta leyti? — Eins og ég tjáði lögreglunni, vissu það aílir. Hann sat þögull andartak. — En viðkomandi hlaut þá að léggja sig í gíftírléga áhættu. Það var nátturlega alls ekki öriiggt að, þú færir upp til að athuga, af hverju höggin stöfuðu. —Þá hefði eitthvað annað verið reynt. Hún setti frá sér gíasið og fól andlitið í höndum sér. — Fyrirgefðu Símon, en ég þoli ekki fleiri orð um það, sem gerðist ekki. Ég veit, að ég ímyndaði mér þetta ekki, ég veit, að þetta er ekki bara taugaþreyta . . . ég var alein þar. . . Og nú ætla ég að fara heim. — En þú ert nýkomin! — Ef ekki hefði verið sekkur frá böggládeildinni þinni, hefði ég heldur ekki vérið hér í kvöld! Hann strauk órólegur yfir hárið. — Ég veit ekki, hverju ég á að trúa? Hvers vegna skyldi einhver vilja ráða þig af dögum? Hver mundi græða nokkuð a því? — Sá sem drap Clive! Vegna þess að ég afbar ekki tilhugsun- ina um, hvað ég hafði gert, ætlaði ég að frémja sjálfsmorð og kasta mér út af þakinu á verk- smiðjunni. Eða. . . Niður í huga hennar sló óhugnanlegri hugsun. Hún leit snöggt á Símon og þagði. — Eða hvað? spurði hann. Hún hristi höfuðið. — Ég veit það ekki. Ég get ekki hugsað skýrt lengur. Hún tók aftur glasið sitt og dreypti á konjakkinu. Og þá flaug allt í einu sú hugsun um huga hennar Eða kannski sá sem réðst á mig hafði gert það í eiginhagsmuna- skyni. Hún varð að bíta á vörina að segja þetta ekki upphátt, en hún þorði ekki, vegna þess að sá eini sem mundi njóta fjárhags- lega góðs af því ef húh dæi var Símon! Samkvæmt erfðaskrá Cliv- es var Símon erfingi að hennar hluta í fyrirtækinu dæi hún á undan. — Ég vil fara heim, sagði hún eymdarlega. — Viltu fylgja mér? Þú þarft þess raunar ekki, ég get gengið ein þennan spöl. Um leið hringdi síminn Livvy stóð grafkyrr meðan Simon tók tólið. Hún óskaði af öllu hjarta, að Rorke hefði verið hérna stadd- ur . . Rorke var svo dásamlegúr, skilningsríkur og tillitssamur Samt sem áður hefði hún fús viljað skipta á öllri þessu og hinum fáu orðurn: Eg elska þig enn, Livvy! Hún heyrði Símon segja í sím- ann: — HallójAdrienne! Já, Liwy er hér. Hefurðu heyrt það? Nú, já kom lögreglan til þín líka. Ég skil . . Hann sneri sér að Livvy . . . lögreglan hefur athug- að það sem þú sagðir um benzín- tankinn þinn að hann hefði verið tæmdur . . Hvað segirðu svo að þú álítur það? Það var Adrienne sem hann talaði við. Já! já, það er sjálfsagt þannig í pottinn búið. Ég hef sjálfur oft verið viss um,að ég hafi látið fylla hann, en hefur síðan skjátlazt. — Mér skjátlast ekki, sagði Livvy þreytuléga. — Allt í iagi, hann brosti róandi til hennar. Svo talaði hann aftur í símann. — Livvy er viss um að hún fyllti tankinn í morgun . . já, T í M I N N, fimmtudaglnn 12. mart 1964. — 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.