Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1964næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Tíminn - 12.03.1964, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.03.1964, Blaðsíða 6
Hef jast verður þegar handa um stöðvun fólksflótta frá Vestfj. Miklar umræður urðu í sam einuðu þingi í gær um fyrir- spurn Sígurvins Einarssonar og Hermanns Jónassonar til ríkisstjórnarinnar um fimm ára framkvæmdaáætlun til stöðvunar á fólksflótta úr Vestfjarðakjördæmi, en fyrir- spurn þessari svaraði Emil Jónsson félagsmálaráðherra. Kom fram í svari ráðherrans, að harla lítið hefur verið gert til að framkvæma ályktun Al- þingis frá því í apríl í fyrra um þetta mál. Sigurvin Einarsson fylgdi fyr- irspurninni úr hlaði en hún var í tveim liðum svo hljóðandi: — 1. Er lokið áætl- un þeirri og til- lögugerð til stöðv unar fólksflótta úr Vestfjarða- kjördæmi, sem Alþingi með þingsályktun 19. apríl 1963 skor- aði á ríkisstjórn- ina að fela Frarn kvæmdabanka ís- lands í samráði við stjórn atvinnu bótasjóðs og hlutaðeigandi sýslu- nefndir og bæjarstjórn að gera fyrir árslok 1963? 2. Á hvern hátt hefur verið haft samráð við sýslunefndir og bæjarstjórn á Vestfjörðum um hina fyrirhug- uðu áætlunar- og tillögugerð? Sigurvin greindi frá hinni miklu fólksfækkun, sem orðið hefur í Veslfirðingafjórðungi. Frá 1910 hefur fólki á Vestfjörðum fækkað úr 13,386 í 10.583 eða um 21%. Mest hefur fólksfækkunin orðið frá 1940 til 1963 eða um 18%, en á sama tíma og fólki í Vestfirðingafjórðungi fækkar um 21% hefur landsmönnum fjölgað um 119% og sjá menn í hvert óefni stefnir, enda eru heilar Halldór Kristjánsson í gær tók Halldór Kristjánsson. bóndi á Kirkjubóli í Önundarfirði sæti á Alþingi sem 1. þingmaður Vestfirðinga í fjarveru Hermanns Jónassonar. Halldór Kristjánsson er 2. varamaður Framsóknarfiokks ins í Vestfjarðakjördæmi. 1. vara maður, Bjarni Guðbjörnsson, bankastjóri, liefur ckki tök á því að sækja þing og óskaði eftir að Halldór tæki sæti á þing. Halldór Kristjánsson hefur ekki átt sæti á Alþingi áður og undirritaði hann eiðstafinn í gær. sveitir komnar í auðn. Mest hefur fækkunin í sveitarfélögunum orð- ið. í 7 sveitarfélögum varð t. d. 85% fækkun á síðustu 50 árum. Sé Alþingi alvara að stöðva þá skriðu fólksflótta, sem um get- ur í ályktuninni, þá má engin töf verða á aðgerðum, ef þær eiga að ná árangri. Fyrirspyrjendum er ekki kunnugt um, hvað hefur verið gert til að framkvæma ályktunina, en nokkur tími er nú liðinn síðan áætlunar- og tillögu- gerðinni átti að ljúka, þ. e. fyrir árslok, — og enn fremur er fyr- irspyrjendum ekki kunnugt um að samráð hafi verið haft við sveitarstjórnir, bæjarstjórn ísa- fjarðar í þessu sambandi. Því væri fyrirspurnin fram borin. Emil Jónsson, félagsmálaráð- herra svaraði fyrirspurninni. Skýrði hann frá því, að félags- málaráðuneytið hefði sent Fram- kvæmdabankan- um ályktunina 27. maí sl. en skv. ályktuninni átti Framkvæmda- bankinn að fram- kvæma tillöguna. Þá las ráðherr- ann bréf frá Framkvæmdabankanum um gang málsins. Er þar sagt frá því að bankastjóri Framkvæmdabank- ans hafi falið Efnahagsstofnun- inni að vinna verkið og Efnahags- stofnunin hefði síðan ráðið Valdi mar Kristinsson, viðskiptafræð- ing, til að vinna að málinu. Skrif að hefði verið út til OECD í París og beðið um aðstoð sérfræð inga frá Noregi. OECD hefði lof að slíkri fyrirgreiðslu og mun sér- j- fræðingur frá Noregi væntanlega koma hingað í sumar til að at- I huga þessi mál. Þá hefur Fram- I kvæmdabankinn skrifað sýslu-1 nefndum og bæjarstjórn ísafjarð-1 ar og óskað eftir áliti og tillögum. j Sigurvin Einarsson sagði, að lítið hefði verið aðhafzt í mál- inu. Þingsályktunin hefði kveðið á um tafarlausar aðgerðir til að koma í veg fyrir fólksflóttann frá Vestfjörðum. Vitað væri, að í nóvemberlok hafði sveitarstjórn- um og bæjarstjórn ísafjarðar ekki verið skrifað um málið. Og nú væri beðið eftir erlendum sér- fræðingi. Ekki kvaðst Sigurvin vera í sjálfu sér á móti því að hingað kæmi erlendur sérfræðing ur, en hvað flyzt margt fólk frá Vestfjörðum meðan svona er beð I ið. Það getur orðið bið á því, að | hinn erlendi sérfræðingur ljúki j ! athugunum sínum. Sagði Sigur- j vin, að tafarlaust yrði að hefjast j handa. í Hannibal Valdimarsson minnti á flutning þingsályktunartillögunn ar, en hún hefði verið flutt af þingmönnúm stjórnarliðsins til að drepa niður [ aðrar tillögur ; þingmanna Vest-! fjarða um þetta , efni. Sagði hann, að tillaga þessi hefði verið yfir- j drepstillaga og j hræsnismeistara- j stykki, eins og nú væri komið á | daginn. Það er ekkert farið að gera í málinu enn af viti, en það er búið að skrifa út til Parísar og búið að biðja um erlendan sér fræðing í byggðaeyðingu á Vest- fjörðum. Taldi Hannibal, að þing menn kjördæmisins og ibúar á Vestfjörðum vissu bezt sjálfir, hvar skórinn kreppti að. Þá sagði Hannibal, að ekki hefði komið fram í ræðu ráðherrans, hvort samráð hefði verið haft við stjórn atvinnubótasjóðs, en þar ættu þó sæti þingmenn Vestfjarða. Gísli Guðmundsson minnti á, að þegar þessi þingsályktunartil- laga hefði verið til umræðu, hefði hann bent á að nauðsynlegt væri að gera áætlun um að koma í veg fyrir fólks- fækkun almennt fyrir þau byggð- arlög, þar sem svo væri háttað, en hann myndi hins vegar styðja umrædda tillögu vegna þess að óumdeilanlega væru Vestfirðir verst settir í þessu tilliti og frest urinn til áætlunargerðarinnar var einmitt settur sKó)Ætutitua vegna þess að málið var og .er sjvo að- kallandi að aðgerðir ma ekki tefja. Það, sem gert hefði verið í málinu, væru enn eingöngu skriffinnskuvinna. Þá taldi Gísli óþarft að bíða eftir erlendum sér fræðingi, nær væri að senda ís- lending til Noregs til að kynna sér þessi mál og kveða til menn, er staðarþekkingu hefðu. Magnús Jónsson upplýsti, að ekkert samráð hefði verið haft við stjórn atvinnubótasjóðs, en Magnús mun for maður sjóðsins. Þá taldi Magnús vafasamt að leita svo mjög ráða hjá öðrum þjóð- um í þessu máli Við hefðum okk- ar sérstöku að- stæður og sér- stöku reynslu. Einar Olgeirss. sagði, að í fólks fækkuninni á Vestfjörðum birtist hið blinda lögmál peninganna. Vinnuaflið dregst þangað sem atvinna er fyrir. Nauðsynlegt væri að ríkisvaldið tæki upp heildarstjórn á þessum málum. Alþýðuflokkurinn og Alþýðu- bandalagið hefðu verið sammála um það í vinstri stjórninni að taka upp áætlunarráð og stjórn á fjárfestingu, en það hefði stað- ið á Framsóknarflokknum. Með- an ríkið hefði ekki heildarstjórn á fjárfestingunni í landinu væru aðgerðir eins og þingsályktunin gerði ráð fyrir eins og að kasta snjóboltum í helvíti. Emil Jónsson sagði, að ályktun in hefði ekki gert ráð fyrir að félagsmálaráðuneytið gerði meira en það hefur gert. Eðlilegt kvaðst hann telja, að kveðja til erlendan sérfræðing og sérfræðingurinn á að koma til okkar en við ekki til hans. Eysteinn Jónsson kvaðst enn einu sinni vilja mótmæla þeirri þjóðsögu Einars Olgeirssonar, að Framsóknarflokkurinn hefði verið á móti því í vinstri stjórninni, að sett væri upp áætlunarráð og áætlunarg. í fjár- festingarmálum. Framsóknarflokk urinn hefur alls ekki verið andvíg ur áætlanagerð, heldur þvert á móti eins og tillögur hans og að- gerðir sýna ljóslega. Þá upplýsti Eysteinn Jónsson, að þingsálykt- unin hefði aldrei verið lögð fyrir bankaráð Framkvæmdabankans og honum sem bankaráðsmanni væri með öllu ókunnugt um að- gerðir bankans í málinu, en kvaðst mundu hafa lagt á það áherzlu í bankaráðinu, ef til þess kasta Framhald á 15. sfðu. HERADSSKOL AD REYKHÓLUM Hannibal Valdimarsson og| Sigurvin Einarsson flytja til-j lögu til þingsályktunar um héraðsskóla að Reykhólum í Austur-BarSastrandarsýslu. í Kveður tillagan á um að ríkis- stjórnin láti undirbúa bygg- ingu héraðsskóla á Reykhóí- um. í greinargerð segja flutningsmenn: Allir héraðsskólar eru nú yfir- fullir, og verða ungmenni oft að bíða eitt til tvö ár eftir því að geta fengið námsvist í héraðsskóla. Þetta er afieiðing þess að enginn r.ýr hépðsskóli hefur verið byggð ur síðastliðin 15 ár. Skógaskól: mun vera sá yngsti þeirra, en hann tók til starfa árið 1949. Héi stappar nærri, að í óefni sé komið, því að vissulega verður það að telj ast meðal dýrmætustu mannrétt- inda æskufólks að geta aflað sér nauðsynlegrar a’mennrar mennt- unar. Og tvímælalaust er það ekki rétt stefna að láta löngum og löngum undir höfuð leggjast .að byggja skóla til almer.nrar fræðslu en þurfa síðan að rjúka í að byggja marga samtímis. í þessu efni sem öðrum er affærasælaú a? svara kröfum eðlilegrar þróun ar með jöfnum skrið. Sem stendur munu vera starí- andi 7 héraðsskólar á öllu landinu, og getur hver þeirra aðeins tekið á móti 35—40 nýjum netnendum á ári. Það eru því í mesta lagi 250—300 nemendur, sem nám geta hafið árlega í öllum héraðsskólun um. Þetta er sorglega lág tala og ber áhuga og skilningi stjórnvalda um almenna alþýðumenntun ekki allt of fagurt vitni. Það getur þannig ekki orðið á- greiningsefni, að þess er full þörf, að nýr héraðsskóli — eða jafnvel fleiri en einn — verði reistur hið fyrsta. Flutningsmenn þessarar tillögu telja eðlilegt, að Reykhólar í Aust' ur-Barðastrandarsýslu verði fyrir' valinu sem skólasetur Þar hefur verið haldið uppi unglingaskóla nokkur undanfarin ár af mikluru áhuga og fórnfýsi heimamanna, en sú kennsla hefur nú fallið niður vegna erfiðrar aðstöðu og brott flutnings forgöngumannsins, Sig- urðar Elíassonar tilraunastjóra. Nokkur byggð er þegar komin á Reykhólum? og bendir allt til þes? að þar rísi á næstu árum kauptúo. er byggi á landbúnaði og iðnaði. Það var á sínum tíma vel ráðið, er héraðsskólunum var yfirleitt valinn staður, þar sem gnægð vav jarðhita, og hann nýttur fyrir þess ar stofnanir, bæði til upphitunar húsakosts, til sundlauga og á ýms an annan hátt. Hefur þetta þegar sparað þjóðfélaginu ógrynni fjár- Með tilliti til þessara náttúruauð æfa var héraðskólunum að Laugar- vatni, Laugum, Reykholti, Reykja nesi og Reykjum í Hrútafirði val- inn staður. Svo sem kunnugt er búa Reyk- hólar yfir mikluim auðæfum jarð- hita, sem hingað til hafa ekki ver ið hagnýtt sem skyldi. Meðal ann ars með tilliti til þessa eru Reyk- hólar valinn skólastaður. Þá mundi skóli á Reykhóium vera merkur liður i uppbyggingu stað arins, en ýmis fyrirheit hafa að undanförnu verið gefin af opin- berri hálfu um eflingu byggðar að Reykhólum, hinu forna og land- kostaríka stórbýli og höfðings- setri. Margt fleira, sem óþarft er hér að telja, mælir með því að almenn ur æskulýðsskóli verð' reistur á Reykhólum. og er það von flutn ingsmanna, að málinu verði svo vel tekið á háttvirtu Alþingi að það fái afgreiðslu á þessu þingi, svo að skólabygging geti hafizt strax, er nauðsynlegum undirbún- ingsframkvæmdum væri lokið. T i M I N N, fimmtudaginn 12. marz 1964. — 6

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 60. Tölublað (12.03.1964)
https://timarit.is/issue/66498

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

60. Tölublað (12.03.1964)

Aðgerðir: